Morgunblaðið - 16.01.2019, Page 27
sveit Jótlands í Árósum. Honum
hefur sömuleiðis verið boðið að halda
tónleika í hátíðarsal Óslóarháskóla
og hljómleikasal Síbelíusar-
akademíunnar í Helsinki. Sumrin
1999 og 2000 var honum einnig boðið
að kenna og leika á tónlistarhátíð í
Grikklandi. Í desember 2001 var
honum boðið að koma fram ásamt
Hauki Guðlaugssyni organista á sér-
stökum hátíðartónleikun í Vendrell á
Spáni, fæðingarbæ Pau Casals.
Þann dag voru 125 ár liðin frá fæð-
ingu meistarans.
Gunnar er prófessor emeritus í
sellóleik og kammermúsík við
Listaháskóla Íslands en hann hefur
einnig kennt sellóleik við Tónlistar-
skólann í Reykjavík í nærri aldar-
fjórðung og var um tíma yfirmaður
strengjadeildar sama skóla. Þá hef-
ur hann einnig kennt við Tónskóla
Sigursveins í mörg ár.
Gunnar hlaut verðlaun úr sjóði dr.
Gunnars Thoroddsens árið 1990 fyr-
ir tónlistarstörf og var valinn bæj-
arlistamaður Seltjarnarness árið
1996. Gunnar var sæmdur hinni ís-
lensku fálkaorðu árið 2006 fyrir störf
sín í þágu menningar- og mann-
úðarmála.
Áhugamál Gunnars eru listir al-
mennt, andleg málefni og mann-
úðarmál, en hann stofnaði tónleika-
röð sem heitir Töframáttur tónlistar.
„Þetta var gert til þess að rjúfa ein-
angrun fólks hvort sem það er vegna
andlegra veikinda, fötlunar eða hás
aldurs og er mér mikið hjartans mál.
Tónleikaröðin hefur verið haldin síð-
ustu tólf ár og er alltaf á Kjarvals-
stöðum þar sem tónleikagestir hafa
einnig getað skoðað myndlistina þar.
Á þessum tónleikum hef ég kynnt
alla helstu tónlistarmenn landsins
hvort sem það er í klassíski tónlist,
poppi eða djassi.“
Gunnar hefur einnig gefið út
nokkra hljómdiska fyrir ýmis mál-
efni og hefur setið í stjórn Vina Ind-
lands. „Félagið hefur það að mark-
miði að hjálpa indverskum börnum
til mennta og það er afskaplega gef-
andi að hafa tekið þátt í því starfi.“
Fjölskylda
Kona Gunnars er Guðný Guð-
mundsdóttir, f. 11.1. 1948, fiðluleik-
ari. Foreldrar hennar: Hjónin Guð-
mundur Matthíasson, f. 26.2. 1909, d.
17.7. 1982, organleikari, og Helga
Jónsdóttir, f. 18.3. 1920, d. 14.12.
1990, kennari. Fyrri kona Gunnars:
Bodil Secher Höjsgaard, f. 29.7.
1937, óperusöngkona, bús. á
Norður-Sjálandi.
Dóttir Gunnars og Guðnýjar: Kar-
ól Kvaran, f. 17.9. 1983, arkitekt,bús.
í Reykjavík. Sonur Gunnars og Bod-
il: Nicholas Kvaran, f. 26.9. 1971,
tónlistarmaður í Kaupmannahöfn.
Hálfsystkini Gunnars, sam-
mæðra: Helga Hafsteinsdóttir, f. 4.2.
1948, fv. bankastarfsmaður, bús. á
Seltjarnarnesi; Guðmundur Haf-
steinsson, f. 22.2. 1953, tónskáld,
bús. á Seltjarnarnesi; Guðrún Haf-
steinsdóttir, f. 31.5. 1955, ritari, bús.
á Seltjarnarnesi. Uppeldissystir:
Dröfn Hafsteinsdóttir Farestveit, f.
27.6. 1941, matreiðslumeistari, bús. í
Garðabæ. Hálfsystkini Gunnars,
samfeðra: Sigrún Linda Kvaran, f.
3.5. 1948, klæðskeri, bús. í Hafn-
arfirði; Ævar Ragnar Kvaran, f.
18.9. 1952, trésmiður í Reykjavík;
Silja Kvaran, f. 15.6. 1955, bús. í
Reykjavík; Örlygur Kvaran, f. 16.6.
1959, flugvélamálari, bús. í Reykja-
vík; Nína Rúna Kvaran, f. 14.4. 1978,
menntaskólakennari, bús. í Reykja-
vík.
Foreldrar Gunnars: Ævar R.
Kvaran, f. 17.5. 1916, d. 7.1. 1994,
leikari, bús. í Reykjavík, og Helga
Hobbs, f. 13.9. 1919, húsmóðir í
Reykjavík. Stjúpfaðir: Hafsteinn
Guðmundsson, f. 7.4. 1912 í Vest-
mannaeyjum, d. 1.9. 1999, prent-
smiðjustjóri og bókaútgefandi.
Úr frændgarði Gunnars Kvaran
Gunnar Kvaran
Helga Hobbs
húsfreyja í Rvík
Clifford Laurie Hobbs
fiskkaupmaður í Rvík og Liverpool
Catherine Hobbs
húsfreyja í Liverpool
Charles Hobbs
fiskkaupmaður í Liverpool
Evelyn Þóra
Hobbs
deildarstjóri hjá
Pósti og síma
Hróbjartur Hróbjartsson
arkitekt í Reykjavík
Skúli Hróbjartsson
verktaki í Hafnarfirði
Geirþrúður Zoëga
húsfreyja í Rvík, fædd Clausen
Helgi Zoëga
útgerðarmaður í Rvík
Jósefína Antonína Helgadóttir Zoëga
húsfreyja í Rvík og Liverpool
Guðrún Skúladóttir
fv. deildarstj. í
iðnaðarráðuneytinu, dóttir
Skúla Guðmundssonar
ráðherra seinni
eiginmanns Jósefínu
Sigurður
Arnalds
stórkaup
maður og
útgefandi
í Rvík
Andrés Arnalds
áttúrufræðingurn
Ólafur Arnalds
tónskáld
inar Arnalds ritstjóriEÓlöf Arnalds
tónlistarkona
Jón Laxdal Arnalds
ráðuneytisstj. og
borgardómari
Eyþór Arnalds borgarfull
trúi og tónlistarmaður
Bergljót Arnalds rit
höfundur og söngkona
Matthildur
Kvaran
kennari í
Reykja
vík og á
Seyðisfirði
Ragnar E. Kvaran
prestur í Winnipeg og landkynnir í Rvík
Gíslína Gísladóttir
húsfreyja í Winnipeg
og Rvík
Einar H. Kvaran
rithöfundur og ritstjóri í Winnipeg og Rvík
Jóhanna Sigríður Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Rvík
Gísli Þorbjarnarson
stórkaupmaður í Rvík
Sigrún Gísladóttir
húsfreyja í Rvík
Ævar R. Kvaran
leikari í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Meira til skiptanna
Jón Magnússon fæddist í Múla íAðaldal, S-Þing. 16. janúar1859. Foreldrar hans voru
hjónin Magnús Jónsson, prestur í
Laufási, f. 1828, d. 1901, og Vilborg
Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1829, d.
1916.
Jón lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1881, las lögfræði í Kaupmanna-
höfn en gekk illa m.a. vegna óreglu.
Hann kom heim 1884, var skrifari
hjá Júlíusi Havsteen amtmanni, fór
síðan aftur utan 1889, og lauk þá
prófum með hárri einkunn á ótrú-
lega skömmum tíma. Hann var síðan
alla tíð manna skilvirkastur, iðinn og
reglusamur.
Jón var sýslumaður í Vestmanna-
eyjum 1891-96, landshöfðingjaritari
1896-1904, skrifstofustjóri í dóms-,
kirkju- og menntamálaráðuneytinu
1904-1908 og bæjarfógeti í Reykja-
vík 1909-17.
Jón var helsti stjórnmálaleiðtogi
þjóðarinnar og formaður Heima-
stjórnarflokksins á eftir Hannesi
Hafstein. Hann var alþingismaður
1902-13, 1914-19 og 1922-26, varð
forsætisráðherra í fyrstu sam-
steypustjórninni sem mynduð var
1917 og gegndi því embætti til 1922
og aftur 1924-26. Hann var því for-
sætisráðherra þegar Ísland varð
fullvalda ríki.
Hann var frjálslyndur íhalds-
maður sem náði sínum takmörkum
með þolinmæði og hægðinni. Jón var
fremur fámáll en afar rökvís og yfir-
vegaður og sýndi mikið jafnaðargeð
við mótlæti og oft ósanngjarna gagn-
rýni.
Eiginkona Jóns var Þóra Jóns-
dóttir, f. 17.5. 1858, d. 5.9. 1947, hús-
móðir. Foreldrar hennar voru Jón
Pétursson alþingismaður og seinni
kona hans, Sigþrúður Friðriksdóttir
Eggerz. Kjördóttir Jóns og Þóru var
Þóra Guðmundsdóttir, systurdóttir
Þóru, eiginkonu Jóns.
Árið 1898 reisti Jón sér hús við
Þingholtsstræti 29 sem hýsir nú
Stofnun Árna Magnússonar. Þar
bjuggu þau hjón til 1912 er þau flutt-
ust að Hverfisgötu 21 sem Jón hafði
einnig látið reisa og er við hliðina á
Þjóðleikhúsinu.
Jón lést 23. júní 1926.
Merkir Íslendingar
Jón
Magnússon
90 ára
Rósalind Sigurpálsdóttir
85 ára
Helga Magnea Magnúsd.
Reynir Ragnarsson
Sigríður Björgvinsdóttir
80 ára
Borghildur Guðjónsdóttir
Haukur F. Filippusson
Steinn Þór Karlsson
Þuríður A. Matthíasdóttir
75 ára
Elsa Jónasdóttir
Guðný Jónasdóttir
Matthías Óskarsson
70 ára
Arnar Sigurbjörnsson
Árni G. Sigurðsson
Guðný Sigurðardóttir
Hrafnhildur Hjartardóttir
Ingimar Einarsson
Jóhannes Jóhannsson
Júlíus Georgsson
Kjartan Kjartansson
Martha E. Vest Joensen
Oddur Guðmundsson
Petrea Emanúelsdóttir
Sif Jónasdóttir
60 ára
Anna Ágústa Karlsdóttir
Anna Margrét
Stefánsdóttir
Áslaug Ívarsdóttir
Bergrós Þorgrímsdóttir
Friðrik Kristjánsson
Guðjón Árni Konráðsson
Hólmfríður S. Kristjánsd.
Ingveldur Einarsdóttir
Kári Ingólfsson
Kristján Jónsson
Margrét Ólöf Ívarsdóttir
Óskar Snæberg Gunnarss.
Suchada Prathai
Svala Hrönn Jónsdóttir
Svanur Elí Elíasson
50 ára
Agni Ásgeirsson
Ása Karen Hólm Bjarnad.
Ása Pálsdóttir
Halldór Steinn Steinsen
Ingigerður Sæmundsdóttir
Lára Magnea Rogers
40 ára
Arnbjörg Sveins Williams
Ágúst Sigurður Björgvinss.
Baldur Freyr Einarsson
Birgir Stefánsson
Dariusz Krynski
Davíð Hallsson
Dovile Didelyte
Edwin Vincent Sicat Gan
Finnbogi Guðmundsson
Jóhannes Hleiðar Gíslason
Jón Ingi Gylfason
Jónína Ósk K. Færseth
Kjartan J. Rubner Friðrikss.
Kristján Bergmann
Tómass.
Margrét Kristín Hjörleifsd.
Sanita Kokarevica
Steinarr Lár Steinarsson
Þórhallur Pálmason
30 ára
Adam B. Burgess Finnsson
Andri Eiríksson
Ásthildur Kristín Tryggvad.
Bjarki Freyr Hauksson
Dariusz Gryszkiewicz
Fjölnir Ásgeirsson
Helgi Rúnar Heiðarsson
Hjalti Snær Halldórsson
Pétur Smári Pétursson
Sigríður Helga Ragnarsd.
Sigríður Ýr Unnarsdóttir
Snævar Már Gestsson
Stefán Sindri Ragnarsson
Örn Clausen Ólafsson
Til hamingju með daginn
40 ára Anna María er
Akureyringur en býr á
Sauðárkróki. Hún er ljós-
móðir á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands.
Maki: Þorvaldur Gröndal, f.
1978, frístundastj. hjá Sveit-
arfélaginu Skagafirði
Börn: Benedikt Kári, f.
2003, Markús Máni, f. 2007,
og Hólmar Aron, f. 2016.
Foreldrar: Oddur Óskars-
son, f. 1955, og Sólrún Ingi-
marsdóttir, f. 1959, bús. á
Akureyri.
Anna María
Oddsdóttir
40 ára Signý er Reykvík-
ingur og markaðs-
fræðingur og vinnur við
markaðsmál hjá Bílaleigu
Reykjavíkur.
Maki: Kristrún Sigurjóns-
dóttir, f. 1985, lífeinda-
fræðingur hjá Alvotech.
Börn: Kári, f. 2014, og
Katla, f. 2018.
Foreldrar: Hermann
Gunnarsson, f. 1951, og
Kristín Sverrisdóttir, f.
1957. Þau eru bús. í
Reykjavík.
Signý Her-
mannsdóttir
30 ára Jóhanna er úr Ár-
bænum en býr í Kópa-
vogi. Hún er landfræð-
ingur að mennt og er
sérfræðingur hjá Skipu-
lagsstofnun.
Maki: Eysteinn Hjálm-
arsson, f. 1988, verkfræð-
ingur hjá Völku.
Sonur: Baldur Breki, f.
2016.
Foreldrar: Einar Freyr
Hilmarsson, f. 1967, og
Anna Rún Ingvarsdóttir, f.
1968, bús. í Reykjavík.
Jóhanna Hrund
Einarsdóttir