Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Heitar umræður urðu um bragga- málið á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100 var annar liður á dagskrá. Borgar- fulltrúar meirihlutans óskuðu eftir umræðunni. Við upphaf fundarins lögðu Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið- flokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, fram breytingartillögu við framlagða til- lögu sína um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Í breytingar- tillögunni fólst að embætti borgar- lögmanns yrði falið að vísa skýrsl- unni til „þar til bærra yfirvalda til yfirferðar og rannsóknar“. Einnig yrði borgarlögmanni falið að senda niðurstöður Borgarskjalasafns um skjalamál vegna þessa sama máls áfram. Tillagan var felld með 13 at- kvæðum gegn átta, tveir sátu hjá. Borgarstjóri brást hart við „Þegar framúrkeyrslan kom í ljós var kallað eftir skýringum og síðan málið sett í réttan farveg hjá innri endurskoðun. Nú þegar þessi ítar- lega og vandaða skýrsla með þessum fjölmörgu ábendingum liggur fyrir, þá er það okkar skylda og verkefni að vinna þær úrbætur sem nauðsyn- legar eru,“ sagði Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri við upphaf umræð- unnar. Hann sagði meirihluta borgarstjórnar ætla að láta hendur standa fram úr ermum við það verk- efni. Sagðist hann ekki ætla að gera umræðu kjörinna fulltrúa um málið að miklu umtalsefni sínu, en gagn- rýndi svo sjálfur harðlega þá borg- arfulltrúa sem vilja að skýrslunni verði vísað til héraðssóknara. Skortur á auðmýkt Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokks, sagðist hafa orðið fyrir von- brigðum með ræðu borgarstjóra. „Ég átti von á málefnalegri umræðu hér um þessa kolsvörtu skýrslu sem við höfum öll fengið, en í staðinn sjáum við að borgarstjóri, sem hér var frummælandi, æsir sig upp og sýnir algjöran skort á auðmýkt gagnvart verkefninu. Hann sýnir enga auðmýkt gagn- vart því sem aflaga fór, enga auð- mýkt gagnvart framúrkeyrslu, enga auðmýkt gagnvart ólöglegum greiðslum, enga auðmýkt sem framkvæmdastjóri þegar reglur um útboð borgarinnar sjálfrar voru brotnar, enga auðmýkt gagn- vart því að engir samningar voru gerðir utan þess eina sem hann gerði sjálfur. Auðmýkt borgar- stjóra gagnvart brotum á sveitar- stjórnarlögum var ekki að finna. Ekki gagnvart því að skjöl finnast ekki, ekki gagnvart því að tölvu- póstum var eytt og ekki var hægt að fullrannsaka málið, ekki gagn- vart því að lög um skjalavörslu voru brotin, sem hafa hörð viður- lög. Ég sakna auðmýktar borgar- stjóra gagnvart hörmulegri með- ferð opinberra fjármuna,“ sagði Eyþór. Morgunblaðið/Hari Borgarstjórnarfundur Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttur lögðu fram tillögu um að embætti borgarlög- manns vísaði braggaskýrslunni áfram til rannsóknar. Borgarstjórn felldi tillöguna á fundi sínum í gær. Tillaga um rannsókn á braggaskýrslunni felld  Hart var tekist á um braggamálið á borgarstjórnarfundi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök iðnaðarins og Samtök at- vinnulífsins telja að vinna þurfi hrað- ar að því leggja nýjan sæstreng til gagnaflutninga til Evrópu en gert er ráð fyrir í tillögum til þingsályktunar um fjarskiptaáætlanir. Líkur séu á því að bilanatíðni núverandi gagna- strengja aukist eftir örfá ár og því er hvatt til þess að stjórnvöld hafi for- ystu um að tryggja lagningu þriðja sæstrengsins á tíma fimm ára áætl- unar í fjarskiptum. Kemur þetta fram í sameiginlegri umsögn samtakanna um tillögu að fjarskiptaáætlun sem er til umfjöll- unar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. „Samtökin leggja áherslu á að ráð- ist verði í fjárhagslega endurskipu- lagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við út- lönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverka- sviðs Samtaka iðnaðarins. Streng- irnir tveir, Farice-1 og Danice, eru í ár 15 ára og 10 ára. Afkastageta strengjanna mun duga landsmönn- um í mörg ár enn. Þótt aldrei hafi orðið bilun í sjó er talið að bilanatíðni muni aukast á allra næstu árum. Það getur leitt til gagnarofs, að því er fram kemur í umsögn samtakanna. Í greinargerð með fjarskiptaáætlun til 15 ára er minnt á aldur Farice og sagt að huga þurfi að endurnýjun hans. Fram kemur það markmið í áætluninni að þrír virkir sæstrengir tengi landið við Evrópu frá mismun- andi landtökustöðum. Rætt hefur verið um að nýr strengur liggi frá suðurströnd lands- ins til Írlands. Framkvæmdin er ekki tímasett í áætluninni. Öruggt netsamband við útlönd er mikilvægt fyrir fyrirtæki og ein- staklinga í nútímasamfélagi. Við hafa bæst hagsmunir gagnavera sem hér hafa verið að byggjast upp og efla starfsemi sína og grundvallast á öruggu sambandi við viðskiptavini sína víða um heim. Sigríður segir að fyrirtæki sem eru að huga að uppbyggingu gagna- vera hér á landi og fyrirtæki sem vilja eiga viðskipti við gagnaver sem hér eru horfi á ýmsa þætti, svo sem legu landsins, veðurfar, aðgang að endurnýjanlegri raforku og örugga gagnatengingu. „Ef Íslandi er alvara með að efla gagnaversiðnaðinn þarf að efla gagnatengingarnar, meðal annars með lagningu nýs sæ- strengs,“ segir Sigríður. Samkeppni verði aukin Kallað hefur verið eftir samkeppni í sölu á gagnasambandi á milli landa. Farice, fyrirtækið sem rekur báða sæstrengina, er bæði með heildsölu og smásölu á tengingum. Í umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins er hvatt til skoðunar á frekari aðkomu einkaaðila að mark- aði með gagnatengingar og afnáms núverandi einokunar og hinnar tvö- földu verðskrár á gagnatengingum. Lagningu nýs sæstrengs verði flýtt Gagnaver Starfsemi gagnavera er vaxandi atvinnugrein hér á landi. Þau grundvallast á öruggum tengingum við umheiminn.  Farice-1 verður fimmtán ára á þessu ári  Samtök atvinnulífsins og iðnaðarins telja að líkur aukist á bilunum og jafnvel gagnarofi  Lagning þriðja gagnastrengsins ekki tímasett í fjarskiptaáætlunum Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) hefur kært ákvörðun Fiskistofu frá 2. janúar sl. um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi í tólf vik- ur frá og með 4. febrúar næstkom- andi. Kæran var send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fer ÚR fram á að ráðuneytið felli ákvörðun Fiskistofu úr gildi. Í kærunni segir meðal annars að svipting veiðileyfis sé alvarleg ákvörðun sem valda muni verulegu tjóni. Hún sé ekki í neinu samræmi við hin meintu brot. Tjónið sé meira en áður hefur hlotist af stjórnvalds- sektum og sérstaklega mikið vegna þess að það falli á þann árstíma sem skipið aflar að jafnaði þriðjungs tekna sinna. ÚR segir að ákvörðun Fiskistofu byggist á mjög veikum lagagrunni og meint brot séu löngu fyrnd. „Rannsókn Fiskistofu og aðferðir eru ámælisverðar og langt í frá full- nægjandi en myndskeið sem ákvörð- un byggist á eru sviðsett, sýna ekki brottkast í skilningi laga og einnig eru skýringar og túlkanir Fiskistofu rangar. Þá er andmælaréttur brot- inn og beiting Fiskistofu á sönnunar- reglu er ólögmæt. Að síðustu er beit- ing hámarksrefsingar brot á meðal- hófi og óboðlegt opinberu stjórn- valdi,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚR í gær. Þar kemur einnig fram að ÚR muni gera allt sem í þess valdi stend- ur til að hnekkja ákvörðun Fiski- stofu. Takist það ekki áskilji félagið sér rétt til að sækja bætur vegna alls þess tjóns sem félagið og/eða áhöfn Kleifabergs verði fyrir vegna ákvörðunarinnar. Haft er eftir Runólfi Viðari Guð- mundssyni, framkvæmdastjóra ÚR, að þau séu vongóð um að ráðuneytið felli ákvörðunina fljótt úr gildi eða fresti réttaráhrifum hennar. gudni@mbl.is ÚR kærir svipt- ingu veiðileyfis  Ákvörðun verði felld úr gildi Kleifaberg Veiðileyfissvipting kærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.