Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Seint verðurþví haldiðfram að May, forsætisráð- herra Breta, hafi haldið af festu og öryggi á sínum málstað gagnvart valdblokkum ESB í Brussel. Við bætist að forsætisráð- herranum virðist ómögulegt að leggja mat á stöðuna heima fyrir. Það sést best á því að hún gerði samning við ESB, sem hún sagði að væri í senn eini samningurinn sem fáanlegur væri og jafnframt besti samn- ingurinn sem hægt væri að ná. Eins og Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, benti á þá fólst í fullyrðingu um að ein- ungis einn samningur fengist við Brussel að þá hlyti sá um leið að vera besti (eða versti) samningur sem fáanlegur væri! En hefði það átt að felast í orð- um ráðherrans að þessi eini samningur væri jafnframt mjög góður samningur, þá sýndi framhaldið að forsætis- ráðherrann skynjaði hvorki vilja stjórnarandstöðu né síns eigin flokks því að þingmenn felldu hann með 230 atkvæða meirihluta, sem er fordæma- laus hrakför þegar forsætis- ráðherra meirihlutastjórnar á í hlut. En löngum hefur verið bent á „að engum sé alls varnað“ og þá gildir það sama og um samn- inginn eina, að Theresu May sé ekki alls varnað. Þeir sem vilja eyðileggja niðurstöðu lands- manna sem birtist í þjóðar- atkvæðinu gera nú ýmsar kröf- ur. Ekki eru þó allir í þeim hópi samstiga um tvær þær helstu. Önnur er sú að ekki skuli geng- ið úr ESB nema staðfestur samningur um fyrirkomulag útgöngunnar liggi fyrir. Hin er um það að efna skuli til nýs þjóðaratkvæðis því nú liggi fyrir upplýsingar um erfiðleika útgöngunnar sem sáust ekki svart á hvítu fyrr en útgöngu- samningurinn var birtur. Þess- ir aðilar láta eins og þeir muni ekki hinn magnaða hræðslu- áróður, sem margir þeirra tóku þó þátt í í aðdraganda þjóðar- atkvæðis. Þá var sá hryllingur- inn sem verða myndi ef út- ganga yrði samþykkt málaður sterkum litum. May forsætis- ráðherra bendir á að það myndi taka tvö ár að undirbúa og efna til slíkrar atkvæðagreiðslu. Það sé þó hreint aukaatriði hjá því skaðræði sem af hlytist fyr- ir stjórnmálalegan trúverðug- leika reyndi „elítan“ að mis- nota vald sitt til að eyðileggja niðurstöðu þjóðarinnar. Fyrri tillagan sem nefnd var um að ekki megi fara út nema fyrir liggi stað- festur útgöngu- samningur þýðir auðvitað að ESB í Brussel er fært neitunarvald um það hvort Bretar fylgi þjóðarvilj- anum sem kom fram í atkvæð- inu, sem allir leiðtogar landsins höfðu heitið að standa við, hver svo sem úrslitin yrðu. Áróðursdeildir í Brussel og Bretlandi hafa haldið því að al- menningi að áhættan af því að Bretar skerist úr leik í ESB liggi öll hjá þeim. Eftir í sam- starfinu verði 27 þjóðir sem Bretar þurfi að fara bónarleið til um viðskipti og samstarf. Þessi uppsetning var fyrirsján- leg en er villandi. Á þetta bend- ir Gunnar Rögnvaldsson í pistli sínum. Það, að Bretar yfirgefi ESB, þýðir í íbúafjölda talið að: „Malta Lúxemborg Kýpur Eistland Lettland Slóvenía Litháen Króatía Írland Slóvakía Finnland Danmörk Búlgaría Austurríki Ungverjaland, plús einn þriðji hluti Svía“ myndu yfir- gefa ESB samtímis. Það er meira en helmingur þeirra þjóða sem eftir sitja við brott- för Stóra-Bretlands. Og sé horft til stærðar hagkerfisins samsvarar brottför Bretlands því að öll hagkerfi eftirfarandi 19 landa Evrópusambandsins yfirgæfu það á einu bretti: „Malta Kýpur Eistland Lettland Litháen Slóvenía Króatía Búlgaría Lúxemborg Slóvakía Ungverjaland Grikkland Rúmenía Tékkland Portúgal Finnland Danmörk Írland og Austurríki.“ Þetta eru auðvitað sláandi myndir. Svo sláandi að þær gera skiljanlega óboðlega framkomu ESB gagnvart þjóð sem vill ráða því sjálf hvort hún fari eða veri áfram í þessu sam- bandi, en þær afsaka hana ekki. Áfallið af brottför Breta er meira en látið er. Bætist Ítalía við sem ekki er ólík- legt er lítið eftir} Óheilindi og undirróður gefast illa Í gær lagði þingflokkur Pírata fram frum- varp um nýja stjórnarskrá. Ein helsta ástæðan fyrir því er óljós staða stjórn- arskrármálsins í höndum núverandi ríkisstjórnar. Krafan um nýja stjórnarskrá var ein af helstu kröfum búsáhaldabyltingarinnar árið 2009. Í kjölfar hennar var ný stjórnarskrá samin af þjóðinni á þjóðfundum og í samráðsferli stjórn- lagaráðs. Þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 2012 að sú vinna skyldi verða grundvöllurinn að nýrri stjórnarskrá. Nú rúm- um sex árum seinna hefur lítið gerst. Frumvarp Pírata er grundvallað á tillögu stjórnlagaráðs en felur einnig í sér að tekið hef- ur verið tillit til þeirra umsagna og álita sem bárust við meðferð málsins á Alþingi ásamt þeirri vinnu sem fram fór í kjölfarið. Frum- varpið felur í sér rökrétt framhald af nýju stjórnar- skránni eins og frá var horfið árið 2013. Með þessu móti er staða málsins dregin skýrt fram. Umræða um nýju stjórnarskrána fer yfirleitt fljótlega í sama farið, deilur um útfærslur og orðalag einstakra ákvæða og hvort uppi verði einhver lagaleg óvissa. Um- ræðan er mikilvæg, en hún á ekki að standa í vegi fyrir lýðræðinu. Þjóðin kaus. Niðurstaðan var að aukinn meirihluti vildi nýja stjórnarskrá sem grundvallast á frumvarpi stjórnlagaráðs. Það er staðan sem við búum við og það eina sem breytir einhverju þar um er önnur atkvæðagreiðsla. Þingmenn bera skyldu til að bregðast við niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar vegna þess að valdið til að velja sér stjórn- arskrá er hjá þjóðinni. Ríkisstjórnir hafa síðastliðin ár beitt þjóðina málþófi með því að festa stjórnarskrármálið í nefnd eða neita því um afgreiðslu á þingi og með því komið í veg fyrir frekari aðkomu þjóðar- innar. Það á ekki að þurfa að sannfæra neinn um að þingið eigi að staðfesta breytingar á stjórnarskránni. Þjóðin er búin að kjósa og samþykkja það með auknum meirihluta. Þinginu ber að fylgja vilja þjóðarinnar, enda starfar það í umboði hennar. Því hefur verið haldið uppi að skera verði úr um ákveðin álitaefni á hinum pólitíska vett- vangi fyrst en staðreyndin er sú að það hef- ur þegar verið gert í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nýja stjórnarskráin getur aldrei orðið önnur en sú sem grund- vallast á frumvarpi stjórnlagaráðs, enda er það sú sem þjóðin kaus að skyldi liggja til grundvallar nýrri stjórn- arskrá. Pólitískur ágreiningur um tiltekin úrlausnarefni verður að víkja fyrir frumvarpi stjórnlagaráðs. Það þarf pólitíska sátt til þess að breyta frumvarpinu en ekki til þess að breyta stjórnarskránni. Sú sátt er komin frá þjóðinni. bjornlevi@althingi.is Höfundur er þingmaður Pírata. Björn Leví Gunnarsson Pistill Það er komin sátt í stjórnarskrármálinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Flótta- og farandfólk geturborið með sér heilsuvá tilþess lands sem förinni erheitið og það kann að verða útsett fyrir nýjum áhættuþáttum á leiðinni eða á áfangastað. Flutningur- inn og reynslan af honum getur breytt tíðni ákveðinna sjúkdóma, gert hana annaðhvort betri eða verri en í upprunalandinu. Eftir því sem flótta- og farandfólk dvelur lengur á áfangastað kann heilsan að líkjast heilsu gestgjafanna.“ Segir frá þessu í nýrri skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt, en skýrslan, sem tekur til heilsu flótta- og farandfólks, nefnist Report on the health of refu- gees and migrants in the WHO Euro- pean Region. Skýrsluhöfundar benda á að slæmt heilbrigðiskerfi í uppruna- landi, skortur á hreinum vistarverum og mengað vatn, áður eða eftir að lagt er af stað til nýrra heimkynna, auka líkur á alls kyns sýkingum, þ.m.t. sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir með almennum bólusetn- ingum. Vegna þessa segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nauðsynlegt að verja þetta fólk fyrir sjúkdómum, s.s. berklum, HIV og lifrarbólgu. Skortur á bólusetningum Í skýrslunni er bent á að flótta- og farandfólk sé almennt við góða heilsu og eru því litlar líkur á því að íbúar móttökuríkisins smitist af ein- hverjum smitsjúkdómum vegna komu þessa fólks til Evrópu. Skortur á bólusetningum er hins vegar áhyggjuefni að mati Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. „Af ýmsum ástæðum gæti flótta- og farandfólk komið til Evrópu með ókláraða eða truflaða bólusetninga- skrá, sem gerir það um leið ber- skjaldað fyrir sjúkdómum sem koma má í veg fyrir með bólusetningum,“ segir í skýrslu WHO, en þetta gæti einnig ógnað heilsu þeirra sem óbólu- settir eru í móttökuríkinu. „Börn eru um 25% flóttamanna og farandfólks og eru þau sá hópur sem er í mestri hættu á að fá sjúk- dóma sem bólusett er fyrir þar sem þau gætu hafa farið á mis við bólu- setningar. Sem dæmi, börn sem fluttust búferlum til Þýskalands voru þrisvar sinnum líklegri til að vera óbólusett fyrir mislingum en börn móttökuríkisins,“ segir í skýrslu WHO, en sambærilegar tölur eru einnig yfir þau börn sem fluttu til Ítalíu og Spánar. Í skýrslunni er einnig bent á að um 40% þeirra sem greinast með HIV innan Evrópusambandsins eru einstaklingar fæddir utan þess. Um- talsverður hluti þeirra farand- og flóttamanna sem greinast með HIV eru aftur á móti sagðir hafa smitast í móttökuríkinu. Á þetta einnig við um þá sem koma frá ríkjum þar sem HIV-smit er algengt meðal fólks. Einnig ber mikið á þunglyndi og kvíða meðal þessa hóps og er það sagt tengjast tímafreku hælisferli, atvinnuleysi og einangrun. „Áfallastreituröskun virðist vera útbreiddari meðal flóttamanna og hælisleitenda en íbúa móttökurík- isins. Reglulega er tilkynnt um dep- urð og kvíða meðal flótta- og farand- fólks í tímafreku hælisferli og lélegu félagslegu umhverfi, s.s. atvinnuleysi og einangrun,“ segir einnig í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Þá er þar einnig bent á að áfengis- og fíkniefnaneysla meðal þessa hóps er almennt mun minni en meðal íbúa móttökuríkisins, einkum í Norður-Evrópu. WHO segir heilsuna almennt vera góða AFP Bjargað Hópur flóttamanna sést hér um borð í bát sem fannst vélarvana við strendur Líbíu um síðastliðna helgi. Fólkið var í kjölfarið flutt í gæsluskip. Árið 2017 voru á heimsvísu 258 milljón manns sem bjuggu utan síns heimalands. Á starfssvæði WHO í Evrópu búa 920 milljónir manna og um 10% þeirra eru einstaklingar sem flutt höfðu þangað frá heimalandinu. „Fólksflutningar eru eitt af því sem einkennir okkar tíma. Í heimi nútímans, sem markast af fjárhagslegum ójöfnuði, upp- lýsingaflæði og góðum sam- göngum, eru sífellt fleiri sem flytjast búferlum í leit að bættu lífi fyrir sig og fjölskyld- una,“ segir Zsuzsanna Jakab, yfirmaður svæðisskrifstofu WHO í Evrópu, í formála skýrsl- unnar. Langflestir flytja til annars lands í leit að atvinnu. Ofbeldi, vopnuð átök, náttúruhamfarir og brot á mannréttindum eru einnig ástæða þess að fólk flyst búferlum, að sögn Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar. 258 milljónir í öðru landi FÓLKSFLUTNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.