Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 36
Kvartett Moreaux leik-
ur á djasskvöldi Kex
Nýr kvartett franska kontrabassa-
leikarans Nicolas Moreaux kemur
fram á djasskvöldi Kex hostels í
kvöld kl. 20.30. Auk Moreaux skipa
sveitina Óskar Guðjónsson á saxó-
fón, Hilmar Jensson á gítar og
Scott McLemore á trommur. More-
aux hefur margsinnis komið til Ís-
lands og átt m.a. í samstarfi við
Agnar Má Magnússon píanóleikara.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Þótt Íslendingar séu vel kynntir í
Þýskalandi og viðmót Þjóðverja í
okkar garð sé vinsamlegt þá bíða
þeir ekki upp á von og óvon með 500
eða 1.000 miða fyrir Íslendinga eða
aðrar þjóðir ef þeir geta selt miðana
strax. Sama á við um Dani. Hér gildir
fyrstur kemur, fyrstur fær,“ skrifar
Ívar Benediktsson í pistli um miða-
sölumálin á HM í handknattleik. »1
Bíða ekki með miða
upp á von og óvon
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Elín Metta Jensen skoraði bæði
mörk kvennalandsliðs Íslands í
knattspyrnu þegar það hóf
keppnisárið 2019 á
því að leggja að
velli eitt af
þátttökuliðum
lokakeppni HM
í sumar,
Skota, í vin-
áttulands-
leik á
Spáni, 2:1,
í gær. Jón
Þór
Hauks-
son fagn-
aði þar með sigri í
sínum fyrsta leik
sem landsliðsþjálfari
Íslands. »3
Elín Metta afgreiddi
skosku HM-farana
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bogfimi er kennd víða um land og
nýjasta félagið á þeim vettvangi er
Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnar-
firði. Félagið var stofnað 3. sept-
ember 2018 og fyrsta námskeiðið
hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3.
desember síðastliðinn.
Sveinn Stefánsson er formaður fé-
lagsins og aðalþjálfari. Hann er með
kennararéttindi frá Alþjóðabogfimi-
sambandinu (e. World Archery) og
að höfðu samráði við ráðamenn í
Hafnarfjarðarbæ, meðal annars
íþróttafulltrúa bæjarins, og stjórn-
endur Íþróttabandalags Hafnar-
fjarðar ákvað hann að stökkva út í
djúpu laugina og stofna Hróa hött.
„Þetta er fyrsta bogfimifélagið á
höfuðborgarsvæðinu sem er með að-
stöðu í íþróttahúsi,“ segir hann. ÍBH
úthlutar félaginu tímum, en Freyja í
Reykjavík og Boginn í Kópavogi eru
með æfingar í Bogfimisetrinu í
Reykjavík.
Ingólfur Rafn Jónsson og Sveinn
sýndu bogfimi í dagskrá Hafnar-
fjarðarbæjar 17. júní 2017 og í kjöl-
farið kviknaði hugmyndin um stofn-
un félagsins. Eftir að hafa sýnt aftur
í fyrra varð ekki aftur snúið. „Þá opn-
uðust allar gáttir og okkur bauðst að-
staða,“ segir Sveinn. Hann bætir við
að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði æf-
ingagjöld 18 ára og yngri og það
skipti miklu máli. „Starfsmenn bæj-
arins vilja allt fyrir okkur gera og við
komum hvergi að lokuðum dyrum.“
Fólk á öllum aldri
Þátttakendur fá allan æfinga-
búnað lánaðan hjá félaginu. Sveinn
segir að mest geti verið átta manns á
hverju námskeiði með skilvirkni í
huga auk þess sem þá fái hver iðk-
andi nauðsynlega athygli. „Ég er
með þrjá tvöfalda tíma í viku og
hvert námskeið stendur yfir í 10 vik-
ur,“ segir hann og bendir á að áhugi
sé mikill. Á yfirstandandi námskeiði
séu þátttakendur frá 14 ára upp í fólk
á fimmtugsaldri og einn um sjötugt
hafi spurst fyrir um næsta námskeið,
sem hefst 18. febrúar, en nánari upp-
lýsingar má fá á Facebook-síðu fé-
lagsins (Bogfimifélagið Hrói höttur).
„Flestir geta verið í bogfimi,“ heldur
hann áfram. „Ég hef þjálfað fólk frá
10 til 70 ára, fólk með skerta hreyfi-
getu og jafnvel í hjólastól.“
Sveinn segir að mikil gróska sé í
bogfiminni hérlendis. Guðbjörg
Reynisdóttir hafi orðið Norðurlanda-
meistari í keppni með berum boga á
NM ungmenna í Danmörku í fyrra-
sumar og Nói Barkarson og Eowyn
Marie Alburo Mamailas hafi nartað í
hælana á dönsku ungmenna-
meisturunum, sem séu með þeim
bestu í keppni með trissuboga. Ís-
lendingar standi sig einnig vel í hópi
eldri keppenda með sveigboga og þar
séu Kelea Quinn, sem sé nýlega orðin
íslenskur ríkisborgari, og Astrid
Daxbock fremstar í kvennaflokki.
„Við einblínum mikið á krakkana í
kennslunni en mér finnst líka gaman
að leiðbeina eldri nemum,“ segir
Sveinn.
Morgunblaðið/Eggert
Bogfimifélagið Hrói höttur Sveinn Stefánsson leiðbeinir Jovana Dedeic í íþróttahúsi Hraunvallaskóla.
Hrói höttur í Firðinum
Bogfimi er kennd víða um land og nýtur vaxandi vinsælda
BORGHESE Model 2826
L 220 cm Leður ct. 15 Verð 489.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 430.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 585.000,-
ETOILE Model 2623
L 230 cm Leður ct. 25 Verð 485.000,-
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,-
MENTORE Model 3052
L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 315.000,-
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 345.000,-