Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikill meirihluti neðri deildar breska þingsins hafnaði í gærkvöldi samningi sem Theresa May, for- sætisráðherra Bretlands, gerði við Evrópusambandið (ESB) um út- göngu Breta úr ESB. Samningur- inn var felldur með 230 atkvæða mun; 432 þingmenn kusu gegn samningnum en 202 studdu hann. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur lagt fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórn May. Gert er ráð fyrir að kosið verði um hana í dag. Segir May af sér? Stuðningsmenn May reyndu til þrautar í gær að fá þingmenn Íhaldsflokksins til þess að styðja samkomulagið um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, svonefnt Brex- it. Þannig sagði Michael Gove, um- hverfisráðherra Bretlands, að ef samkomulagið yrði fellt væri hægt að tala um að „veturinn væri á leið- inni“, og vísaði þar til þekktra sjón- varpsþátta, Krúnuleika, sem notið hafa nokkurrar hylli á undanförnum árum. Varaði Gove við því að lýð- ræðið í Bretlandi gæti beðið skaða af því að hafna samkomulaginu. Þrátt fyrir varnaðarorð Goves og fleiri var samkomulagið fellt með miklum meirihluta í neðri deild þingsins. Dominic Raab, fyrrver- andi ráðherra útgöngumála, sagði til að mynda að samkomulagið myndi varpa löngum skugga á Bret- land ef það yrði samþykkt, og að það kynni að valda Bretum höf- uðverkjum um langa hríð. Raab hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki May, fari svo að hún segi af sér embætti á næstunni. Fyrir atkvæðagreiðsluna virtust breskir fjölmiðlar flestir á því að mikið gæti oltið á því hversu stór ósigur May í atkvæðagreiðslunni yrði. Þannig væri líklegt að May myndi segja af sér ef munurinn væri meiri en 200 þingmenn. Hins vegar væri hún vís til þess að vilja reyna aftur að ná samkomulagi við Evrópusambandið ef atkvæðamun- urinn væri innan við hundrað. Þá hafði breska ríkissútvarpið, BBC, eftir heimildarmanni sínum úr röð- um Íhaldsflokksins að „svipur“ flokksins, þingmenn sem sjá til þess að kosið sé eftir vilja flokksforyst- unnar, hefðu reynt að telja menn á að sitja hjá frekar en að fella sam- komulagið, í þeirri von að slíkt myndi duga til að minnka muninn. Segja May ekki hafa reynt Vandi May var þó ekki bundinn við uppreisnarmenn í eigin flokki. Þingmenn norðurírska flokksins DUP, sem ver Íhaldsflokkinn van- trausti, höfðu lýst yfir megnri and- stöðu við samkomulagið, sér í lagi þau ákvæði þess sem lutu að stöðu Norður-Írlands og landamæranna við Írland. Sögðu þeir að þau ákvæði gætu rekið fleyg á milli Norður-Írlands og hinna landanna í Bretlandi, sem væri óviðunandi. Arlene Foster, leiðtogi DUP, sagði þannig í gær að hún hefði gert May það ljóst að ákvæðin um norðurírska „varnaglann“ yrðu að hverfa til þess að flokkur sinn gæti stutt samkomulagið. „Við sögðum forsætisráðherra að hún yrði að losna við varnaglann og ná sam- komulagi sem hægt væri að lifa með. Ég held að hún hafi ekki einu sinni beðið um að fjarlægja hann.“ Vegna þess myndu þingmenn DUP greiða atkvæði gegn samkomulag- inu. Jeremy Corbyn sagði fyrir at- kvæðagreiðsluna að May yrði að boða til þingkosninga ef samkomu- lagið yrði fellt, auk þess sem hann hótaði því að leggja fram van- trauststillögu gegn ríkisstjórn hennar. Samkvæmt samþykktum þingsins við upphaf umræðunnar um samkomulagið átti ríkisstjórnin að fá frest til nk. mánudags til að setja fram tillögur sínar um næstu skref, ef samkomulagið yrði fellt. Forsvarsmenn helstu ríkja Evr- ópusambandsins ítrekuðu í gær í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar að ekki yrði hægt að semja upp á nýtt, jafnvel þó að samkomulagið yrði fellt. Heiko Maas, utanríkisráð- herra Þýskalands, opnaði þó á þann möguleika að frekari viðræður gætu farið fram, en lét einnig í ljósi efa- semdir sínar um að hægt yrði að semja betur en þegar hefði verið gert. Ósigur May á þinginu varð einnig til þess að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, hætti við fyrir- hugað ferðalag til Strassborgar, þar sem hann átti að rökræða framtíð Evrópusambandsins við Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, á opnum fundi. Mátti skilja á emb- ættismönnum í Brussel að Juncker hefði hætt við ferð sína þar sem von væri á að Theresa May myndi halda til Brussel til skrafs og ráðagerða eftir ósigurinn á þinginu. „Veturinn er á leiðinni“  Breska þingið felldi Brexit-samkomulagið í gærkvöldi með miklum mun  Stuðningsmenn May reyndu til þrautar að fá þingmenn til liðs við sig AFP Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpar breska þingið í gær, en samningi við ESB var hafnað. Utanríkisráðu- neyti Kína gagn- rýndi í gær Just- in Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir „óábyrg um- mæli“ sín, en Trudeau gagn- rýndi harðlega dauðadóm sem kínverskur dóm- stóll felldi á mánudaginn yfir Kan- adamanninum Robert Lloyd Schel- lenberg. Hua Chunying, talskona utanrík- isráðuneytisins, hafnaði því að dómurinn yfir Schellenberg væri runninn af pólitískum rótum, en Kínverjar og Kanadamenn hafa átt í milliríkjadeilu síðan í nóvember. Stjórnvöld í Kanada sendu einnig frá sér ferðaviðvörun til kanad- ískra ríkisborgara og vöruðu við því að þeir gætu lent í því að lögum Kína yrði beitt af geðþótta gegn þeim. Gagnrýna „óábyrg ummæli“ Trudeaus Justin Trudeau KÍNA Sendinefndir frá Bandaríkjunum og Rússlandi funduðu í Genf í gær til þess að ræða framtíð INF- sáttmálans, sem undirritaður var árið 1987, en hann bannar stórveld- unum tveimur að framleiða með- aldrægar eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á síðasta ári að hann hygðist draga þátttöku Bandaríkja- manna í sáttmálanum til baka, þar sem Rússar hefðu ekki staðið við sinn hlut. Eru Rússar sakaðir um að hafa framleitt eldflaugar sem brjóti gegn samkomulaginu, en þeir saka Bandaríkjamenn á móti um að hafa brotið gegn anda samkomulagsins. Lauk fundinum í gær án sam- komulags og bentu fulltrúar ríkjanna hvor á annan. Sögðu Bandaríkjamenn að ljóst væri að Rússar ætluðu sér ekki að fylgja samkomulaginu, og Rússar sögðu Bandaríkjamenn ekki hafa komið með neinar tillögur til úrbóta. Fundað um framtíð INF-sáttmálans SVISS Nokkurt mannfall varð þegar sprenging og skotbardagi skóku Naíróbí, höfuðborg Kenía í gær, en öfgahreyfingin Shabaab, sem tengist Al Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, lýsti yfir ábyrgð sinni í gær. Sprengingin varð á svæði sem liggur að hóteli, veitingahúsum og skrifstofubyggingum, og heyrðist hún greinilega í nokkurra kílómetra fjarlægð. Upphófst í kjölfarið skot- bardagi milli vígamannanna og lög- reglu, sem stóð yfir langt fram eftir degi. Óvíst var um endanlegt mann- fall af völdum árásarinnar. Shabaab-samtökin, sem eiga ræt- ur í Sómalíu, stóðu einnig að árás á verslunarmiðstöð í Naíróbí árið 2013, þar sem 67 manns biðu bana. Að sögn sjónarvotta sem AFP- fréttastofan ræddi við sáust fjórir grunsamlegir menn ganga inn á svæðið þar sem árásin var gerð og hefja skothríð fljótlega eftir spreng- inguna. Hóf lögreglan þegar í stað að rýma nærliggjandi byggingar, á sama tíma og hún hóf skotbardaga við grunuðu hryðjuverkamennina. Tók allt tiltækt lögreglulið þátt í að- gerðunum. Skotbardagi við hótel í Naíróbí AFP Árás Nokkur ringulreið ríkti í Naíróbí, höfuðborg Kenía, eftir árásina. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 2097/30 Gino Sarfatti, 1958 Verð frá 199.000,- Spunlight T2 Sebastian Wrong, 2003 Verð frá 139.000,- Taccia small Achille & Pier Giacomo Castiglioni, 1962 Verð 129.000,- Frisbi Achille Castiglioni, 1978 Verð 62.900 Smithfield S Jasper Morrison, 2009 Verð frá 119.000,- Snoopy Achille & Pier Giacomo Castiglioni, 1967 Verð 142.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.