Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Á undanförnum ár- um hefur lögreglan kallað eftir auknum mannskap í sínar raðir. Nefnd sem skipuð var eftir ályktun Alþingis skilaði skýrslu í mars 2013 og komst að þeirri niðurstöðu að þá vant- aði 236 lögreglumenn í lögreglulið landsins. Niðurstaða nefndar- innar var að stórefla þyrfti lögregl- una. Ríkislögreglustjóri mat það á þeim tíma að lögreglumenn þyrftu að vera að lágmarki 860 á landinu, en samkvæmt svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn greinarhöf- undar sl. vor, voru þeir þá 636 en að auki voru 85 ómenntaðir afleysinga- menn að störfum. Samkvæmt þessu vantar því 220 lögreglumenn ef upp- fylla ætti þær kröfur sem ríkislög- reglustjóri setti sem lágmarkskröfu fyrir fimm árum síðan. Frumkvæðisvinna lögreglu Frumkvæðisvinna er hið fyrsta sem leggst af hjá lögreglu þegar mannskapur er ekki nema rétt næg- ur til að sinna brýnustu útköllum. Hún felst í því að lögreglan geti sinnt eftirliti og unnið að því að upp- lýsa afbrot sem ekki eru beinlínis til- kynnt henni. Þetta felur í sér að fylgjast með viðskiptum með ólögleg vímuefni á netinu og á starfssvæð- inu, að huga að ýmsum ábendingum sem til hennar berast eða hún kemst að snoðir um eftir öðrum leiðum, svo að örfá dæmi séu tekin um slíka vinnu. Allir þekkja umferðareftir- litið sem ekki gefst tími til að sinna ef útköll eru svo tíð að vaktin er upp- tekin í þeim hverja stund. Útkallslögregla Ef lögregla er fáliðuð og verkefnin mörg gefst enginn tími eða tækifæri til að sinna þessari frumkvæðisvinnu og slík lögregla var áður fyrr upp- nefnd útkallslögregla. Lögreglan beið á varðstofunni eftir því að sím- inn hringdi og hún kölluð til vegna afbrota eða til aðstoðar. Sú tegund lögreglu var aflögð með hugarfars- breytingu fyrir síðustu aldamót, í þá átt að lögreglan ætti einnig, með beinum hætti, að stemma stigu við afbrotum og vera fyrr á ferðinni í viðbrögðum sínum. Hverjum gat þá dottið í hug að lögreglan yrði svo fá- liðuð að hún neyddist í raun til að taka upp fyrri iðju, þ.e. að sinna mestmegnis útköllum? Varnaðaráhrif Með því að koma lögum yfir þá sem afbrot fremja vinnur lögreglan ákveðið forvarnarstarf sem hefur áhrif til varnaðar því að aðrir freistist til þess að fremja afbrot. En starf lögreglu þarf að vera meira en svo, lögreglan þarf að vera sýnileg til þess að borgararnir finni til öryggistilfinn- ingar og hún geti skor- ist í leikinn ef afbrot eru framin sem ekki hafa beinar af- leiðingar í för með sér, svo sem um- ferðarlagabrot. Nú á tímum eru mörg afbrot framin með flóknum aðferðum í netheimum. Lögreglan þarf að hafa tíma til þess að huga einnig að þess háttar hættum. Forvarnarstarf lögreglu Hið eiginlega forvarnarstarf lög- reglu hefur snarminnkað á liðnum árum. Nú heyrir nánast til undan- tekninga að lögregla heimsæki skóla og ræði við börn og unglinga um hættur, afbrot og réttindi þeirra í samfélaginu. Lúlli löggubangsi ligg- ur rykfallinn á flestum lögreglu- stöðvum, hættur að gleðja og upp- lýsa skólabörnin. Hlutfall þeirra sem segjast hafa fengið fræðslu hjá lögreglu fer lækkandi, en þátttaka í forvarnarstarfi lögreglu eykur líkur á jákvæðu viðhorfi til lögreglu. Tengsl lögreglu við ungmennahópa í einstökum hverfum og í bæjum hafa þurft að sitja á hakanum vegna manneklu, sem er sárgrætilegt, því viðurkennt er að því fyrr sem við náum til unglinga sem leiðst hafa á glapstigu, þeim mun meiri líkur eru á að snúa þeim á rétta braut. Efling lögreglunnar Nauðsynlegt er að lögreglumönn- um verði fjölgað nægilega til þess að hún geti sinnt þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún þarf að fást við og að henni séu búin viðunandi starfsskilyrði á alla lund. Lögreglan verður að geta sinnt bæði mikilvægu forvarnarstarfi sínu og frumkvæðis- vinnu. Slökkva elda sem þegar loga Eftir Karl Gauta Hjaltason »Ef lögregla er fálið- uð og verkefnin mörg gefst enginn tími til að sinna frumkvæðis- vinnu og slík lögregla var áður fyrr uppnefnd útkallslögregla. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er alþingismaður utan flokka. Þekkt eru í hagfræð- inni engilsaxnesku orðatiltækin Dutch di- sease, natural resource curse og the paradox of plenty, sem öllum er ætlað að lýsa þeirri merkilegu staðreynd að lönd með gnægðir nátt- úruauðlinda upplifðu minni hagvöxt en lönd með takmarkaðri auð- lindir. Á ráðstefnu Landsvirkjunar þann 15. janúar sl. um orkumarkaði í mót- un: verðmætasköpun og þjóðarhag, vísaði Magnús Árni Skúlason hag- fræðingur til framsýni frumkvöðla um stofnun Landsvirkjunar, sér- staklega til orða Jóhannesar Nordals á iðnþingi 1965 um að ef við hefðum byrjað að virkja fyrr, þá hefðum við getað átt skuldlausar stórar virkjanir þegar á árinu 1965. Með öðrum orð- um, ef hugmyndir Einars Ben. og fleiri um virkjanir snemma á 20. öld- inni hefðu orðið að veruleika með svipuðum hætti og í Noregi, þá hefði á árinu 1965 verið hægt að byrja arð- greiðslur, af sama meiði og þær sem nú eru boðaðar frá Landsvirkjun. Við glötuðum þarna tækifæri til hagsæld- ar, ekki af því að við ættum ekki auð- lindina, heldur vegna þess að við nýtt- um hana ekki skynsamlega. Og það á tímum þar sem aukin hagsæld var jafnvel meira mál en í dag. Þar sem jákvæð umhverfisáhrif virkjana voru jafnvel enn meiri en í dag. Í opnugrein laugardagsblaðs Morgunblaðsins þann 19. janúar sl. fjallaði Tómas Ingi Olrich af yfirveg- un um orkumál og þriðja orkupakk- ann svonefnda. Nefnist greinin „For- gjöf Íslendinga“. Vísar hann þar til skrifa undirritaðs í Bændablaðið um þriðja orkupakkann og tekur þar upp eftirfarandi texta sem birtist í grein minni: „þá breyti það engu um rétt aðildarríkis til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkulindir þeirra eru nýtt- ar, hvaða orkugjafa það velur og al- menna tilhögun orkuafhendingar“. Segir hann svo að tilvitnunin sé rétt, svo langt sem hún nái. Það er rétt að út- skýra fyrir lesendum, að utan fyrstu fjögurra orða tilvitnunarinnar þá er um að ræða beina til- vitnun í ákvæði 194(2) í stofnsáttmála Evrópu- sambandsins (TFEU). Í grein sinni segir Tómas Ingi að aðild að þriðja orkupakkanum breyti því ekki að Ís- lendingar geti haldið áfram að ákveða með hvaða skilyrðum orkulindir okkar væru nýttar. Ég er sammála því. Hann bendir því næst á, að okkur yrði hins vegar ekki heimilt að setja skilyrði er mismuni kaupendum ork- unnar. Að Íslendingar gætu þannig ekki sett reglur sem banni fyrir- tækjum eða ríkjum ESB aðgang að íslenskri orku. Ég er einnig sammála því. Tómasi Inga láðist hins vegar, og hann er fjarri því að vera einn um það, að upplýsa lesendur um að þriðji orkupakkinn breytir hér engu. Þegar í dag er óheimilt að setja reglur sem banna fyrirtækjum eða ríkjum ESB aðgang að íslenskri orku. Og hefur verið lengi. Það er mikilvægt, þegar fjallað er um þriðja orkupakkann, að greina á milli stöðunnar eins og hún er í dag og hver hún yrði eftir innleiðingu hans. Aðili sem vill í dag leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu býr við sama frelsi til þess og hann myndi búa við eftir að þriðji orkupakkinn hefði verið innleiddur. Það er þó misvísandi að tala um frelsi í þessu sambandi, því langsótt er að einkaaðilar myndu ráð- ast í slíka framkvæmd án velvilja stjórnvalda og hægt að rökstyðja að viðkomandi gæti það ekki. Líkt og telja verður langsótt að einkaaðili ráðist í jarðgangagerð eða tvöföldun stofnbrauta án velvilja yfirvalda. Líkt og við Austfirðingar gátum al- mennt sætt okkur við virkjana- framkvæmdir við Kárahnjúka af því að við nutum þeirra í formi atvinnu- uppbyggingar innan okkar sam- félags, þá er skiljanlegt að Íslend- ingar vilji njóta afraksturs orku- auðlinda okkar á Íslandi, en ekki með útflutningi hennar um sæstreng. Eða eins og Jóhannes Nordal sagði þegar talið barst að sæstreng í viðtali í Morgunblaðinu árið 1995: „Það hlýt- ur að vera þjóðhagslega hagkvæmara fyrir okkur að öðru jöfnu að selja þessa orku innanlands.“ En jafnvel þó við séum þessarar skoðunar, þá megum við Íslendingar ekki falla í þá gryfju að láta ákvarð- anatöku um löggjöf í orkumálum ráð- ast af tilfinningum. Þar verðum við að byggja á staðreyndum. Temjum okk- ur hina skynsamlegu nálgun sem Jó- hannes Nordal viðhafði í ofangreindu viðtali er hann sagði: „En á hinn bóg- inn verður að hafa í huga að orkulind- ir okkar eru svo stórar að mjög ólík- legt er að við getum nýtt þær allar í fyrirsjáanlegri framtíð með því að byggja upp orkufrekan iðnað. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að ef útflutningur reynist vera hagkvæmur þá eigum við að nýta okkur það tæki- færi.“ Áréttað er að sá er hér ritar er alls ekki sérstakur talsmaður þess, að sæ- strengur verði lagður. Það er í raun merkilegt, að umræða um þriðja orkupakkann sé látin snúast um af- stöðu til sæstrengs. Því það er rangt. Við sem þjóð verðum að gæta okkar hagsmuna. Slíka hagsmunagæslu skulum við byggja á staðreyndum. Látum þriðja orkupakkann njóta sannmælis og tökum ákvörðun um framhald hans á grundvelli þess sem hann raunverulega er. Hver sem ákvörðunin verður. Eftir Hilmar Gunnlaugsson » Það er í raun merkilegt að umræða um þriðja orkupakkann sé látin snúast um afstöðu til sæstrengs. Því það er rangt. Hilmar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður með LLM í orkurétti, búsettur á Egilsstöðum. hilmar@sokn.is. Forgjöf eða hollenskur sjúkdómur? Ekki gat hjá því farið að þjóðin legði sér til skammdegismál í þetta sinn, enda desember og hálfur janúar með dimm- asta móti. Þá er upplagt að rífast um klukkuna, og nú vildu menn seinka henni en ekki flýta eins og þegar Vilhjálmur Egilsson var á þingi. Þegar sumartíminn var lögtekinn 1968 sem heilsárstími færðu menn þau rök fyrir því að hætta „að hringla með klukkuna“, að það væri mikið verk að stilla klukkur og að „hringlið truflaði áætlanir flugvéla“ til dæmis. Nú hef ég verið staddur, vor og haust, í löndum sem breyta klukk- unni, flýta á vorin og seinka á hausti, og ég hef ekki orðið var við nein óþægindi, nema að það er ögn svalara á morgnana fyrst eftir að klukkunni er flýtt og maður tekur eftir að sólin gengur fyrr undir þegar vetrartíminn tekur við. Flugvélar og rútur ganga sína leið sem áður og flestir una glaðir við sitt. Mín tillaga er að við tökum aftur upp breytta klukku. Það hefur sína kosti og bæði morgunsinnar og síðdegis- sinnar fá það sem þeir vilja. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Klukkan tifar Sólargangur Hvor er betri kvöldsólin eða morgunsólin? Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.