Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.01.2019, Qupperneq 29
Aldarafmæli MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Tilboð/útboð Skútustaðahreppur Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 Söfnun skólps, hreinsun og nýting á Hólasandi Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 26. september 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur til að breyting verði gerð á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þannig að gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir söfnun salernisskólps í lokaðan geymslutank á Hólasandi og nýtingu þess til uppgræðslu á sandinum. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting nær til aðstöðu fyrir söfnunar- og geymslutank með tilheyrandi búnaði á Hólasandi. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með fimmtudeginum 10. janúar 2019 til og með fimmtudeginum 21. febrúar 2019. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.skutustadahreppur.is/ undir ,,Skipulagsauglýsingar“. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 21. febrúar 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Guðjón Vésteinsson Skipulagsfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+, fram- hald kl. 10.30. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Kaffi kl.14.30- 15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Regínu kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13-16, velkomin. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30 Bókband með leiðbein- anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndarklúbbur kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10- 11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13, sýnum Börn náttúrunnar. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir. Korpúlfar Sundleikfimi með Brynjólfi kl. 9 í Grafarvogssundlaug. Brids kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borg- um. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Allir velkomnir, góða helgi. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 10.15, tréútskurður kl. 9-12, opin listasmiðja kl. 9-12, upplestur kl. 11-11.30. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnumá Skólabraut kl. 13. Brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Minnum á söngveislu Selkórsins nk. miðvikudag kl. 19.30. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Íslendingasögu-/fornsagnanámskeiðið hefst í dag kl. 13 og verður á hverjum föstudegi í tíu vikur (kl. 13–15 með kaffihléi), opið öllum, verð 16.500 kr. Góð samvera í góðum hópi. Kennari sem fyrr Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld 13. janúar kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn frá kl. 13-14 með Gylfa Gunnars- syni. Kaffi kl. 14-14.30. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Rað- og smáauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Í dag, 18. jan- úar, eru 100 ár frá fæðingu móður minnar Huldu Long á Norðfirði. Móðir hennar var Ingibjörg Stef- ánsdóttir, f. 18.4. 1900 í Neskaup- stað, d. 27.12. 1968 í Reykjavík. Hún var verkakona í Neskaupstað en veiktist seinna og varð að láta dótturina frá sér. Hulda ólst upp hjá Guðbjörgu Matthías- dóttur móðurömmu sinni vegna þessa. Faðir Huldu var Gunnar Jónsson, f. 12.3. 1904 í Norð- firði, d. 6.12. 1995 á Hellu. Hulda var ein fárra kvenna sem gengu menntaveginn á þessum tíma, fór í Samvinnu- skólann 1935, en gat einungis lokið einum vetri vegna fjár- þurrðar. Árið 1939 giftist hún Sigurði Eiríkssyni Þórarinssyni, f. 7.11. 1915 á Akureyri, d. 29.6. 1941; fórst með Heklu þegar skipið var skotið niður af Þjóð- verjum. Vegna þessa fékk mamma ekknabætur sem hún notaði til þess að kaupa hluta af húsinu Sólhól í Neskaup- stað. Þeim varð einnar dóttur auðið, Guðbjargar Bryndísar Sigurðardóttur, f. 15.11. 1940. Hún eignast fimm börn með Birgi Þór Sveinbergssyni, f. 14.2. 1941 á Blönduósi: Rúnar Sigurð 1960, Ingu Láru 1961, Huldu Jónu 1965, Birgi Þór 1971 og Sveinberg Þór 1976. 15.1. 1945 eignast Hulda Sigrúnu Sigríði með Skúla Norðfjörð Jónssyni, f. 6.7. 1915 á Norðfirði, d. 4.10. 1980. Sig- rún Sigríður var með hjarta- galla og dó 27.5. 1945. Árið 1947 kynnist Hulda Guðjóni Bjarnasyni, f. 6.11. 1898 á Óseyrarnesi. Guðjón var þá landsfrægur sem fyrr- verandi kórstjóri Sólskins- deildarinnar, hafði séð um barnatímann í útvarpinu og ferðast með kórinn um allt land. Þau hittust á Eyrarbakka en hann vann þar við múrverk á þessum tíma. Þau giftust 1948 og eignuðust tvö börn: 1) Sigurð Rúnar, f. 8.8. 1949. Hann eignast Huldu 1993 með Hulda Long Gunnarsdóttir Hildi Eggertsdótt- ur, f. 30.11. 1954 á Kvennabrekku. 2) Huldu Kolbrúnu, f. 21.9. 1952, sem eignaðist Sigur- laugu 1971 með Siggeiri Ingólfs- syni, f. 17.9. 1952 í Syðra-Seli. Guðjón og Hulda keyptu húsið Sól- vang á Stokkseyri sem þau fluttu í 1949. Þar voru þau þó ekki nema hálft annað ár því litla vinnu var að hafa. Þau bjuggu svo í Laugarnes- kampi 12, bragga sem breski herinn hafði byggt. Hann stóð í flæðarmálinu þannig að sjórinn gekk hálfpartinn yfir braggann þegar þannig stóð á átt og sjáv- arföllum. Þaðan fluttu þau um 1953 í Hólmgarð 38 í Bústaða- hverfi og í Hæðargarð 50 í sama hverfi árið 1966 þar sem þau áttu heimili síðan. Skömmu fyrir 1960 fengu þau „frímerkjabakteríu“ sem var í því fólgin að þau keyptu notuð frímerki og unnu við þau öllum stundum. Fyrir utan að leysa af og flokka var gengið frá merkjunum í pakka handa útlendingum og þannig gátu þau haft svolítið upp úr þeim. Ég sé mömmu enn fyrir mér þar sem hún situr bograndi við borð þakið frímerkjum; hún á fullu við að raða í pakka. Það bar ekki mikið á ald- ursmun, enda fór það svo að mamma dó á undan pabba, 7.10. 1980, en hann dó svo þremur árum seinna, 11.9. 1983. Mamma var hvers manns hugljúfi og ég minnist hennar ætíð með hlýju. Rúnar, dótt- ursonur hennar, skrifaði í minningargrein á sínum tíma: Ömmu Huldu þekkti ég ein- göngu sem góða manneskju sem allt vildi fyrir alla gera. Ég þekkti hana aðeins sem ömmu- barn, ég naut þeirrar hlýju frá henni sem hún gaf öllum sem vildu. Ég tek líka undir orð systur minnar sem skrifaði um móður okkar fyrir réttum tveim árum: Hún var hæfileikarík, glaðlynd, réttsýn, skynsöm og góð móðir. Blessuð sé minning hennar. Meira: mbl.is/minningar Sigurður R. Guðjónsson. Ég vil minnast góðs vinar með nokkrum orðum. Það má teljast einsdæmi að öll systkini Guðna hafi verið jafn mikil góðmenni, þau voru sjö sem nú eru öll lát- in. Erfiðasti tími sem ég upplifði var þegar Gvendur bróðir var fastur inni í vélinni í togara og sjór var að falla að. Kiddi í Höfn var með okkur og var það hans úrræði sem skipti máli. Þá vantaði lensudæluna og þá sagði Guðni: „hún er inni í skúr hjá Gvendi bróður, lensudælan úr togaranum“ og allt fór þetta vel. Guðni Ingimundarson ✝ Guðni Ingi-mundarson fæddist 30. desem- ber 1923. Hann lést 16. desember 2018. Útför Guðna fór fram 8. janúar 2019. Eitt sinn vorum við að koma í land í Keflavík á Eldeyj- unni og ég var þá kominn með heift- arlega flensu. Val- gerður systir Guðna var ein af fyrstu starfsmönn- um spítalans í Keflavík. Hún hafði ekki verið að vinna í nokkur ár en kom að leysa af þegar ég veiktist. Þegar ég hafði verið inni í þrjá daga og var að hressast, þá sagði hún: „Tani minn, ég er bú- in að þvo fötin þín og þurrka.“ Oft kom ég í skúrinn til Guðna, þá var oft sagt: „þú verður að koma inn í kaffi núna.“ Þá sagði Sigurjón í Lóni: „hvort eruð þið að ræða bíla eða báta í dag?“ Ég minnist Guðna sem sér- staks vinar og allra hans systk- ina og fjölskyldu. Jónatan Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.