Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Skyggnst inn í miðbæ Kona á göngu í löngum vetrarskugga á mótum Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis með kunnuglegt fjall í bakgrunni, sjálfa Esjuna, sem er engilfögur utan úr Reykjavík. Hari Eðlilega vekur út- hlutun listamannalauna nokkra athygli á hverju ári. Engin undantekn- ing var frá þessu þegar tilkynnt var í síðustu viku hvaða listamenn fengju laun frá rík- issjóði á þessu ári. Mesta athygli hefur vakið að einn vinsælasti rithöfundur landsins er úti í kuldanum. Minna hefur farið fyrir umræðu um hvort regluverk listamannalauna sé skynsamlegt. Samkvæmt fjárlögum renna um 656 milljónir króna í launasjóð lista- manna á þessu ári. Þessi fjárhæð er lítill hluti af þeim fjármunum sem varið er úr sameiginlegum sjóðum til lista- og menningarstarfsemi. Í heild veitir ríkissjóður yfir 12.630 milljónir króna til listastofnana, safna og annarrar menningar- starfsemi. Þessu til viðbótar renna 4.645 milljónir til Ríkisútvarpsins. Alls um 17.280 milljónir. Þetta jafn- gildir því að hver fjögurra manna fjölskylda greiði nær 200 þúsund á þessu ári til lista og menningar- starfsemi, að teknu tilliti til Ríkis- útvarpsins. Þetta eru gríðarlegir fjármunir og því skiptir miklu að þeim sé varið af skynsemi. Þá er þáttur sveitarfélaga ótalinn. Forsenda pólitísks sjálfstæðis Sagan kennir okkur að pólitískt sjálfstæði þjóðar byggist á sögu, tungu og menningu. Glati þjóð arf- leifð sinni, mun hún fyrr fremur en síðar missa sjálfstæði sitt. Sá er þetta skrifar er að minnsta kosti sannfærður um að öflugt lista- og menningarlíf sé brjóstvörn fámennr- ar þjóðar – tryggi betur en margt annað fullveldið. Lífið án listarinnar yrði fá- breytilegt – grámyglulegt amstur þar sem hver dagur væri öðrum lík- ur. Listin og menningin eru krydd lífsins og andlegt fóður hvers og eins. Á hverjum einasta degi njótum við afraksturs listamanna; hlustum á tónlist og lesum bækur. Við erum umvafin myndlist, mál- verkum og ljós- myndum. Njótum kvikmynda og sjón- varpsþátta, förum í leikhús og heillumst af fallegri hönnun. Á hverjum degi sækja fyrirtæki hug- myndir og vinnu í smiðju listamanna. Vörur eru hannaðar og kynntar á markaði með aðstoð tónlistar, myndlistar og kvik- myndagerðar. Leikarar og rithöf- undar leggja sitt af mörkum. Það er augljóst að ferðaþjónustan nýtur beint og óbeint þess að hér er öflugt menningar- og listalíf. Ísland án menningar og sögu er lítt spennandi fyrir ferðamenn – náttúran hrein og tær dugar ekki til. Íslenskir lista- menn hafa haslað sér völl í hörðum alþjóðlegum heimi, eru líkt og gang- andi auglýsingar fyrir land og þjóð. Andleg og efnahagsleg lífsgæði Vart verður um það deilt hve mik- ilvægt það er að jarðvegur lista og menningar sé frjór. Blómstrandi lista- og menningarlíf er ekki aðeins spurning um andleg lífsgæði heldur einnig efnahagsleg. Hlutverk rík- isins er að skapa skilyrði fyrir fjöl- breytni, nýsköpun og frumkvæði í listum og menningu ekki síður en á öðrum sviðum. Hvernig það er best gert er ágreiningur um. Margir telja nauðsynlegt að hið opinbera verji verulegum fjár- munum til lista- og menningar- starfsemi. Á hverju ári er ákall um aukin framlög. Svo eru þeir til sem telja rétt að draga úr eða jafnvel hætta öllum opinberum stuðningi. Deilan um hvort og þá hversu mikið ríki og sveitarfélög eiga að styðja við bakið á listum og menn- ingu, verður líklega aldrei leyst. En þó að menn nái ekki sáttum í þeim efnum ættu allir að geta tekið hönd- um saman um að tryggja að opinber- um fjármunum sé varið af ráðdeild og skynsemi – að ýtt sé undir fjöl- breytileika og nýsköpun. Vandinn er sá að við erum ekki að fara sérlega vel með þá fjármuni sem varið er til lista og menningar- starfsemi. Úrelt stuðningskerfi Ég hef lengi verið sannfærður um að opinbert stuðningskerfi við ís- lenska listamenn þjóni ekki mark- miðum um fjölbreytta og öfluga listastarfsemi. Kerfið vinnur á móti nýjum hugmyndum og hamlar því að nýtt blóð fái að renna um æðar lista- heimsins. Ungir listamenn standa höllum fæti gagnvart þeim sem sitja fyrir á fleti. Með því er komið í veg fyrir nýliðun og samkeppni. Afleið- ingin er fátækari listaflóra. Brotalamir í stuðningskerfi lista- manna eru vissulega fyrir hendi en eru hjóm eitt í samanburði við hversu illa þeir fjármunir sem renna í gegnum Ríkisútvarpið nýtast. Ríkisútvarpið fær í sinn hlut 4.645 milljónir króna á þessu ári auk tekna af auglýsingum (2.038 milljónir árið 2017). Árið 2010 fjallaði ég um Ríkis- útvarpið í tímaritinu Þjóðmálum og lagði fram róttækar hugmyndir um uppstokkun á skipulagi og starfsemi ríkisfjölmiðilsins. Þótt tillögurnar séu róttækar eru þær fremur ein- faldar. Fyrir utan að reka frétta- stofu á Ríkisútvarpið fyrst og síðast að vera lítil stofnun sem kaupir efni frá sjálfstæðum framleiðendum – þætti í útvarp og sjónvarp á öllum sviðum; kvikmyndir, framhalds- þætti, skemmtiþætti, umræðuþætti, fréttaskýringaþætti, tónlist, leikrit, heimilda- og fræðsluþætti. Sé miðað við framlög til Ríkis- útvarpsins á þessu ári í formi út- varpsgjalds gæti fyrirtækið keypt efni af innlendum kvikmynda-, dag- skrárgerðar- og listamönnum fyrir yfir 3.100 milljónir króna á árinu, ef hugmyndunum væri fylgt eftir. Ekki ónýt vítamínsprauta fyrir ís- lenskt menningar- og listalíf. Það er ekki fjárskortur sem hrjá- ir lista- og menningarlífið heldur meðferð fjármuna og úrelt stofn- anafyrirkomulag, sem sést vel í Efstaleiti. Frjór jarðvegur verður ekki til með sífellt auknum ríkis- styrkjum, heldur með uppstokkun á úr sér gengnum stofnunum og regluverki. Íslenska lista- og menningar- flóran er ótrúlega fjölbreytt en gæti verið fjölbreyttari. Fjölmörg fyrir- tæki styrkja á hverju ári listamenn eða einstök verkefni. Stjórnvöld geta ýtt enn frekar undir samþætt- ingu atvinnulífs og menningarlífsins með skattalegum hvötum. Traust brú og skilningur milli listamanna og atvinnurekenda með auknu sam- starfi getur skilað ótrúlegum ávinn- ingi. Eftir Óla Björn Kárason » Opinbert stuðnings- kerfi þjónar ekki markmiðum um fjöl- breytta og öfluga lista- starfsemi. Kerfið haml- ar því að nýtt blóð renni um æðar listaheimsins. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Frjór jarðvegur lista og menningar Framlög úr ríkissjóði til lista og menningar 2019 milljónir króna Þjóðminjasafn Íslands 1.002 Þjóðskjalasafn Íslands 370 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn 1.084 Listasafn Einars Jónssonar 44 Listasafn Íslands 366 Kvikmyndasafn Íslands 113 Hljóðbókasafn Íslands 134 Náttúruminjasafn Íslands 84 Gljúfrasteinn - Hús skáldsins 50 Minjastofnun Íslands 235 Fornminjasjóður 45 Húsafriðunarsjóður 220 Safnasjóður 143 Samningar og styrkir til starfsemi safna 137 Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík 890 Stofnkostnaður safna 304 Íslenski dansflokkurinn 187 Þjóðleikhúsið 1.373 Sinfóníuhljómsveit Íslands 1.123 Launasjóðir listamanna 656 Kvikmyndamiðstöð Íslands 1.219 Samn. og styrkir til starfsemi á sviði lista og menningar 2.345 Ýmis fræðistörf 48 Samningar og styrkir til starfsemi menningarstofnana 435 Stofnkostnaður menningarstofnana 30 Samtals 12.634 Ríkisútvarpið 4.645 Samtals með Ríkisútvarpinu 17.279 Óli Björn Kárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.