Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Hljómsveitin Reptilicus erlöngu komin á þann staðí íslensku tónlistarsög-unni að þykja „sígild“ sveit enda var hún stofnuð árið 1988 og má því kalla braut- ryðjendur í íslenskri tilrauna- -raftónlist. Sveitin hefur lítið feng- ist við dansvænni útgáfur raf- tónlistar heldur haldið sig í gras- rótinni eða jafnvel einhvers staðar lengst ofaní moldinni, svo framsækið og til- raunakennt hefur efni hennar ver- ið. Það má segja að sveitin hafi látið á sér kræla í fyrsta sinn í lang- an tíma árið 2015 þegar platan Mu- sic for Tectonics kom út en þá hafði Reptilicus ekki gefið út breiðskífu í tæp 20 ár. Meðlimir sveitarinnar höfðu þó langt frá því setið auðum höndum, og meðal annars má nefna að hljómsveitin Gjöll sem Jóhann Eiríksson er í ásamt Sigurði Harð- arsyni hafði gefið út 6 plötur á tímabilinu. Nýja platan, Unison, er merkileg fyrir þær sakir að hún var tekin upp eina helgi í nóvember árið 2011 í hljóðveri í Kanada þar sem ekki ómerkilegri menn en Brian Eno hafa heilmikið unnið. Platan hljóm- ar þó ekkert eins og hið fágaða yf- irbragð og ambient-sveimur sem oft má finna á Eno-plötum. Hún hljóm- ar eiginlega ekki heldur eins og nein áður útgefin Reptilicus-plata. Hún inniheldur vissulega öll þau hráu og dularfullu hljóð og óvenju- lega samsettu hljóðmyndir sem ein- kenna Reptilicus, en á sama tíma er fókusinn og þéttleikinn gífurlegur. Senking setur greinilega sinn svip á þessa hljóðmynd með grófum og djúpum bassatónum og eins og lesa má í bæklingi með plötunni var Rúnar Magnússon virkur í stúdíó- inu að áframvinna hljóðmyndina og hljóminn. Það er þessi samvinna öll, Reptilicus, Rúnar og Senking, sem skilar alveg frábærri plötu, og hreinlega einni þeirri allra bestu rafplötu sem ég hef hlustað á í mörg ár. Upp í hugann koma bæði Einstürzende Neubauten og Kraft- werk, tvær óneitanlega mikilvægar hljómsveitir í þýskri rafeindatónlist, svo ef til vill hefur Senking „þýsk- að“ þetta aðeins upp. Hluti plötunnar var tekinn upp lifandi og nú veit ég ekki hvaða lög voru unnin á þann hátt, en eins og uppröðunin er á plötunni er mikil stígandi í lögum og stemmningu og þegar lokalögin tvö, Shiver og In- dependent access to white noise, hljóma er hlustandi sem hefur lagt við hlustirnar gjörsamlega sokkinn á bólakaf í dýpið. Þetta er ekkert venjuleg plata, heldur frekar eins og sögubók þar sem sögurnar eru sagðar með tónum og hljóðum og ímyndunarafl þitt þarf að skapa söguþráðinn. Það kæmi mér ekki á óvart að þessi plata gerði mann ein- faldlega gáfaðri með einhverjum töfra-hljóðbylgjum, svo gott er að hlusta á hana. Ég vona innilega að Reptilicus haldi áfram skapandi samstarfi við aðra raftónlistarmenn því það er í samtali sem þessu sem galdrarnir gerast. Sögur sagðar með hljóðum Raftónlist Reptilicus/Senking – Unison bbbbb Samvinnuverkefni íslenska dúósins Reptilicus og þýsku einmenningssveit- arinnar Senking. Í Reptilicus eru Jó- hann Eiríksson og Guðmundur Ingi Markússon, og Rúnar Magnússon er aukameðlimur á plötunni. Í Senking er Jens Massel. Platan kom út í október 2018 hjá Artoffact records í Kanada og inniheldur 7 lög. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Töfrahljóðbylgjur „Það kæmi mér ekki á óvart að þessi plata gerði mann einfald- lega gáfaðri með einhverjum töfra-hljóð- bylgjum, svo gott er að hlusta á hana,“ segir rýnir meðal annars um plötuna. Hér má sjá Reptilicus á tónleikum. Bandaríska kvikmyndin Green Book hlaut á laugardaginn var verðlaun samtaka kvikmynda- framleiðenda (PGA) í Bandaríkj- unum og þykir hún fyrir vikið lík- leg til að ná góðum árangri á Óskarsverðlaununum í næsta mán- uði og jafnvel hreppa verðlaun sem besta kvikmyndin. Af öllum þeim kvikmyndum sem hlotið hafa PGA- verðlaunin hafa aðeins tvær ekki hlotið Óskarinn sem besta kvik- mynd, árin 2016 og 2017. Mörgum kom á óvart að Green Book yrði fyrir valinu frekar en A Star Is Born eða Roma. Peter Farrelly, leikstjóri Green Book, sagði í þakkarræðu að hann hefði ekki áður verið á verðlaunahátíð- inni og hreinlega ekki vitað að verðlaunin væru til yfirleitt. Var þar auðvitað um grín að ræða. Kvikmyndin er sannsöguleg og segir frá tónleikaferðalagi og vin- áttu þeldökka djasspíanistans Dons Shirley og bílstjóra hans og líf- varðar Tonys Lip um suðurríki Bandaríkjanna árið 1964. Ferðalag- inu fylgdi mikil áhætta fyrir Shirley vegna kynþáttahaturs. Verðlaunamynd Green Book hreppir hver verðlaunin af öðrum þessa dag- ana. Með aðalhlutverk í henni fara Viggo Mortensen og Mahershala Ali. Green Book hlaut verðlaun bandarískra framleiðenda ICQC 2018-20 SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.