Morgunblaðið - 16.01.2019, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 25
Auglýsing um skipulagsmál í
Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra
eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Strútur, Strútsskáli, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur til 0,8 ha svæðis við skála ferðafélagsins Útivistar við Strút á Mælifellssandi. Deiliskipulag-
inu er ætlað að stuðla að bættri þjónustu við ferða- og göngumenn á hálendinu um leið og bæta þá aðstöðu
sem landvörður og þjónustuaðilar hafa í dag m.a. að reisa landvarðarskála og bæta geymsluaðstöðu ýmiss
búnaðar sem tengist starfsemi á hálendinu (gas, sorp, vistir, öryggisbúnað o.s.frv.).
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra,
www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. febrúar 2019
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.
Svínhagi L164560, deiliskipulag ferðaþjónustu, Rangárþingi ytra
Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af hluta úr svæði sínu til ferðaþjónustu skv.
lýsingu að skipulagsáætlun frá Landformum dags. 3.1.2019. Breyting á landnotkun hefur verið samþykkt og er í
samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem hefur verið auglýst og er í afgreiðsluferli.
Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu
Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Kynningu lýsingar lýkur miðvikudaginn 30. janúar nk, klukkan 15.00
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.
Rangárþing ytra
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er
auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing
aðalskipulagsbreytingar í Rangárþingi eystra.
Útskák – Aðalskipulagsbreyting
Breytingin gerir ráð fyrir stækkun á núverandi
frístundabyggð (F-353 Hellishólar) úr 10,0 ha í
13,7 ha, eða um 3,7 ha. Auk þess er um
0,45 ha landskika breytt úr frístundabyggð (F) í
landbúnaðarsvæði (L). Norðurhluti hinnar breyttu
frístundabyggðar er landspildan Útskák, 5,8 ha
úr landi Kirkjulækjarkots.
Ofangreind tillaga að breytingum á aðalskipulagi
Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi
með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa,
Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn
16. janúar 2019, kl. 13:00-15:00.
Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu
Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Félagslíf
Fræðslukvöld kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Guðlaugur
Gunnarsson fjallar um
náðargjafirnar. Allir velkomnir.
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Nám í alþjóðlegum menntaskóla
í Noregi
Einstakt tækifæri á námi til
stúdentsprófs í alþjóðlegu umhverfi
(uwcrcn.no)
Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið
auglýsir eftir umsóknum um skólavist við
Alþjóðlega menntaskólann, Red Cross
Nordic United World College (RCNUWC) í
Flekke, Noregi, skólaárið 2019-2020.
Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu
ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og
vera á aldrinum 16-18 ára. Nánari upplýsingar
og umsóknareyðublöð er að finna á vef
ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
Umsóknir berist mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík,
eða á netfangið postur@mrn.is í síðasta lagi
föstudaginn 15. febrúar 2019.
Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á skipulagi verður föstudaginn 18. janúar 2019 frá
kl. 12:30 til 17:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18.
Aðalskipulag Miðbæjarsvæðis
Breytingin felst í að gefa kost á auknum sveigjanleika í
bílastæðamálum þar sem áform eru um aukinn
þéttleika byggðar.
Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits
vegna Kirkjubraut 39
Breytingin felst í að nýtingarhlutfall lóðar er hækkað,
hámarksfjöldi hæða verður fjórar í stað þriggja og á
lóðinni verður húsnæði fyrir hótel í stað skrifstofu-
eða opinberrar byggingar.
Eftir kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulags-
breytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir
afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar
skipulagsbreytingarnar mun frestur til að gera
athugasemdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur.
Opið hús / kynningafundur
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30-
11.30, ALLIR VELKOMNIR, jóga með Grétu 60+ kl.12.15 og 13.30.
Söngstund með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með
Hrafni Jökulssyni kl. 15.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl.
13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl.
15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur
kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-
15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.
Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað á miðvikudögum frá kl. 13-
16, í dag verður bókaumfjöllun, hvað eruð þið að lesa? Einnig verður
starf á vorönn kynnt. Sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn,
spilað, skrafað og framhaldssaga. Kaffið góða frá Sigurbjörgu og það
er Hólmfríður djákni sem sér um stundina.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, samverustund frá Lau-
garneskirkju kl. 14, verslunarferð í Bónus kl. 14.40.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Kl. 9-13 bókband, kl. 9-12 postulíns-
málun, kl. 13-17 bókband, kl. 13-16.30 frjáls spilamennska, kl. 13.30-
16.30 myndlist, kl. 14 dansleikur með Vitatorgsbandinu. Hádegis-
verður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala frá frá 14.30-15.30. Verið velkom-
in til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 4119450.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 / 15. Kvennaleikfimi Sjálandi
kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálando kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í
Smiðju, Kirkjuhvoli, kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8,30-16. Út-
skurður með leiðbeinanda kl. 9-12. Leikfimi, línudans kl. 11-12, Helgu
Ben kl. 11-11.30, útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16.
Félagsvist kl. 13-16. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl.
13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensaskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30. Helgistund, bingó
(fyrsta miðvikudag í mánuði) fræðsla, söngur og kaffiveitingar. Verið
hjartanlega velkomin.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara kl. 13.10. Helgistund í kirkj-
unni og söngur. Beta Reynis næringarráðgjafi kemur í heimsókn og
verður með fyrirlestur hjá okkur. Kaffi og meðlæti 500 kr. Hlökkum til
að sjá ykkur, sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði
kl. 13. Línudans kl. 16 fyrir lengra komnar, kl. 17 fyrir byrjendur.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun
með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við byrjum daginn
við hringborðið, kaffi á boðstólum, dagblöðin liggja frammi. Upplestr-
arhópur Soffíu kl. 9.45-11.45, línudans kl. 10-11. Núvitundarstund kl.
10.40, hádegismatur kl. 11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30, tálgun með
Valdóri kl. 13-16. Allir velkomnir. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Glerlistarnámskeið með Fríðu hefst í dag kl. 9 í Borgum,
gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Korpúlfabingó undir stjórn skemmti-
nefndar kl. 13 í dag í Borgum og qigong með Þóru Halldórsdóttur kl.
16.30 í Borgum.
Langholtskirkja Samvera eldri borgara hefst á helgistund í kirkjunni
kl. 12.10, því næst er snæddur hádegisverður í safnaðarheimilinu.
Söngur, spil eða handavinna og að lokum miðdegiskaffi. Verið hjart-
anlega velkomin.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 10.15,
tréútskurður kl. 9-12, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplest-
ur kl. 11-11.30, Bónusbíllinn kl. 14.40, félagsvist kl. 14-16, opin samvera
kl. 16
Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins
við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl.
10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.
Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13.
Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Á morgun fimmtudag verður
félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl.
10. Kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Enska, námskeið kl. 14, leiðbein-
andi Margrét Sölvadóttir. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórn-
andi Gylfi Gunnarsson. Bókmenntaklúbbur FEB byrjar fimmtudaginn
31. janúar, á vorönn verða lesnar tvær bækur Böðvars Guðmunds-
sonar: „Híbýli vindanna“ og „Lífsins tré“. Umsjón Jónína Guð-
mundsdóttir.
Félagsstarf eldri borgara
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á