Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Sigurður Oddsson lýsir því íBændablaðinu að „engin mat- væli kæmust í gegnum tollinn, nema þeim væri smyglað. Það sann- aðist svo á sl. ári, að ég reyndi að senda harðfisk til prufu- pökkunar í Kína. Fyrir 15 árum seldum við notaða prentvél til Nýja- Sjálands. Þá kom upp, að ekki mætti neitt ósótt- hreinsað timbur fara inn í gám- inn.“    Þá segir Sigurður: „Hjá okkur aftur á móti hafa plöntur lengi verið fluttar inn eftirlitslítið og valdið blómabænd- um ómældum skaða. Nú er mikið flutt inn af pakkaðri gróðurmold frá ýmsum löndum. Til er nóg af gróðurmold á Íslandi og gjaldeyri væri betur varið í ýmislegt annað, en að flytja inn mold.    Svo virðist sem EES eða ESB lögséu æðri íslenskum lögum. Krafan um innflutning á hráu kjöti byggist á EES samningnum. Svo virðist sem EES eða ESB lög séu æðri íslenskum lögum þrátt fyrir 100 ára „fullveldið“. Þeir fé- lagar léku illilega af sér, ef við- skiptasamningurinn „ALLT FYRIR EKKERT“ byggist á að taka upp lög ESB.    Fáránlegt var að gera viðskipta-samning á þeirri forsendu að tekin skuli upp lög þeirra landa, sem samningurinn var gerður við. Innflutningur á hráu kjöti er rökstuddur með því að Íslendingar snæði kjöt í útlöndum og verði ekki meint af.“    Það er rétt að belgingurinn um„allt fyrir ekkert“ var í besta falli heimskulegt sjálfshól. Sigurður Oddsson „Allt fyrir ekkert“ belgingur og rugl STAKSTEINAR Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALA 30-50%afsláttur Jakkar • Peysur • Vesti • Bolir • Kjólar • Buxur 30% afsláttur af töskum Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sindri Þór Stefánsson var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnamálinu svonefnda. Matthías Jón Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og Hafþór Logi Hlynsson í tuttugu mánaða fangelsi. Aðrir sakborningar fengu vægari dóm. Öllum sakborningum var gert að greiða Advania rúmar 33 millj- ónir króna í skaðabætur, en sjö voru ákærðir í málinu, sem snerist um innbrot í fjögur gagnaver í desem- ber og janúar og tilraunir til tveggja innbrota í viðbót. Niðurstaða héraðsdóms er sú að Sindri Þór hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Sindri Þór sagði fyrir dómi í desember að hann hefði ekki skipulagt innbrotin, heldur væri hann einungis að fylgja skipunum. Hann gæti ekki tjáð sig um hver hefði veitt honum skipanir af ótta við viðkomandi. Andvirði þýfisins var metið á 96 milljónir króna, en tjónið á 135 millj- ónir króna. Búnaðurinn hefur ekki fundist. Ekki er búið að taka ákvörð- un um áfrýjun dómsins. Sindri Þór skipulagði öll innbrotin  Þýfið í gagnamálinu sem metið er á 96 milljónir króna er enn ófundið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dæmdur Sindri í fylgd lögreglu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yf- irvalda verða þær sömu. Ásmundur kynnti þetta á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða en einnig er greint frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins. Með þessu munu þeir flóttamenn sem komast hingað á eigin vegum fá aðstoð við að koma undir sig fótun- um, líkt og kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skip- aði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráð- herra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til lands- ins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í sam- starfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Munu auglýsa eftir sveitar- félögum til þátttöku Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers ein- staklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleið- ingu samræmdrar móttöku flótta- fólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gerðir við þau samningar þar að lútandi. Fá sömu móttöku við komuna til landsins  Staða flóttafólks verður nú hin sama Morgunblaðið/Styrmir Kári Keflavíkurflugvöllur Frá komu flóttafólks frá Albaníu til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.