Morgunblaðið - 04.02.2019, Side 8

Morgunblaðið - 04.02.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Hann var sláandi vandræðagang-urinn hjá Dóru Björt Guðjóns- dóttur, oddvita Pírata í borg- arstjórn, þegar Björt Ólafsdóttir spurði hana í þættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun út í tölvupósta tengda braggamáli. Dóra Björt við- urkenndi að málið hefði dregið úr trausti í garð stjórnmálamanna í borginni og sagðist hafa mikinn áhuga á að það yrði upplýst að fullu og að ekkert yrði dregið undan.    Fram kom í umræðunum að vand-inn væri sá að tölvupóstum hefði verið eytt úr hólfi þess sem stýrði endurbyggingu braggans og ekki fundist. Þetta væri eðlilegt enda nauðsynlegt að eyða tölvupóstum reglulega.    Nú er það svo með tölvupósta aðþað er ekki endilega auðvelt að eyða þeim svo þeir finnist ekki aftur, en það virðist hafa tekist þarna við reglubundna hreinsun pósthólfs.    Annað er þó ekki síður áhugavertvið tölvupósta og það er sú stað- reynd að þeir finnast yfirleitt í að minnsta kosti tveimur pósthólfum, hjá sendanda og viðtakanda. Þegar Björt spurði Dóru Björt út í það hvers vegna pósthólf borgarstjóra væri ekki opnað og þannig fengið úr því skorið hvað gerðist, varð vand- ræðalega fátt um svör.    Það væri óskaplega flókið ogþyrfti að fara eftir faglegum ferlum og eins og borgarbúar þekkja hafa þeir „faglegu“ ferlar engu skil- að enn og munu sjálfsagt aldrei gera, enda bersýnilega rík þörf á mikilli leynd. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Björt Ólafsdóttir. Píratinn fer undan í flæmingi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Erlendur karlmaður fór ránshendi um sumarbú- stað sem hann leigði og gisti í vestan í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri, aðfaranótt sunnudags. Hann hafði með sér Bang & Olufsen-hátalara, ullarteppi og vín. Bústaðurinn er einn af bústöðum Viking Cotta- ges og segir Benedikt Viggósson, eigandi fyrir- tækisins, að tjónið hlaupi á 300 til 400 þúsund krónum. Viking Cottages gerir út fjóra sumarbústaði á svæðinu og segir Benedikt að þetta sé í fyrsta sinn á þremur árum sem hann lendir í þjófnaði. „Fólk skráir sig sjálft inn og aftur út, þannig að ég hitti viðkomandi aldrei,“ segir Benedikt en karlmaðurinn hafði bókað bústaðinn yfir eina nótt. Maðurinn hafði samband við Benedikt símleiðis á laugardag eftir að ekki náðist að rukka kortið sem maðurinn hafði gefið upp við bókunina. „Ég hefði þá kannski getað kveikt á perunni þegar hann hringdi úr leyninúmeri,“ segir Bene- dikt en maðurinn þurfti að gefa upp fjögur korta- númer áður en Benedikt tókst loks að rukka hann. Upp komst um þjófnaðinn þegar starfsmaður Viking Cottages mætti á svæðið á sunnudags- morgun til þess að þrífa eftir dvöl gestsins. Leigði bústað og stal úr honum  Tók Bang & Olufsen- hátalara, teppi og vín Ljósmynd/Viking Cottages Vaðlaheiði Bústaðir Viking Cottages eru vestan í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri. Lagnir í salernum við Jökulsárlón frusu í gær þannig að gestir svæð- isins gátu ekki gengið örna sinna á þeim. Frá þessu var greint á Face- book-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs og þar var mælt með því að fólk skipu- legði heimsóknir sínar á svæðið í samræmi við það. Steinunn Hödd Harðardóttir, að- stoðarmaður þjóðgarðsvarðar á Suðursvæði og umsjónarmaður með Breiðamerkursandi, sagði í samtali við mbl.is í gær að salernin, eða réttara sagt lagnirnar að þeim, hefðu verið frosnar um tíma og óvíst væri hversu lengi það ástand myndi vara. Næstu salerni eru í 20- 30 kílómetra fjarlægð. Salernin hafa frosið einu sinni áður í vetur en þá varði ástandið í tvo til þrjá daga. Hins vegar var mun kaldara í gær. Steinunn sagði lítið við þessu að gera, það yrði ein- faldlega að taka mið af aðstæðum. Frosin og ónothæf salerni við Jökulsárlón Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, segir að ákvörðun um endurkomu Ágústs Ólafs Ágústs- sonar, þingmanns flokksins, til starfa á Alþingi sé algerlega í hans eigin höndum. Ágúst Ólafur tók sér tveggja mánaða launalaust leyfi í kjölfar áminningar frá trúnaðarnefnd Sam- fylkingarinnar vegna óviðeigandi framkomu hans í garð konu. Þing- maðurinn ákvað jafnframt að leita sér faglegrar aðstoðar. Hann til- kynnti þetta 7. desember og verða því tveir mánuðir liðnir seinni hluta vikunnar. Spurður hvort hann teldi rétt að þingmaðurinn kæmi aftur til starfa, nú eða síðar, vitnaði Logi til fyrri um- mæla sinna þess að efnis að ef fólk sem yrði á í lífinu sýndi raun- verulega iðrun og stigi einhver skref til að bæta ráð sitt fyndist honum að það ætti að fá möguleika til að ávinna sé traust á ný. Samkvæmt upplýsing- um Loga verður látið vita með fyr- irvara þegar málin skýrast frekar. Ákvörðunin er þingmannsins sjálfs  Launalausu leyfi Ágústs Ólafs að ljúka Ágúst Ólafur Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.