Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 36
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
AI
C
89
89
5
1/
19
Bókaðu núna á
airicelandconnect.is
Innanlandsflug frá
7.965kr.
Auður Ava Ólafsdóttir er gestur
fyrsta höfundakvölds Norræna
hússins þetta vorið í kvöld kl. 19.30.
Sofie Hermansen Eriksdatter, verk-
efnastjóri Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, stýrir umræðum
sem fara fram á íslensku, skandinav-
ísku og ensku. Aðgangur er ókeypis.
Streymt er frá viðburðinum á vef og
facebooksíðu Norræna hússins.
Höfundakvöld með
Auði Övu í kvöld
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 16. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla
í knattspyrnu, þarf enn að bíða eftir
að sjá sína menn vinna en í þeim
átta leikjum sem hann hefur stýrt
íslenska liðinu hefur því enn ekki
tekist að vinna. Undir stjórn Svíans
hefur íslenska liðið gert fjögur jafn-
tefli í vináttuleikjum og tapað öll-
um fjórum í Þjóðadeild UEFA. »2
Biðin eftir sigri lengist
hjá Erik Hamrén
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Ég verð sáttur ef við náum góðum
leik gegn Íslandi og getum veitt lið-
inu einhverja keppni. Við munum
hins vegar eftir síðasta leik okkar
við íslenska landsliðið. Þá töpuðum
við með 17 marka mun í Laugardals-
höllinni. Af þeim leik má ráða að
munurinn er enn talsverður á lið-
unum þótt vissulega
hafi mínu liði farið
fram,“ segir Dagur
Sigurðsson, lands-
liðsþjálfari Japans,
meðal annars í
samtali við
Morgunblaðið
í dag. Ísland
og Japan
mætast í
München í
dag. »1
Minnugir stórtaps í
Laugardalshöllinni
Landsmótið var á Selfossi 2013 og þá
var mynd eftir Martein um lands-
mótin á Suðurlandi látin rúlla á skjá
með tónlist. „Í framhaldi af því vildu
Héraðssambandið Skarphéðinn og
minjanefnd Ungmennafélags Selfoss
gera meira úr þessu og báðu mig að
gera mynd um landsmótin á Suður-
landi eftir að Sigurður Greipsson, þá-
verandi formaður HSK, endurvakti
þau í Haukadal 1940,“ segir hann.
Marteinn leggur áherslu á að sögu-
og minjanefnd HSK hafi veitt mikinn
stuðning og ráðgjöf við gerð myndar-
innar.
Sjálfboðastarf og menning
Næsta mót var haldið á Hvanneyri
1943 og var það fyrsta mótið sem var
kvikmyndað. Marteinn segist hafa
nýtt sér myndir þaðan og svo koll af
kolli. „Í myndinni reyni ég að fram-
kalla hið mikla sjálfboðastarf sem er
unnið, og sést ekki alltaf, sem og
lista- og menningarlíf,“ segir hann. Í
því sambandi nefnir hann að hljóm-
sveitin Mánar frá Selfossi hafi fyrst
komið fram opinberlega á lands-
mótinu á Laugarvatni 1965 og rætt
sé við Ólaf Þórarinsson, Labba í
Mánum, í myndinni. „Margir sem
koma fram í viðtölum eru látnir og
því má segja að heimildum hafi verið
bjargað.“
Skólahljómsveit Kópavogs varð 50
ára 2017 og var heimildarmyndin
gerð af því tilefni. Meðal annars var
rætt við eldri nemendur og hljóm-
sveitinni fylgt eftir auk þess sem
gamalt efni frá Sjónvarpinu var not-
að. Marteinn gerði mynd um sögu
Kópavogs 2005 og gat einnig notað
myndskeið úr henni. „Myndin endar
á glæsilegum afmælistónleikum í
Eldborgarsal Hörpu,“ segir hann.
Þegar Marteinn var 18 ára keypti
hann 8 mm kvikmyndatökuvél. Hann
var þá formaður knattspyrnudeildar
Selfoss og þjálfari 5. flokks karla.
„Ég var með myndavélina á lofti
og myndaði keppnisferðir,“ rifjar
hann upp. „Þegar ég horfi á þessar
myndir blöskrar mér að sjá hvað
drengirnir voru látnir spila á stórum
velli, sama velli og meistaraflokkur.“
Síðar segist hann hafa látið nem-
endur gera kvikmyndir frekar en
skrifa ritgerðir. „Eitt verkefnið var
um hitaþenslu fastra efna. Maður
skilur þetta ekki og getur varla sagt
það, en krakkarnir leystu málið í
mynd.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tvær heimildarmyndir eftir Martein
Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir
skömmu. Önnur er um Skóla-
hljómsveit Kópavogs og hin um sögu
landsmóta Ungmennafélags Íslands
á Suðurlandi sem fram hafa farið þar
frá 1940.
„Ég vann að þessum myndum af
fullum krafti undanfarin þrjú ár, eft-
ir að ég fór á eftirlaun,“ segir Mar-
teinn, sem var kennari í Álftamýr-
arskóla í 20 ár og sá síðan um
myndver grunnskólanna í Reykjavík
í tvo áratugi, þar sem nemendur
nýttu sér myndir og kvikmyndir til
þess að dýpka efnið. Hann hefur
unnið við kvikmyndagerð í frí-
stundum frá 1963, m.a. gert fræðslu-
myndir fyrir Námsgagnastofnun,
mynd um Jón úr Vör og heimildar-
myndir um Selfoss, knattspyrnuna á
Selfossi og hjá Breiðabliki í Kópa-
vogi.
Marteinn vann fyrir UMFÍ í sam-
bandi við varðveislu gamalla kvik-
mynda og gerði sögulega mynd, sem
var sýnd í Gerðarsafni 2007, þegar
landsmótið var haldið í Kópavogi.
Heldur sögunni til haga
Heimildamyndir eftir Martein Sigurgeirsson frumsýndar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lífið eftir vinnu Marteinn Sigurgeirsson kvikmyndagerðarmaður hefur nóg að gera í heimildavinnunni.