Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
✝ Þórir FinnurHelgason
fæddist á Geirólfs-
stöðum í Skriðdal
27. júní 1926. Hann
lést á Landspítal-
anum í Fossvogi 4.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Helgi Finns-
son frá Geirólfs-
stöðum í Skriðdal
og Jónína Bene-
diktsdóttur frá Þorvaldsstöðum
í Skriðdal. Þórir átti tvær syst-
ur; Valborgu sem lést 2015 og
Guðrúnu Benediktu sem lést
2018.
Þórir kvæntist Sigurbjörtu
Vigdísi Björnsdóttur á gamlárs-
dag 1953. Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Þórarna Dag-
bjartsdóttir frá Gröf á Rauða-
sandi og Björn Erlendsson frá
Breiðabólsstöðum á Álftanesi.
Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg
Halla, fædd 1953, maki Bárður
dóttir. Börn: a) Ingvar Þór, son-
ur Guðjóns Guðmundssonar,
maki Ásdís Petra Oddsdóttir,
börn þeirra eru: Andri Steinn,
Thelma Kristín og Dagur Logi,
b) Reynir Örn, maki Tanja Dögg
Arnardóttir. Börn þeirra eru:
Styrkár Vatnar, Kjalvör Brák
og Skjöldur Vindar.
Þórir flutti til Reykjavíkur
1949 og vann ýmsa verka-
mannavinnu þar til hann hóf tré-
smíðanám. Hann útskrifaðist
1955 og lauk meistaranámi í
húsasmíði 1966. Rak hann ásamt
Magnúsi Kristjánssyni trésmíða-
verkstæði, fyrst í Skipholti 7 og
síðan Ármúla 38. Frá árinu 1978
starfrækti hann eigið trésmíða-
verkstæði að Kópavogsbraut
106. Hann bjó frá árinu 1956 í
Kópavogi, þar sem hann byggði
ásamt eiginkonu sinni íbúðarhús
að Fífuhvammsvegi 33 og síðar
að Iðalind 3. Einnig smíðaði
hann sér skemmtibát og báta-
skýli á Álftanesi. Hann þótti ein-
stakur hagleiksmaður. Þórir var
félagi í Meistarafélagi húsa-
smiða.
Útför Þóris fer fram frá
Lindakirkju í dag, 18. janúar
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
A. Sveinbjörnsson.
Börn: a) Þórir,
maki Erla Björk
Sigmundardóttir,
synir: Sölvi Már og
Tristan, b) Örvar
Atli, maki Kanya
Hanklang, sonur:
Jakob Snær, c)
Gunnlaugur, dóttir:
Elín Inga, móðir
hennar er Stella
María Blöndal.
Þórir, Örvar Atli og Gunnlaugur
eru synir Þorgeirs Gunnlaugs-
sonar, d) Berglind Ósk, maki
Einar Jónsson, synir: Jón Pálmi
og Arnar og synir Einars, Bjart-
ur Kári og Nói Már. 2) Helgi,
fæddur 1955, maki Sigríður
Pálsdóttir. a) Helga Rún, maki
Rob Kamsma, synir: Thomas
Helgi, Elías Kári og Yngvi Már.
b) Vigdís Ósk, maki Lýður
Gunnarsson, synir: Arnar Freyr
og Heiðar Ingi. 3) Björn, fæddur
1957, maki Kristín Garðars-
Í dag kveðjum við föður
minn, sem lést eftir langa og
gifturíka ævi. Hann fæddist á
Geirólfsstöðum í Skriðdal en
flutti ungur að árum til Reykja-
víkur og lærði trésmíðar hjá
Helga Hóseassyni.
Árið 1953 var viðburðaríkt í
lífi foreldra minna. Þau eign-
uðust fyrsta barn sitt og byrj-
uðu að koma sér þaki yfir
höfuðið og byggðu hús á Fífu-
hvammsvegi 33 í Kópavogi og
árið endaði á því að þau giftu
sig 31. desember. Á næstu
þremur árum stækkaði barna-
hópurinn og við bræður komum
til. Þar bjuggu þau allt fram
undir 1998 er þau á gamalsaldri
byggðu sér hús í Iðalind 3.
Á unglingsárum mínum
þurftu foreldrar mínir að hafa
mikið fyrir mér, það þekktust
ekki neinar greiningar á börn-
um eða unglingum. Þeir voru
bara óþekkir og með vandræði.
Í þessari stöðu var það hlutverk
föður míns að búa til verkefni
sem fangaði athygli orkumikils
unglings. Þetta fólst meðal ann-
ars í hjálpa mér að gera upp
gamlan jeppa þegar ég var 16
ára. Það má segja að þessi
hugsunarháttur hafi fylgt hon-
um alla tíð, því síðar á lífsleið-
inni höfum við öll systkinin not-
ið þess að hafa þennan sterka
og góða bakhjarl í þeim verk-
efnum sem við höfum ráðist í.
Þó að ég hafi ekki fetað í fót-
spor föður míns og lært tré-
smíðar naut ég þess í gegnum
tíðina að fá leiðsögn hjá honum
við smíðar og hefur það reynst
mér gott veganesti út í lífið. Þá
kunnáttu sem ég hef á smíðum í
dag má ég þakka dyggum
stuðningi hans þegar ég var að
feta mig inn á þá braut að verða
sjálfbjarga í smíðum.
Helsta áhugamál föður míns
var bátur sem hann smíðaði
1976 og fékk nafnið Sæfinnur
sem er þekkt bátsnafn úr móð-
urfjölskyldu minni. Þær voru
ófáar ferðirnar sem foreldrar
mínir fór á Sæfinni með vini og
afkomendur, og barnabörnin
allt frá því þau voru farin að
standa í lappirnar. Ég hef notið
þess að fara margar ferðir á
Sæfinni til að veiða bæði fisk og
fugl. Síðasta ferðin sem pabbi
fór með mér var vorið 2016 þeg-
ar við Hjalti félagi minn fórum
út á Syðrahraun, að veiða þorsk
og svartfugl. Að komast á Sæ-
finni út á sjó var hans líf og
yndi.
Árið 1988 fékk faðir minn al-
varlegt hjartaáfall sem átti eftir
að gjörbreyta lífi hans. Þarna
skall hurð nærri hælum. Eftir
þetta fór hann að átta sig á að
góð heilsa er ekki sjálfgefin.
Kominn á sjötugsaldur fór hann
ásamt mömmu að stunda fjall-
göngur af þvílíkum krafti að
aðdáunarvert var. Fóru þau
með bakpoka og göngutjaldið
um óbyggðir Íslands. Við konan
mín fórum margar ferðir með
þeim til fjalla á þessum árum.
Það var ekki fyrr en hann var
kominn á níræðisaldur að draga
fór úr þessu.
Faðir minn var heilsuhraust-
ur alla tíð, eða allt til loka árs
2018 þegar kraftar tóku að
þverra.
Minningin um þig mun lifa í
hjarta mér.
Helgi Þórisson.
Það er margs að minnast
þegar pabbi er fallinn frá og
erfitt að setja það á blað en
pabbi var einn af þeim sem
unnu alla tíð mikið en samt man
ég eftir því að hann virtist hafa
tíma til að sinna fjölskyldunni
líka. Það var farið í ferðalög um
landið, bíltúra á sunnudögum
og skíði á einhverja hóla í ná-
grenninu.
Þegar ég fór að fá áhuga á
bílum og þurfti aðstoð við að
laga og breyta var hann alltaf
nálægur. Þegar ég var 15 ára
gerði hann upp jeppa með
Helga og eftir það smíðaði hann
sér bát og bátaskýli. Síðan þeg-
ar ég var 18 ára gerði hann upp
jeppa með mér þannig að það
var alltaf tími til að sinna
okkur.
Ég lærði húsasmíði hjá
pabba en vann ekki alltaf hjá
honum en nokkrum árum eftir
að ég kláraði námið fór ég að
vinna meira á verkstæðinu með
honum og var verið að sérsmíða
innréttingar sem pabbi kunni
best og er eftir hann mörg
listasmíðin víða um bæinn.
Einn sem hann smíðaði mikið
fyrir segir að hann hafi ekki
bara verið vandaður smiður
heldur líka listamaður. Ef eitt-
hvað var flókið sem þurfti að
leysa var pabbi með lausnirnar
á hreinu og hann hafði þá
náðargáfu að sjá verkefnin fyrir
sér og var jafnvel búinn að
leysa vandamálin áður en smíð-
in hófst og hef ég reynt að til-
einka mér þetta.
1988 breyttist margt hjá
pabba en þá fékk hann hjarta-
áfall og nokkrum árum síðar
gekkst hann undir stóra hjarta-
aðgerð. Hann var strax staðráð-
inn í að ná sér upp úr þessu;
með endalausum göngutúrum,
fyrst stuttum, síðan lengdust
göngurnar dag frá degi og urðu
loks að margra daga bakpoka-
ferðum um hálendið. Einnig var
farið víða um heim en við áföll í
lífinu fór hann að horfa öðruvísi
á lífið.
Þegar við Kidda fórum að
byggja 2004 var pabbi 78 ára.
Þá smíðaði hann allar innrétt-
ingarnar með aðstoð okkar
mömmu og kom einnig að bygg-
ingunni. Honum fannst hann
aldrei gamall og hafði þessa
endalausu þörf fyrir að gera
eitthvað og naut ég góðs af því.
Minningin um pabba lifir
með mér.
Þinn
Björn (Bjössi).
Elskulegur tengdafaðir minn
er látinn. Margs er að minnast
eftir rúmlega 40 ára kynni.
Hann var einstakur þegar kom
að því að hjálpa öðrum, dugleg-
ur, ósérhlífinn og vandvirkur í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Marga fallega hluti hef-
ur hann smíðað fyrir okkur
Bjössa í gegnum tíðina. Ekki
má gleyma ferðalögunum og
yndislegum samverustundum
með fjölskyldunni. Ógleyman-
legt er svo þegar hann kom til
að borða með okkur hangikjötið
á jóladag, orðinn mjög veikur.
Fyrir þá stund þakka ég sér-
staklega og allar aðrar góðar
stundir.
Guð blessi minningu Þóris
Helgasonar.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Kristín (Kidda).
Elsku Þórir afi okkar, við
kveðjum þig með miklum sökn-
uði en einnig með þakklæti í
huga fyrir að hafa fengið að
njóta þess að eiga allan þennan
tíma með þér.
Minningarnar streyma fram
þar sem við sitjum hér við eitt
af þínum verkum, skrifborð sem
þú smíðaðir og við fengum í
fermingargjöf. Það vita það allir
sem þekktu afa að hann var
mikill hagleiksmaður, sem sést
glöggt á þeim hlutum sem hann
smíðaði. Allt var úthugsað og
gert af mikilli vandvirkni.
Mér er minnisstætt eitt atvik
frá grunnskólaárunum, þegar
ég var í smíðatíma. Ekki hafði
mér tekist vel til við smíðina á
klukku, svo ég fékk að taka
verkið með mér heim, hugsandi
gott til glóðarinnar vitandi af
þeirri hjálp sem mér stóð til
boða. Það var auðvelt að leita til
afa um aðstoð og kunni hann
ráð til að bjarga mér út úr þeim
vandræðum sem ég hafði komið
mér í. Eins og afa var einum
lagið gerði hann gott betur en
það, eftir hans lagfæringar var
klukkan auðvitað mun flottari
og betri en ég hefði mögulega
getað gert eins míns liðs. Afi
hafði mjög gaman af að fylgjast
með barnabörnum sínum læra
handverkið.
Við erum afar þakklátar fyrir
allar minningar sem hann skilur
eftir sig, ferðalög erlendis sem
og innanlands. Sérstaklega er
minnisstæð gönguferðin sem
við fórum með honum og ömmu
frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur og dagsferðin sem við
fórum með þeim til Grænlands.
Smíðina hann afi kunni,
á verkstæðinu sér vel undi,
þar nú allt hljóðnað hefur,
á meðan elsku afi sefur.
Elsku afi, hvíldu í friði.
Helga og Vigdís.
Ég man eftir honum Þóri,
mínum kæra mági, þegar hann
kom til Breiðabólstaða með
systur minni, Vigdísi, til að
heimsækja foreldra okkar.
Það sem vakti mesta athygli
mína, 8-9 ára stráks, var að
hann átti forláta Ford-rútubíl
og máttum við krakkarnir fara
inn í bílinn og leika okkur án
þess að Þórir amaðist út af því.
Þarna kom strax í ljós hvaða
mann Þórir hafði að geyma
enda aldrei fallið styggðaryrði
til mín í þau 65 ár sem ég
þekkti hann.
Það verða ekki skrifaðar
nokkrar línur um Þóri án þess
að minnast á smíðavinnu hans.
Fyrir um 40 árum smíðaði
Þórir innréttingar í hús sem ég
byggði í Hafnarfirði.
Uppi voru hugmyndir fyrir
nokkrum árum að endurnýja
þessar innréttingar og fengum
við fagmann til að líta á það
verk með það í huga að setja
eitthvað nýtískulegt í staðinn.
Við fengum bara eitt svar: „Þið
munuð aldrei fá svona vel smíð-
aðar innréttingar og þetta tök-
um við ekki niður,“ enda eru
innréttingarnar enn í húsinu og
verða þar áfram, enda lista-
smíði.
Það voru margar heimsóknir
til þeirra hjóna á Fífuhvamms-
veginn, alltaf vel veitt í mat og
drykk, sérstakur heiður að fá
að sitja Þóri til hægri handar
og það einnig þegar við spil-
uðum brids en hann var vel lið-
tækur bridsspilari og var hann
góður kennari fyrir mig í þeirri
spilamennsku.
Við hjónin ferðuðumst tals-
vert með Þóri og Vigdísi, bæði
innan lands og utan, en sterk-
ust er minningin er við gistum á
sveitahóteli og við Þórir sátum
seinnipart dags þar úti á ver-
öndinni með guðaveigar sem við
dreyptum á og horfðum niður
iðjagrænan hlíðarás með kjarr-
beltum og búfénaði á beit.
Þetta er minning sem ég
ætla að geyma í hjarta mínu um
minn kæra mág.
Kæra Vigdís og fjölskylda,
mínar hjartans samúðar-
kveðjur.
Dagbjartur Björnsson.
Þórir Finnur Helgason var
Héraðsmaður, fæddur og uppal-
inn að Geirólfsstöðum í Skrið-
dal. Ungur að árum hélt hann
til Reykjavíkur og lærði smíðar.
Við þær starfaði hann alla tíð.
Hann var vinnusamur maður og
vann langt fram undir nírætt. Í
öllum skilningi ræktaði hann
garðinn sinn vel.
Um nokkurra ára skeið í
kringum 1930 var faðir minn,
Jón S. Einarsson, fóstraður á
Geirólfsstöðum hjá foreldrum
Þóris, Jónínu Benediktsdóttur
og Helga Finnssyni. Þar naut
hann góðs atlætis og tengslin
við Geirólfsstaðafólkið rofnuðu
aldrei. Sérstaklega var þó kært
með þeim pabba og Þóri; pabbi
leit á hann sem uppeldisbróður
sinn, enda þótt árin sem þeir
áttu saman væru ekki svo
mörg. Það var líka kært með
mömmu, Þorbjörgu Vilhjálms-
dóttur, og Þóri sem og hans
góðu konu, Vigdísi Björns-
dóttur. Gleðistundirnar voru
margar, einkum þó hér syðra á
sérlega notalegu heimili þeirra
Þóris og Vigdísar þar sem allt-
umlykjandi gróðurinn var svo
nærandi. Að mömmu og pabba
gengnum hafði Þórir eitt sinn
orð á því hve hann saknaði
þeirra. „Þau mamma þín og
pabbi voru okkar bestu vinir,“
sögðu þau við mig við fráfall
pabba.
Vigdísi og öllum ástvinum
Þóris votta ég einlæga samúð
mína um leið og ég þakka af al-
hug fyrir vináttu og tryggð við
foreldra mína. Hún var þeim og
okkur afkomendum þeirra mik-
ils virði.
Sé Þórir kært kvaddur.
Margrét Jónsdóttir.
Þóri Helgasyni húsasmíða-
meistara kynnist ég fyrir um 40
árum þegar hann hóf að vinna
ýmis smíðaverkefni fyrir for-
eldra mína. Tókst góð vinátta
með þeim og hjónunum Þóri og
Vigdísi. Þórir hafði þá nokkru
áður komið sér upp smíðaverk-
stæði við Kársnesbraut og vann
þar einn, mest við smíði innrétt-
inga. Fljótlega kom í ljós að við
Þórir vorum fjórmenningar að
frændsemi, báðir afkomendur
Vilborgar Eiríksdóttur og
Magnúsar Bergssonar sem á
nítjándu öld var prestur í Hey-
dölum um áratuga skeið.
Allt sem Þórir lét frá sér var
einstaklega vandað og vel gert.
Hann þoldi ekki fúsk eða
óvönduð vinnubrögð og taldi
uppmælingu leiða af sér lélegt
handverk, vildi einungis vinna
tímavinnu. Þórir var afar sann-
gjarn í verðlagningu, iðulega
um of.
Árið 1984 tók Þórir að sér að
vera meistari að einbýlishúsi
sem við Sigurrós byggðum í
Reykjavík. Með og undir leið-
sögn Þóris vann ég öllum laus-
um stundum um tveggja ára
skeið, bæði á byggingarstað og
á verkstæðinu. Það var hrein
unun og mikill lærdómur að
vinna með honum að húsbygg-
ingu og innréttingasmíði. Hann
sá ekki bara um sinn þátt held-
ur hafði vakandi auga með því
sem aðrir iðnaðarmenn voru að
gera og fann iðulega lausnir á
vandamálum sem aðrir komu
ekki auga á. Þórir var ákaflega
útsjónarsamur og nýtinn; ég
lærði fljótt að varla er til sú
spýta sem ekki er hægt að nota
til einhvers. Sóun verðamæta
var honum ekki að skapi.
Þegar Þórir var tæplega 62
ára fékk hann alvarlegt hjarta-
áfall, fór í hjartastopp en var
svo lánsamur að sjúkrabíll var
kominn á staðinn og endurlífg-
un tókst. Í kjölfarið fór hann í
mikla kransæðaaðgerð og end-
urhæfingu. Hann gjörbreytti
lífsháttum sínum, fylgdi stað-
fastlega reglum um mataræði
og hreyfingu og gekk úti marga
kílómetra dag hvern.
Þórir náði heilsu og lifði í
nær 31 ár til viðbótar. Á þeim
árum var ég oft gestur á verk-
stæði hans þar sem hann smíð-
aði alls konar innréttingar fyrir
okkur fram á níræðisaldur. Síð-
ast gerði hann listilega vel upp
fyrir okkur gamalt og mjög illa
farið skrifborð úr búi langafa
míns.
Þórir og Vigdís bjuggu lengi
við Fífuhvammsveg í Kópavogi
en laust fyrir aldamótin fluttu
þau í nýbyggt einbýlishús í
Lindahverfi sem Þórir innrétt-
aði á sinn dverghaga hátt. Þar
ræktuðu þau afar fallegan
blómagarð sem Vigdís annaðist
af smekkvísi.
Þórir var ekki bara einstakur
smiður. Með honum er genginn
einstakur maður sem hafði sér-
lega þægilega nærveru, rólegur,
kurteis og fróðleiksfús en gat
verið ákveðinn og fylginn sér ef
á þurfti að halda.
Við Sigurrós sendum Vigdísi
og fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og hugs-
um til Þóris með þakklæti og
hlýju. Megi hann hvíla í friði.
Ólafur G. Flóvenz.
Vinur minn, Þórir Helgason
húsasmíðameistari, er látinn.
Vinskapur okkar byrjaði fyrir
65 árum þegar við unnu báðir í
sama húsi í Skipholtinu. Ég bað
hann að smíða fyrir mig tré-
ramma 70x140 cm fyrir vegg-
teppi. Hann tók mér vel og
smíðaði þetta fljótt og vel. Ég
taldi lítið mál að búa til fjóra
lista og festa þá saman og málið
leyst og að þetta myndi kosta
lítilræði. Ég varð því mjög
undrandi þegar hann sagði mér
hvað þetta kostaði, mér fannst
þetta rándýrt hjá honum. Þegar
ég fór að skoða rammann betur
þá sá ég að ramminn var lista-
smíð og entist mér í áratugi og
hann vakti athygli hjá gestum,
þessi einfaldi hlutur á vegg.
Þannig var Þórir, hann gat
ekki smíðað annað en listaverk.
Skipti ekki máli hvort verið
væri að smíða heilt hús eða lít-
inn ramma. Samt sem áður var
alls ekki dýrt að láta Þóri smíða
fyrir sig, sem dæmi vantaði mig
einu sinni eldhúsinnréttingu. Á
þeim tíma var farið að flytja inn
tilbúnar eldhúsinnréttingar í
einingum. Ég valdi mér eina og
verðið á henni var mjög hag-
kvæmt miðað við markaðinn
hér. Ég sýndi Þóri þetta tilboð
og spurði hvort hann gæti boðið
betur. Hann var fljótur að svara
og sagði að hann skyldi smíða
innréttinguna á einfaldari hátt
og setja hana upp fyrir mig fyr-
ir sama pening og ég ætlað að
kaupa þessa innfluttu á óupp-
setta. Hann sagðist einnig vera
ánægður með sinn hlut í þessu
dæmi. Það gekk eftir, hann
smíðaði fyrir mig innréttinguna
sem var einfaldari en bæði
vönduð og falleg. Eftir þetta sat
Þórir uppi með mig allan sinn
starfsferil. Mig grunar að flest-
ir sem Þórir vann fyrir hafi ver-
ið á sama báti og ég.
Mínar uppáhaldsstundir voru
þegar Þórir var að vinna fyrir
mig verk, að fá að vera með
honum á verkstæðinu og sjá
hann vinna og að læra af hon-
um. Hann var ótrúlega útsjón-
arsamur og laginn og hvernig
hann stóð að verki var kafli út
af fyrir sig. Ég ræddi þetta við
hann einu sinni og hann sagði
að þetta stafaði líklega af því að
hann vann eiginlega alltaf einn.
Þegar sest var inn á kontórinn
að drekka kaffi var mikið spjall-
að, hann var mjög fróður um
ýmis málefni og einnig fróð-
leiksfús. Einn kaffitíminn fór í
að útskýra fyrir honum „prin-
sippið“ á bak við þotuhreyfil og
var hann fljótur að skilja það.
Á þessum árum voru þau
hjónin mikið að ferðast bæði
innanlands og utan og var gam-
an að heyra hann segja sögur af
hinum ýmsu ferðalögum þeirra.
Þegar mikið var að gera á
verkstæðinu hljóp Vigdís kona
hans undir bagga og hjálpaði
honum við hin ýmsu verk. Einu
sinni skemmdist innihurð hjá
mér. Ég bað Þóri að bjarga
málinu en hann var önnum kaf-
inn en sagði þó ég fæ Vigdísi til
að vinna þetta. Það gekk eftir –
Vigdís vann verkið, slípaði og
sprautulakkaði hurðina og hún
varð eins og ný. Þau hjónin
unnu vel saman. Þórir var ákaf-
lega greiðvikinn og þau eru orð-
in mörg verkfærin, eða kerran,
sem hann hefur lánað mér
gegnum árin.
Það er mikið lán í lífinu að
eignast góðan prest, heimilis-
lækni og ekki síst góðan smið í
lífsins ólgusjó. Fyrir það þakka
ég Þóri að leiðarlokum og votta
fjölskyldu hans samúð mína.
Rúnar Guðbjartsson.
Þórir Finnur
Helgason