Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 40
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum
ef greitt er með Netgíró og flug bókað fram og til baka.
BORGARFERÐ
ÍVETUR
Haltu á vit ævintýranna og skelltu þér í
skemmtilega borgarferð í vetur.Hvernig
hljómar kaupæði og kaldur á krananum í
Dublin, vöfflur og súkkulaði í Brussel eða
breskur húmor og bakaðar baunir í London?
Ef ekkert af þessu er þinn tebolli,mundu þá
að þú ert alltaf wilkommen í pylsur og partý
í Frankfurt.
Hvaða Evrópuborg talar til þín?
FRANKFURT FRÁ
6.999kr.*
Tímabil: janúar – maí 2019
DUBLIN FRÁ
6.999kr.*
Tímabil: janúar – apríl 2019
BRUSSEL FRÁ
6.999kr.*
Tímabil: janúar - apríl 2019
LONDON FRÁ
5.499kr.*
Tímabil: janúar - mars 2019
Vetrarsól á Ströndum, hátíð með
tónleikum, kvöldvöku, sögugöngu
o.fl. hefst í dag og lýkur sunnudag
20. janúar. Flutt verða íslensk þjóð-
lög og sönglög í Hólmavíkurkirkju
kl. 20.30 í kvöld, Bábiljur og bögur í
baðstofunni verða í Sauðfjársetrinu
kl. 15 á morgun, laugardag, og þá
um kvöldið spilar og skemmtir
Svavar Knútur í Bragganum.
Vetrarsól hátt á lofti á
Ströndum um helgina
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Haukar unnu óvæntan sigur á
Tindastóli í Dominos-deild karla í
körfuknattleik á Ásvöllum í gær-
kvöld og Sauðkrækingar hafa þar
með tapað tveimur leikjum í röð.
Njarðvíkingar voru í basli með Val
en náðu að sigra og eru komnir
með fjögurra stiga forskot. KR-
ingar misstu niður gott forskot á
lokakaflanum gegn Þór í Þorláks-
höfn. »2
Tindastóll með annan
tapleikinn í röð
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Nýtt sýningarár í Listasafni Mos-
fellsbæjar hefst á ferskum nótum
með FROST, fyrstu myndlistar-
sýningu Steinunnar Eikar Egils-
dóttur, arkitekts, kl. 16 í dag. Hún
leitar í abstraktmyndlist sem
mótvægi við nákvæmni og strang-
leika arkitektúrsins og hefur í
gegnum tilraunir sínar með akríl-
málningu mótað sinn
ákveðna stíl. Verk
Steinunnar Eikar
eru sögð einstæð
og keimlík í
senn, frjálsleg
og öguð, stíl-
hrein og
ósamstæð,
máluð af ár-
áttu og
leikgleði.
Arkitekt stígur í væng-
inn við myndlistina
leggja mikið á sig til þess að hlut-
irnir gangi upp, en eins og oft vill
verða mættu fleiri vera virkir.“ Hún
bætir við að reynt sé að fá krakkana
með í ýmis verk og 4. flokkur karla í
fótboltanum, sem æfi á laugardags-
morgnum, fái til dæmis það hlut-
verk að bera inn borð og stóla fyrir
þorrablótið. „Svo reynum við að
virkja eldri flokkana til þess að taka
til eftir blótið.“
Mikill akstur forráðamanna með
börnin fylgir gjarnan íþróttalífi ung-
menna auk þess sem fylgja þarf
börnunum á mót vítt og breitt um
landið. Ása Dagný segir að þar sem
synirnir séu í mismunandi greinum
og spotti sé á milli svæða geti verið
erfitt að koma öllu heim og saman.
„Foreldrar reyna oft að samnýta
aksturinn og með samvinnu gengur
þetta yfirleitt upp.“
Fjölskyldan fór í vetrarfrí til út-
landa í fyrsta sinn í vetur og sumar-
fríin hafa yfirleitt verið skipulögð í
kringum fótboltamót. „Áður fórum
við reglulega í sveitina til þess að
hjálpa til við heyskapinn, en eftir
því sem strákarnir verða eldri gef-
ast vonandi tækifæri til þess að gera
eitthvað annað.“
Ása Dagný segir að ánægjan í
sjálfboðastarfinu sé helsta gulrótin
og umstangið sé engin kvöð. „Viður-
kenningin er sönnun þess að allur
tíminn sem hefur farið í þetta starf
er þess virði. Hún sýnir að það sem
gert er er metið.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ása Dagný Gunnarsdóttir var út-
nefnd Vinnuþjarkur Aftureldingar
2018 á uppskeruhátíð félagsins fyrir
áramót. Viðurkenningin hefur verið
veitt frá 2001 og segist hún vera
komin í góðra manna og kvenna hóp.
„Nú verð ég að fara að gera eitt-
hvað,“ segir hún með bros á vör. „Í
alvöru talað er alltaf gott að fá klapp
á bakið og ég held áfram á meðan ég
get og hef gaman af.“
Stundum er sagt að þeir sem séu
önnum kafnir hafi alltaf tíma. Ása
Dagný er sjúkraþjálfari í 80% starfi
hjá Heilsuborg, þriggja barna móð-
ir, sem er nánast hætt í fótboltanum,
var í handbolta, en æfir blak þrjú
kvöld í viku, hleypur reglulega,
stundar golf og er á fullu í sjálfboða-
starfi fyrir Ungmennafélagið Aftur-
eldingu í Mosfellsbæ.
Íþróttafjölskylda
„Fjölskyldan er á kafi í íþróttum
og ég er dugleg að skipta mér af
ýmsu og hjálpa til,“ segir Ása
Dagný, en hún er í barna- og ung-
lingaráði knattspyrnudeildar Aftur-
eldingar, í stjórn öldungablaks-
deildar kvenna og í þorrablóts-
nefndinni. Elsti sonurinn, sem er að
verða 14 ára, er í fótbolta, 11 ára
pilturinn er í fótbolta, blaki og golfi
og yngsti drengurinn, sem er átta
ára, er í fótbolta, handbolta og blaki,
og golfi þegar hann getur. Eigin-
maðurinn æfir fótbolta þrisvar í viku
og er auk þess í golfi.
Afturelding er með 11 deildir. Ása
Dagný segir að sjálfboðastarfið hafi
byrjað með þátttöku í foreldraráði
og síðan hafi eitt leitt af öðru.
Barna- og unglingaráðið sé skipað
samhentu fólki sem vinni vel saman
enda veiti ekki af. „Við erum með yf-
ir 500 krakka á æfingum og að
mörgu þarf að hyggja.“ Í því sam-
bandi nefnir hún meðal annars að
koma þurfi skráningu og greiðslu-
formi í fastara form, skipuleggja
þurfi starf foreldraráða, vinnu við
mótin og svo framvegis. „Starfið
byggist á sjálfboðaliðum og margir
Ánægjan er helsta
gulrót starfsins
Ása Dagný Gunnarsdóttir er Vinnuþjarkur Aftureldingar
Ljósmynd/Eygerður Helgadóttir
Viðurkenning Ása Dagný Gunnarsdóttir eftir útnefninguna.