Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 ari. Þú hefur markað líf okkar allra og sá sem auðgar líf annarra hefur svo sannarlega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Þín barnabörn, Erla, Þorsteinn, Ása Lind og Lilja Rós. Elsku besti afi okkar. Nú skilur leiðir okkar í bili og getum við ekki lýst því í orðum hversu tómlegt lífið verður án þín. Þú og amma hafið alltaf verið stór partur af okkar lífi og eigum við óteljandi minningar saman, dýrmætar minningar sem munu fylgja okkur alla tíð. Strax frá unga aldri vorum við mikið á Lambó og hefur það alltaf verið okkar annað heimili. Það var ósjaldan sem við fengum að gista hjá ykkur ömmu og minnumst við þess með brosi á vör. Það sem þú dekraðir við litlu afastelpurnar þínar. Þú varst alltaf búinn að fylla húsið af kræsingum og bauðst til að sofa á dýnu á gólfinu, svo við gætum kúrt uppi í hjá ömmu. Það var svo notalegt að vakna eld- snemma með þér, fá Cocoa Puffs í morgunmat og spila ólsen-ólsen. Elsku afi, þú hafðir svo innileg- an áhuga á öllu sem við gerðum og þá aðallega hvernig okkur gekk í skólanum. Það var ekkert sem gladdi þig meira og gerði þig stolt- ari en góður námsárangur hjá þínu fólki. Áhugi þinn og einlægur stuðningur á öllum sviðum reynd- ist okkur systrum mikil hvatning bæði í námi og lífinu almennt. Þú elskaðir skilyrðislaust og varst til staðar í einu og öllu. Það var nóg að hringja eitt símtal í afa og þú varst mættur á svæðið, óháð stað og stund. Þú hafðir þann ótrúlega hæfi- leika að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Það var fátt sem þú ekki vissir eða kunnir. Hvort sem okkur vantaði hjálp með prjóna- verkefni í handavinnu eða vildum láta breyta húsgögnum eða sjóða eitthvað saman, það var ekkert verkefni of stórt fyrir þig. Þú varst fróður og vel lesinn og þótti okkur ekkert skemmtilegra en að ræða við þig um öll heimsins mál. Jákvæðni, dugnaður og elja voru þínir helstu eiginleikar. Það sýndi sig best síðustu mánuðina í veikindunum en þú gafst aldrei upp og varst með eindæmum já- kvæður. Þegar maður spurði þig hvernig þér liði var svarið oftast á þá vegu: „Æði, súper, mega.“ Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta nærveru þinnar öll þessi ár. Þú ert og munt alltaf verða okkar helsta fyrirmynd. Við erum þó einstaklega þakklátar fyrir þá miklu samveru sem við fengum með ykkur ömmu síðustu mánuði. Við erum glaðar að hafa getað hjálpað þér þegar þú þurftir mest á því að halda og leyndi það sér aldrei hversu vel þú kunnir að meta það. Elsku afi Steini, þú ert besti afi sem nokkur getur óskað sér og magnaður maður. Við lofum að hugsa vel um ömmu þangað til hún tekur bátinn til þín. Minning- arnar um þig munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Takk fyrir allt, afi okkar. Elskum þig og söknum þín meira en orð fá lýst. Hvíldu í friði. Þínar afastelpur Erla Steina og Anna Katrín. Elsku afi minn. Takk fyrir að hafa staðið eins og klettur, ekki bara við bakið á mér, heldur öllum sem þig snertu og skiptu þig máli, alveg frá því ég man eftir mér. Það eru og munu alltaf vera þvílík for- réttindi að vera hluti af Lamba- stekks-fjölskyldunni og er það nokkuð sem mun alltaf búa í brjósti mér. Þú varst einn af þeim sem ég lít upp til á öllum sviðum, og átt því stóran hlut í mér og minni sýn á hlutina í dag. Ég man þegar þú smíðaðir riffilinn fyrir mig, gafst mér mína fyrstu bíllykla, kenndir mér að gera tvöfaldan windsor-bindis- hnút og kveiktir áhuga minn á vél- um og farartækjum. En þetta er bara brotabrot af minningum sem aldrei gleymast. Takk fyrir allt afi Steini, ég hugsa til þín og farðu vel með þig. Elska þig, þinn Styrmir Steinn. Elsku afi minn, mér finnst skrýtið að þú sért farinn frá mér. Þú varst besti maður sem ég hef kynnst. Þú hefur og munt alltaf vera mín fyrirmynd í öllu. Það er búið að vera ekkert nema heiður að vera partur af þessari fjöl- skyldu. Þú varst reddarinn minn. Ég man þegar ég var lítill og ég þorði ekki að vera einn heima eftir skóla og ég vildi alls ekki fara í Neðstaland og að sjálfsögðu steigst þú inn og komst alla þriðju- daga og fimmtudaga. Þú gafst mér að borða, keyrðir mig á æf- ingar og gerðir allt til að gleðja mig og ég get sagt að þér tókst það. Einnig man ég eftir öllu sem við smíðuðum saman, öllum belt- unum sem þú settir ný göt á fyrir mig og að sjálfsögðu tálgaða lista- verkinu. Þú varst eini afinn sem ég átti og þú einn fyrir mér varst eins og 100. Þú bókstaflega vissir allt, þú gast gert allt og varst mér óend- anlega mikilvægur sem afi og vinur. Því miður er þetta kveðju- stund í bili og ég vil bara að þú vit- ir hvað ég elska þig mikið. Elska þig afi minn, þinn Grímur Garri. Það er komið að kveðjustund, Steini afi er dáinn. Eftir standa minningar um góðan afa sem okk- ur þótti vænt um. Afi var þúsund- þjalasmiður sem gat lagað allt og búið til hvað sem var. Hann var hávaxinn, hraustur og duglegur. Hann var mjög ákveðinn og þrjóskur en á sama tíma svo góð- hjartaður. Við systkinin ólumst upp í Keflavík en amma og afi bjuggu í Reykjavík. Það var ekki alltaf hægt að skreppa í heimsókn en þegar komið var á Lambó fann maður að maður var velkominn. Þar var tekið á móti okkur með kossum og faðmlögum og þegar afi kvaddi gaf hann oft smáaur til að setja í baukinn. Það var margt spennandi hjá afa og ömmu, til dæmis var til vídeótæki sem ekki var til heima og ógrynni af Tomma og Jenna-spólum. En þegar við stækkuðum og uxum upp úr Tomma og Jenna var samt alltaf gott að koma á Lambó og sitja og spjalla í eldhúsinu. Steini afi var mikill fjölskyldu- maður og afar stoltur af sínu fólki. Hann mat menntun mikils og hon- um fannst ekki sjálfsagt að fá það tækifæri að geta gengið mennta- veginn. Sjálfur lagði hann í lífið með tvær hendur tómar og má segja að máltækið Hver er sinnar gæfu smiður hafi lýst hans lífi ágætlega. Hann eignaðist stóru fjölskylduna sem hann vildi, sá vel fyrir henni og byggði hús fyrir fjölskylduna, meira að segja tvisvar. Það væri vægt til orða tekið að afi hafi ekki séð sólina fyr- ir ömmu því hún var einfaldlega sólin hans. Það var varla hægt að finna samrýndari hjón og alltaf var afi að passa hana Erlu sína. Þessa rækt sem afi lagði í fjöl- skylduna sína fundum við afkom- endurnir og þó að við höfum oft dreifst víða um heim þótti okkur alltaf vænt um að koma saman á Lambó um jólin. Við minnumst Steina afa með hlýju og þakklæti fyrir allt. Hilmar og Hildigunnur. Mig langar í örfáum orðum að kveðja elskulegan mág minn. Það var einstök gæfa að eignast góðan vin eins og hann Steina. Ég kynnt- ist honum fyrir tæpum 70 árum þegar hann kom inn í okkar litlu fjölskyldu á Fálkagötunni. Fyrstu árin bjuggu þau Erla systir í næsta húsi við okkur mömmu og pabba. Það var því mikill sam- gangur okkar á milli. Allir sem þekktu Þorstein vissu hve sérlega laginn hann var. Það lék allt í höndum hans. Hann var líka vel lesinn og alltaf var hægt að leita svara við spurningum um menn og málefni líðandi stundar hjá hon- um. Ég held hann hafi kunnað bókina Samtíðarmenn utan að. Eftir að þau Erla systir fluttu með börnin sín úr Vesturbænum á Lambastekk 1 hefði mátt ætla að samgangurinn minnkaði en svo var ekki. Það var alltaf hægt að koma til þeirra í tíma og ótíma, útidyrahurðin alltaf ólæst. Svo voru líka ógleymanlegar ferðir okkar fjölskyldna að Laugarvatni í sumarbústað foreldra okkar. Þar var alltaf gaman. Steini sá til þess að allt væri í föstum skorðum svo allir gætu notið sín. Sameiginlegar utanlandsferðir okkar Benedikts með þeim hjónum báru þess líka glöggt merki að allt utanumhald væri ávallt í lagi. Flogið var til Lúxemborgar og þaðan ekið vítt og breitt um Evrópu. Steini var við stýrið, Bósi með kortið frammi í og við systurnar spjölluðum í mestu makindum aftur í og virtum fyrir okkur það sem fyrir augu bar. Þessar ferðir voru alltaf kall- aðar Flug og bíll og það gekk alltaf allt eins og í sögu. Eina krafan frá Þorsteini var að það varð alltaf að finna matsölustað og snæða í há- deginu. Steini var frekar vanafast- ur en það var alltaf þægilegt að vera í kringum hann. Er ég lít til baka yfir farinn veg á ég þér svo ótal margt að þakka. Guð geymi þig, elsku Steini okkar. Margrét Þorsteinsdóttir og börn. Elsku Steini minn. Nú ertu farinn frá okkur til Friðheima eftir skammvinn veik- indi. Það að þú sért farinn okkur frá verða erfið skref og það að hafa þig ekki hérna lengur verður illskiljanlegt. Þú sem hefur alltaf verið klettur fjölskyldunnar. Þegar ég lít til baka þegar ég og Lilja dóttir þín vorum að kynnast á unglingsaldri þá varstu um það bil á sama aldri og ég er í dag og þú áttir eftir að kenna mér ótal margt. Þú sýndir mér traust, þú kenndir mér hjálpsemi, þú sýndir mér heiðarleika, þú kenndir mér dugnað, elju, trúverðugleika, að halda utan um fjölskylduna og svo margt, margt fleira. Þú varst mér allt og gekkst mér í föður stað. Fyrir það mun ég alltaf vera þakk- látur. Þú varst alltaf til staðar, alveg sama hvað gekk á, hvort sem það voru flutningar, bílavandræði okkar hjóna, framkvæmdir og fleira sem fylgdi hverjum tíma. Alltaf varstu boðinn og búinn að aðstoða þitt fólk. Meira að segja þegar við fjölskyldan bjuggum í Hollandi og vorum að flytja bú- ferlum aftur heim, þá mættir þú á staðinn og það munaði svo sann- arlega um slíka hjálp. Aðstoð ykkar Erlu með krakk- ana okkar var einstök, alltaf var bakkelsi og sætabrauð á borðum sem þau munu seint gleyma að ógleymdum veislunum á jólum, páskum, afmælum og öðrum há- tíðarstundum. Mér hlýnar í hjarta að minnast þess að þið Erla gátuð verið með okkur hér í Kúrlandi þín síðustu jól. Það var virkilega notaleg stund. Þú varst farinn að veikjast meira en með alla þína staðhætti á hreinu eins venjan var hjá þér. Elsku Steini, pabbi minn, nú skilja leiðir. Ég er hálf ráðalaus eins og stendur en við munum halda áfram að hugsa um Erlu þína eins og við höfum gert. Ég held að við höfum báðir trúað á eftirlíf og með þessum orðum kveð ég þig, minn mikli vinur, og segi „þangað til við hittumst á ný“. Þinn, Sverrir. ✝ MagnúsBjarnason fæddist í Hafnar- firði 17. júlí 1928. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 9. janúar. Foreldrar hans voru Bjarni Er- lendsson, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, f. 3. desember 1898, d. 9. desember 1984, og Júlía Magnúsdóttir húsmóðir, f. 9. ágúst 1903, d. 26. júní 1987. Systkini Magnúsar eru Gunnar Erlendur, f. 11. nóvember 1922, d. 14. ágúst 1990, Gróa, f. 27. ágúst 1930, d. 9. ágúst 2009, Eygerður og Sigríður, f. 22. mars 1932, Kristrún, f. 7 apríl 1936, og Ásthildur, f. 14. mars 1943. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Ólöf Haralds- dóttir, f. 10 janúar 1923. Þau gengu í hjónaband 26. febrúar 1949. Börn þeirra eru: 1) Júlía, f. 1946, maki Ingibergur Gunnar Jónsson. Börn þeirra eru Magnús, Þráinn og Elvar. 2) Guð- munda Sæunn, f. 1948, maki Har- aldur Sigurðsson. Börn þeirra eru Jóhann Lúðvík, Hafsteinn Þórir, Ólöf og Jónas Randver. 3) Bjarni, f. 1949, kona Ólína Helgadóttir. Barn Víðir Arnar. Magnús gekk Sigurborgu Skjaldberg, f. 1941, í föðurstað, maki hennar er Baldur Snæhólm. Börn þeirra eru Katrín Snæhólm, Ólöf Snæhólm og Davíð Snæ- hólm. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörn 26 og langa- langafabörn eru 11. Magnús lærði plötusmíði og vann við skipasmíðar, lengst af í Stálvík, einnig í Bátalóni, Dröfn og Nökkva. Útför Magnúsar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. janúar 2019, klukkan 13. Þegar ég hugsa til afa Magn- úsar þá koma upp minningar úr sveitinni. Þær voru ófáar ferðirnar aust- ur í sumarbústað. Afi og amma áttu sinn draumastað, sinn sælu- reit. Þar áttu þau sínar bestu stundir og þar voru allir vel- komnir. Afi og amma bjuggu lengst af á Suðurgötu 64 og þaðan minnist ég helst jólanna. Það er aðfanga- dagur, afi er búinn að skreyta jólatréð með dropaseríunni og pakkarnir komnir á sinn stað. Fjölskyldan komin saman, ilm- urinn af jólamatnum og nóg af öllu, jólaöl, kökur, ístertur, brauðtertur og sætindi. Fjölskyldan var afa mikilvæg og það var stutt í glens og grín. Afi var alltaf tilbúinn að hjálpa til, handlaginn verkmaður. Afi fór vel með það sem hann aflaði og nýtti það sem aðrir vildu ekki nota. Afi hugsaði vel um ömmu og það var alveg ljóst sérstaklega núna á seinni árum að afi elskaði sína konu og hann annaðist og gætti hennar vel. Afi var barngóður, það var allt- af líf og fjör í kringum afa. Hann sló oft á létta strengi og ef hann vissi að okkur vantaði eitthvað þá var hann tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd. Afi, ég mun sakna þín, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Nú hvílir sál þín í faðmi frels- arans. Drottinn blessi minningu þína. Þinn, Magnús Gunnarsson. Magnús Bjarnason Elskuleg kona mín, móðir okkar og amma, GUÐRÚN MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, eðlisverkfræðingur og kennari, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 17. janúar. Útför Guðrúnar verður frá Háteigskirkju fimmtudaginn 24. janúar klukkan 13. Hörður Ragnarsson Drífa Harðardóttir Una Harðardóttir Ragnar Harðarson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNSTEINN SÆÞÓRSSON, bóndi í Presthvammi, sem lést föstudaginn 18. janúar, verður jarðsunginn frá Grenjaðarstaðarkirkju laugardaginn 26. janúar klukkan 14. Matthildur Gunnarsdóttir Sædís Gunnsteinsdóttir Ásgrímur Magnússon Elín M. Gunnsteinsdóttir Brynjar Freyr Jónsson Gunnhildur Gunnsteinsdóttir Sæþór Gunnsteinsson Hildur Rós Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGNÝ GUNNARSDÓTTIR dagmamma, Hörðalandi 16, lést umvafin ástvinum sínum á líknardeild Landspítalans föstudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. Svanhildur Ragnarsdóttir Ragnar Páll Aðalsteinsson Gunnar Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og afi, STEFÁN ÞÓR BJARNASON, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 31. desember. Útförin hefur farið fram með nánustu ættingjum og vinum. Álfheiður Arnardóttir Aníta Dögg Stefánsdóttir Bjarni Þór Stefánsson Sísí Eva Stefánsdóttir og fjölskyldur Eiginmaður minn, TÓMAS JENS PÁLSSON frá Litlu-Heiði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 19. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Steinunn Þorbergsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kópavogstúni 12, lést á Landspítalanum 15. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. janúar klukkan 13. Hilmar Viggósson Viggó Einar Hilmarsson Elín Jóhannesdóttir Hilmar Óli Viggósson Sigrún Anna Viggósdóttir Valur Ari Viggósson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.