Morgunblaðið - 04.02.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Á stórum flutningabíl úti á þjóð-
vegunum má ekkert út af bregða
svo aksturinn minnir á línudans,“
segir Sigurður Hafsteinsson sem á
og rekur fyrirtækið Siggi danski
ehf. „Nú í vetrarfærðinni eru veg-
irnir misvel ruddir. Þess utan of
mjóir, þannig að við erum stöðugt
úti í kanti á vegum þar sem axl-
irnir eru ekki nógu breiðar. Þegar
stórir bílar mætast má ekkert út
af bregða og það er kannski ótrú-
legt hvað mönnum tekst vel að
halda sér á brúninni. Sjálfur starf-
aði ég lengi í Danmörku og full-
yrði að þjóðvegir þar séu miklu
betri en nokkru sinni á Íslandi.“
Borgar mikið
fyrir vonda þjónustu
Flutningabílstjórar hafa að
undanförnu ráðið ráðum sínum og
undirbúa aðgerðir til að mótmæla
því sem Sigurður kallar aðför að
flutningastarfsemi, með auknum
álögum og hertu regluverki. Þeir
eru sömuleiðis ósáttir við áform
ríkisstjórnarinnar um vegtolla til
að fjármagna væntanlega stór-
framkvæmdir, til dæmis á suðvest-
urhorninu.
„Vegtollar verða ósann-
gjarnir,“ segir Sigurður. Undir
merkjum Sigga danska er hann
með í útgerð alls 23 stóra vöru-
flutningabíla sem eru á ferðinni
þvers og kruss um landið. „Nú í
febrúar borga ég um átta milljónir
króna í þungaskatt og bifreiða-
gjöld fyrir síðari hluta nýliðins
árs. Síðan bætast við ýmsar álögur
aðrar. Þetta er þvert á línuna og
samanlagt eru skattar á umferð
og bílar að skila 70 til 80 millj-
örðum króna á ári í ríkissjóð. Hins
vegar fara aðeins um 20 millj-
arðar króna á ári til Vegagerð-
arinnar, það er í nýframkvæmdir,
viðhald og þjónustu. Sjálfur tel ég
raunar umhugsunarvert að þeir
sem mest borga fái verstu þjón-
ustuna sem eru flutningafyr-
irtækin, segir Sigurður og heldur
áfram:
„Við höfum talsvert sinnt
flutningum austur á Seyðisfjörð í
Norrænu og þá fara bílstjórarnir
héðan úr bænum síðla dags og aka
norðurleiðina um kvöldið og nótt-
ina. Oft hætta starfsmenn í vetrar-
þjónustunni klukkan 22 á kvöldinn
og því má við öllu búast þegar er
komið á fjallvegina fyrir norðan.
Oft þurfa bílstjórarnir að bíða á
Egilstöðum í morgunsárið eftir að
vegagerðarmenn sem ryðja Fjarð-
arheiðina yfir hefji störf. Raunar
eru almennir starfsmenn Vega-
gerðarinnar allir af vilja gerðir en
eru skorður settar.“
Hlykkjóttur og ójafn
Inda Björk Alexandersdóttir
er einn bílstjóranna sem starfar
hjá Sigga danska og hefur hún
mikið verið í Seyðisfjarðarferðum.
„Við Mývatn er vegurinn hlykkj-
óttur, mjór og ójafn. Þá er mikilla
úrbóta þörf á öræfunum þegar ek-
ið er austur á land. Holtavörðu-
heiðin getur líka verið varasöm
enda um erfiðan fjallveg að fara.
Þá er Hringvegurinn fyrir austan
Hvolsvöll þröngur svo erfitt er að
mæta bílum þar og þegar komið
er austur fyrir Höfn er hann enn
háskalegri. Svo verður Vegagerð-
in líka að bæta efnin í vegklæðing-
unum, blæðingarnar eru hvim-
leiðar þegar olíukögglarnir sitja
fastir í dekkjunum sem er hættu-
legt, segir Inda og heldur áfram:
„Nei, ég er ekki bangin úti á
vegunum; hræðsla er vondur föru-
nautur. En auðvitað koma stund-
um þau andartök að heppnin virð-
ist halda í manni lífinu. Það sem
ég annars tel vera stóra áhættu-
þáttinn í þessu öllu er túrisminn.
Úti á vegunum er fjöldi ferða-
manna sem hreinlega hafa ekki þá
færni sem þarf til að aka bíl. Þá
hef ég líka áhyggjur af vaxandi
fjölda reiðhjólafólks úti á þjóð-
vegnum, umferð þess og stórra
bíla fer illa saman.
Afslátt eins og útgerðin
En aftur að bílasköttunum
sem Sigurður segir mjög íþyngj-
andi. „Já, álögurnar á okkur ættu
að lækka enda eru skattar sem í
orði kveðnu eru eyrnamerktir
samgöngumálum ekki að skila sér
þangað nema að hluta. Svo minni
ég líka á að endalaust er verið að
gefa útgerðinni afslátt af sköttum,
atvinnugrein sem þó skilar mun
meiri hagnaði en flutninga-
starfsemi. Og þó eru vöruflutn-
ingar um landið að stórum hluta
flutningar á fiski. Þessi þjónusta
er afar mikilvæg fyrir sjávar-
útveginn sem nýtur forréttinda í
skattastefnunni.“
Flutningabílstjórar hyggjast mótmæla álögum og vondum vegum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílstjórar Inda Björk Alexandersdóttir Sigurður Hafsteinsson glíma við þjóðvegi landsins í starfi sínu.
Heppni heldur í mér lífi
Sigurður Hafsteinsson er
fæddur árið 1966. Hann hefur
starfað sem flutningabílstjóri á
Íslandi og í Danmörku um ára-
bil. Stofnaði fyrirtækið Siggi
danski ehf. árið 2006.
Inda Björk Alexandersdóttir
er fædd árið 1976. Hún sat í
Umferðarráði í nokkur ár fyrir
hönd Sniglanna. Í starfi sínu nú
ekur hún 10 hjóla dráttarbíl
með alls 49 tonna heildar-
þunga.
Hver eru þau?
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Heilbrigðisráðuneytið hafnaði ný-
verið beiðni frá bæjarstjórn Hafn-
arfjarðarbæjar um fjölgun dvalar-
rýma fyrir fólk með heilabilun.
Þrjátíu manns með heilabilun eru
þar á biðlista eftir dagdvalarrými og
fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar höfðu unnið þverpólitískt saman
að því að koma til móts við þá frá því
í haust.
Bæjarstjórn hafði fengið sam-
þykki húsráðanda í Drafnarhúsi,
sem er dagþjálfun fyrir fólk með
heilabilun, fyrir að bæta þar við 10
dagdvalarrýmum en þegar áætlunin
var lögð fyrir heilbrigðisráðuneytið
var henni synjað þar sem ekki er
gert ráð fyrir henni í fjárlögum.
„Mér finnst það náttúrlega bara
sorglegt, því þarna var Hafnarfjarð-
arbær tilbúinn með húsnæði og þörf-
in er svo sannarlega brýn,“ sagði Vil-
borg Gunnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Alzheimersamtakanna. „Það
er margt fólk með heilabilunarsjúk-
dóma sem hrópar á úrræði en þetta
er svo veikur þrýstihópur. Hópurinn
talar eiginlega ekki fyrir sig, heldur
þarf hann alltaf einhvern málsvara.
Aðstandendur hinna veiku eru oft of
uppgefnir af því að annast ættingja
sína til að kalla eftir breytingum.“
Vilborg líkir núverandi ástandi í
umönnun fólks með heilabilun á Ís-
landi við „tifandi tímasprengju“.
„Fjölgun í eldri aldurshópum á
næstu árum þýðir að hlutfallslega
fleiri munu veikjast af einhvers kon-
ar heilabilun. Kerfið er ekki tilbúið
að takast á við þetta. Við erum langt
á eftir þjóðum sem við berum okkur
saman við í meðferð á heilabilun.“
„Mikil vonbrigði“
Valdimar Víðisson, formaður fjöl-
skyldunefndar Hafnarfjarðarbæjar,
sagði að synjun heilbrigðisráðuneyt-
isins hefði verið mikil vonbrigði, ekki
síst í ljósi þess að allir flokkar í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar hefðu unnið
saman þvert á flokkslínur að því að
fjölga dagdvalarrýmunum í Drafn-
arhúsi.
„Undir venjulegum kringumstæð-
um er sveitarfélag ekki skuldbundið
til að finna húsnæði en við ákváðum
út frá þessum löngu biðlistum að
fara bara strax í það og finna hús-
næði til að geta stytt þá,“ sagði
Valdimar. Hann tók þó fram að bæj-
arstjórn mundi senda nýja umsókn
til heilbrigðisráðuneytisins um sam-
þykkt málsins og sagðist vona að
samþykkt fengist á meðan húsnæðið
byðist enn.
Harma synjun heilbrigðisráðuneytis
30 á biðlista eftir dvalarrými í Hafnarfirði Umönnun heilasjúklinga eins og „tifandi tímasprengja“
Vilborg
Gunnarsdóttir
Valdimar
Víðisson
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver-
andi ráðherra og sendiherra, telur að
ásakanir konu um kynferðislega
áreitni af hans hálfu grundvallist á
sviðsettum atburðum. Hann hafi
engar aðrar skýringar á þeim. Við-
komandi kona segir skýringar Jóns
fáránlegar og dæma sig sjálfar. Hún
segir þær ýta undir þá hugsun henn-
ar að fara með málið alla leið, með
kæru til lögreglu á Spáni.
Skýringar Jóns Baldvins komu
fram í viðtali í Silfri Egils á RÚV í
gær. Hann var mættur til að ræða
ásakanir sem á hann hafa verið born-
ar um að hafa beitt konur kynferð-
islegri áreitni og hafa í krafti valds
síns látið nauðungarvista dóttur
sína, Aldísi Schram.
Hlægilegar skýringar
Carmen Jóhannsdóttir er ein
þeirra kvenna sem stigið hafa fram
og sakað Jón Baldvin um áreitni. Það
tilvik hafi gerst í veislu í húsi Jóns
Baldvins og eiginkonu hans á Spáni
síðastliðið sumar.
„Þetta er bara hlægilegt,“ sagði
Carmen þegar ummæli Jóns Bald-
vins um sviðsetningu voru borin
undir hana. Hún tekur fram að heim-
sókn hennar og móður hennar til
Bryndísar, konu Jóns Baldvins, í hús
þeirra á Spáni hafi átt sér langan að-
draganda og verið í boði Bryndísar.
Sjálf hafi hún ekki þekkt þau hjón og
heldur ekki Aldísi dóttur þeirra en
Jón Baldvin sagði í viðtalinu að það
væri hópur í kringum Aldísi sem
vildi vitna með henni.
Jón Baldvin sagði í viðtalinu frá-
leitt að hann hefði einn getað staðið
fyrir því að dóttir hans væri nauð-
ungarvistuð á geðdeild. Það þurfi að-
komu lækna og dómsmálaráðuneyt-
isins. „Þetta eru órar úr sjúku
hugarfari,“ sagði Jón Baldvin meðal
annars þegar rætt var um ásakanir
sem Aldís hefur borið á hann.
Hafnar skýring-
um Jóns Baldvins
Neitar ásökunum Jón Baldvin
Hannibalsson, fv. ráðherra.
Hann segir atvik á Spáni sviðsett
Ásakanir
» Fjórar konu sögðu í Stund-
inni frá áreitni og ofbeldi sem
þær hefðu orðið fyrir af hendi
Jóns Baldvins. Fleiri þolendur
og vitni hafa stigið fram auk
þess sem dóttir hans sagði að
hann hefði misnotað vald sitt
til þess að nauðungarvista
hana á geðdeild eftir að hún
hótaði honum lögsókn vegna
kynferðisbrota.
» Stofnaður var hópur á net-
inu [#metoo Jon Baldvin
Hannibalsson]