Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Mikil aukning er á sölu rafbóka hjá
netversluninni Heimkaup.is en fyrir-
tækið hóf sókn á þann markað fyrir
rúmum þremur árum. Það sem af er
ári er söluaukning um 160% á raf-
bókum á milli ára og búast má við því
að hátt í sjö þúsund rafbækur verði
seldar hjá fyrirtækinu í ár en það
einblínir á sölu rafbóka fyrir há-
skólanema. Þetta segir Guðmundur
Magnason, framkvæmdastjóri
Heimkaup.is, við Morgunblaðið.
Kynslóðaskipti í háskólum
„Söluaukningin er mjög sannfær-
andi og við teljum að hefðbundna
bókin hljóti að vera á mikilli niður-
leið á sama tíma hjá námsmönnum.“
Guðmundur segir margt spila inn í
þessa þróun. Ein skýring er sú að
ákveðin kynslóðaskipti séu að verða
innan háskólans þar sem nemendur
eru orðnir vanari því að lesa náms-
efni á rafrænu formi. Svo skiptir
verðið miklu máli fyrir háskólanema.
„Verðmunurinn spilar líka inn í. Há-
skólabækur eru dýrari á prenti en
þær eru ódýrari á þessu formi,“ seg-
ir Guðmundur sem segir að verð-
munurinn sé um 15%-60%.
Hann segir að verðteygni háskóla-
bóka sé afar mikil og augljóst að há-
skólanemendur velji ódýrari val-
kosti. Dæmi um slíkan valkost er að
leigja bækur en algengt er að nem-
endur leigi bækur í 90-180 daga, eða
sem nemur lengd námskeiðanna sem
þeir taka. Er það nýjung sem vel hef-
ur verið tekið.
„Við erum að ná samningum við
fleiri útgefendur um að leigja bæk-
urnar. Það er misjafnt á milli útgef-
enda en þetta fer allt niður í 30 daga
leigu og upp í ár,“ segir Guðmundur
og heldur áfram.
„Ég held að þetta sýni að þetta sé
hópur sem er mjög næmur fyrir
verði. Það er örugglega mjög freist-
andi fyrir þennan hóp að velja
lægsta verð.“
Fyrst inn á markaðinn
Fyrirtækið hóf innrás á rafbóka-
markaðinn fyrir rúmum þremur ár-
um. Spurður um ástæðuna segir
Guðmundur að pláss hafi verið fyrir
Heimkaup.is á þeim markaði og þá
er þetta einnig leið til þess að ná til
fjölbreyttari hóps viðskiptavina enda
selji fyrirtækið margt fleira en raf-
bækur. „Það getur verið snúið að
finna inngöngupunkt fyrir nýja
kúnna. Hvar þeir koma inn og svo
framvegis. En það var ekkert verið
að sinna rafbókasölu fyrir háskóla-
nema. Það var bara ekki til þegar við
komum inn í þetta og við sáum því
ákveðið tækifæri í því að komast
fyrst inn á þann markað.“
Guðmundur bendir einnig á að
meirihluti sölunnar á rafbókum fari
fram utan hefðbundinna afgreiðslu-
tíma. Telur hann þennan valkost því
kærkomna viðbót við framboðið.
Aukinheldur eru ýmiss konar við-
bætur við rafbækur sem dýpka og
bæta innihald bókanna að hans mati.
„Hefðbundna bókin hlýtur
að vera á niðurleið“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rafbækur Heimkaup selja margt fleira en rafbækur. Segir Guðmundur þær vel til þess fallnar að ná til fleiri kúnna.
Rafbækur
» 160% aukning er á sölu raf-
bóka það sem af er ári frá því
sem var á sama tímabili í fyrra.
» Fjölbreyttari og ódýrari val-
kostir ásamt nýrri kynslóð há-
skólanema sem vanari eru hinu
rafræna formi eru á meðal
þess sem skýrir auknar vin-
sældir.
» Meira en helmingur rafbók-
anna er seldur utan hefðbund-
ins afgreiðslutíma.
Heimkaup gera ráð fyrir að selja hátt í 7 þúsund rafbækur á þessu ári
Árið 2012 hófu 3.080 fyrirtæki starf-
semi hér á landi. Fimm árum síðar
var 1.271 þeirra enn virkt. Þetta
kemur fram í nýjum tölum Hagstofu
Íslands yfir lýðfræði fyrirtækja. Töl-
urnar eru teknar saman á grundvelli
samræmdrar aðferðafræði Eurostat
og OECD.
Samkvæmt þeim veittu fyrirtækin
sem enn störfuðu fimm árum eftir
stofnun um 2.700 manns vinnu. Hafði
þeim þá fjölgað um 69% eða úr 1.600
fyrsta árið sem þau störfuðu.
Rekstrartekjur þeirra höfðu vaxið
um 228% á fyrstu fimm árunum og
meðalvöxtur rekstrartekna reyndist
27% á ári. Rekstrartekjur þeirra
námu 18 milljörðum á fyrsta starfs-
árinu en höfðu aukist um 40 millj-
arða á fimm árum og stóðu í 58 millj-
örðum árið 2017. Flest fyrirtæki
voru stofnuð árið 2012 á sviði sér-
fræðilegrar, vísindalegrar og tækni-
starfsemi eða 225 en næstflest voru
þau á sviði „byggingarstarfsemi,
mannvirkjagerðar, námugraftar og
vinnslu hráefna úr jörðu“. Þau voru
212.
Árlegur meðalvöxtur yfir fimm
ára tímabil varð hins vegar á sviði
leigustarfsemi og ýmissar sérhæfðr-
ar þjónustu. Nam hann að jafnaði
46% yfir tímabilið. Næstmestur varð
vöxturinn að meðaltali í farþega-
flutningum eða 45%. Svipaða sögu
má lesa út úr tölunum yfir fjölda
starfsfólks. Meðalvöxtur árlega
reyndist 23% í leigustarfsemi og
ýmissi sérhæfðri þjónustu en 20% í
farþegaflutningum. Þá reyndist ár-
legur meðalvöxtur starfa einnig 20%
í atvinnugreinum sem flokkuðust
undir framleiðslu án fiskvinnslu.
Morgunblaðið/Eggert
Fólksflutningar Mikill vöxtur varð
hjá fyrirtækjum stofnuðum 2012.
41% enn starf-
andi eftir 5 ár
Fyrirtæki sem
stofnuð voru 2012
veittu 2.700 manns
vinnu 5 árum síðar
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
22. janúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.54 121.12 120.83
Sterlingspund 155.96 156.72 156.34
Kanadadalur 90.86 91.4 91.13
Dönsk króna 18.408 18.516 18.462
Norsk króna 14.124 14.208 14.166
Sænsk króna 13.398 13.476 13.437
Svissn. franki 121.25 121.93 121.59
Japanskt jen 1.1011 1.1075 1.1043
SDR 167.89 168.89 168.39
Evra 137.42 138.18 137.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.8668
Hrávöruverð
Gull 1285.05 ($/únsa)
Ál 1850.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.33 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Persónuverndar-
yfirvöld í Frakklandi
(CNIL) hafa lagt 50
milljóna evra sekt,
jafnvirði 6,9 millj-
arða króna, á Goog-
le á grundvelli nýrra
laga Evrópusam-
bandsins sem ætlað
er að tryggja persónuvernd og rétta
meðferð persónuupplýsinga. Google
er með þessu, að sögn Financial Times,
fyrsta bandaríska stórfyrirtækið sem
sætir viðurlögum á grundvelli lagasetn-
ingar. Sektin er lögð á fyrirtækið þar
sem það er sagt hafa vanrækt skyldur
um að upplýsa notendur búnaðar fyrir-
tækisins um hvernig upplýsingar um þá
yrðu hagnýttar og að fyrirtækið skortið
lagaheimild til að sérsníða auglýsinga-
efni að notendum tækni frá Google.
Sektin er lögð á í kjölfar kvörtunar frá
aðila sem einnig hefur lagt fram kvört-
un vegna Youtube, Amazon, Apple, Net-
flix og Spotify.
Frönks stjórnvöld sekta
Google um 6,9 milljarða
STUTT