Morgunblaðið - 04.02.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.02.2019, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 4. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  29. tölublað  107. árgangur  UNGLIÐAHREYF- ING Í BRIDS Í BORGARNESI AKSTURINN EINS OG LÍNUDANS FJÓRÐA ÞRENNA ALFREÐS Í ÞÝSKALANDI HEPPNI 6 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNABRIDSHÁTÍÐ 12 A ct av is 91 10 13 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is  Tannheilsa fólks með geðrask- anir er lakari en annarra. Þetta er tilfinning tannlækna, heilbrigðis- starfsfólks og þeirra sem koma að geðverndarmálum. Þarna hafa veikindin áhrif, en einnig er um að ræða aukaverkanir lyfja. Þá hefur efnahagur mikið að segja. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, seg- ist sífellt verða meira vör við að fólk með geðraskanir fari til tann- lækna í útlöndum, gjarnan til Aust- ur-Evrópu. Ásta Óskarsdóttir, tannlæknir á tannlæknastofunni Valhöll, hefur talsvert sinnt fólki með geðraskanir. Að hennar sögn er tannheilsu fólks í þeim hópi í mörgum tilvikum mjög ábótavant, einkum hjá mjög veiku fólki. Tann- verndarvika hefst í dag og þar verður áhersla lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir. »10 Ljósmynd/Thinkstock Fólk með geðrask- anir er oft við slæma tannheilsu Tannlækningar Tannheilsa geðsjúkra er oft verri en annarra, m.a. vegna efnahags.  Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segist ekki geta svarað því hvort Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, muni snúa aftur á þing síðar í vik- unni. Ágúst Ólafur tók sér tveggja mánaða launalaust leyfi í kjölfar áminningar frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni í garð konu. Hann tilkynnti þetta 7. desember og verða því tveir mánuðir liðnir síðan þá á fimmtudaginn. »8 Segist ekki geta svarað um endur- komu Ágústs Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dýralæknar á Dýraspítalanum í Garðabæ hafa fengið til sín hunda sem hafa verið talsvert skaðaðir eftir að hafa borið hundaólar sem gefa rafstuð við tiltekna hegðun, eins og t.d. við gelt. Notkun slíkra óla brýtur í bága við reglugerð um dýravelferð og er bönnuð hér á landi. Þessi tilvik hafa verið tilkynnt til Matvælastofn- unar sem ill meðferð á dýri. Í a.m.k. einu tilviki hafði hunda- þjálfari mælt með notkun ólarinnar við eigendur vegna þess að hundur þeirra gelti mikið þegar hann var einn heima. Hanna M. Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum, segir að búnaður sem þessi taki ekki að neinu leyti á hegðun hundsins eða þeirri líðan sem valdi henni. „Ólin getur í besta falli aukið á vanlíðan en í versta falli valdið hundinum bæði líkamlegum og sálarlegum skaða,“ segir Hanna. „Að refsa hundi fyrir hræðslu er hrottaskapur og heimskulegri aðferð þekkist varla.“ Spurð um hvers vegna hunda- þjálfarar mæli með aðferðum sem þessum sem að auki eru ólöglegar, segist Hanna ekki geta svarað því en bendir á að hver sem er geti kallað sig hundaþjálfara. Það sé ekki leyfisskylt starfsheiti og þessi starfsemi sé ekki tekin út af eftirlits- aðilum. „Hrottaskapur og heimska“ Ljósmynd/Dýraspítalinn í Garðabæ Rafmagnsól Á myndinni sést sá hluti ólarinnar sem gefur rafstuð.  Dýralæknar fá til sín stórskaðaða hunda eftir rafmagnsólar  Bannaðar á Íslandi MSkaðlegar hundaólar ... »4  Með nýrri námsbraut í kvikmyndagerð myndi Listahá- skólinn bjóða upp á nám í öll- um listgreinum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, segir nauðsyn- legt að lyfta þessari listgrein upp á háskóla- stigið. Boðið verður upp á nýtt nám í listkennslu í haust, og meistaranám í arkitektúr er í far- vatninu. Sérstök nefnd leitar núna leiða til að laga húsnæðisvanda stofnunarinnar. »26-27 Undirbúa háskóla- nám í kvikmyndalist Fríða Björk Ingvarsdóttir Harpa tók á móti þessu ferðafólki með duglegri íslenskri snjókomu í gær. Nokkuð vetrarlegt er um að litast í höfuðborginni þessa dagana en samkvæmt spá Veðurstofunnar gætu tveggja stafa kuldatölur litið dagsins ljós í vikunni. Alls óvíst er hvenær tekur að hlýna á ný. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kuldaboli gefur ekkert eftir í höfuðborginni Vilborg Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Alzheimersamtak- anna, lýsir yfir áhyggjum af skorti á úrræðum fyrir fólk með heilabilun. Hún líkir stöðu mála við „tifandi tímasprengju“. Tilefni áhyggja hennar er höfnun heilbrigðisráðuneytisins á áætlun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að fjölga dvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Vegna langra biðlista eftir dagdvalarrými fyrir heilabilaða hafði bæjarstjórnin unnið þverpólitískt að því að fjölga dvalarrýmum í Drafn- arhúsi. Heilbrigðisráðuneytið neitaði hins vegar að samþykkja áætlunina þar sem ekki var gert ráð fyrir henni í fjárlögum. Valdimar Viðarsson, for- maður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar- bæjar, segir ákvörðun ráðuneytisins veruleg vonbrigði og segist ætla að senda nýja umsókn um samþykkt að- gerðanna strax og kostur gefist. Vilborg segir að umönnun fólks með heilabilun á Íslandi sé þegar ábótavant miðað við það sem er í ná- grannalöndunum. Þá sé von á að með hækkandi meðalaldri muni heilabil- unarsjúklingum fjölga á næstu árum. Íslenska heilbrigðiskerfið sé alls óviðbúið því að takast á við slíka þró- un. »6 „Eins og tifandi tímasprengja“  Áætlun um fjölgun dvalarrýma fyrir heilabilaða hafnað Ljósmynd/Thinkstock Bið Fjöldi fólks er á biðlista í dvalar- rými með umönnun við heilabilun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.