Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mér mikill heiður og um leið hvatning. Þetta er staðfesting á því að maður er ekki algjör bjáni,“ segir Brynjólfur Þorsteinsson sem í gær hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Gormánuður“ þegar verðlaunin voru afhent í 17. sinn á 102. afmælis- degi Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn í Salnum. Verðlaunin voru fyrst af- hent árið 2002 og hafa verið veitt ár- lega síðan, að undanskildu árinu 2003. Önnur verðlaun hlaut Margrét Lóa Jónsdóttir fyrir ljóðið „Allt sem lifir deyr“ og þriðju verðlaun Elías Knörr fyrir „Sunnudögum fækkar með sér- hverri messu!“ Handhafi Ljóðstafs- ins fær farandgrip til varðveislu í eitt ár, verðlaunagrip til eignar og 300 þúsund króna peningaverðlaun, 200 þúsund krónur eru í verðlaun fyrir annað sætið og 100 þúsund krónur fyrir það þriðja. Set mig aldrei í stellingar Að sögn Brynjólfs er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í ljóða- keppni, en hefur skrifað um nokkurt skeið. „Ég hef fyrst og fremst verið að skrifa smásögur, en er tiltölulega nýfarinn að hugsa meira um ljóðið,“ segir Brynjólfur, en finna má smá- sögu eftir hann í nýjasta Tímariti Máls og menningar auk þess sem nokkrar smásögur hans hafa birst á vefnum starafugl.is. Spurður hvers vegna ljóðaskrifin verði í auknum mæli fyrir valinu segir Brynjólfur erfitt að útskýra það. „Maður fær bara ljóðin í höfuðið – eins og blómapott,“ segir Brynjólfur og tekur fram hugmyndir koma til hans þegar hann er á göngu, undir stýri og jafnvel í sturtu. „Ég set mig aldrei í stellingar, enda reynslan mín að það sé ekki vænlegt til árangurs að bíða við skrifborðið eftir hugmyndum eða innblæstri.“ Inntur eftir því hvort hann sé kom- inn á bragðið og muni skrifa fleiri ljóð svarar Brynjólfur því játandi. „Ég ætla ekkert að hætta að skrifa ljóð, þó það væri auðvitað flott að hætta hér og gerast í staðinn iðnaðarmaður úti á landi.“ Spurður um bakgrunn sinn segist Brynjólfur fæddur 1990 á Hvolsvelli. „Ég fór í FSU og lauk síð- an BA-námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands áður en ég kláraði tveggja ára nám í ritlist við sama skóla,“ segir Brynjólfur og bætir við: „Bókmenntafræðin varð fyrir valinu vegna áhuga míns á skrifum, en ég var ekki nógu kjarkaður til að fara beint í ritlistina á BA-stigi,“ segir Brynjólfur og upplýsir að hann eigi ýmislegt í skúffunni og sé ávallt að skrifa. „Ég er með smásagnahandrit í smíðum auk skáldsögu. Eru ekki allir alltaf með skáldsögu í smíðum?“ spyr Brynjólfur kíminn. Samkvæmt upplýsingum frá Kópa- vogsbæ bárust alls 302 ljóð í keppn- ina um Ljóðstafinn að þessu sinni. Dómnefnd, sem í sátu Ásdís Óladótt- ir, Ásta Fanney Sigurðardóttir og Bjarni Bjarnason, valdi vinnings- ljóðin þrjú. Sérstaka viðurkenningu hlutu auk þess ljóðskáldin Eyrún Ósk Jónsdóttir, Dagur Hjartarson, Arn- dís Þórarinsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Hjörtur Marteinsson og Björk Þorgrímsdóttir. Andstæðum fléttað saman Í umsögn dómnefndar um sigur- ljóð Brynjólfs segir: „Vinningsljóðið í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör 2019 dregur fram íslenskan hversdag sem birtist dularfullur og margræð- ur, þar sem samruni náttúru og lík- ama myndar óljós og áhugaverð mörk milli heima. Skáldið fer með lesandann í tímaflakk með fyrsta orði en titillinn Gormánuður er upphafs- mánuður vetrar og vísar til slátur- tíðar samkvæmt forna norræna tíma- talinu. Innvols dýrs verður uppdrátt- ur að morgundegi sem er hugsanleg veðurspá í gömlum göldrum, við er- um minnt á að einblína á fjaðursort- ann, stara inn í myrkrið, kryfja gat sem er munnur þar sem orðin mynd- ast og þar lesum við í framtíðina með dauðanum sem bíður okkar, heyrum áminningu um brothætt líf eða ást sem sundrast jafn auðveldlega og ber undir tönn. Hið unga skáld fléttar listilega saman andstæðum þar sem ljós og sorti, fortíð og nútíð mynda meistaralega smíðaða heild sveipaða myndríkri dulúð.“ Melankólía á haustin Að sögn Brynjólfs kom ljóðið til hans í mikilli hauststemningu í októ- ber á síðasta ári eftir afburða kalt og blautt sumar. „Það var búið að vera haust í marga mánuði, fyrst síðasta sumar og síðan í allan vetur. Svo var mér líka svolítið illt í maganum. Það er ágætt að vera svolítið illt í magan- um þegar maður skrifar svona ljóð, enda er það ekki beint hugljúft. Mér hefur reyndar alltaf fundist best að skrifa ljóð á haustin. Tíminn þegar allt er orðið grátt, laufin eru fallin og stanslaus rigning hefur reynst mér frjór. Þá kemur yfir mig einhver mel- ankólía sem nýtist vel við skrifin.“ Spurður hvers vegna hrafninn hafi orðið fyrir valinu sem yrkisefni svar- ar Brynjólfur: „Ég er búinn að vera með fugla á heilanum upp á síðkastið án þess að átta mig á því. Smásaga mín sem birtist í nýjasta Tímariti Máls og menningar er líka um fugla og þeir eru ljótir. Fuglar eru mjög skáldlegir og kunna auðvitað að fljúga, en það er ekkert grín að vera uppi í himninum,“ segir Brynjólfur. Spurður hvort hann sé búinn að eyrnamerkja vinningsféð í eitthvað tiltekið svarar Brynjólfur því fyrst neitandi, en bætir síðan við: „Þegar ég var yngri hét ég mér því að ef ég myndi einhvern tímann vinna eitt- hvað fyrir bókmenntir þá myndi ég nota verðlaunaféð í það að láta hvítta í mér tennurnar. Ætli ég skuldi ekki sjálfum mér að standa við það heit,“ segir Brynjólfur og hlær dátt. 170 ljóð bárust frá börnum í keppni grunnskóla Kópavogs Þess má að lokum geta að við at- höfnina í gær voru einnig tilkynnt úr- slit ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs, en 170 ljóð bárust frá grunnskólabörnum. Hlutskörpust í grunnskólakeppninni varð Katrín Valgerður Gustavsdóttir sem var verðlaunuð fyrir ljóðið „Súðavík“ en hún er nemandi í 10. bekk Kársnes- skóla. Í öðru sæti varð Örn Tonni Ágústsson Christensen í 6. bekk Hörðuvallaskóla fyrir ljóðið „Englar“ og í þriðja sæti Margrét Hrönn Rób- ertsdóttir í 10. bekk Kársnesskóla fyrir ljóðið „Hæ“. Þá hlutu sjö nem- endur sérstaka viðurkenningu en þau eru Daníel Ingi Þorvaldsson í 5. EP Snælandsskóla, Elmar Daði Ívarsson í 6. L Hörðuvallaskóla, Emilíana Unnur Aronsdóttir í 9. X Kársnes- skóla, Hrefna Lind Grétarsdóttir í 7. A Álfhólsskóla, Margrét Hrönn Rób- ertsdóttir í 10. H Kársnesskóla, Snorri Sveinn Lund í 6. L Hörðu- vallaskóla og Urður Matthíasdóttir í 9. Krækilyngi Vatnsendaskóla. „Þetta er mér mikill heiður“  Brynjólfur Þorsteinsson er handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2019  Dómnefnd segir vinningsljóðið mynda meistaralega smíðaða heild sveipaða dulúð  Er með smásagnasafn og skáldsögu í smíðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Melankólía „Tíminn þegar allt er orðið grátt, laufin eru fallin og stanslaus rigning hefur reynst mér frjór. Þá kem- ur yfir mig einhver melankólía sem nýtist vel,“ segir Brynjólfur. Hann tók við Ljóðstafnum úr hendi bæjarstjóra. allir hrafnar eru gat líka þessi sem krunkar uppi á ljósastaur eins og brot í himingrárri tönn sjóndeildarhringurinn nakin tré skorpin vör pírðu augun einblíndu á fjaðursortann það glittir í úf allir hrafnar eru gat og innvolsið uppdráttur að morgundegi líka í þessum sem krunkar uppi á ljósastaur lestu hann með vasahníf og opinn munn hjartað springur eins og ber undir tönn bragðið er svart Gormánuður VINNINGSLJÓÐ BRYNJÓLFS ÞORSTEINSSONAR Myrkur Kílómetrum saman Smýgur á milli minnstu glufa og sest á fingurgóma mína Þögnin Svo ógurlega hávær Borar sig inn í heilann á mér og vekur hjá mér ónotatilfinningu Undarlega hughreystandi og glottir út í annað Kuldinn Eins og löðrungur beint í andlitið og einu sannindin um að þetta sé ekki yfirstaðið Með hverri sekúndu sem líður rennur burtu sandkorn af von. Súðavík VINNINGSLJÓÐ KATRÍNAR VALGERÐAR GUSTAVSDÓTTUR DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • Neðri hæð með sér garði • Efri hæð með sér þakverönd • 3 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Sameiginlegur sundlaugargarður • Frábær staðsetning • Göngufæri í verslanir og veitingastaði • Stutt á strönd og í golf Verð frá 32.400.000 Ikr. (235.000 Evrur, gengi 1Evra=138Ikr) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 VILLAMARTIN/LA ZENIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.