Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 35
Menning
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
Verk eftir Sergei Prokofieff, Alfred
Schnittke og Béla Bartók eru á efn-
isskrá næstu tónleika Kammer-
músíkklúbbsins sem haldnir verða í
Norðurljósum Hörpu á sunnudag kl.
16. Flytjendur eru fiðluleikararnir
Ari Þór Vilhjálmsson og Sigurbjörn
Bernharðsson, sem báðir hafa starf-
að erlendis um árabil, víóluleikarinn
Þórunn Ósk Marinósdóttir, sellóleik-
arinn Sigurgeir Agnarsson og pían-
istinn Anna Guðný Guðmundsdóttir.
„Fyrsta verkið á efnisskránni er
sónata Prokofieffs fyrir tvær fiðlur
op. 56 sem var samin í París 1932.
Prokofieff sagði um tilurð verksins:
„Stundum kvikna góðar hugmyndir
þegar hlustað er á vonda tónlist. Ég
heyrði eitt sinn lélegt verk fyrir
tvær fiðlur án undirleiks og fannst
að það hlyti að vera hægt að gera
áhugaverðari tónsmíð fyrir þessa þó
takmörkuðu hljóðfærasamsetn-
ingu.“ Píanókvartett Schnittke í a-
moll var saminn 1988. Verkið er
byggt á 24 takta drögum að scherzó-
kafla fyrir píanókvartett eftir Gust-
av Mahler. Í verki Schnittke má
segja að tvö tónskáld takist á, þar
sem annað beitir öllum brögðum til
að ná yfirhöndinni. Belgíska tón-
skáldið Adrien-François Servais var
talinn einn mesti sellóleikari 19. ald-
ar og kallaður Paganini sellósins.
Hann var lærimeistari margra
þekktra sellóleikara og var fyrsti
sellóleikarinn sem notaði pinna sem
hljóðfærið hvíldi á.
Tilbrigðin um breska þjóðsönginn
samdi Servais ásamt belgíska fiðlu-
leikaranum Joseph Ghys. Verkið
gerir miklar kröfur til flytjenda,
enda samið af tveimur hljóðfæra-
virtúósum sem gjarnan vildu sýna
hvað í þeim bjó. Lokaverk tónleik-
anna er píanókvintett sem Béla Bar-
tók samdi í byrjun síðustu aldar
rúmlega tvítugur að aldri. Verkið
var ekki gefið út og Bartók lýsti því
yfir að hann vildi ekki að það væri
leikið opinberlega. Þeirri ósk tón-
skáldsins hafa tónlistarmenn þó
daufheyrst við í seinni tíð, enda er
kvintettinn merkilegur áfangi á
þroskaferli þessa mikla meistara,“
segir í tilkynningu.
Kammertónleikar í Hörpu
Morgunblaðið/Eggert
Listafólk Ari Þór Vilhjálmsson, Sigurbjörn Bernharðsson, Anna Guðný
Guðmundsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurgeir Agnarsson.
Verk eftir Bar-
tók og Prokofieff
flutt á sunnudag
Sænski rithöfundurinnHenning Mankell öðlaðistheimsfrægð fyrir glæpa-sögur sínar og lögreglufor-
ingjann Kurt Wallander. Hér er
hann hins vegar á öðrum slóðum.
Fredrik Welin er læknir, sem dreg-
ið hefur sig í hlé frá skarkala um-
heimsins og sest hefur að á eyju í
sænska skerjagarðinum. Welin er
jafnframt sögumaður og strax í
upphafi kemur í ljós að hann er ein-
mana, þótt hann taki fram að ekki
sé hann í sjálfsmorðshugleiðingum.
Útlegð hans er sjálfskipuð en les-
andinn verður þess brátt áskynja
að hún er ekki komin til af góðu,
heldur vegna afdrifaríkra mistaka í
starfi.
Það er hins vegar hægara sagt
en gert að einangra sig með öllu.
Fortíðin á það til að skjóta upp
kollinum þegar minnst varir. Dag
einn birtist manneskja á ísnum við
eyjuna. Þar er komin manneskja
sem Welin eitt sinn sveik og nú
heimtar hún að hann efni gamalt
loforð.
Bækurnar sem hér eru til um-
fjöllunar komu út á sænsku 2006 og
2015 og í íslenskri þýðingu í fyrra
og hittifyrra. Sú síðari reyndist síð-
asta bók Mankells, sem lést af
krabbameini haustið 2015. Hilmar
Hilmarsson þýddi bækurnar og
gerði það vel.
Ítalskir skór er engin glæpasaga.
Hún er saga af manni, sem hefur
ákveðið að koma sér fyrir á hlið-
arlínunni það sem eftir er ævinnar,
en kemst að því að það er ekki
hægt að þurrka út þau spor, sem
maður hefur markað í lífinu. Welin
er ekki sérlega geðþekkur maður.
Hann er hornóttur og afundinn.
Hann hefur allt af verið á skjön við
umhverfi sitt, frekar eins og leikari
í hlutverki en þátttakandi, og á það
til að hegða sér eins og drullusokk-
ur. Welin er hins vegar óvitlaus og
fer fram þótt hægt gangi. Kannski
er það þess vegna sem hægt er að
hafa samúð með honum. Þar skiptir
þó kannski mestu frásagnargáfa
höfundar að skapa margbrotna
persónu, sem er fráhrindandi og
mannleg um leið.
Í Ítölskum skóm neyðist Welin
til að horfast í augu við fortíð sína
og fær tækifæri til að bæta upp fyr-
ir syndir sínar. Inn í söguna drag-
ast ýmsar persónur, margar
skrautlegar á borð við ítalska skó-
smiðinn, sem gerir svo magnaðan
fótabúnað að auðmenn koma fljúg-
andi til að fá hann til að smíða á sig
skó.
Í seinni bókinni, Sænskum
gúmmístígvélum, er Mankell aftur
kominn á slóðir glæpasögunnar.
Welin vaknar upp við að húsið hans
er alelda. Brennuvargur gengur
laus í skerjagarðinum. Er hann
utanaðkomandi eða heimamaður?
Brennuvargurinn er þó síður en
svo aðalatriði í bókinni. Mun nær er
að líta á þessar tvær bækur sem
vangaveltur um lífið. Hvað þýðir
það að gera mistök á lífsleiðinni?
Er hægt að bæta fyrir yfirsjónir
sínar? Mankell sagði að þegar hann
hefði verið ungur hefði hann óttast
það mest að verða gamall, horfa yf-
ir farinn veg og komast að því að
hann hefði klúðrað lífi sínu. Bætti
svo við að hann væri ánægður með
það líf sem hann hefði átt. Sögu-
maður Mankells getur ekki státað
af því, en hann fær tækifæri til að
bæta úr.
Morgunblaðið/Þorkell
Einfari Í bókum sínum um Welin segir Henning Mankell frá manni sem hef-
ur brennt allar brýr að baki sér, en fær tækifæri til að ná sátt við lífið á ný.
Skáldsaga
Ítalskir skór bbbmn
Sænsk gúmmístígvél bbb nn
Höfundur: Henning Mankell. Þýðing:
Hilmar Hilmarsson. Ítalskir skór kom út
2017 og er 326 bls. Sænsk gúmmístíg-
vél kom út 2018 og er 439 bls. Útgef-
andi Mál og menning.
KARL
BLÖNDAL
BÆKUR
Einsetumaður
hrakinn úr híði sínu
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s
Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s
Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s
Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Sun 10/2 kl. 20:00 30. s
Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Sun 20/1 kl. 17:00 5. s Sun 27/1 kl. 20:00 7. s
Mið 23/1 kl. 20:00 6. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s
Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/5 kl. 13:00
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 5/5 kl. 16:00
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Insomnia (Kassinn)
Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 2/2 kl. 19:30
Fös 18/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 22:00
Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 7/2 kl. 19:30
Lau 19/1 kl. 22:30 Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30
Fim 24/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30
Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200