Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Villt þú losna við fitu á erfiðum svæðum? Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Láttu fagfólkið á Húðfegrun sjá um þína húð á nýju ári! Byltingarkennd húðmeðferð sem byggð er á nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án skurðaðgerðar. ✓ Eyðir fitu á erfiðum svæðum ✓ Sársaukalausmeðferð ✓ Byggð á nýjustu tækni til að eyða fitu ✓Örugg og áhrifaríkmeðferð JANÚA R TILBOÐ 15% AFSLÁTTU R Fitueyðing –ultrasound meðferð Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í umfjöllun Morgunblaðsins 1. nóv- ember sl. um björgunarafrekið sem unnið var þegar þýski togarinn Friedrich Albert strandaði á Skeiðarársandi árið 1903, var aug- lýst eftir demants bjóstnælu sem Þýskalandskeis- ari verðlaunaði Guðríði Jónsdótt- ur, ljósmóður með fyrir hennar framlag í björg- uninni. Ættingjar Guðríðar sem jafnframt eru af- komendur Bjarna Jenssonar, hér- aðslæknis á Breiðabólsstað sem einnig var sæmdur orðu frá Þýska- landskeisara létu vita að nælan hefði verið afhent Læknaminjasafninu en hún væri nú í geymslu Þjóðminja- safnsins sem og orða Bjarna læknis. Frímann Helgason sem er barna- barnabarn, Bjarna Jenssonar, segir að sagan af björgunarafrekinu hafi oft verið sögð í fjölskyldunni og ætt- ingjarnir séu mjög stoltir af orðu og næluhöfum. Einar Magnús Magnússon, sem ritar handrit sögunnar um björg- unina á Skeiðarárstandi og vinnur að því að gera um hana kvikmynd segir það hafa tilfinningalegt gildi að sjá nælu Guðríðar og orðu Bjarna Jenssonar. „Það var sérstök tilfinning að fá að sjá og snerta þá hluti sem fóru um hendur þessa fólks fyrir 116 árum. Síkt færir mig nær raunveruleik- anum og gerir atburðinn raunveru- legri,“ segir Einar Magnús og bend- ir á að margir telji undarlegt að Sigríður Jónsdóttir, systir Guðríðar og eiginkona Bjarna Jenssonar, hafi ekki verið heiðruð líka. Hún breytti heimili sínu í sjúkrahús á skömmum tíma þar sem skipbrotsmenn voru aflimaðir við frumstæðar aðstæður en sluppu við ígerðir vegna smit- varna Sigríðar. Einar Magnús segist hugsa til þess á laugardaginn að þá séu 116 ár frá því að skipsbrotsmenn lögðu upp í 11 daga hrakningaferð í leit að björgun. Ljósmyndir/Einar Magnús Magnússon/www.emm.is Orða Frímann Helgason, sýnir heiðursmerki Prússneska arnarins sem langafi hans Bjarni Jónsson, var sæmdur vegna björgunarstarfa árið 1903. Næla Guðríðar Jónsdóttur ljósmóður fundin  Demantsnælan á Þjóðminjasafninu  Tilfinningalegt gildi að sjá næluna Viðurkenning Demantsskreytt brjóstnæla Guðríðar Jónsdóttur.Guðríður Jónsdóttir Kanadíska fréttakonan Eva Bartlett heldur fyrirlestur á morgun, laugar- dag, kl. 12 í Safnahúsinu við Hverf- isgötu undir yfirskriftinni: Frétta- mennska sem vopn í stríði. Hún hefur dvalið langdvölum í Sýrlandi og Palestínu og skrifað fréttir þaðan. Hún hefur margoft bent á hagsmunatengdan frétta- flutning og flett ofan af ósannindum í fréttamennsku, að því er fram kem- ur í tilkynningu um fyrirlesturinn. Einnig verða þar með innlegg Jón Karl Stefánsson, sem hefur gert út- tekt á fréttaflutningi af árás NATO á Líbíu, og Berta Finnbogadóttir, sem fylgst hefur náið með gangi mála og ekki síst misbeitingu fjölmiðla, eins og það er orðað í tilkynningunni. Fundarstjóri er Ögmundur Jónas- son, fundurinn er öllum opinn og all- ir eru boðnir velkomnir. Fréttamennska sem vopn  Kanadíska fréttakonan Eva Bartlett með erindi um fréttamennsku í stríði Eva Bartlett Hún hefur m.a. dvalið langdvölum í Sýrlandi og Palestínu. Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins. Samanlagður fjöldi nemenda í bók- legu og verklegu námi í flugskól- unum er á fimmta hundrað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili. „Við erum afskaplega ánægðir með kaupin og teljum þau styrkja mjög flugkennslu á landinu. Flug- akademía Keilis er ung að árum en hefur vaxið hratt og mun sú mikla reynsla og þekking stjórnenda og kennara Flugskóla Íslands hafa já- kvæð áhrif á það starf sem við höf- um byggt upp undanfarin ár,“ er haft eftir Rúnari Árnasyni, for- stöðumanni Flugakademíu Keilis, í tilkynningunni. Fyrst um sinn verður ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna tveggja, en verkleg flugkennsla mun áfram fara fram á bæði alþjóðaflugvell- inum í Keflavík og Reykjavíkur- flugvelli. Í tilkynningunni segir að skólinn muni efla starfsstöðvar sínar á landsbyggðinni líkt og unnið hafi verið að undanfarið, meðal annars á Selfossi og Sauðárkróki. Flugakademía Keilis kaupir Flugskóla Íslands Ljósmynd/Keilir Flugnám Flugakademía Keilis hef- ur nú keypt Flugskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.