Mosfellingur - 14.03.2019, Qupperneq 20
- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ20
Einvera er aðferð til að stöðva
hegðunarvanda með því að koma barn-
inu úr þeim kringumstæðum sem það
er í á skjótan og einfaldan hátt.
Aðferðin er notuð á börn á aldrinum
tveggja til tólf ára. Um leið og barn sýnir
óásættanlega hegðun fær það aðvörun
þannig að talið er frá einum upp í þrjá.
Fyrst er sagt „einn“ um leið og brotið á
sér stað, sé brotið ekki þeim mun alvar-
legra. Ef barnið lætur sér ekki segjast fer
talningin upp í tvo. Dugi það ekki til fer
talningin upp í þrjá og samhliða er sagt:
„Einvera.“
Barninu er því næst fylgt á fyrir fram
ákveðinn stað (þegar barnið er komið í
þjálfun getur það farið sjálft) þar sem
það bíður í einveru í jafnmargar mín-
útur og aldur þess er í árum. Fjögurra
ára barn myndi þannig vera í einveru í
fjórar mínútur.
Fjarri öðru heimilisfólki
Sumir agaráðgjafar telja áhrifaríkast
að barnið sitji á stól t.d. í herberginu
sínu þar sem það situr í einverunni
án þess að mega hafa neitt fyrir stafni.
Aðrir agaráðgjafar telja nóg að barnið
sé í herberginu sínu og því sé frjálst að
gera það sem það vill að undanskild-
um öllum raftækjum (sjónvarpi, síma,
spjaldtölvum o.þ.h.).
Agaráðgjafar sem aðhyllast þessa
aðferð eru þó sammála um að fjarlægja
þurfi barnið þaðan sem hegðunin á sér
stað og koma því á stað þar sem það er
fjarri öðru heimilisfólki. Þess vegna er
það kallað einvera því að barnið á að
vera eitt.
Tíminn öllum ljós
Mikilvægt er að tíminn sem barnið er
í einveru sé öllum ljós. Gott er að
hafa sjónrænar klukkur (niður-
teljara) eða svokallaða tímavaka
hjá barninu svo það sjái hvað
tímanum líður. Tímavakar fást
t.d. í skólatengdum verslunum.
Einnig er hægt að birta sjónræn-
ar klukkur á tölvuskjá eða
spjaldtölvu, en munið að
barnið á ekki að leika sér
í tölvunni.
Leitarorðið „timeti-
mer online“ kemur þér
á sporið. Barnið fylgist
þannig sjálft með tímanum og kemur
fram þegar klukkan sýnir að einverunni
sé lokið.
Allir komast í kælingu
Kosturinn við einveru er að allir aðilar
komast strax úr kringumstæðunum og í
kælingu. Það er nefnilega þannig að við,
hinir fullorðnu, þurfum stundum sjálfir
stund til að ná áttum. Með því að barnið
fari strax í einveru fer hinn fullorðni ekki
að skamma barnið og æsa jafnvel sjálfan
sig upp.
Þegar einverunni er lokið hefur barnið
tekið út sína refsingu og engin orð þarf
að hafa meira um það. Sé rétt að málum
staðið veit barnið hvers vegna það var
sett í einveru. Barnið kemur því úr ein-
verunni búið að taka út sína refsingu og
þarf ekki að kvíða eftirmálum.
Þegar um mjög ung börn er að
ræða (tveggja til fjögurra ára) er samt
skynsamlegt að útskýra fyrir barninu
með einni til tveimur setningum hvers
vegna það fór í einveru. Gott er að spyrja
barnið hvort það viti af hverju það fór
í einveru til að tryggja að skilningurinn
sé til staðar.
Stöðva óásættanlega hegðun
Einveru er hægt að nota þegar stöðva
þarf óásættanlega hegðun. Einveru ætti
ekki að nota þegar börn neita að gera
hluti s.s. að taka upp dótið sitt, sinna
heimanámi eða æfingum. Einnig skal
varast að nota einveru gagnvart öllu
því sem miður fer. Veldu heldur örfá
hegðunarbrot (tvö er alveg nóg) til að
vinna með í einu, sérstaklega til að byrja
með.
Sé einvera rétt notuð er hún örugg og
árangursrík aðferð við að stöðva óásætt-
anlega hegðun barns. Hægt er að
finna gagnrýni á þessa aðferð eins
og flest allt annað. Ég hef engu að
síður engar rannsóknir séð sem
sýna fram á að einvera skaði
börn tilfinningalega að því gefnu
að aðferðin sé rétt notuð.
________________________
Fjalar Freyr Einarsson,
aga- og uppeldisráðgjafi
www.agastjornun.is
Einvera – einföld leið
til agastjórnunar
UPPELDI
Íslensk-Bandaríska umboðsaðili Jeep á
Íslandi frumsýndi nýjan Jeep Wrangler
laugardaginn 2. mars.
Auk þess að skarta nýju útliti jafnt utan
sem innan þá var kynnt ný 273 hestafla
bensínvél og einnig verður Wrangler inn-
an skamms í boði með nýrri 200 hestafla
dísilvél.
Einnig var kynntur nýr millikassi sem er í
boði á þeim bílum sem Ís-Band býður upp
á en er ekki að finna í Jeep Wrangler sem
fáanlegur er á amerískum eða kanadískum
markaði, en það er svo kölluð 4H auto still-
ing. Í þeirri stillingu kemur fjórhjóladrifið
sjálfkrafa inn þegar þess er þörf og hægt að
aka í hálku eða á möl án þess að til þving-
unar komi á milli fram- og afturöxuls.
Að sögn forvarsmanna Ís-Band fór fjöldi
sýningargesta fram úr þeirra björtustu
vonum og áætla þeir að á annað þúsund
sýningargestir hafi lagt leið sína í Mosfells-
bæinn á laugardaginn.
Ís-Band sýndi einnig breytta Jeep Grand
Cherokee jeppa með 35” og 33” breytingu
og RAM 3500 pallbíla með 35”, 37” og 40”
breytingu.
Fjölmenni á frumsýningu
Jeep Wrangler í Þverholti
Ís-Band öflugt í innflutningi á bílum • Glæsileg sýning
Nýtt útlit og
Nýjar vélar
fjöldi fólks mætti í
sýNiNgarsal ís-baNd
Aðalfundur
Samfylkingarinnar
í Mosfellsbæ
Aðalfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ
verður haldinn mánudaginn 25. mars 2019
í Þverholti 3 og hefst kl. 20.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum Samfylkingarinnar.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins og ræðumaður verður Albertína F. Elíasdóttir
alþingismaður Samfylkingarinnar. Hún ræðir um stjórnmálaástandið.
Félagsmenn fjölmennið!
Stjórnin
Mosfellsbæ
/hoppukastalar • S. 690-0123
Hoppukastalar
til leigu
Tilvalið fyrir
afmæli, ættarmót,
götugrill og önnur
hátíðarhöld.