Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Tveimur blaðamönnum á ritstjórn DV var sagt upp um mánaða- mótin, þeim Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni og Birni Þorfinns- syni. Þetta staðfesti Kristjón Kor- mákur Guðjónsson, ritstjóri DV, í samtali við mbl.is í gær. Sá síðarnefndi er fréttastjóri fjölmiðilsins. Spurður um hvort þessum uppsögnum fylgi ein- hverjar breytingar á fréttaflutn- ingi DV sagðist Kristjón ekki bú- ast við því. „Menn spýta bara í lófana, en það er alltaf vont að missa gott fólk,“ sagði Kristjón. Fréttastjóra og blaðamanni sagt upp hjá DV Seltjörn, nýtt hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi, var formlega vígt á laugardaginn. Seltjörn samanstendur af fjórum tíu her- bergja heimilum sem í eru alls 40 hjúkrunarrými og miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun og þjónustu fyrir allt að 25 manns. Í fréttatilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að bygg- ing Seltjarnar hafi markað tíma- mót í byggingasögu stofnana fyrir aldraða þar í bæ. Heimilið hafi verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna hafi ekki færni til að búa á eig- in vegum. Fyrsta skóflustungan að Sel- tjörn var tekin í júní 2014 eftir að bærinn úthlutaði ríkinu lóð- ina með það fyrir augum að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Sel- tjarnarnesbær byggðu heimilið í sameiningu og greiðir ríkið 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og bærinn 15%, auk þess að greiða fyrir aðstöðu undir dag- dvölina. Fjölmenni var við vígsluna, að því er segir í tilkynningunni. Þar héldu Ásgerður Halldórs- dóttir bæjarstjóri og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra ávörp og sr. Bjarni Þór Bjarnason blessaði heimilið. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, sem er einka- hlutafélag í eigu ríkisins, að annast reksturinn. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist þar í kringum 20. mars. 40 hjúkrunarrými bætast við þegar hjúkrunarheimilið Seltjörn verður opnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Seltjörn Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra klipptu á borða við vígslu hjúkrunarheimilisins. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum áhyggjur af því að lag- færingar á veginum um Kjalarnes dragist. Þessi vegur skiptir miklu máli fyrir okkur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgar- byggðar. Byggðaráð sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að flytja eigi fjárveitingar frá fyrirhug- aðri uppbyggingu vegarins á Kjal- arnesi til annarra verkefna. Í tillögum að samgönguáætlun sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 3,2 milljarða króna fjárveitingu til lagningar 9 kílómetra kafla á Kjalarnesi á fyrsta tímabili, árin 2019 til 2023. Ætlunin er að hefjast handa í ár. Í breytingartillögum meirihluta samgöngunefndar eru fjárveitingar þessa árs og næsta lækkaðar um 600 milljónir og fluttar á síðustu tvö ár tímabilsins. Helm- ingur fjárveitingar í ár, 200 millj- ónir, er fluttur til Grindavíkurvegar vegna aukins kostnaðar við fram- kvæmdir þar. Verði þetta samþykkt seinkar framkvæmdum á Kjalarnesi um eitt til tvö ár. Meirihlutinn rökstyður breyt- inguna með því að segja að verk- hönnun og samningum við landeig- endur á Kjalarnesi sé ekki lokið. Jafnframt er vísað til stefnumótunar um að veggjöld verði innheimt til að standa undir þessari framkvæmd. Gunnlaugur minnir á að ef samn- ingar við landeigendur væru vanda- málið hefðu stjórnvöld heimild til eignarnáms við undirbúning slíkra verkefna í þágu almannaheilla. „Þeir hljóta að hafa verið farnir að skoða þetta miklu fyrr,“ segir hann. Hamlar uppbyggingu Viðurkennt er að vegurinn um Kjalarnes er hættulegur og þar hafa orðið alvarleg slys á undanförnum árum. Þar er mikil og sívaxandi um- ferð en viðhaldi hefur ekki verið sinnt nægjanlega. Til stendur að breikka veginn og skilja að aksturs- stefnur með svokölluðum 1 + 2 vegi með hringtorgum. Gunnlaugur bendir á að vaxandi hópur fólks úr Borgarbyggð og víðar að af Vesturlandi sæki vinnu á höfuðborgarsvæðið og öfugt. Því séu það hagsmunir sveitarfélagsins að fá almennilegar samgöngur. Í yfirlýs- ingu byggðarráðs kemur fram að ástand vegarins sé orðið veruleg hindrun við uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga á Vesturlandi, þegar það sé borið saman við gæði annarra samgönguæða út frá höfuðborgar- svæðinu. Stendur Vestur- landi fyrir þrifum  Gagnrýna frestun vegaframkvæmda Kjalarnes Vegurinn er fjölfarinn en mjór og öryggi ekki nægilegt. Betur fór en á horfðist þegar kona féll 7-8 metra fram af háum klettum og niður í fjöru við Þor- lákshöfn um hádegisleytið í gær. Konan var með meðvitund, en nokkuð slösuð, þegar björgunar- sveitir og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang. Þeir komust niður í fjöruna með því að nota fjallabjörgunarbúnað og síðan þurfti að hífa konuna um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór með hana á Landspítalann í Fossvogi. Hún var komin undir læknis- hendur um það bil einni og hálfri klukkustund eftir slysið. Líklegt er talið að hún hafi hlotið stoð- grindarbrot af einhverju tagi. Það tafði nokkuð för viðbragðs- aðila að forvitið fólk dreif að til að fylgjast með og komu margir á bílum sínum til að sjá þegar þyrl- an sótti konuna. Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn skrifaði um þetta á Facebook-síðu sinni og bað þar almenning um að halda aftur af forvitni sinni eftir megni. Kona féll niður kletta við Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.