Morgunblaðið - 22.01.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
✝ Þorsteinn Sig-urðsson fædd-
ist í Reykjavík 26.
mars 1931. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 12.
janúar 2019.
Þorsteinn var
sonur hjónanna
Lilju Marteins-
dóttur húsfreyju,
f. 12. maí 1894, og
Sigurðar Þor-
steinssonar kaupmanns, f. 5.
september 1888, og bjuggu
þau á Freyjugötu 11a í
Reykjavík.
Alsystkini Þorsteins voru
Ólafur, Jarl, Marteinn, Sig-
urður, María og Lilja. Elsta
systkini hans var fætt 1921 og
var Þorsteinn yngstur, fæddur
1931. Systkini Þorsteins sam-
feðra voru Hilmar, Gylfi og
Kristín. Móðir þeirra var
Anna Sigurðardóttir. Kristín
er ein eftirlifandi úr systkina-
hópnum.
Þorsteinn kvæntist 6. mars
1954 Erlu Hermínu Þorsteins-
dóttur, f. 31. ágúst 1929. For-
Tayar, f. 3. janúar 1966. Dótt-
ir þeirra er Nóa Tayar. 4)
Lilja, f. 22. maí 1967, maki
Sverrir Ágústsson, f. 22. maí
1965. Börn þeirra eru a) Anna
Katrín, sambýlismaður Marijn
van der Woude, b) Erla
Steina, sambýlismaður Einar
Gauti Ólafsson, c) Styrmir
Steinn, d) Grímur Garri.
Þorsteinn ólst að hluta upp
hjá hjónunum Rannveigu og
Halldóri á Grjótlæk á Stokks-
eyri. Hann gekk í Austur-
bæjarskóla en fór ungur að
vinna fyrir sér og starfaði við
vélaviðgerðir alllengi hjá
Reykjavíkurborg. Um miðjan
sjötta áratuginn stofnuðu Þor-
steinn og félagi hans fyrir-
tækið Jarðvinnsluna sem tók
að sér ýmis jarðvinnuverkefni
og var Þorsteinn fram-
kvæmdastjóri þess á annan
tug ára. Seinni hluta starfs-
ævinnar rak Þorsteinn bif-
reiða- og réttingaverkstæði í
Síðumúla 25. Hann var með-
limur í Kiwanis-klúbbnum
Heklu í rúm fimmtíu ár og
var meðal annars forseti
klúbbsins í tvígang, auk þess
sem hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir hreyf-
inguna.
Útför Þorsteins fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 22.
janúar 2019, klukkan 15.
eldrar hennar
voru Þorsteinn
Halldórsson prent-
ari, f. 26. septem-
ber 1900, og Sara
Hermannsdóttir
húsfreyja, f. 4.
apríl 1899.
Börn Þorsteins
og Erlu eru: 1)
Sara Bertha, f. 31.
desember 1955,
maki Kristinn
Hilmarsson, f. 24. október
1955. Börn þeirra eru a) Hilm-
ar, sambýliskona Erla Rut
Káradóttir, saman eiga þau
tvö börn, b) Hildigunnur, maki
Rafn Markús Vilbergsson,
saman eiga þau þrjár dætur.
2) Sigríður Halldóra, f. 21.
mars 1958, maki Páll Ásgeir
Pálsson, f. 9. desember 1955.
Börn þeirra eru a) Erla, b)
Þorsteinn, maki Þórhildur
Jónsdóttir, saman eiga þau
þrjár dætur, c) Ása Lind, sam-
býlismaður Ísak Gunnarsson,
saman eiga þau eina dóttur, d)
Lilja Rós. 3) Sigurður, f. 18.
nóvember 1965, maki Caroline
Elsku pabbi, ég veit að nú skil-
ur leiðir en er samt ekki búin að
meðtaka það. Við höfum alltaf ver-
ið mikið saman en síðustu mánuði
meira en nokkru sinni, ég finn
ennþá fyrir þér hjá mér og það er
notalegt.
Síðustu daga hafa margar
minningar komið fram í hugann
og ég get ekki annað en brosað
með sjálfri mér. Í gegnum tíðina
hefur mér og fleirum í fjölskyld-
unni dottið í hug að biðja þig um
ótrúlegustu hluti. „Pabbi, þessi
hálskeðja er silfurlituð og ég þarf
mjög nauðsynlega að fá hana
svarta!“
Næsta dag lá hún á borðinu
mínu svört. Eftir að ég eltist
breyttist þetta ekki mikið: „Pabbi,
það væri svo sniðugt að snúa þess-
um skáp við og láta hann opnast
fram á gang“ og fyrir töfra gerðist
það.
Tengdasonum þínum var í
fyrstu ekki alltaf skemmt yfir
þessari heilögu trú dætranna en
lærðu fljótt að meta það hversu
liðtækur þú varst, úrræðagóður
og snöggur að bjarga og redda
hlutunum. Þú varst bónbesti mað-
ur sem ég þekki og alltaf gerðir þú
hlutina með stakri ró og gleði.
Þú hafðir yfirgripsmikla þekk-
ingu og færni á svo mörgum svið-
um – rafmagn, lagnir, smíðar,
bílaviðgerðir – og áttir ekki í vand-
ræðum með að bjarga þér á
saumavél.
Þú varst eins og leitarvélar nú-
tímans; ótrúlega fróður um alla
hluti og þekktir staðhætti innan-
lands sem utan, nöfn á bæjum, ám
og fjöllum um landið þvert og
endilangt.
Þið mamma voruð eins og hvor
sín hliðin á sama peningnum og
nutuð lífsins saman. Mikill gesta-
gangur á Lambó alla tíð, stundum
eins og lestarstöð og lítið gisti-
heimili.
Ætíð var setið við eldhúsborðið
og spjallað um lífið og tilveruna.
Þú hafðir mikinn og einlægan
áhuga á lífi okkar allra og
þreyttist ekki á að fá fréttir og
hvetja okkur til dáða.
Þú varst gæddur þeim eigin-
leika að búa ekki til vanda fyrir-
fram heldur takast á við vandann
þegar og ef hann kom upp. Það er
góður eiginleiki og gaf þér svo
góða nærveru.
Ég veit alveg hvað þú ert að
gera núna og vona ég að allt gangi
vel.
Þú kemur svo og sækir mömmu
þegar allt er tilbúið, ekki gleyma
gleym-mér-ei-unum.
Elska þig elsku pabbi minn og
ég veit að þú elskar mig.
Þín dóttir,
Lilja.
Það hvarf á braut, sem aldrei aftur
kemur
í orðum, formum, litum, tónastraumi.
Vér skynjum óljóst, eins og væri’ í
draumi,
þann undramátt, er hvergi staðar
nemur.
Og þótt vér kannski kjósum annað
fremur,
þá knýr hið nýja’ á dyr með firna valdi,
hver aldan rís með hærri’ og hærri faldi
hvort hlaupið stendur lengur eða
skemur.
Og þú ert sjálfur annar en þú varst
og annað nú sem vekur hryggð og gleði
en forðum, meðan æskan átti völd.
Þótt allir dagar eigi’ að lokum kvöld
skal eigi bera þungan harm í geði,
En standa af sér strauma’ og bylja
kast.
(Þorsteinn Halldórsson)
Minning þín lifir, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Sigríður Halldóra
(Sigga Dóra).
Ég kynntist Þorsteini tengda-
föður mínum fyrst í kringum 1975
þegar ég fór að heimsækja dóttur
hans á Lambastekkinn.
Þorsteinn var mikill fjölskyldu-
maður og naut þess þegar fjöl-
skylda hans var öll samankomin.
Þorsteinn var ekki maður
margra orða en fljótlega fann ég
að mér var leyfilegt að setjast með
fjölskyldunni við matarborðið, þar
fylgdist ég með honum skammta
fjölskyldunni á diskana og ef fisk-
ur var á borðum þá hreinsaði hann
fiskinn fyrir alla. Þannig var Þor-
steinn.
Einhvern tíma sannfærðist
Þorsteinn um að dóttir hans hefði
kannski fundið dreng sem var
þess virði að halda í. Þá sagði hann
okkur, að þar sem unga fólkið í
dag væri svo ábyrgðalaust og
hlypi frá hvort öðru ef eitthvað
bjátaði á, þá væri það eina rétta að
við Sigga myndum gifta okkur.
Þannig var Þorsteinn, við Sigga
bara hlýddum.
Það var alltaf gott að leita til
Þorsteins og fljótlega lærði ég að
kaupa ekki bíla nema hafa hann
með í ráðum. Eins og oft er með
unga menn þá horfa þeir frekar á
útlitið en gæði, þegar kemur að
bílakaupum.
Þorsteinn var fljótur að sann-
færa mig um að í bílakaupum
horfði maður til þess sem var und-
ir húddinu, frekar en á útlitið.
Þannig að ég hef aldrei átt franska
bíla.
Ef bíllinn bilaði þá var Þor-
steinn alltaf tilbúinn að hjálpa og
aðstoða og gera við og veit ég að
mörgum fjölskyldumeðlimum
hjálpaði hann í gegnum tíðina á
verkstæðinu sínu í Síðumúlanum.
Þorsteinn sá um bílana.
Eftir því sem fjölskyldan
stækkaði og barnabörnunum
fjölgaði þá fjölgaði samverustund-
unum á Lambastekknum þar sem
Magga og Bósi og fjölskylda
þeirra voru hluti af órjúfanlegri
heild.
Bósi kvaddi okkur langt fyrir
aldur fram í maí 2012 og nú þegar
Þorsteinn er farinn frá okkur sé
ég þá félaga og vini fyrir mér þar
sem þeir sitja saman og rifja upp
gamlar minningar, þar er ábyggi-
lega mikið hlegið. Blessuð sé
minning þeirra beggja.
Þorsteinn var öflugur innan
Kiwanis-hreyfingarinnar og starf-
aði þar í yfir fimmtíu ár. Í fjölda
ára fórum við tengdasynir Þor-
steins og Bósi með honum á svo-
kölluð lambaréttakvöld sem Kiw-
anis hélt til að safna peningum til
góðgerðarmála. Þorsteinn bauð
okkur alltaf áður á Lambastekk-
inn þar sem meðal annars var far-
ið yfir öll pólitísk vandamál og þau
leyst. Þorsteinn treysti alveg
einum sérstökum flokki til þess.
Ég er sammála systur minni
sem sagði þegar ég tilkynnti henni
lát Þorsteins að Þorsteinn hefði
verið góður maður.
Þorsteinn var góður maður sem
unni og passaði vel upp á fjöl-
skylduna sína og fyrir það verðum
við alltaf þakklát.
Elsku Erla mín, missir þinn er
mikill en í anda Þorsteins þá
veistu að fjölskyldan þín gætir þín
þangað til þið hittist á ný.
Þorstein kveðjum við núna með
þakklæti fyrir samveruna og í
þeirri vissu að hann er meðal vina.
Páll Ásgeir Pálsson.
Afi okkar var hreystimenni,
hann sást ekki öðruvísi en í
stuttermaskyrtu og alltaf á fullu
að gera eitthvað. Á sama tíma og
hann var alltaf á fullu þá var hann
rólegur maður og þolinmóður og
gaf sér alltaf tíma til að spjalla við
mann og aðstoða.
Afi var alltaf í stuttermabol af
því að honum var alltaf heitt og lét
sér lynda að amma var með alla
ofna í botni og 28 gráður í eldhús-
inu.
Þegar fyrsti bíllinn var keyptur
og flestir á eftir þá fengum við öll
hjálp frá afa og það sem mikilvæg-
ara var að hann útskýrði fyrir okk-
ur hvað skipti máli við kaup á bíl-
um og þegar eitthvað klikkaði þá
var kíkt til afa og hann var alltaf
tilbúinn að hjálpa. Hann var alltaf
að kenna manni eitthvað en hver
stund var nýtt sem lærdómur.
Allt frá því við systkinin mun-
um eftir okkur hafa afi og amma
búið á Lambastekk eða Lambó
eins og öll fjölskyldan kallar það.
Alltaf leið manni jafn vel að koma
þangað því afi og amma pössuðu
upp á að hlýleikinn umvefði mann.
Enda eru kærustu minningarnar
frá Lambó að sitja í eldhúsinu og
spjalla við afa og ömmu en þar
voru drukknir ófáir kaffibollarnir
saman.
Afi var mikill fjölskyldumaður
og þótti vænt um og var stoltur af
fólkinu sínu.
Afi og amma hafa alltaf haldið
jólaboð á annan í jólum síðan 1977
þar sem öll fjölskyldan hittist og
afi var mjög duglegur að taka
myndir í boðunum og passaði að
það væru teknar myndir af öllum,
þessi albúm eru reglulega tekin
upp og er ómetanlegt fyrir okkur
að eiga þau.
Afi okkar var einnig mjög
þrjóskur maður og neitaði hann
alltaf að kaupa uppþvottavél, sem
ekkert af barnabörnunum skildi
en samkvæmt afa þurfti það sko
ekki og eru því minningarnar úr
jólaboðunum oft um afa að vaska
upp inni í eldhúsi.
Eitt af því sem hefur verið okk-
ur dýrmætt í gegnum okkar ævi
með afa er að við höfum átt svo
mörg skemmtileg samtöl um lífið
og í rauninni allt milli himins og
jarðar.
Afi var vel lesinn, fullur af fróð-
leik og kenndi hann okkur að ef
maður veit ekki eitthvað þá leitar
maður sér upplýsinga um það.
Afi var svo mikil fyrirmynd í
öllu, bæði því að vera áhugasamur
um hluti og höfum við tileinkað
okkur það og alltaf lesið mikið,
annað sem afi kenndi okkur og
hefur verið okkur dýrmætt að
fylgjast með eru hans samskipti
við ömmu okkar. Afi var alltaf svo
góður við ömmu og var kossaflens
á milli þeirra alla tíð.
Afi og amma hefðu fagnað 65
ára brúðkaupsafmæli þann 6.
mars næstkomandi. Þeirra ást var
sönn og fátt yndislegra en að upp-
lifa ástríkt samband þeirra og
innileikinn á milli þeirra til síðasta
dags er eitthvað sem við metum
mikils og hefur verið okkur mik-
ilvægt veganesti út í lífið. Til
marks um ástina og hrifninguna
milli þeirra brosum við systkinin
við minninguna um það að amma
var að punta sig fyrir afa allt fram
á síðasta dag.
Elsku afi, við kveðjum þig og
syrgjum en góðu minningarnar og
þakklætið eru sorginni yfirsterk-
Þorsteinn
Sigurðsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær bróðir, mágur og frændi,
SVANUR ARNAR JÓHANNSSON
skipstjóri,
Kleppsveg 128,
lést sunnudaginn 13. janúar á Skjóli.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
23. janúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Umhyggju - félag langveikra barna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn Jóhannsson
Ástkær eiginkona mín,
HJÁLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
Asparfelli 2,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
13. janúar. Útför hennar fer fram frá
Guðríðarkirkju fimmtudaginn 24. janúar
klukkan 13.
Halldór Stefánsson
og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Reykjanesbæ, þriðjudaginn 15. janúar.
Útförin verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju
föstudaginn 1. febrúar klukkan 13.
Lilja Eyþórsdóttir Einar J. Þorgeirsson
Sigmundur Eyþórsson Hafrún Jónsdóttir
Bjarni Thor Kristinsson Lilja Guðmundsdóttir
og fjölskyldur
Faðir okkar og afi,
HARALDUR V. HARALDSSON
arkitekt,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 16. janúar.
Útför fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
6. febrúar klukkan 13.
Haraldur, Hermann, Hörður, Hinrik
og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELSA VALGARÐSDÓTTIR
frá Hjalteyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði þriðjudaginn 15. janúar.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. janúar
klukkan 13.
Örn Ingólfsson
Valgarður Arnarson Anna María Antonsdóttir
Guðlaug L Arnardóttir
Ingólfur Örn Arnarson Erla Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn, faðir, bróðir okkar,
mágur og frændi,
ÞORLEIFUR HARALDSSON
frá Haga í Nesjum,
sem lést 8. janúar verður jarðsunginn frá
Hafnarkirkju laugardaginn 26. janúar,
klukkan 11.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á námssjóð í nafni dóttur hans, Maríu Sólar
Þorleifsdóttur: Rnr.: 0314-13-300278, kt.111105-2430.
Guðrún Finnsdóttir
María Sól Þorleifsdóttir
Kristín Edda Gunnarsdóttir
Harpa Cilia Ingólfsdóttir Ivon Stefán Cilia
Sigrún Brynja Haraldsdóttir Þorvaldur Helgason
Gunnar Björn Haraldsson Sara Hjörleifsdóttir
Halldór Sölvi Haraldsson Anna Halldórsdóttir
Elín Dögg Haraldsdóttir Örvar Hugason
Rakel Ósk Sigurðardóttir S. Alexander Ásmundsson
Edilon Númi Sigurðarson
og systkinabörn