Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 33

Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ástfangin/n upp fyrir haus. Bættu sambandið við eina manneskju, ein- beittu þér að einu verkefni, eða hringdu eitt símtal. 20. apríl - 20. maí  Naut Dragðu úr væntingum til annarra og þiggðu með þökkum það sem að þér er rétt. Vendu þig á þakklæti. Þú ert í startholunum með nýtt verkefni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur kjarkinn sem þarf til þess að taka að þér risastórt verkefni. Reyndu að sætta þig við truflanir og sýna þolinmæði. Vertu glöð/glaður með þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að leggja þig fram um að bæta samskiptin við ættingja í dag. Munið að fljótfærni er slæm og að dramb er falli næst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mikil spenna er til staðar á heimilinu. Reyndu að sigla milli skers og báru á meðan það versta gengur yfir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú er kominn tími til þess að þú sinnir sjálfri/ sjálfum þér. Taktu engu í lífinu sem gefnum hlut. Þú ert blinduð/blindaður af ást. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að gera hreint fyrir þínum dyr- um svo þínir nánustu séu ekki að velkjast í vafa um afstöðu þína. Stattu ávallt fast á þínu og farðu þínar leiðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það má vera að þú hafir ekki mikið milli handanna nú um stundir en á því verður umbreyting fljótlega. Gættu þess bara að ofmetnast ekki þó að þú fáir hrós. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver vinnur gegn hagsmunum þínum. Mundu að það kemur upp neikvæðni í öllum fjölskyldum og það skiptir öllu hvernig unnið er úr henni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvernig fólk sér þig. Gakktu í það að koma öllum málum á hreint svo þú getir snú- ið þér að framtíðinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur kannski fengið léleg spil upp á síðkastið en það er óhjákvæmilegt að gengi manns í lífinu sé upp og ofan. Innst inni óskarðu þess að þú getir flatmagað á sólarströnd, hver veit nema það rætist fljótt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og þess vegna óþarfi að hlaupa eftir öllu, sem við þig er sagt. Haltu partí eða tal- aðu við einhvern sem er á sömu bylgjulengd og þú. Víkverja fellur sjaldan verk úr hendienda skipulagður með eindæmum og eyðir ekki tíma sínum í óþarfa. Það kemur þó fyrir að Víkverji ákveði að gera ekki neitt eins og sagt er. x x x En er hægt að gera ekki neitt? Vík-verji með sína fróðleiksfýsn leitaði á vísindavef HÍ og fann svar við spurningunni en veit ekki hvort svarið er svar eða ekki. Víkverji lætur les- endum eftir að dæma. Svarið á Vís- indavefnum hefst svona: x x x Áður en við getum tekist á við þessaspurningu þurfum við að taka af- stöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er líka rétt að hann sé að segja ekki neitt? Er „ekki neitt“ það sem hinn þegjandi segir? Og þá „ekki neitt“ það sem hinn fullkomlega aðgerðalausi gerir? En „ekki neitt“ er ekki neitt, og það sem er ekki neitt getur því ekki verið eitthvað sem mað- ur ýmist segir eða gerir. Í þessum skilningi er ekki hægt að gera ekki neitt. En þá stendur eftir hvort hægt sé að gera ekki neitt í þeim skilningi að vera fullkomlega aðgerðalaus. Í fljótu bragði virðist ekki erfitt að gera ekki neitt: Sá sem vill ekki gera neitt hættir bara að gera það sem hann er að gera þá stundina. Að vísu er maður oft að gera ansi margt í einu: ganga, hugsa um hvað verði í kvöldmat, virða fyrir sér útsýnið, rjátla við smámynt í buxnavasanum, efna áramótaheit og svo framvegis. En þetta er endanlega margt og öllu þessu má hætta. Og þegar öllu þessu hefur verið hætt, má þá ekki ætla að maður sé ekki að gera neitt? x x x Svar Vísindavefsins er lengra enVíkverji leggur það ekki á les- endur að birta meira af því. Áhuga- samir geta farið á Vísindavefinn og lesið meira þar. Víkverja er það til efs að það sé til svar við því hvort það sé hægt að gera ekki neitt. vikverji@mbl.is Víkverji Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn. (Fyrra Korintubréf 1.9) á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Indriði á Skjaldfönn yrkir„Braggablús“ á Boðnarmiði: Dagur er kominn að kveldi, hverfur í myrkur og sagga. Vont er nú þegar veldi, veltur á einum bragga. Því er harmur í höllu horfa tárvot á náinn. Þó er alverst af öllu andskotans dönsku stráin. Á sunnudaginn lýsti Indriði því sem fyrir augu bar: „Þegar hríðar- kastið var gengið niður í morgun og farið að birta, fylgdist ég með svartþrestinum mínum sem settist að í trjágarðinum í haust, hamast við að hakka í sig kjötafskurð í hlaðvarpanum, ætlaðan honum og tófunum og datt þá í hug að þessi vaski fugl ætti nú alveg skilið eina vísu:“ Litli svarti kjánakarl kvikur um sig ber. Þrauka vill sá vinur snjall veturinn hjá mér. Og hér yrkir Indriði um niður- stöður Reykhólafundar: Teigsskógi gerður var greiði, í gegnum hann ágætis leiði, en fara svo kann og það hryggir mann að Reykhólar leggist í eyði. Það er margt „skyldustarfið“. Helgi R. Einarsson yrkir: Best reynist þá að brosa, um beltissylgjuna losa, sig niður að beygja, baráttu heyja og buxurnar síðan upp tosa. Ingólfur Ómar sendi mér línu á miðvikudag, sagði að himinninn væri svo einstaklega fallegur og skýin gulli ofin enda veðrið fallegt þó að kalt sé: Glitrar árdags geislaflóð glæður himins bála. Þessa skæru skýjaslóð skaparinn var að mála. Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Rof“: Horfin æskuárin blíð, allir vegir hálir, kveða ljóð um liðna tíð löngu dauðar sálir. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, brást vel við: Þegar hinsti dagur dvín í dökkum éljaskugga mun ég kveða kvæðin mín kát sem vofa á glugga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um braggann; svart- þröstur og Teigsskógur Í klípu „ég sakna þess aÐ senda sms. ” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „brúÐguminn er seinn.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hvernig hún hlær. ÞÚ ERT BARA HÁLFT EINS FRÁBÆR OG ÞÚ HELDUR SJÁLFUR HÆGAN … ÞAÐ ER SAMT SKRAMBI GOTT ÉG ER FARIN ÚT AÐ PLÆGJA AKURINN FRAM AÐ SÓLSETRI! STOPP! ÉG GET EKKI LEYFT ÞÉR AÐ GERA ÞAÐ! ÞÁ YRÐI KVÖLDMATURINN SEINN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.