Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ Sigurður Eli-mundur Guð-
mundsson fæddist
18. maí 1932 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 6. janúar
2019.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Kristinsson, verka-
maður í Reykjavík,
f. 22.1. 1906 í Reykjavík, d. 1.4.
1976, og k.h. Guðrún Ástríður
Elimundardóttir, húsfreyja í
Reykjavík, f. 10.7. 1906 á
Hellissandi, d. 22.8. 1998.
Eiginkona Sigurðar var Al-
dís Pála Benediktsdóttir,
bankastarfsmaður, f. 8.7. 1940
á Grímsstöðum á Fjöllum, d.
12.7. 2007 í Reykjavík.
Systkini Sigurðar eru: Krist-
inn Ragnar Guðmundur, fv.
yfirlæknir, f. 14.11. 1935, og
tvíburarnir Kristín, fv. skrif-
stofustjóri, og Þorgrímur, fv.
lögregluvarðstjóri, f. 1.2. 1941.
Fóstursystir: Margrét Péturs-
dóttir, húsmóðir, f. 23.12. 1951,
d. 21.8. 1984.
Börn Sigurðar og Aldísar
Pálu eru: 1) Guðrún Helga,
blaða- og ökuleiðsögumaður, f.
16.9. 1963, eiginmaður er Frið-
rik Friðriksson, arkitekt, f.
Alþýðuflokksfélags og full-
trúaráðs Alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík. Þá sat hann í
framkvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins og flokksstjórn um
langt árabil. Sigurður var
varaþingmaður fyrir Reykja-
víkurkjördæmi og tók sæti á
Alþingi um skeið á árunum
1970 og 1971 fyrir Alþýðu-
flokkinn. Á þeim tíma, sem var
í miðju þorskastríði Íslands og
Bretlands, sat Sigurður alls-
herjarþing Sameinuðu þjóð-
anna sem fulltrúi Íslands af
hálfu Alþingis. Hann átti sæti í
öryggismálanefnd fyrir hönd
Alþýðuflokksins þann liðlega
áratug sem hún var starfrækt.
Þá var hann borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins 1981 til 1986.
Hann starfaði einnig mikið
og gegndi trúnaðarstörfum á
vettvangi ýmissa félagsmála.
Eftir starfslok settist Sig-
urður á skólabekk við Háskóla
Íslands og lauk þaðan BA-
gráðu 2002 í sagnfræði og MA-
gráðu 2005 í sömu grein. MA-
ritgerð hans heitir: Lífeyris-
sjóðir 1960-1980. Tímamót í
velferðarmálum eldra fólks.
Við andlát eiginkonu sinnar
í júlí árið 2007 hóf hann vinnu
við doktorsritgerð í sagnfræði
utanskóla og var langt kominn
er hann lést. Hún nefnist: „Ör-
yggi þjóðar frá vöggu til
grafar. Þættir úr sögu vel-
ferðarmála 1889-1946“.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
16. janúar 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
21.12. 1956. Börn
þeirra: a) Aldís
Eva, sálfræðingur,
f. 26.1. 1990, sam-
býlismaður er Ne-
bojsa Kospenda,
viðskiptafræð-
ingur, f. 1.10.
1992. Dóttir Aldís-
ar Evu er Emelía
Rut Viðarsdóttir,
f. 10.5. 2011. b)
Dagur Páll, lækna-
nemi, f. 6.12. 1991, sambýlis-
kona hans er Diana Timeea
Durubala, læknanemi, f. 6.12.
1995. 2) Benedikt, bóksali, f.
19.4. 1965. 3) Kjartan Emil,
ökuleiðsögumaður, f. 23.2.
1971.
Sigurður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1952. Hann var blaða-
maður á Alþýðublaðinu og
framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins á sjötta og sjöunda
áratug nýliðinnar aldar,
skrifstofustjóri Húsnæðisstofn-
unar ríkisins frá 1965 og fram-
kvæmdastjóri hennar frá 1971
til 1998.
Sigurður tók virkan þátt í
starfi Alþýðuflokksins frá því
um tvítugt, meðal annars sem
formaður Félags ungra jafn-
aðarmanna í Reykjavík, Sam-
bands ungra jafnaðarmanna,
Við vorum jafnaðarmenn,
sósíaldemókratar að norrænum
sið. Við vorum harla fáir. Faðir
minn og Sigurður bróðir voru
þarna forvígismenn af hugsjón,
faðirinn í Dagsbrún en bróðir
okkar var í forustusveit ungra
jafnaðarmanna, formaður FUJ
og SUJ, sótti þing erlendis og
þekkti Willy Brandt persónu-
lega. Hann var í framboði og var
varaþingmaður. Lýsandi þótti
fyrir þennan unga mann við
framboðsfund á Hellissandi, en
þaðan var móðir okkar, þegar
okkar maður gekk rösklega í
fundarsalinn og smellti kossi á
gamla manninn, afa sinn, Eli-
mund, svo allir sáu. Borgar-
fulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn var
hann um tíma. Við ólumst upp í
Þingholtunum, á Grundar-
stígnum.
Merkileg gata og margs að
minnast. Sigurður var okkar
elstur, frumburðurinn sem við
virtum alla tíð og hafði forgöngu
um flest. Hann seldi blöð á ung-
lingsárum og gerði hvað eina
annað sem til féll.
Pabbi var mikill áhugamaður
um menntun þótt sjálfur væri
hann ómenntaður en vel lesinn
og sjálflærður. Ekkert fannst
honum fallegra en bækur og
hann þráði það heitast að sjá
börnin sín menntast og honum
varð að ósk sinni.
„Af hverju læturðu ekki börn-
in fara út að vinna í stað þess að
hanga í bókum?“ var oft sagt við
hann en hann skeytti því engu.
Hann var og mikill Nýals-sinni
og einn af stofnendum þess fé-
lags.
Sigurður bróðir var fé-
lagslyndur og starfaði ungur í
Fríkirkjusöfnuðinum. Er við elt-
umst, systkinin, stóð hann fyrir
því að fjölskyldan eignaðist sína
fyrstu íbúð í háhýsi í Sólheimum
27. Þar unnum við bræðurnir
dag og nótt en faðir okkar var þá
orðinn veikur.
Við vorum öll mjög samrýnd
og ættrækin. Sigurður fór fyrst-
ur okkar í MR og HÍ og byrjaði
þar í læknisfræði en pólitíkin
átti þá hug hans allan svo því var
sjálfhætt en strax og hann
komst á eftirlaunaaldur hóf hann
ótrauður að nema sagnfræði við
HÍ og lauk þar bæði BA- og
MA-prófi í sagnfræði. En hann
lét ekki deigan síga við það held-
ur stefndi í doktorspróf og lauk
að skrifa doktorsritgerð sem
honum gafst því miður ekki tími
til að verja heilsunnar vegna því
hann veiktist alvarlega og lést
eftir skamma legu, en ef það
hefði tekist hefði hann orðið elst-
ur Íslendinga til að verja
doktorsritgerð. Þetta verk heitir
„Öryggi þjóðar“ og fjallar um
sögu velferðar á Íslandi. Farið
hefur verið um þetta verk lofs-
orðum og vonir standa til að gefa
það út.
Sigurður gerðist ungur starfs-
maður Alþýðuflokksins og var
blaðamaður á Alþýðublaðinu og
skrifstofustjóri flokksins um
árabil en síðan skrifstofustjóri
og framkvæmdastjóri Hús-
næðisstofnunar ríkisins. Öllum
tók hann vel sem til hans leituðu.
Nú er okkar ágæti bróðir látinn
og er sárt saknað en við munum
aftur hittast á annarri stjörnu.
Sigurður var kvæntur Aldísi
Benediktsdóttur, glæsilegri
konu, en hún lést árið 2007. Við
vottum afkomendum þeirra okk-
ar dýpstu samúð.
Anna og Kristinn.
Hann Sigurð föðurbróður
minn hef ég þekkt alla mína ævi.
Hann var reyndar alltaf Siggi
frændi í mínum huga. Kynnt-
umst við systkinin honum vel
enda samgangur milli fjöl-
skyldna mikill og var okkur og
börnum hans vel til vina, enda á
svipuðum aldri. Hann var þessi
frændi sem var alltaf í góðu
skapi og hrókur alls fagnaðar í
öllum fjölskylduboðum, stórum
sem smáum. Við öll tilefni hélt
hann líka tækifærisræður, sem
yfirleitt voru vel heppnaðar, þó
svo að móður hans, ömmu minni
heitinni, hafi nú yfirleitt fundist
hann heldur langorður (og hafði
alveg orð á því).
Kynni okkar tóku svo aðra
mynd þegar hann hóf nám í
sagnfræði við Háskóla Íslands,
en þar var ég einmitt að ljúka
námi um sama leyti og hann
byrjaði. Var ég þá svo heppinn
að fá að sitja með honum nám-
skeið um þéttbýlismyndun
Reykjavíkur hjá Eggerti Þór
Bernharðssyni heitnum. Er
óhætt að segja að í náminu hafi
hann Siggi farið á kostum. Hann
var án efa einn allra metnaðar-
fyllsti nemandinn og tók þátt í
öllu starfi af lífi og sál. Þrátt fyr-
ir aldursmun var hann mjög vin-
sæll meðal samnemenda sinna
enda hrókur alls fagnaðar í frí-
mínútum þar sem hann hafði
alltaf frá einhverju skemmtilegu
að segja. Þá var hann líka alltaf
boðinn og búinn að bjóða öllum
samnemendum sínum far ef
sækja þurfti eitthvað utan Árna-
garðs, hvort sem það voru tímar
eða birgðir fyrir skemmtanahald
Félags sagnfræðinema. Þar sást
líka hversu mikill persónuleiki
hann var og var hann oftast mið-
punktur þar sem hann kom. Þar
var líka lýsandi fyrir hann að
þrátt fyrir að hann hefði oft
staðið í eldlínu ákveðinna at-
burða sem fjallað var um í tím-
um þóttist hann aldrei vita betur
en kennarinn, né fannst honum
sitt álit merkilegra en samnem-
enda sinna.
Það var líka gott að sjá
hversu trúr hann var hugsjónum
sínum um jafnrétti og gegn fá-
tækt. Honum varð afar tíðrætt
um það, gleymdi aldrei uppruna
sínum og einkenndist fræði-
mennska hans ávallt af þessum
eldmóði sem hann hafði fyrir
jöfnuði og gegn fátækt.
Það er með söknuði sem ég
kveð hann Sigga frænda en þó
með þeirri vissu að minning
hans mun lifa um ókomna tíð.
Ragnar Kristinsson.
Sigurður E. Guðmundsson
var einarður stuðningsmaður
velferðarstofnana sem stuðluðu
að jöfnum tækifærum og öryggi
einstaklinganna. Ekkert var
fjær hugmyndum hans en fras-
inn sem kenndur er við Margréti
Thatcher; „ekkert samfélag er
til, einungis einstaklingar“.
Hann var sósíaldemókrat í bestu
merkingu þess orðs.
Þegar Sigurður kvæntist upp-
eldissystur minni, Aldísi Pálu
Benediktsdóttur, snemma á sjö-
unda áratugnum stækkaði heim-
ur okkar á Hólsfjöllum. Ný vídd
bættist við örlítið værukært
framsóknarandrýmið. Inn í fjöl-
skylduna var kominn nútíma-
maður, alinn upp á mölinni, hafði
varla séð sauðkind, en þess albú-
inn að taka þátt í að byggja upp
nútímalegt samfélag á forsend-
um alþýðufólks. Ég lærði af
mági mínum að nútíminn væri
ekki bara nýir amerískir bílar,
heldur samfélag þar sem allir
hefðu tækifæri til mannsæmandi
lífs.
En sambandið við Sigurð var
ekki eingöngu á hugmyndaplani.
Hann reyndist einhver mesti
fjölskylduræktandi sem maður
hafði kynnst. Samheldni sú sem
einkenndi fjölskyldu Sigurðar í
Reykjavík færðist yfir á okkur,
tengdafólk hans. Engum manni
hef ég kynnst sem var eins heill í
umhyggju sinni og léttstígur til
hjálpar þegar eitthvað bjátaði á.
Heillyndi Sigurðar E. Guð-
mundssonar kom fram á öllum
sviðum. Nákvæmni og áreiðan-
leiki í embættisfærslu allri var
við brugðið. Hann gegndi
ábyrgðarmiklu starfi er hann
veitti Húsnæðisstofnun ríkisins
forstöðu um langt árabil. Honum
var fyllilega ljóst að réttlátt
samfélag næði ekki að þróast
nema með ákveðinni pólitískri
stefnumótun og styrkum vel-
ferðarstofnunum. Hann var því
ekki í neinum vafa um val á við-
fangsefni þegar eftirlaunatíminn
rann upp. Rannsókn á sögu þess
hluta velferðarríkisins sem hann
þekkti best, húsnæðismálunum,
var það sem tók hug hans allan.
Til þess að sinna þeirri rannsókn
á faglegan hátt lagði hann í langt
ferðalag. Lagði glaður á sig BA-
og MA-nám í sagnfræði og hófst
svo handa á Þjóðarbókhlöðunni
við að skrifa doktorsritgerð um
samfélagslegt átak í húsnæðis-
málum þjóðarinnar. Hann tók
strætisvagn á hverjum degi úr
Seljahverfinu vestur á Mela. Átti
hann skammt í land er veikindin
yfirtóku starfsorkuna fyrir
nokkrum vikum. Fleiri hundruð
síðna eru skrifuð og þótt þær
verði aldrei að doktorsritgerð
eiga þær brýnt erindi til þeirra
sem áhuga hafa á sögu um til-
raunir Íslendinga til að byggja
upp velferðarþjóðfélag.
Ég vil senda hluttekningar-
kveðjur okkar, tengdafólks hans,
til barna hans og barnabarna.
Skarðið eftir öðlingsmann er
stórt.
Ævar Kjartansson.
Sárlega sakna ég Sigurðar E.
Aldrei hef ég þekkt mann sem af
eins mikilli alúð og einurð gaf sig
að smæstu og stærstu málum.
Frá því ég var barn opnuðust
nýir möguleikar í samræðu við
Sigurð E. Hann setti sig inn í
það sem maður var að hugsa og
kom til móts við mann með
gæsku sinni, fordómaleysi og
hlýju. Ef einhver í fjölskyldunni
afrekaði eitthvað eins og að út-
skrifast eða upplifði erfiðleika þá
átti sá eða sú vísan skilning og
samhug Sigurðar E. Þegar ég
var ein úti í heimi og með
heimþrá komu póstsendingarnar
frá Sigurði E. sér vel. Hann
sendi bréf, blaðaúrklippur og
dagbækur að skrifa í. Mörgum
árum áður hafði hann verið
tengiliður pabba þegar hann var
lengst úti í heimi.
Sigurður E. var giftur Aldísi,
elstu uppeldissystur pabba, svo
það má segja að Hólsfjöllin hafi
tengt okkur saman. Og núna á
seinni árum tengdi okkur líka
andstaðan við sölu Hólsfjalla en
við höfðum lítið um hana að
segja þar sem dætur og fóst-
urbörn erfðu ekki landið. Sig-
urður hafði sett sig vel inn í mál-
ið og tjáði mér skarpur og snjall
sínar hugleiðingar. Réttlætis-
kenndin hljómaði. Svo sagði
hann mér frá rannsókn sinni á
fasteigna- og eignarhaldssögu
kvenna, sem er sorgarsaga. Við
ákváðum að dreifa huganum og
skoða bækur sem voru gefins á
safninu. Fyrr en varði vorum við
komin með fullt fang, hann leit á
mig sposkur og sá sjálfan sig í
bókasöfnunaráráttunni. Við
hlógum eins lágt og við gátum til
að trufla ekki og fengum okkur
svo annan kaffibolla. Því þótt
okkur lægi á að sinna okkar
skrifum þá lá meira á að ræða
saman.
Það var gaman að heyra Sig-
urð tala um rannsóknarverkefni
sitt, doktorsritgerðina og nokk-
uð ljóst að enginn hefði getað
nálgast viðfangsefnið af viðlíka
þekkingu. Hann varði öllum sín-
um eftirlaunaárum frá morgni til
kvölds við rannsóknir og skrif
um velferðarkerfið og taldi að
við þyrftum að læra af sögunni
til að geta gert betur í húsnæðis-
málum á Íslandi. Ég veit ekki
hvort hann setti punktinn aftan
við ritgerðina, var alltaf að bæta
hana og endurbæta. Ég vona að
efni hennar verði gefið út sem
sögulega mikilvæg skýrsla fyrir
samtíð og framtíð.
Ég sakna þess að geta ekki
rætt stöðu mála við Sigurð E.,
sakna gefandi nærveru hans en
ég hugga mig við þær nýliðnu
stundir sem við áttum í einlægri
samræðu. Blessuð sé minning
góðs manns. Börnum og barna-
börnum hans sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Oddný Eir Ævarsdóttir.
Sigurður E. Guðmundsson
var af verkafólki kominn, fædd-
ur í Reykjavík á kreppuárunum
þar sem hann ólst síðan upp
ásamt systkinum sínum við
kröpp kjör og harða lífsbaráttu.
Foreldrar Sigurðar, heiðurs-
hjónin Guðrún og Guðmundur,
voru samhent um að skapa börn-
um sínum kærleiksríkt heimili
og koma þeim til manns.
Sigurður var ljúfmenni og
drengskaparmaður, heill og
sannur. Hann fylgdi málum sín-
um eftir af festu og heiðarleika,
málefnalegur og háttvís. Ég
undirritaður varð mágur Sigurð-
ar þegar ég kvæntist Kristínu
systur hans fyrir rúmum fimm-
tíu árum.
Ekki er að efa að umhverfi og
aðstæður bernsku- og æsku-
áranna áttu þátt í því að móta
framtíðarsýn Sigurðar og lífs-
skoðanir og ráða úrslitum um
ævistarf hans. Hann hafði
brennandi löngun til að hafa
áhrif á gang þjóðmála og vinna
að bættum hag þeirra sem stóðu
höllum fæti í lífsbaráttunni.
Strax um tvítugt skipaði Sigurð-
ur sér í framvarðasveit ungra
jafnaðarmanna með þátttöku í
stúdentapólitík og æskulýðsmál-
um. Hann starfaði undir merkj-
um Alþýðuflokksins enda taldi
hann heillavænlegast að leita
lausna á vandamálum líðandi
stundar í anda hinnar alþjóðlegu
hreyfingar jafnaðarmanna sem
hann hafði kynnst í ræðu og riti
og hjá samherjum í hinum
Norðurlandaríkjunum. Margvís-
leg störf hans á vettvangi stjórn-
mála og stjórnsýslu verða ekki
tíunduð hér en honum var
snemma falin ábyrgð og forysta.
Sigurður var ekki maður ein-
hamur og átti sér fjölmörg
áhugamál auk stjórnmálanna. Á
efri árum fékk hann útrás fyrir
hugðarefni sín og menntaþrá
með því að leggja stund á nám í
sagnfræði og ljúka því með
sóma.
Sigurður var gæfumaður í
einkalífi, kvæntist Aldísi Pálu
Benediktsdóttur árið 1963 og
eignaðist með henni þrjú börn,
þau Guðrúnu Helgu, Benedikt
og Kjartan Emil. Þau hjónin
áttu glæsilegt heimili, þangað
sem gott var að koma. Við Krist-
ín fórum líka margsinnis með
þeim Sigurði og Aldísi til fjar-
lægra landa og voru þær ferðir í
alla staði ánægjulegar. Þessara
stunda minnumst við nú með
þakklæti.
Konu sína missti Sigurður ár-
ið 2007 og var hún þá enn á
besta aldri. Var þá þungur
harmur kveðinn að fjölskyld-
unni. Aldís var fædd og uppalin
á Grímsstöðum á Fjöllum og
Sigurður fékk fljótt lifandi
áhuga á Fjöllunum, því fólki sem
þar hafði búið frá einni kynslóð
til annarrar og náttúrufegurð
norðurhjarans. Áratugum sam-
an leið ekki svo ár að þau hjón
sæktu ekki Hólsfjöllin heim,
þrátt fyrir ærna fjarlægð, mis-
jöfn veður og slæma vegi. Það
tók Sigurð sárt þegar búskapur
lagðist af á Hólsfjöllum og er-
lendir auðkýfingar lögðu undir
sig land gamalgróinna bænda-
ætta.
Við fráfall Sigurðar E. Guð-
mundssonar misstum við hjónin
góðan vin og söknum þeirra Al-
dísar. Nú er einum fullhuganum
færra í röðum hinna gömlu og
traustu Alþýðuflokksmanna sem
á síðustu öld fylktu liði undir
forystu Gylfa Þ. Gíslasonar,
Haraldar Guðmundssonar og
Emils Jónssonar – félaga sem
Sigurður virti öðrum fremur. En
hugsjónaeldurinn lifir áfram í
hjörtum hinna ungu sem nú eiga
framtíðina fyrir sér.
Blessuð sé minning mæts
manns.
Guðjón Albertsson.
Við Sigurður urðum bekkjar-
félagar haustið 1949 í 4. bekk B
máladeildar Menntaskólans í
Reykjavík, þaðan sem við út-
skrifuðumst stúdentar vorið
1952.
Hann var látlaus í allri fram-
komu og ljúfur í viðkynningu.
Beztu námsgreinar hans voru ís-
lenzka og saga. Sjálfur sagðist
hann hafa snemma fengið áhuga
á stjórnmálum og átti dýrmætar
minningar frá stofnun lýðveld-
isins á Þingvöllum 1944. Síðasta
árið í MR var hann orðinn virkur
í stjórnmálum, ritstjóri Kyndils,
málgagns Samtaka ungra jafn-
aðarmanna. En ekki minnist ég
þess að hann hafi rætt stjórnmál
innan skólans. Eftir stúdents-
próf stundaði hann nám um hríð
við Háskóla Íslands en smám
saman tóku stjórnmálin hug
hans allan. Hann varð blaðamað-
ur við Alþýðublaðið, varð fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins í
Reykjavík og gegndi mikilvæg-
um trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðuflokkinn í borgarmálum og
landsmálum, var í sendinefnd Ís-
lands á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna haustið 1973. Árið
1965 varð hann skrifstofustjóri
Húsnæðismálastofnunar ríkisins
og síðan framkvæmdastjóri
hennar 1971 til starfsloka 1998.
Menn fundu að Sigurður leit á
starf sitt þar sem þjónustu við
almenning. Sigurður hélt sam-
bandi við skólafélagana á vetrar-
fundum árgangsins og hátíðar-
fundum.
Haustið 1983 varð Sigurður
einn af 27 stofnfélögum Rótarý-
klúbbsins Reykjavík-Breiðholt.
Hann var frá upphafi virkur í
starfi klúbbsins og forseti hans
Sigurður E.
Guðmundsson