Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 17

Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann út- skrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeinda- skanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknað- ur af krabbameininu eða hvort það hafi tekið sig upp að nýju,“ segir Íris Jónsdóttir móðir Hjartar Elíasar Ágústssonar, níu ára drengs sem dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð vegna krabbameinsmeðferðar frá ágúst og fram í desember á síðasta ári. Í viðtali við Írisi í Morgunblaðinu í nóvember kom fram að mikið álag hefði verið á Hirti, tveimur systkinum hans og móður sem bjuggu við ein- angrun í íbúð nálægt Karólínska sjúkrahúsinu. Það var fjölskyldunni því mikið tilhlökkunarefni að fá að fara heim í byrjun desember ef með- ferð Hjartar gengi áfram vel. Í byrjun nóvember varð vart við leka á baðher- bergi heimilis þeirra á Íslandi. Í kjöl- farið komu í ljós myglu- og raka- skemmdir á baðherbergi sem taldar voru hættulegar heilsu Hjartar. Haf- in var söfnun fyrir fjölskylduna sem gerði henni kleift, að sögn Írisar, að komast inn á heimili sitt fyrir jól. „Við komum heim viku fyrr en áætlað var og framkvæmdir við bað- herbergið drógust á langinn. Við fluttum því til móður minnar og vor- um þar í þrjár vikur, þar sem sofið var í öllum hornum. Það var mikil gleðistund þegar við loksins gátum farið heim til okkar þremur dögum fyrir jól,“ segir Íris sem er þakklát fyrir féð sem safnaðist en án þess hefði fjölskyldan ekki komist eins fljótt heim. Hún segir söfnunarreikn- ing Hjartar: 0115-05-010106, kt 221008-2660 enn opinn. Íris, sem bíður nú niðurstöðu úr já- endaskannanum, segir að það muni miklu fyrir Hjört að geta farið í hann á Íslandi. Það hlífi honum við ferða- lögum til og frá Danmörku. Hjörtur hefði átt að fara í skannann fyrir ára- mót en myndatökum hefði verið frestað í tvígang. Í annað skiptið hefði skanninn verið bilaður og í hitt hefði vantar efni til rannsóknarinnar. Glöð að komast heim Framundan hjá Hirti er að fara aftur til Svíþjóðar í eftirfylgd. Þar fer hann í mjög ítarlega skoðun þar sem líffæri hans og annað verður skoðað með tilliti til þess hvort og þá hvernig krabbameinsmeðferðin hafi haft áhrif á líkama hans. „Það voru allir rosa glaðir að kom- ast heim, halda jól og byrja aftur í skóla en það var mikið átak, sér- staklega fyrir unglinginn. Ef allt gengur upp er stefnt að því að Hjört- ur komist í skólann á þessu ári,“ segir Íris sem finnst biðin eftir niður- stöðum úr jáeindaskannanum erfið og löng en hún segist ekki leyfa sér annað en að vera bjartsýn á að niður- stöðurnar verði góðar fyrir Hjört. Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel  Fjölskyldan komst heim þremur dögum fyrir jól  Móðir Hjartar þakklát fyrir aðstoð sem fjölskyldan fékk  Erfið og löng bið eftir niðurstöðum úr jáeindaskanna  Hjörtur á leið til Svíþjóðar í eftirfylgd Hetja Hjörtur Elías Ágústsson, í jáeindaskanna, en Hjörtur hefur staðið í ströngu í baráttu við krabbamein. Gleði Hjörtur Elías og systir hans Sigrún skreyttu jólatré heima eftir fjögurra mánaða útlegð í Svíþjóð. Einkarekni unglingaskólinn NÚ- Framsýn fagnaði því í gær að vera kominn í nýtt húsnæði á Reykjavík- urvegi 50 í Hafnarfirði, þar sem Krónan var áður til húsa. Þetta er þriðji veturinn sem skól- inn starfar en hann býður upp á nám í 8.-10. bekk. Fyrstu tvo veturna var skólinn til húsa í Flatahrauni en missti það húsnæði sl. sumar. Síðan í haust var NÚ í bráðabirgðahúsnæði á Völlunum á meðan verið var að innrétta nýja húsnæðið eftir óskum og þörfum stjórnenda skólans. Gísli Rúnar Guðmundsson, skóla- stjóri og annar stofnenda NÚ ásamt Kristjáni Ómari Björnssyni, segir ánægjulegt að komast í stærra og rýmra húsnæði. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt; voru 35 fyrsta veturinn, síðan 48 og eru núna um 60 talsins. Nýja húsnæðið er um 600 fermetrar, með möguleika á stækk- un síðar meir. Gísli Rúnar segir skólann ekki ætla að vera með fleiri en 80-90 nem- endur. „Við viljum meiri nánd, þar sem allir þekkja alla,“ segir Gísli. Starfsmenn NÚ eru níu, þar af eru fjórir í fullu starfi. bjb@mbl.is Ljósmynd/NÚ-Framsýn Tímamót Frá opnunarhátíð NÚ-Framsýnar í Hafnarfirði í gær. Unglingaskólinn NÚ í stærra húsnæði  Nemendum hefur fjölgað úr 35 í 60

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.