Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Skipakomum hefur fjölgað árlega undanfarin ár. Alls eru áætlaðar 184 skipa- komur farþegaskipa til Faxaflóa- hafna á árinu og með þeim koma 189.908 farþegar. Áætluð fjölgun á skipakomum er því rúmlega 17% milli ára og fjölgun farþega rúmlega 24%. Árið 2018 voru skipakomur 166 talsins og far- þegafjöldi nálægt 150 þúsund. Mögulega mun skráningum skipa fjölga þegar líður á árið. Sögulegur viðburður verður 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur far- þegaskipið Queen Mary 2. Drottn- ingin er 345 metrar að lengd og lengsta farþegaskip sem hingað hefur komið. Nokkur önnur risa- skip munu hafa viðkomu hér á landi í sumar. Þau farþegaskip sem eru með flestar skipakomur á árinu eru svokölluð leiðangursskip og taka þau í kringum 250 farþega hvert. Fimm slík skip sigla kringum landið í sumar. Farþegar koma yf- irleitt til landsins með flugi og gista á hótelum, áður en farið er í siglingu um landið. Ocean Dia- mond fer flestar ferðir, 16 talsins. Fyrsta farþegaskip ársins kem- ur til landsins föstudaginn 15. mars. Um er að ræða farþegaskip- ið Astoria sem siglir til Reykjavík- ur og hefur viðdvöl í höfuðborg- inni yfir nótt. Með skipinu er áætlað að komi í kringum 550 far- þegar og áætluð áhöfn eru 280 manns. Aðalástæða þess að far- þegaskip eru að koma á þessum tíma til Íslands er aukin áhugi á norðurljósasiglingum, að sögn Ernu. „Með norðurljósasiglingum opnast ný tækifæri fyrir innviði landsins og mikilvægt er að nýta þá á skynsaman hátt.“ Metfjöldi skemmtiferðaskipa  Faxaflóahafnir hafa bókað 184 skipakomur á þessu ári  Með þessum skipum koma tæplega 190 þúsund farþegar  Farþegum fjölgar um 24% frá í fyrra Morgunblaðið/RAX Við Skarfabakka Á háannatíma yfir sumarið liggja stundum sex skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Samkvæmt tölum frá Samgöngu- stofu voru 8,6% af öllum slysum ár- ið 2018 af völdum ökumanna 70 ára og eldri. Desember er undanskil- inn í þeim tölum. Engin lög gilda um það hér á landi hvenær öku- menn skuli hætta akstri vegna ald- urs. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, geta einstaklingar sem standast ökupróf fengið ökuskírteini frá 17 ára aldri og fullnaðarskírteini þremur árum síðar, sem gildir til 70 ára aldurs. Þegar þeim aldri er náð þarf að endurnýja skírteini eft- ir fjögur ár, svo tvö og loks þarf að endurnýja ökuskírteini árlega eftir 80 ára aldur. Það vakti nefnilega athygli heimspressunnar og fjölmiðla á Ís- landi þegar Filippus prins, eigin- maður Elísabetar Englandsdrottn- ingar og hertoginn af Edinborg, lenti í árekstri sl. fimmtudag. Her- togann sakaði ekki en farþegi í hin- um bílnum úlnliðsbrotnaði. Fillip- pus er 97 ára og enn með bílpróf. Þórhildur segir að hér á landi sé strangara eftirlit með útgáfu öku- skírteina eftir 70 ára aldur. Auk skoðunar á sjón og heyrn þurfi að meta hreyfigetu og annað sem áhrif getur haft á getu til aksturs bifreiðar. Þórhildur segir það hvíla á herðum heimilislækna að meta aksturshæfni eldri ökumanna. Að sögn Árna E. Albertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í upplýs- ingatæknideild Ríkislögreglu- stjóra, er hægt með stjórnsýslu- ákvörðun að afturkalla ökuréttindi eldri ökumanna. Á tíu árum hafið verið gripið til þess ráðs í 34 skipti. Alls eru 264.039 einstaklingar með gilt ökuskírteini. Þar af 23.706 17 til 20 ára og 33.772 yfir 70 ára en ökumenn á þeim aldri eru tæp 12,8% allra ökumanna. Slys og óhöpp sem ökumenn 70 ára og eldri valda 600 500 400 300 200 100 0 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Heimild: Samgöngustofa Fjöldi óhappa án meiðsla Slys með litlum meiðslum Alvarleg slys Banaslys Hlutfall slysa og óhappa sem 70 ára og eldri ökumenn valda ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Fjöldi Hlutfall 6,0% 8,6% 8,6% slysa af völd- um eldri ökumanna  Enginn hámarksaldur ökumanns Fari allt að óskum verður hægt að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á morgun eða hinn. Þetta sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöll- um, í samtali við mbl.is í gær. Á vef- síðu skíðasvæðanna í gær var fólk hvatt til að fara að gera skíði sín og bretti klár. „Þetta er allt að koma. Það er ótrúlega fallegt hérna hjá okkur. Það snjóaði nóg um helgina og svo kom veruleg gusa í nótt [fyrrinótt],“ sagði Einar. Spáð er áframhaldandi snjókomu og í ljósi þess segir Einar að stefnt sé að opnun á hluta svæðisins. Mikill lausasnjór var í brekkunum í síðustu viku og sagði Einar að snjókoman á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags hefði bleytt mikið upp í snjónum sem fyrir var. „Það hjálp- aði okkur gríðarlega við að fá þéttari snjó,“ sagði Einar. „Við erum með bjartsýnni mönnum eins og venju- lega, það þýðir ekki annað í þessu starfi,“ bætti hann við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Bláfjöllum Margir bíða þess með óþreyju að skíðasvæðin verði opnuð. Fólk geri skíðin klár Hádegisfundur meðBjarna Bjarni Benediktsson á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, verður gestur á opnum hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna ámorgun,miðviku- daginn 23. janúar, kl. 12.00 á hádegi í Valhöll. Húsið verður opnað kl. 11:30 og súpa í boði við vægu gjaldi, 1.000 kr.Allir velkomnir! SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.