Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
ÚTSALA
30-50%afsláttur
Jakkar • Peysur • Vesti • Bolir • Kjólar • Buxur
30%
afsláttur
af töskum
Söfnum í neyðarmatarsjóð til
matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp
Íslands fyrir þá fjölmörgu sem
lægstu framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skráð atvinnuleysi í desember sl. var
2,7% og jókst um 0,2 prósentustig frá
nóvember. Þá voru í desember 930
fleiri á atvinnuleysisskrá en í sama
mánuði fyrir ári síðan en þá mældist
skráð atvinnuleysi 2,2%. Þetta kemur
fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofn-
unar yfir stöðuna á vinnumarkaðin-
um.
Atvinnuleysi hefur ekki mælst
meira í einum mánuði í tvö undanfarin
ár eða frá í janúar og febrúar árið
2017 þegar það jókst mikið tímabund-
ið vegna áhrifa sjómannaverkfallsins
en síðan fækkaði hratt á atvinnuleys-
isskrá eftir að verkfallinu lauk. Ef at-
vinnuleysið í tengslum við sjómanna-
verkfallið er frátalið hefur ekki mælst
hlutfallslega hærra atvinnuleysi frá
því í mars árið 2016.
Spáð er að atvinnuleysi gæti
orðið 2,8 til 3% í janúarmánuði
Sérfræðingar Vinnumálastofnunar
gera ráð fyrir að atvinnuleysi muni
aukast í takt við árstíðasveiflu í yf-
irstandandi mánuði og verða á bilinu
2,8% til 3%.
Í seinasta mánuði nýliðins árs voru
að jafnaði 4.846 einstaklingar á at-
vinnuleysisskrá. Atvinnuleysi var
mest á Suðurnesjum í desember eða
4,3% og 2,7% á höfuðborgarsvæðinu
og á Norðurlandi eystra en minnst á
Norðurlandi vestra 1,4%.
Fram kemur í skýrslu Vinnumála-
stofnunar að atvinnulausum ung-
mennum hefur fjölgað um 116 frá des-
ember 2017 þegar fjöldi atvinnulausra
á þessu aldursbili var 490. Þá hefur
einnig fjölgað einstaklingum í hópi
langtímaatvinnulausra. Alls höfðu 977
verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í
lok desember en þeir voru 869 í des-
emberlok fyrir ári síðan. Hefur þeim
því fjölgað um 108 milli ára. Hlutfall
langtímaatvinnulausra var um 18% af
öllum á atvinnuleysisskrá í desember
sl. en um 20% í desember í fyrra.
„Atvinnulausum fjölgaði í flestum
atvinnugreinum í desember 2018 frá
desember 2017 nema í landbúnaði og
lítil breyting var á fjölda atvinnu-
lausra í heilbrigðis- og félagsþjónustu,
svo og í upplýsinga- og fjarskipta-
starfsemi. Mesta fjölgun atvinnu-
lausra var í ýmiss konar sérhæfðri
þjónustu, gistingu- og veitingagrein-
um, iðnaði svo og í flutningastarfsemi
milli ára,“ segir í greinargerð Vinnu-
málastofnunar.
Í ljós kemur í skráningu Vinnu-
málastofnunar að erlendum ríkisborg-
urum sem eru án atvinnu hefur fjölg-
að umtalsvert. Alls voru 1.876 erlendir
ríkisborgarar án atvinnu um seinustu
áramót eða 35% allra atvinnulausra. Í
lok desembermánaðar fyrir ári síðan
var þetta hlutfall hins vegar 28% allra
atvinnulausra og samsvarar þessi
fjöldi því að atvinnuleysi meðal er-
lendra ríkisborgara sé 5,7% um þess-
ar mundir.
Fækkun atvinnuleyfa
„Í desember gaf Vinnumálastofnun
út 81 atvinnuleyfi til útlendinga til að
starfa hér á landi. Er þetta töluverð
fækkun frá fyrri mánuði þegar gefin
voru út 213 atvinnuleyfi. Samtals voru
gefin út 2.064 atvinnuleyfi árið 2018.
Af útgefnum leyfum í desember voru
30 til nýrra útlendinga á íslenskum
vinnumarkaði og 51 framlengt leyfi,“
segir í skýrslunni.
Á öllu síðasta ári voru 115 erlend
fyrirtæki starfandi á íslenskum vinnu-
markaði með alls 1.107 starfsmenn
skv. skráningu til Vinnumálastofnun-
ar. Starfsmenn starfsmannaleiga, inn-
lendra og erlendra, hér á landi voru
alls 1.360 í desember á vegum 27
starfsmannaleiga. Samtals störfuðu
3.582 einstaklingar á vegum 41 starfs-
mannaleigu á íslenskum vinnumark-
aði á nýliðnu ári.
Hæsta hlutfall fólks
án atvinnu í tvö ár
Skráð atvinnuleysi frá okt. 2016 til des. 2018
3,5%
3,0%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0%
Heimild: Vinnumálastofnun
2016 2017 2018
okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
2,4
2,7
2,3
2,5
2,32,22,12,2
2,32,42,42,42,22,1
1,91,81,91,81,81,9
2,1
2,4
2,93,0
2,3
2,1
2,0
5,7% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær og
var blásið til veislu á Hótel Hilton
Nordica í Reykjavík. Ásamt
skemmti- og tónlistaratriðum fluttu
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður fé-
lagsins, Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra og Alma Möller
landlæknir ávörp, en á milli 800 og
900 hjúkrunarfræðingar voru skráð-
ir á viðburðinn og var vel mætt.
Hjúkrunarfræðingar eru sagðir
bíða óþreyjufullir eftir því að losna
undan gerðardómi í lok mars og
stendur vinna yfir við nýja kröfu-
gerð, en að sögn Guðbjargar hyggur
félagið á ferðalag um landið til að
heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum
fyrir komandi viðræður.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Félagsmenn fjölmenntu.
Fagna nú
100 árum
„Loðnan spáir ekkert í dagsetningar,
hún spáir bara í skilyrðin. Hún kemur,
það er bara spurning um hvar og hve-
nær,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á
grænlenska uppsjávarskipinu Polar
Amaroq, aðspurður hvort hann telji
líkur á að af loðnuvertíð verði. Upp-
hafskvóti hefur ekki verið gefinn út og
leiðangur sem er að ljúka gefur ekki
ástæðu til sérstakrar bjartsýni.
Geir segir að skilyrðin í hafinu séu
síbreytileg og loðnan hagi sér í sam-
ræmi við það. „Sjórinn við landið er
talsvert hlýrri heldur en verið hefur og
þannig er sjórinn fyrir Norðurlandi
um tveimur gráðum hlýrri heldur en
síðustu ár. Loðnan tekur mið af þessu
og kemur eins og hún hefur gert und-
anfarin ár. Fyrir tveimur árum náðist
ekki almennileg mæling fyrr en um
miðjan febrúar og síðasta vor var hell-
ingsloðna inni á Húnaflóa,“ segir Geir.
Hann segist hafa fengið þær fréttir
að loðna hefði hrygnt í grænlenskri
lögsögu í fyrra, sem ekki hefði gerst í
mörg ár. Þá hefðu Færeyingar í
síldarleit séð talsvert af loðnu í græn-
lenskri lögsögu í sumar. Allt þetta segi
honum að talsvert af loðnu sé á ferð-
inni.
Linnulitlar brælur
Polar Amaroq var í gær á kol-
munnaveiðum syðst í færeyskri lög-
sögu, en þar sem fiskveiðisamningur
er ekki í gildi milli íslenskra og fær-
eyskra stjórnvalda mega íslensk skip
ekki veiða þar. Geir sagði að þokkaleg
skot kæmu í veiðina þegar lygndi en
linnulitlar brælur hefðu gert mönnum
erfitt fyrir. Þeir hefðu verið fimm daga
að veiðum, en tapað tveimur þeirra í
ótíðinni.
Aflinn var orðinn um 1300 tonn með
því sem verið var að hífa. „Við náum
einu holi í viðbót áður en veðrið skellur
á aftur,“ sagði Geir. Miðað er við að ná
um tvö þúsund tonnum í skipið áður en
haldið verður til löndunar í Neskaup-
stað. aij@mbl.is
„Loðnan spáir
bara í skilyrðin“
Hefur trú á að úr rætist með vertíðina
Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson
Vertíð Polar Amaroq á loðnuveiðum við Reykjanes í fyrravetur.
Útgáfu nýrrar
bókar með ræð-
um, ritum og
greinum Jóns
Baldvins Hanni-
balssonar, sem
gefa átti út í til-
efni áttræðis-
afmælis hans í
febrúar nk., hefur
verið frestað um
óákveðinn tíma.
Þetta staðfestir Steingrímur Stein-
þórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu
í samtali við mbl.is.
Steingrímur segir þessa ákvörðun
hafa verið tekna vegna fjölmiðla-
umfjöllunar síðustu daga um meinta
háttsemi Jóns Baldvins í garð
kvenna. „Okkur þótti fráleitt að ætla
að gefa þetta út núna,“ segir hann.
Fjórar konur stigu nýverið fram
og sögðu frá áreitni og ofbeldi sem
þær hefðu orðið fyrir af hendi Jóns
Baldvins. Fleiri konur stigu síðar
fram á netinu og sögðust ýmist vera
þolendur eða vitni.
Fresta út-
gáfu bók-
arinnar
Tilefni útgáfu er
80 ára afmæli
Jón Baldvin
Hannibalsson