Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa
auglýst nýtt deiliskipulag fyrir
þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73.
Hugmyndir eru um gróðurhvelf-
ingar. Skilmálar eiga að tryggja að
ljósmengun frá starfsemi á svæðinu
verði innan marka. „Búið er að mæla
núverandi ljósmengun á svæðinu
sem er í dag töluverð og ólíklegt að
hún aukist mikið,“ segir í kynningu.
Deilist niður í fimm lóðir
Þar segir að fimm lóðir séu á
svæðinu. Lóð 1 er um 19.435 fer-
metrar en þar er ekki gert ráð fyrir
byggingarreitum. Uppbygging er
háð breytingum á deiliskipulagi.
Lóð 2 er 1.945 fermetrar. Þar er
heimilt að byggja 5-15 þjónustu-
íbúðir, t.d. sambýli eða álíka hús.
Lóð 3 er um 12 þús. fermetrar og
skiptist í þrjá byggingarreiti. Á reit-
um 1 og 2 er heimilt að byggja léttar
byggingar, svo sem gróðurhvelf-
ingar. Hámarkshæð hvelfinga frá
aðkomuhæð við Stekkjarbakka er 9
metrar en einnig verður heimilt að
grafa byggingarnar niður og hafa
botnplötu allt að 11,3 metra undir
aðkomuhæð við Stekkjarbakka. Alls
eru þessir 20 metrar á við 6 hæða
blokk. Á reit 3 verður heimilt að
reisa tengibyggingu milli hvelfinga.
Lóð 4 er 5.418 fermetrar. Þar
verður heimilt að byggja allt að 500
fermetra samkomu- og skrifstofu-
hús, auk 300 fermetra gróðurhúss.
Lóð 5 er 4.432 fermetrar. Það er
lóð fyrir sameiginleg bílastæði fyrir
lóðir 3 og 4. baldura@mbl.is
Teikningar/Landslag
Uppdráttur Um er að ræða nýtt skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka. Þar er skilgreint opið svæði/þróunarsvæði skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, að því er segir í skipulagslýsingu.
Nýtt borgarlandslag Þessi skýringarmynd sýnir hvernig mannvirki á lóð 3 gætu litið út, séð úr Elliðaárdalnum, eftir að gróðurhvelfingarnar hafa verið byggðar. Svæðið er nú skógi vaxið.
Hvelfingar Horft í átt að lóð 3 frá Hamrastekk eftir að fyrirhugaðar gróðurhvelfingar hafa risið.
Gróðurhvelfingar
rísi í Elliðaárdal
Reykjavíkurborg kynnir hugmyndir
Gönguleið Hvelfingarnar verða áberandi frá göngustígnum austur að stíflunni. Hjólastígurinn er sunnar.
Úthlutun styrkja menningar-,
íþrótta- og tómstundaráðs og útnefn-
ing Listhóps Reykjavíkur 2019 fór
fram í Iðnó í gær. Menningar-,
íþrótta- og tómstundaráð hafði
60.888.000 kr. til úthlutunar til
styrkja á sviði menningarmála árið
2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkj-
um og samstarfssamningum fyrir þá
upphæð. En fyrir eru 23 hópar með
eldri samninga í gildi.
Alls var 161 umsókn til meðferðar
þar sem sótt var um samtals
209.030.750 krónur. Pawel Bartoszek,
formaður ráðsins, gerði grein fyrir
úthlutuninni og öðru framlagi borg-
arinnar til menningarmála.
Hæsta árlega styrkinn hlutu Lókal
leiklistarhátíð með þriggja milljóna
króna styrk, Pera Óperukollektív og
Sýningin Hjólið II sem Myndhöggv-
arafélag Reykjavíkur framkvæmir
með tveggja milljóna króna styrk og
félagið Íslensk grafík með eina og
hálfa milljón. Aðrir styrkir nema
hæst 1 milljón króna.
Um 61 millj-
ón í styrki