Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 31
Fjarðabyggð. Ég settist í bæjar- stjórn í framhaldinu og sat þar næstu tvö árin.“ Sama ár hóf Helgi að starfa sem blaðamaður á héraðs- fréttablaðinu Austurglugganum og starfaði þar um tveggja ára skeið. Hann flutti þá til Reykjavíkur og byrjaði á DV 2004 og fór þaðan á Talstöðina, NFS og Stöð 2 þar sem hann starfaði sem fréttamaður í Ís- landi í dag. „Ég hóf störf í Kastljósi RÚV 2006 þar sem ég starfaði til 2017 að ég flutti mig um set yfir í nýjan fréttaskýringaþátt, Kveik. Hef auk þess stundað sjómennsku flest sumur frá árinu 2008, róið á Aðalsteini Jónssyni SU, Faxa RE og nú síðast Ljósafelli SU. Ég lít alltaf á mig sem sjómann í stuttu fríi í fjölmiðlum. Hversu raunsætt það er veit ég ekki. En ég ætlaði mér aldrei að verða blaðamaður.“ Helgi hefur sex sinnum verið til- nefndur og tvívegis fengið blaða- mannaverðlaun og var tvö ár í röð útnefndur sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunum auk þess sem Kastljósið og Kveikur hafa fengið sömu verðlaun samtals fjórum sinn- um í flokki frétta- og viðtalsþátta. „Helstu áhugamál mín hafa lengst af tengst vinnunni, sem ku ekki það sniðugasta. Af þeim sökum hef ég reynt ýmislegt til að ná mér í önnur áhugamál. Stangveiði, skíða- iðkun og svo siglingar eru þar ofar- lega á lista. Sjómennskan blundar alltaf í mér. Er með skipstjórnar- réttindi sem mig hefur dreymt um að bæta við mig. Sömuleiðis er það á stefnuskránni að eignast báts- horn.“ Fjölskylda Eiginkona Helga er Katrín Rut Bessadóttir, 30.7. 1981, félags- fræðingur og verkefnastjóri við Há- skólann í Reykjavík. Foreldrar hennar eru hjónin Indíana Margrét Ásmundsdóttir, f. 1960, og Bessi Gunnarsson, f. 1960, bús. á Akur- eyri. Börn Helga og Katrínar eru Ind- íana Karítas, f. 15.12. 2007, og Ylfa Matthildur, f. 11.10. 2010. „Ég bý með þremur ungum konum og kann því vel. Við erum gott teymi. Bráð- um fjölgar okkur í fimm. Ég veit ekki hvort það er stelpa eða strák- ur. Við köllum barnið því þriðja orkupakkann, svona ófætt alla vega.“ Bróðir Helga er Hákon Unnar, f. 8.10. 1986, vélstjóri í Vestmanna- eyjum, í sambúð með Þórdísi Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Helga eru hjónin Jó- hann Sæberg Helgason, f. 11.10. 1957, vélvirkjameistari og verk- stjóri á Reyðarfirði, og Ingunn Kar- ítas Indriðadóttir, f. 28.10. 1959, bankamaður á Reyðarfirði. Helgi Seljan Jóhannsson Karítas Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja í Flatey Hákon Einarsson útvegsbóndi í Flatey Steinunn Unnur Hákonardóttir heilbrigðisstarfsmaður í Kópavogi Ingunn Karítas Indriðadóttir bankamaður á Reyðarfirði Þorlákur Friðriksson b. á Skorrastað í NorðfirðiÁgúst Ármann Þorlákssonorganisti í Neskaupstað Þorvaldur Friðriksson sjóm. og verkam. á FáskrúðsfirðiEllert Borgar Þorvaldsson fv. skólastjóri Kristinn Friðriksson frystihússtj. í StykkishólmiFriðrik S. Kristinsson stjórnandi Karlakórs Rvíkur Margrét Friðriksdóttir póstfulltrúi í Keflavík Hannes Baldursson tónmenntakennari í Kópavogi Sigurður Hannesson frkvstj. Samtaka iðnaðarins Þóroddur Helgason fræðslustjóri Fjarðabyggðar Magnús Hilmar Helgason frkvstj. Launafls á Reyðarfirði Indriði Indriðason fv. sveitarstjóri á Tálknafirði Indriði Indriðason vélamaður í Kópavogi Ingunn Margrét Díana Gísladóttir húsfreyja á Sæbóli Indriði Brynjólfsson verkamaður á Sæbóli á Skagaströnd, síðar í Rvík Ragnheiður Brynjólfsdóttir hótelstýra og handavinnukennari ið Húsmæðraskólann á Blönduósiv Þráinn Þorvaldsson múrarameistari, búsettur í Kópavogi Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fv. knattspyrnumaður Anna Hildur Runólfsdóttir húsfreyja í Víkurgerði Þóroddur Magnússon útvegsbóndi í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði Jóhanna Þóroddsdóttir húsfreyja í Reykjavík Helgi Seljan fv. skólastjóri og alþm. Elínborg Þorláksdóttir húsfreyja á Eskifirði Friðrik Árnason verkamaður og hreppstjóri á Eskifirði Úr frændgarði Helga Seljan Jóhann Sæberg Helgason vélvirkjameistari og verkstjóri á Reyðarfirði Með dætrunum Helgi ásamt Indí- önu Karítas og Ylfu Matthildi. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Hæég er mætt! Kristján Vilhjálmur Briemfæddist 18. janúar 1869 áHjaltastöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Eggert Gunnlaugsson Briem sýslumaður, f. 1811, d. 1894, og Ingibjörg Eiríks- dóttir Sverrisen, húsfreyja, f. 1827, d. 1890. Viljálmur var næstyngstur nítján systkina. Þrettán þessara systkina náðu fullorðinsaldri og urðu öll þjóðkunn. Tveir bræður hans urðu einnig prestar, Eiríkur varð prófast- ur og síðan alþingismaður og Halldór þjónaði í Winnipeg. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi 1890 og prófi frá Prestaskólanum 1892. Hinn 15. april 1894 vígðist Vil- hjálmur til Goðdala í Skagafirði og fjórum dögum seinna, á sumardaginn fyrsta, gekk hann að eiga heitkonu sína, Steinunni Pétursdóttur frá Valadal, f. 3.3. 1870, d. 31.5. 1962, húsfreyju, en hún rak síðar sauma- verkstæði og kvenfataverslun í Reykjavík. Börn þeirra voru Eggert Vilhjálmur, vélaverkfræðingur, at- vinnuflugmaður og vélahönnuður í Pennsylvaníu, síðar í Reykjavík, Gunnlaug Friðrika, framkvæmda- stjóri Söfnunarsjóðs Íslands, og Unnur, myndlistarkennari í Reykja- vík. Fóstursonur þeirra var Sigurður Eyjólfsson Birkis, kennari og söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar. Goðdalaprestakalli þjónaði séra Vilhjálmur til 1899, en varð þá að sækja um lausn sakir heilsubrests og leita sér lækningar erlendis. En árið 1901 var honum veitt Staðastað- arprestakall á Snæfellsnesi, og þjón- aði hann því í 10 ár og jafnframt gerðist hann búhöldur góður og kom sér upp stórbúi á Staðastað. En Vil- hjálmur varð aftur að sækja um lausn og leita sér heilsubótar og frá 1912 áttu þau hjónin heima í Reykja- vík. Vilhjálmur varð þá starfsmaður Landsbankans og Söfnunarsjóðs Ís- lands og eftir séra Eirík bróður sinn varð hann forstöðumaður Söfnunar- sjóðsins. Þau hjónin stofnuðu síðan Fæðingargjafasjóð Íslands. Vilhjálmur Briem lést 1. júní 1959. Merkir Íslendingar Vilhjálmur Briem 95 ára Snorri Guðlaugsson 85 ára Svala Marelsdóttir Sveinbjörg Símonardóttir 80 ára Guðmundur Valdimarsson Kristinn Alexandersson 75 ára Eygló Geirdal Gísladóttir Jón R. Jóhannsson 70 ára Ágúst Geirsson Árni Skúli Gunnarsson Guðrún Eyjólfsdóttir Ólöf Ólafsdóttir Þórarinn Dúi Gunnarsson 60 ára Ármann Árnason Árni Magnússon Björk Baldursdóttir Brynjólfur Gunnar Jónsson Drífa Árnadóttir Elzbieta Krainska-Drozniak Haukur Geirmundsson Ingunn Anna Helgadóttir Jónína Dröfn Pálsdóttir Krzysztofa H. Krukowska Oddrún Hulda Einarsdóttir Ólafur Magnússon Sigríður Guðný Sverrisd. 50 ára Albert I. Ingimundarson Björn Pétur Sigurðsson Friðrik Ámundason Gunnar Örn Ingólfsson Hekla Björk Guðmundsd. Kristinn Þór Ingvason Laufey Björk Þorsteinsd. Páll Jóhannsson Ragnhildur Eiríksdóttir Sveinn Arngrímsson Valur Þór Einarsson 40 ára Árni Mar Haraldsson Dariusz Dobies Elín Gróa Guðjónsdóttir Elín Marta Ásgeirsdóttir Florin Lungu Harpa Þórðardóttir Helga Dröfn Helgadóttir Helgi Seljan Jóhannsson Ingemar Rodler Jenny M. Johansson Kári Kristjánsson Margrét Einarsdóttir Númi Þorkell Thomasson Petra Vilhjálmsdóttir Sebastian Lugowski Sigríður Sóley Hafliðadóttir Sverrir Haraldsson Þóra Kristín Þórhallsdóttir 30 ára Agnes Ýr Ingadóttir Anðela Bugarin Anita Brá Ingvadóttir Attila Pál Vig Ása Dagmar Jónsd. Norðfj. Ástríður Anna Kristjánsd. Bent Harðarson Rubeksen Claudiu-Constantin Grosu Dórótea Arnarsdóttir Einar Örn Bergsson Elina Gaigala Emilian Tymosiak Fanney Lára Sandholt Halldór Smári Ólafsson Harpa Snædís Hauksdóttir Kristján Bjarni Jóhannsson Magdalena M. Wolska Malgorzata Paulina Deppe Mariusz Piotr Maszota Sunneva Ása Weisshappel Svana Kristín Elísdóttir Ægir Steinarsson Til hamingju með daginn 40 ára Kári er Húsvík- ingur og er matráður í mötuneytinu hjá Norð- lenska. Maki: Sunna Jónsdóttir, f. 1982, vinnur í Húsasmiðj- unni. Börn: Lilja Lea, f. 2011, Óskar Arnar, f. 2013, og Jón Guðni, f. 2017. Foreldrar: Kristján Páls- son, f. 1945, rafeindavirki, og Rannveig Benedikts- dóttir, f. 1948, þroska- þjálfi, bús. á Húsavík. Kári Kristjánsson 30 ára Dórótea er Reyk- víkingur og er leiðbein- andi á leikskólanum Korpukoti. Maki: Marteinn Örn Hall- dórsson, f. 1991, rafvirki. Börn: Tvíburarnir Mel- korka Mist og Marín Rós, f. 2014, og Ásta Sóllilja, f. 2017. Foreldrar: Arnar Guð- mundsson, f. 1956, prent- smiður, og Ásta Jóns- dóttir, f. 1959, banka- maður, bús. í Reykjavík. Dórótea Arnarsdóttir 30 ára Sunneva er Reykvíkingur og myndlistarmaður, með BA-próf frá Listaháskól- anum. Hún mun opna sýningu í Gallerí Port á morgun og nefnist hún Umbreyting. Foreldrar: Friðrik Karl Weisshappel, f. 1969, byggingarverkfræðingur hjá Reitum, og Jóhanna Norðdahl, f. 1969, við- skiptafræðingur hjá fjár- málaráðuneytinu. Þau eru bús. í Reykjavík. Sunneva Ása Weisshappel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.