Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 26

Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 ✝ Ingibjörg EthelDaníelsdóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1943. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 9. janúar 2019. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún B. Egilsdóttir frá Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd, f. 11. maí 1920, d. 19. maí 1988, og Daníel Níelsson frá Öravík í Færeyjum, f. 31. ágúst 1922, d. 31. október 1995. Ingi- björg var elst fimm systkina en systkini hennar voru Elsabet Daníelsdóttir, f. 1949, Guðrún Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 1960, og eiga þau Ingibjörgu Aldísi Hilmisdóttir, f. 1992, og Guð- rúnu Maríu Magnúsdóttur, f. 1985. 2) Sigurður Reynisson, f. 1963, giftur Hildi Kristínu Frið- riksdóttir, f. 1968, og eiga þau Rakel Sigurðardóttur, f. 1989, Hilmi Júlíus Sigurðsson, f. 1997, Ethel Sigurðardóttur, f. 2000, og Ísak Sigurðsson, f. 2002. 3) Daní- el Reynisson, f. 1970, giftur Sól- rúnu Rúnarsdóttir, f. 1974, og eiga þau Rúnar Inga Daníelsson, f. 2004, Sölva Þór Daníelsson, f. 2008, og Guðrúnu Klöru Daníels- dóttur, f. 2011. 4) Egill Rúnar Reynisson, f .1976, giftur Ingu Birnu Traustadóttur, f. 1975, og eiga þau Viktoríu Egilsdóttur og Franklín Egilsson, f. 2009. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 18. janúar 2019, klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Lindakirkjugarði í Kópa- vogi. Árný, f. 1950, d. 1951, Guðrún Rann- veig Daníelsdóttir, f. 1954, maki Björn Jóhannsson, f. 1950, og Níels Egill Daní- elsson, f. 1956, maki Auður J. Stefáns- dóttir, f. 1956. Hún giftist Reyni Sigurðssyni árið 1962. Þau skildu ár- ið 1981. Ingibjörg hóf árið 1981 sambúð með Jóni Sigurðssyni, f. 1953, þau giftu sig árið 2000. Synir Ingibjargar og Reynis eru 1) Hilmir Reynisson, f. 1961, d. 1995. Sambýliskona hans er Aðfaranótt miðvikudagsins 9. janúar kvaddi tengdamóðir mín þessa jarðvist. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég kom í fyrsta sinn á Hjaltabakkann með Daníel mín- um fyrir rúmum 25 árum og var enn varla komin af unglingsaldri. Ég varð eftir heima meðan hann sinnti hugðarefnum sem ég man ekki lengur hver voru, en þau tóku allan daginn. Þið Nonni gerðuð ykkar besta til ræða við þessa ungu feimnu sveitastelpu sem sat og las Sjálfstætt fólk og ég man að Nonni hafði sérstakar áhyggjur af því hvað ég vildi lítið borða. Ég fann þó strax fyrir þeirri ótrúlegu hlýju sem þú bjóst yfir. Þegar við svo síðar fluttum til Reykjavíkur tókstu á móti okkur á heimili þínu á meðan við biðum eftir íbúð sem við höfðum keypt í borginni. Það var ómetanlegt og þú studdir mig og varðst sem mín önnur móðir þegar mér fannst höfuðborgin stór og yfir- þyrmandi. Ég man að ég var bú- in að ráða mig í vinnu við umönn- un á barnadeild á Kópavogshæli. Það óx mér í augum að þurfa að taka strætó alein alla leið úr Breiðholtinu og út á Kársnes. Þetta skildir þú mætavel, lánaðir mér bílinn þinn og hjálpaðir mér í fyrstu ökuferðunum en ég var alls óvön að keyra á stórum göt- um borgarinnar. Með þolinmæði og hvatningu tókst þetta allt saman þó að ég hafi nú drepið nokkrum sinnum á bílnum upp brekkuna á Bústaðaveginum. Þegar svo von var á frumburð- inum okkar höfðum við fest kaup á stærri íbúð sem hentaði betur. Það fór þó þannig að við þurftum að afhenda íbúðina á þeim tíma sem barnið átti að fæðast og fengum ekki nýju íbúðina af- henta fyrr en nokkrum vikum eftir að hann fæddist. Þá lagðir þú til að við yrðum hjá ykkur Nonna á meðan. Drengurinn lét bíða eftir sér og þá var yndislegt að fá að njóta hlýju þinnar og nærveru. Ég var bæði kvíðin og spennt, það skildir þú vel og hvattir mig og hughreystir. Þeg- ar hann var fæddur var stuðn- ingurinn ómetanlegur. Við for- eldrarnir í nýju hlutverki og þá var gott að leita í viskubrunn þinn. Það var líka yndislegt að fylgjast með Nonna þennan tíma, sem hafði aldrei umgengist ungbarn fyrr og sjá hvað hann naut þess að hafa krílið hjá sér. Í dag eiga þeir Nonni og Rúnar Ingi líka einstaklega sterkt og fallegt samband. Það var alltaf gott að koma til þín og þú tókst alltaf hlýlega á móti manni með faðmlagi og kossi. Þér var mikið í mun að reynast okkur tengdadætrum þínum ekki afskiptasöm. Þú vild- ir þó leiðbeina og með nærgætni þinni ráðlagðir þú okkur sem ávallt var kærkomið og ég held að við hefðum ekki getað verið heppnari með tengdamóður. Þú varst einstaklega góð við barna- börnin þín og þau hændust að þér á hvaða aldri sem þau voru. Eftir að þú veiktist fyrir tæp- um tveimur árum fylgdi ég þér oft ýmist á bráðamóttökuna eða annað sem þurfti vegna veikind- anna. Þú sýndir ótrúlega yfir- vegun og styrk í þeim verkefnum sem voru lögð á þig í því ferli og lagðir þig fram um að njóta hverrar stundar til hins ýtrasta. Nú síðast um jól og áramót þeg- ar við héldum upp á 75 ára af- mælið þitt öll saman heima í Ár- sölunum. Minningarnar um það eru okkur aðstandendunum ómetanlegar. Sagt er að sorgin sé gríma gleðinnar. Það eru orð að sönnu, við syrgjum vegna þess að við höfum glaðst. Og gleðistundirnar sem við geymum í hjarta okkar og minnumst af þakklæti eru ótal margar og efst í huga mér er þakklæti fyrir allt. Guð fylgi þér. Þín tengdadóttir, Sólrún. Margar af bestu minningum mínum úr barnæsku eru síðan ég var hjá ömmu á Hjaltabakkanum og fékk að kúra hjá henni í stóra hjónarúminu með bollann minn sem enn er til, og við horfðum saman á uppáhaldsbarnaefni mitt sem hún hafði auðvitað tekið upp á spólu svo við gætum horft á það aftur og aftur. Við fengum okkur „fitubollukók“ (Coke light), og ég fékk að narta í þurr- ar brauðsneiðar sem hún geymdi í ofninum, til að búa til sitt eigið rasp. Það var alltaf svo hlýtt og gott hjá ömmu og við skemmtum okk- ur alltaf konunglega. Eftir að við fluttum til Dan- merkur töluðum við amma oft saman í síma og því man ég enn heimanúmerið hennar sem ég mun seint gleyma. Árið 2016 kom amma og dvaldi hjá mér í Vejle, og hér skemmtum við okk- ur líka eins og enginn tími hefði liðið. Við fórum á tónlistarhátíð þar sem hún dansaði eins og væri hún tvítug, fórum að versla, settum á okkur andlitsmaska og hlógum þangað til okkur verkjaði í magann. Amma eltist eiginlega aldrei og var alltaf svo hress, alveg þangað til hún veiktist. Fáir eiga ömmu sem bæði orti fallegustu ljóðin, bjó til sínar eigin bækur og hafði allar ljóðabækurnar sín- ar á sinni eigin heimasíðu á net- inu. Hún var alveg frábær kona og ég lít svo upp til hennar og mun alltaf gera. Amma Ingibjörg var ein besta vinkona sem ég hef átt og ég mun sakna hennar sárlega. Það var hægt að tala við hana um allt án þess að mæta nokkrum for- dómum og alltaf gaf hún manni góð ráð. Ég á ekkert nema góðar minningar um þessa frábæru konu sem var svo umhyggjusöm, kærleiksrík og skemmtileg. Þegar amma veiktist kom ég oftar og heimsótti hana, síðast í september 2018. Þá eyddum við heilum degi í dekur þar sem við hlustuðum á tónlist og ég lagaði á henni neglurnar sem voru allt- af svo fínar. Þar sem við kom- umst ekki út að versla var það gert á ipadinum í staðinn og á meðan töluðum við um næstu ferð hennar til útlanda þar sem við myndum njóta sólarinnar saman og fá okkur mojito, sem henni fannst hljóma svo girni- lega. Þetta voru indælir dagar sem við áttum saman og minn- inguna um þá mun ég geyma í huga mér meðan ég lifi. Amma var hörkukona sem ætlaði sér að verða 75 ára þrátt fyrir veikindin, og auðvitað náði hún því markmiði, því hún náði yfirleitt öllum þeim markmiðum sem hún setti sér. Ég talaði við hana í síðasta sinn á 75 ára af- mælisdaginn hennar, 31. desem- ber. Þá sagðist hún vona að 2019 yrði betra ár fyrir okkur báðar og hló. Svo bætti hún við að nýja árið yrði nú sennilega ekki betra fyrir hana, en það yrði þá bara tvöfalt betra fyrir mig. Amma mín var húmoristi til síðasta dags og fannst að við mættum aldrei missa húmorinn. Ég hugsa til hennar með bros á vör og hjartað fullt af kærleika. Nú flyt ég í burtu, á fjarlægan stað, fagnandi, en horfi yfir jarðlíf og haf á englanna vængjum sem veita mér fró, vernduð af almætti í alheimsins ró. (Úr „Vistaskiptum“ eftir ömmu Ingi- björgu) Tveimur dögum eftir að amma lést dreymdi mig að við værum komnar á sólarströnd og værum að fá okkur mojito. Blessuð sé minning elsku ömmu Ingibjargar. Rakel H. Sigurðardóttir. Ingibjörg, Inga, Búgga, Didda. Þetta eru nöfnin hennar systur minnar svona eftir því hver notar þau. Við nánasta fjöl- skylda, vinir og vinnufélagar seinni ára kölluðum hana Diddu. Vinahópar frá unglingstíma- bilinu og árunum þar um kring notar Búggu-nafnið. Færeysku ættmennin nota eingöngu Ingi- bjargar-nafnið og svo blandast þetta allt saman og Ingu nafnið heyrist notað hér og þar. Hún Didda sagði eitt sinn við mig að það væri orðið erfitt að senda jólakortin þar sem hún vissi varla hvaða nafn hún ætti að setja undir hvert kort. Það var sárt að fylgjast með því hvernig Didda mín, þessi hörkuduglega og hressa kona, missti þrek og kraft og varð að lokum að láta í minni pokann fyr- ir krabbanum. Hún tók veikind- um sínum af miklu æðruleysi og var mjög þakklát öllum ættingj- um og vinum sem af veikum mætti reyndu að létta henni róðurinn. Hún var búin að segja það í haust að hún ætlaði ekki að fara fyrr en eftir 75 ára afmælið sitt sem var á gamlársdag og hún náði að skapa ógleymanlegar minningar með fjölskyldu og vin- um um jól og áramót. Didda var mjög stolt af hópn- um sínum enda hafði hún vel efni á því. Þau eru hvert öðru ynd- islegra og Nonni minn, þú hefur svo sannarlega sinnt þinni konu af mikilli umhyggju og alúð sem hún mat mikils. Didda átti mjög auðvelt með að setja saman ljóð og við ætt- ingjar og vinir eigum nokkur ljóðahefti sem hún sendi okkur sem jólakveðju í gegnum árin. Ég kveð mína elskulegu syst- ur með þökk fyrir allt og allt og læt fylgja með eitt af ljóðum hennar, Ferðin til ljóssins, frá 2014: Í himinsins hásal er áfanga náð þar hamingja ríkir með lausnir og ráð að lífsdegi loknum og sálin þreytt lausnarans máttur fær öllu breytt. Heilög er trú frá barnsins hjarta um hjálpræði engla og ljósið bjarta. Elsku Nonni, Siggi, Danni, Egill, Hanna og fjölskyldur. Innileg samúðarkveðja til ykkar allra og við biðjum Guð að blessa minningu dásamlegrar konu og að hann gefi að ljúfar minningar, mildi sárustu sorgina og söknuðinn. Guðrún Rannveig Daníelsdóttir, Björn Jóhannsson. Elsku Didda frænka mín. Óboðinn vágestur bankaði á dyr þínar á vormánuðum 2017 og sat sem fastast þrátt fyrir hetju- lega baráttu. Þótt það sé óendan- lega sárt að þú sért farin er ekki annað hægt en að vera þakklát fyrir að þú sért laus undan þeim þjáningum sem sjúkdómnum fylgdu. Á stundum sem þessum er óhjákvæmilegt að sitja og hugsa til baka um allar góðu minning- arnar og stundirnar sem verða í hjartanu um ókomin ár. Didda var systir mömmu og var ég fyrsta stelpan sem fædd- ist í hóp barnabarna afa og ömmu á eftir fimm strákum. Diddu fannst ekki leiðinlegt að sitja og fá að dúlla við stelpuhár og þó að ég muni ekki eftir því er til mynd af mér sitjandi á háum stól við spegilinn á Grensásveg- inum hjá afa og ömmu og Didda að dúlla við hárið á mér, örugg- lega hvorki í fyrsta né síðasta sinn. Nú á seinni árum og eftir að ég eignaðist börnin mín var ég dugleg að senda Diddu myndir þegar ekki voru tök á að fara í heimsókn og veit ég að hún hafði einstaklega gaman af því. Ljóðabækurnar hennar eru nú enn dýrmætari fjársjóður að eiga og verða þær vel varðveittar. Elsku Didda mín, hafðu það gott á nýjum stað sem ég trúi að sé laus við allar þjáningar og sjúkdóma. Himmi, amma, afi og aðrir farnir ástvinir hafa án efa tekið vel á móti þér. Elsku Nonni og fjölskyldan öll, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristveig og fjölskylda. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar Nonni vinur minn mátti heimsækja Diddu fyrst. Við vorum úti að aka, ekki þann- ig, heldur vorum við að keyra um á ljósbláa Dusternum sem Nonni átti, það var kátt á hjalla í bíln- um. Við vorum þrír saman, Nonni, ég og Hjörtur frændi. Við Nonni vorum að hlusta á sögur hjá Hirti, vel skreyttar sumar og hlógum mikið, en Nonni var samt alltaf eitthvað annars hug- ar og þurfti oft að koma við í sjoppum og hringja eitthvað. Við frændi skildum ekki öll þessi símtöl og þennan svekkelsissvip sem hann kom alltaf með út eftir símtölin. Svo loksins treysti hann okkur fyrir því að hann væri skotinn í stelpu sem hann væri að vinna með og hún ætlaði að bjóða honum heim, en það væru gestir og smá bið á að þeir færu. Það voru miklar vangaveltur hjá okkur hvað væri eðlilegt að láta langan tíma líða á milli símtal- anna, bara gamla langlínan í boði. Við vorum mjög ánægðir með þetta, ég og frændi, og hvöttum hann til að hringja og hringja. En það var kannski ekki alveg eins gáfulegt aðeins seinna, því að Nonni skrapp inn á Hagamelinn, enn einu sinni til að hringja, og þegar hann kom aft- ur út sveif hann bókstaflega nið- ur tröppurnar og frændi sagði, hún er búinn að losna við gest- ina, og það reyndist vera rétt. Nonni var kominn í mikinn gleði- ham eins og eðlilegt var og keyrði út Hagamelinn, upp Hofs- vallagötuna á öðru hundraðinu og heyrði ekkert í okkur lengur, fór Hringbrautina á svipuðum hraða og áttaði sig svo á því að við værum ennþá í bílnum og spurði okkur hvar við vildum fara út. Við vorum smá ringlaðir á þessum rosalegu breytingum, bæði á hraða bílsins og hvað Nonni var einbeittur og glaður, og gátum ekki svarað nákvæm- lega hvar við vildum enda. Þá stoppaði hann Dusterinn og sagði strákar, ég má ekki vera að þessu rugli lengur. Þannig að við frændi stóðum allt í einu úti á víðavangi og horfðum á Duster- inn spóla í burtu, upp í Breiðholt til Diddu sinnar og hefur verið þar síðan og þeim liðið vel sam- an, sem er dásamlegt. Elsku Nonni minn, það er erf- itt þegar bestu vinir manns hverfa á braut, og enginn skilur sársaukann, sorgina og tómleik- ann sem er innra með manni. Guð blessi þig, styrki og varð- veiti. Hlýja. Karl Björnsson. Við kveðjum í dag kæra vin- konu. Margs er að minnast og margs er að sakna eftir 40 ára vináttu. Við minnumst Diddu sem heil- steyptrar manneskju, heiðar- legrar, þá var hún hlý og góð og frábær vinur. Didda var mjög skipulögð við allt er hún tók sér fyrir hendur bæði í vinnu utan heimilis sem og innan. Allt var í föstum skorðum, snyrtimennskan allsráðandi. Diddu kynntist ég er við unn- um saman fyrir rúmum 40 árum og hefur vinskapur okkar haldist óslitinn öll þessi ár. Þó að leiðir lægju í sitthvora átt á vinnu- markaðnum hélst vináttan. Báðar vorum við lausar og lið- ugar en hófum búskap á svip- uðum tíma, byggðum sumarbú- staði, að vísu hvor á sínu landshorninu en það kom ekki að sök, hægt var að hringjast á. Minnisstæðust er ferð sem við fórum tvær til Ameríku. Ferð- uðumst nánast á puttanum í þrjár vikur, þetta var fyrir alda- mótin er lagt var af stað til Balti- more og komið víða við hjá ætt- ingjum og vinum í Ohio, Michigan, við Niagara-fossa, í Syracuse og Lancaster í Penn- sylvaníu. Var þetta mikið ferða- lag, margt skoðað og upp úr stóð hvað okkur þóttu Niagara-fossarnir stórkostlegir. Hlýleiki var henni í blóð borinn, börn og dýr löðuðust að henni, þar með talið barnabarnið mitt Tómas, sem var ekki sáttur er honum var sagt að hún væri dá- inn en sættist á að englarnir hefðu sótt hana, þeir væru góðir. Ekki má hjá líða að nefna ljóðagerð hennar, en þar var hún snillingur, gaf út ljóðahefti til handa fjölskyldu og vinum fyrir jól til margra ára. Um leið kveð ég í bili og þakka fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað, kæra vinkona. Læt ég fylgja með ljóðið þitt, Ferðin til ljóssins: Í himinsins hásal er áfanga náð þar hamingja ríkir með lausnir og ráð. Að lífsdegi loknum og sálin þreytt lausnarans máttur fær öllu breytt. Heilög er trú frá barnsins hjarta um hjálpræði engla og ljósið bjarta. Innilegar samúðarkveðjur frá minni fjölskyldu til ykkar. Elsku Nonni, Siggi, Daníel, Egill og fjölskyldur. Jóhanna og dætur. Biðjum guð og góðar vættir að vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Guðríður Guðbjartsdóttir. Didda mín, komið er að leiðar- lokum og ég kveð þig með nokkr- um fátæklegum orðum. Við kynntumst í gegnum einn af mínum bestu vinum, Nonna Sig. sem ég vann með um árabil. Þú varst hans sterka stoð í lífinu, bjóst honum og sonum þínum hlýlegt heimili sem gott var að heimsækja í kaffispjall og sam- ræður um lífið. Ég fann fljótt að þú hafðir sterkar skoðanir sem voru þó alltaf rökréttar en byggðar á manngæsku og rétt- læti fyrir þá sem minna máttu sín. Þú hafðir gott hjartalag, og þannig fólk dregur alltaf til sín það góða í lífinu. Þú máttir líka þola harma sem voru djúpir og sárir en gekkst í gegnum þá með reisn og virð- ingu. Orð voru fátækleg þegar son- ur þinn dó í blóma lífsins. En þeir sem eftir lifðu sáu þó ekki beiska manneskju, heldur dýpk- aði reynslan þig, þú tjáðir þig í gegnum ljóð og texta, varst skáldmælt og orðaðir hug þinn á góðu, fallegu og skýru máli. Nonni átti sér uppáhalds- hljómsveit sem var Allman Brothers, og ekki síst fyrir þitt tilstilli og hvatningu fórum við okkar Bjarmalandsför 2007 til New York til að berja goðin aug- um. Ég á líka góðar minningar frá sumarbústaðatímabili ykkar, í bústaðinn var gott að koma hvort sem ég kom einn eða með fjölskyldu og börnum, því þú varst barngóð og skildir vel bernskuna og allar hennar tikt- úrur og kenjar. Og þegar ég átti erfiðar stundir varst þú skiln- ingsrík og hjálpsöm, fyrir það er ég þakklátur. Raungóð og hjálp- söm kona sem uppskar virðingu samferðafólks í lífinu. Og þegar synirnir voru flognir úr hreiðrinu léstu drauma þína rætast, gerðist tölvusnillingur og gafst út ljóðabækur, gast orðað hugsun þína í ljóðum og vísum, pundaðir líka ljóðstöfum á menn og málefni þegar tilefni gáfu til í hitamálum samtímans. Stofnaðir vefsvæðið bardus.is þar sem Ingibjörg E. Daníelsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.