Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist 22. febrúar 1933 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands, Akranesi, 10. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru séra Jón M. Guðjónsson og J. Lilja Pálsdóttir. Margrét var þriðja í röðinni af 11 systkinum, hin eru: Ást (látin), Pétur Guðjón (lát- inn), Sjöfn Pálfríður, Ólafur Ágúst, Helga Gyða (látin), Guð- ríður Þórunn (látin),Valdimar Óskar (látinn), Gyða Guðbjörg, Edda Sigríður og Jóhanna. Margrét giftist Einari Helga- syni lækni 4. júlí 1971 en hann lést árið 1974. Sambýlismaður hennar til nokkurra ára var Karsten Aalen frá Stafangri í Noregi. Margrét var barnlaus. Margrét ólst upp í Holti undir Eyjafjöllum til árs- ins 1946 og flutti þá með foreldrum sín- um til Akraness. Hún tók Gagn- fræðapróf á Akra- nesi 1949. Var tal- símakona við Landssíma Íslands á Akranesi. Var í námi í Harðangurs Folkehojskole 1953-54 og Voss Husflidsskole 1956-57. Hann- yrðakennari við Húsmæðraskól- ann á Varmalandi, Alþýðuskól- ann á Eiðum og Gagnfræða- skólann á Akranesi. Lærði iðjuþjálfun í Noregi og vann við það meðal annars við Klepps- spítala í Rvík og Sentralsyke- huset í Stafangri. Margrét var lengi búsett í Noregi en bjó á Akranesi er hún flutti heim aftur. Útför Margrétar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 18. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Hún Magga systir okkar var tíguleg og bar mikla persónu. Hún var góð, glaðvær og skemmtileg. Oft sagði hún okkur litlu systr- unum sögur á kvöldin, sem hún oftar en ekki skáldaði sjálf og við hlustuðum spenntar á. Takk fyrir það. Hún var snillingur í höndunum og minnumst við hve stoltar við vorum í fínu fötunum sem hún saumaði á okkur. Takk fyrir það. Elsku Magga okkar, við þökk- um þér fyrir samfylgdina í gegn- um lífið og allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (SE) Vertu guði falin Edda og Jóhanna (Hanna). Elsku Mandý mín (nafnið sem ég notaði þegar við vorum einar). Nú er komið að leiðarlokum, í sjálfu sér ekkert undarlegt, þú varst orðin gömul kona, þrátt fyr- ir að gefast aldrei upp. Þessi fá- tæklegu orð eru ekki ætluð til að rekja æviágrip, heldur að opna smá glugga í lífi okkar saman. Út úr þessum glugga má sjá systur og vinkonur, þrátt fyrir 10 ára aldursmun. Þú varst orðin fullorðin kona þegar ég var enn að pissa undir. En í svo ótal mörg ár náðum við svo vel saman. Þú varst frá byrj- un mín fyrirmynd sem allt gat. Að sjálfsögðu tókstu engu hrósi, aldrei neitt rétt, en það er dæmi- gert fyrir sanna listamenn. Alltaf varstu með nýjar hugmyndir og ekki alltaf hægt að fylgja þér eftir. Og ómögulegt þegar þú fékkst nýju skutluna þína. Þú brunaðir um gangana eins og kappakstursmaður! Þú byrjaðir snemma að hjálpa mömmu við heimilið, fórst á saumanámskeið 12 ára og hættir ekki saumaskap og hannyrðum allt þitt líf, það eru enn til ógrynni af hlutum sem náðist ekki að ljúka. Eftir að við urðum eldri og áramismunurinn hvarf fórum við að ferðast mikið saman, erlendis. Síðan bjuggum við hvor í sínu landinu, en sambandið slitnaði aldrei, ógrynni af bréfum og svo símtölin og heimsóknirnar. Af til- viljun komum við báðar heim til Íslands 1999. Ég var eins og grár köttur hjá þér, eldaði flest kvöld og svo var spjallað. En þegar heilsu þinni hrakaði fluttir þú á Höfða. Ég veit hversu illa þér leið í byrjun, saknaðir sjálfstæðisins, dýranna, Pontu, þrátt fyrir að hún væri farin. Það voru margar stundir sem ég hélt þér í fanginu þegar miss- irinn og sorgin yfirtók þig. En smátt og smátt aðlagaðist þú og má segja að eftir fyrstu mánuð- ina hafi dvöl þín á Höfða verið mikið gæfuspor. Að reyna að finna orð yfir umhyggjuna og skilnings starfsfólks Höfða er eiginlega ekki hægt. Þið voruð hennar sanna fjölskylda og Höfði hennar heimili síðustu árin. Vil ég nota þetta tækifæri að þakka ykkur frá mér. Að lokum vil ég þakka þér Mandý mín fyrir allar góðu stundirnar, hláturinn út af kannski engu nema „lyga“-sög- unum mínum frá London eða sjónvarpsefni. Það hefur verið tekið á móti þér sem drottningu í sumarlandinu, Einar, Ponta, mamma og pabbi og allir hinir. Guð varðveiti minningu þína Mandý mín. Minningu sem á eftir að lifa með mér um ókomna tíð. Þín systir, Gyða. Margrét Jónsdóttirvar heiðursfélagi, starfsmaðurskrifstofu, sendill og nýtti sér þjónustu hjá félaginu. Stefán var fylginn sér og úrræðagóður með eindæmum. Hann hafði stóran hóp velunnara í kringum sig sem hann fékk sér til að- stoðar við ýmis verkefni dag- legs lífs. Það hentaði vel því Stefán vildi ekki bíða með að framkvæma það sem þurfti. Hann valdi sér samverkafólk til að hreinrita og senda minn- ingargreinar sem hann las því fyrir, leita uppi símanúmer, finna heimilisföng og rýna í veðurspá svo eitthvað sé nefnt. Eins var honum mikilvægt að við gæfum okkur tíma til að ræða við hann ýmis hjartans mál sem á honum brunnu í það og það skiptið. Stefán var hrók- ur alls fagnaðar í kaffitímum, gaf góð ráð í ýmsum málum og hrósaði þeim sem honum fannst eiga það skilið. Að leiðarlokum þökkum við Stefáni fyrir sam- fylgdina. Nú ert þú farinn á feðranna fund, við hugsum til þín með sorg í hjarta, þín verður saknað um ókomna stund, guð geymi þig um veröld bjarta. (Höf. ók.) Fyrir hönd starfsfólks skrif- stofu Áss styrktarfélags, Hrefna Sigurðardóttir. Sorgardagar í skammdeginu. Svart kalt og tómt. Allt er fast. Engin orka til að rífa sig af stað. Einhvern veginn þannig líður mér þegar góður vinur og fé- lagi er horfinn til forfeðranna. Ótal minningar líða hjá eins og myndir á tjaldi. Hringing- arnar allar og umræðurnar um veðrið og hvað þú ætlaðir að gera í næstu viku, á morgun, á eftir. Aldrei meir að gantast með tilveruna, rifja upp atvik úr fortíðinni og segja einn góð- an brandara. Skoða stjórnmálin og orð og efndir. Tala um ást- vinina, allar góðu konurnar, karlana á sendibílastöðinni. Lindu og Pál. Krummaskuðið sem er allt á kafi í snjó þó það rigni bara svolítið og hreyfi varla vind. Dásemdarveðrið við Kirkjusand og allir rugludallarnir í umferð- inni. Fólk að raka sig, tala í síma, klæða sig undir stýri og svínandi út og suður. Hvernig var í vinnunni? Eru þau óþekk núna? Þú verður bara að láta þau heyra það. Og þá komu yfirleitt nokkrar sögur úr skólagöngunni um einhverja mjög óþekka stráka. Aldrei kynntist Stefán neinni óþekkri stelpu í sínum skóla. Vespurnar allar sem voru líf og yndi og veittu þér frelsi og urðu atvinnutækin þín í ótal sendiferðum og snúningum. Flottu fötin og ferðirnar í Kolaportið. Endalaus bjartsýni og jákvæðni. Viltu spila? Tök- um ólsen. Þá var nú betra að standa sig. Báðir höfðu meira gaman af að vinna í spilinu en að tapa. Kæra Aldísin þín og tíminn ykkar saman. Ræktarsemin og umhyggjan. Kveðjuorð sem þú laukst yfirleitt á góðri ráðlegg- ingu við lok símtals. Gefðu henni nú eitthvað gott að borða eða skrepptu og kauptu ís handa henni. Allar spurningarnar: Hvað þarf ég að sjóða gellurnar lengi, geturðu fundið fyrir mig símanúmer í tölvunni? Ótal smá hlutir sem fylgdu þér og urðu fastur hluti af tilveru okkar sem þú varst svo góður að kalla vini þína. Stefáni kynntist ég þegar hann var hvítvoðungur. Við Páll bróðir hans urðum félagar og vinir 1956 og höfum verið það svo til óslitið síðan. Stebbi varð hluti af tilverunni þegar hann var farinn að labba og við þurftum að taka hann með, í bíó eða út að leika. Hann var uppátækjasamur og skemmti- legt barn. Passaði vel inn í prakkaratilveru okkar. Eftir að Aldís dó 2009 breyttist margt í tilveru Stef- áns. Hann saknaði hennar alla tíð og vantaði mikið þegar hún var ekki til staðar lengur. Kær samferðamaður er horf- inn og skilur eftir sig ótal góðar minningar og líka sorgina sem er eins og sár á sálinni. Sam- viskubit yfir að hafa ekki verið betur með á nótunum eftir að Stefán fór að kenna sér meins en því verður ekki breytt héðan af. Þökk fyrir góðan dreng. Kæru Páll, Linda, Alice, Hans Christian og allir vinirnir, megi góður Guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Pétur Önundur Andrésson. ADHD samtökin hafa ásamt öðrum félagasamtökum að Háa- leitisbraut 13 notið starfskrafta Stebba um árabil. Hann sinnti starfi sínu af kostgæfni, var samviskusamur og ábyrgur. Stebbi var mikill persónuleiki sem fór ekki framhjá þeim sem umgengust hann. Hann var ein- staklega úrræðagóður og ófeiminn við að leita sér að- stoðar ef með þurfti. Við sem unnum með Stebba nutum þess hversu mikill húmoristi hann var og því oft mikið hlegið á Háaleitisbrautinni. Hann var maður með ákveðnar skoðanir og skóf ekki utan af hlutunum ef honum mislíkaði. Stebbi var einstaklega eft- irtektarsamur og hrósaði okkur konunum í vinnunni á Háaleit- isbraut 13 daglega. Við þekkt- um allar að hafa verið „uppá- haldskonan“ hans á einhverju tímabili en misjafnt var hver var í uppáhaldi þann daginn. Hann varð sérstaklega glaður þegar konurnar mættu í kjólum eða pilsum í vinnuna, enda áttu konur að vera kvenlegar að hans mati. Til marks um hversu blíður hann var fengum við iðu- lega knús og falleg orð frá hon- um. Stebbi var einstaklega orð- heppinn maður og eftir hann liggur fjöldinn allur af gull- kornum sem verður lengi minnst. Með sorg í hjarta kveðjum við góðan mann sem veitti okkar margar gleðistund- ir. Hans er sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku Stebbi, og takk fyrir samveruna gegn- um tíðina. Fyrir hönd ADHD samtak- anna, Elín H. Hinriksdóttir. Konráð Stefán Konráðsson sendill vinur okkar er fallinn frá. Stebba kynntumst við í gegnum starf okkar í Lands- samtökunum Þroskahjálp, Sjónarhóli og víðar. Kíminn var hann, hnellinn og ákveðinn á sinn ljúfa hátt. Með okkur tókst hin besta vinátta og heyrðumst við eða sáumst að minnsta kosti vikulega í um það bil 25 ár. Farið var yfir aksturslag Ís- lendinga, drykkju landans og annan slíkan fjanda, samskipti kynjanna og heilsufar vina- hópsins. Stebbi lét sér mjög annt um heilsu vina sinna og var óþreytandi við að rækta vináttuna og gefa hjónum góð ráð og brýna til dáða. Þannig var hann óþreytandi við að minna okkur á hversu vel gift við værum. „Halldór, þú átt einstaklega fallega og góða konu. Svona konur er ekki hægt að fá nú til dags.“ Það var mikið hlegið með Stebba því hann sá ávallt spaugilegu hliðarnar og kom þeim vel til skila. Hann var ræðumaður góður og hélt vin- um sínum góðar tölur. Við hjónin höfum bæði fengið fal- legar ræður frá honum á merk- um tímamótum í lífi okkar, sem glöddu innilega. Stebbi var líka söngmaður og kom gjarnan fram í veislum vina sinna með söngatriði, þeim til heiðurs. Síðustu ræðuna flutti hann í eigin afmæli 19. desember síð- astliðinn og mæltist vel sem fyrr. Þar rakti hann á mjög „húmorískan“ hátt samskipti við vini sína sem höfðu lagt sig fram um að vísa honum á dyggðanna björtu braut og hvernig honum tókst loks að nýta sér aðstoð þeirra. Stebbi var einstaklega þraut- seigur og úrræðagóður og hvernig hann sigraðist á hinum ýmsu hindrunum sem urðu á vegi hans, þar á meðal við að ná prófi á vespu, er gott dæmi um það. Aðdáunarvert var að fylgjast með því hve Stebbi studdi vel fatlaða systur sína sem þarfn- ast aðstoðar í daglegu lífi. Hann heimsótti hana oft og deildi gjarnan áhyggjum sínum með okkur af líðan hennar þeg- ar hún átti erfiða tíma. Hann óttaðist að á bak við vanlíðan hennar lægi að hún væri mis- skilin. Hann reyndi þá að tala máli hennar við þá sem veittu henni aðstoð og fékk stundum liðsinni til þess. Stebbi var mikill barnavinur og það var gaman að sjá hve laginn hann var við að ná at- hygli og tala við kornabörn. Hann sat stundum með barna- barn okkar í fanginu og hélt uppi hrókasamræðum og upp- skar bros á móti. Í eldhúsinu voru sagðar ýms- ar skemmtilegar sögur. Ekki síst fengum við að heyra frá sameiginlegri vinkonu okkar henni Hrefnu Haraldsdóttur og þá gjarnan eitthvað spaugilegt sem vakti hlátur, en þau tvö áttu einstakt samband. Stebbi var sannur vinur, í kring um hann var hlýja og glaðværð sem verður sárt sakn- að. Minningarnar um þennan góða dreng munu þó lifa með okkur áfram og gleðja. Við vottum aðstandendum hans og vinum öllum einlæga samúð. Halldór og Jara. Í dag kveðjum við einstakan félaga og samferðamann, Stebba Konn eða Stebba sendil eins og margir kölluðu hann. Stebbi var daglegur gestur okkar á Sjónarhóli þar sem hann stoppaði í kaffispjall á milli sendiferða og var iðulega rétt kominn inn þegar hann bauð góðan dag og þá oft með faðmlagi. Stefán naut fé- lagslegs samneytis, sótti í sam- skipti af ýmsum toga og var iðulega stutt í djókið og kát- ínuna hjá honum. Stundum var kaffispjallið á dýptina og í al- varlegri kantinum, stundum tók hann dansspor með okkur og stundum kvartaði hann yfir umferðinni og þá sérstaklega konunum sem að hans mati áttu það allt of oft til að mála sig undir stýri eða tala í sím- ann. Stebba fannst gaman að syngja og átti það til að taka lagið fyrir okkur en „Love Me Tender“ og „My Bonnie Is Over the Ocean“ voru í sér- stöku uppáhaldi. Hann var oft einstaklega orðheppinn og gat reytt af sér hvern brandarann af öðrum þannig að hlátrasköll- in glumdu. Gullkornin sem hann gat komið með eru efni í heila bók og geymast í minn- ingu okkar á við ríkulegasta minningafjársjóð. Stebbi kom okkur oft á óvart með einstakri útsjónarsemi í að redda sér og græja það sem græja þurfti. Innbyggð seigla og hugrekki fleytti honum ávallt þangað sem hann þurfti og ætlaði sér. Alltaf bjargaði hann sér með allt sem hann þurfti að gera með sínum eigin leiðarvísi og háttsemi. Greiðvikinn var hann sannarlega og traustur fram í fingurgóma. Eitt af því sem var Stebba hugleikið og hann hafði ríka þörf fyrir að gera var að kveðja fólk sem hann hafði hitt á lífs- ins göngu með hinstu kveðju í formi minningargreina. Þau voru mörg tilvikin sem hann kom til okkar með nafn á manneskju sem fallin var frá og bað um aðstoð við að skrifa og senda minningargrein. Í þetta sinn skrifum við hinstu kveðju þína, elsku kallinn okkar. Hafðu hjartans þökk fyrir sam- fylgdina, elsku vinur. Við sjáum þig nú fyrir okkur í Sumarland- inu á endurfundum með öllum þeim sem þú skrifaðir minning- argreinar um og hittir á lífs- leiðinni alveg í essinu þínu. Þú gerðir lífið svo sannarlega lit- ríkara og skemmtilegra. Blessuð sé minning þín, kæri vinur. Þínar Sjónarhólsvinkonur, Guðbjörg Erla, Inga Birna og Sigurrós. Stefán Konráðsson starfaði sem sendill fyrir Landssamtök- in Þroskahjálp í mörg ár og sinnti því starfi ávallt af mikilli ábyrgð og óaðfinnanlega. Hann var ekki einungis góð- ur samstarfsmaður heldur góð- ur vinur sem gaf lífinu lit. Stebbi var kjarkmikill og úr- ræðagóður, duglegur og sam- viskusamur, skapgóður og skemmtilegur, tryggur og hlýr, gamansamur og orðheppinn. Það var auðvelt að kunna vel við Stebba og þykja mjög vænt um hann því að hann var mann- kostamaður. Það var þess vegna mjög gaman að fá að kynnast honum og gott að um- gangast hann og gefandi að vera vinur hans. Stebbi hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum og var ekki alltaf ánægður með menn og málefni. Þegar svo bar við ræddum við oft málin og þrös- uðum jafnvel smá ef svo bar undir en alltaf var húmorinn skammt undan og enduðu sam- ræðurnar oft á því að við skelli- hlógum. Mér er minnisstætt atvik frá síðastliðnu vori þegar hann kom til okkar dálítið pirraður yfir því að frambjóðandi til borgarstjórnar hafði lofað því í útvarpsviðtali að ef hann næði kjöri yrði frítt í strætó. Ég spurði Stebba hvort hann væri ekki ánægður með það að þurfa ekki að borga í strætó og af hverju hann væri svona æstur yfir þessu. Það stóð ekki á svörum hjá mínum manni. Hann benti mér á að það væri ekki hægt að hafa frítt í strætó því það þyrfti alltaf einhver að borga olíuna. Fyrir nokkrum árum veitti Stebbi sjálfum sér viðurkenn- ingu, áletraðan bikar, fyrir vel unnin störf í 37 ár hjá Hrað- þjónustu Stefáns. Þessi viður- kenning hefur verið ofarlega í huga mér undanfarið eða frá því að Stebbi veiktist. Við get- um nefnilega öll lært svolítið af henni, en það er að við eigum að vera ófeimin að klappa okk- ur sjálf á bakið þegar ástæða er til, það er engin ástæða til að bíða alltaf eftir því að einhver annar geri það. Og núna þegar Stebbi er far- inn þurfum við sem þekktum Stebba að vera dugleg að klappa okkur sjálfum á bakið og hrósa hvert öðru því nú fáum við ekki oftar klapp á bakið frá honum. Stebbi var höfðingi í lund og höfðingi í háttum, eins og allir vita sem honum kynntust. Það er mjög sárt að þurfa nú að kveðja hann allt of fljótt. En minningarnar sem við eigum um þennan einstaka mann og góða dreng eru mjög margar og hlýjar og ógleymanlegar. Innilegar þakkir fyrir allt, hvíl í friði, kæri vinur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.