Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Trump Banda-ríkjaforsetihefur gefið til kynna að viðræður um viðskipti Banda- ríkjamanna og Kín- verja gangi vel og að samkomulag sé lík- legt en að sennilega þurfi fyrst að koma til fundar hans og Xi for- seta. Tilkynning Trumps um væntanlegan leiðtogafund hans með Xi vakti nokkrar vonir á mörkuðum um að viðskiptastríðið sem verið hefur á milli Banda- ríkjamanna og Kínverja myndi senn renna sitt skeið á enda. Er áætlað að sá fundur verði nú í lok febrúar. Samskipti Bandaríkjanna og Kínverja eru nú að mörgu leyti þau mikilvægustu í alþjóða- stjórnmálum samtímans. Þau eru einnig margþætt og flókin og aukinn árangur á þessu sviði þarf ekki endilega að þýða að þau séu góð á öðrum sviðum. Þannig hef- ur viðskiptastríð stórveldanna tveggja einnig vakið athygli á því að Kínverjar sækja nú hart fram á sviðum tækni og vísinda, þar sem Bandaríkjamenn hafa hingað til talið sig nánast ósnertanlega. Ein birtingarmynd deilnanna nú hefur til að mynda verið sókn bandarískra yfirvalda gegn kín- verska fjarskiptarisanum Hua- wei sem stjórnvöld í Washington saka bæði um að hafa brotið gegn viðskiptabanni sínu á Íran, og að hafa stundað iðnaðarnjósnir til þess að tryggja sér bandaríska tækni og hugverk á ólöglegan hátt. Kínversk stjórn- völd hafa mótmælt meðferðinni á Hua- wei hástöfum, og raunar að einhverju leyti reynt að senda skilaboð með meðferð sinni á þremur kanadískum rík- isborgurum í Kína eftir að Kan- adamenn handtóku stjórnarmann í Huawei að beiðni Bandaríkja- manna. Þá hafa Kínverjar einnig hótað því að viðræðunum nú verði slitið vegna framgöngu Bandaríkjanna gegn Huawei á síðustu dögum. Þessi flóknu samskipti koma líka fram í því að tæknirisar á borð við Apple og Facebook hafa átt erfitt uppdráttar í Kína og jafnvel ekki fengið aðgang að kínverska markaðnum. Það er því ekki að undra að Trump skuli hafa sett aukinn aðgang banda- rískra fyrirtækja og bandarískr- ar framleiðslu að Kína á oddinn í þeim viðræðum sem framundan eru. Allt er enn á huldu um fram- haldið – en ljóst er að helsta vopn Bandaríkjamanna er sú stað- reynd að tollastríðið síðustu mán- uði hefur bitnað verr á Kínverj- um en þeim sjálfum. Hvort það, ásamt alþjóðlegri niðursveiflu, verði nóg til að tryggja vopnahlé í viðskiptastríðinu getur tíminn einn leitt í ljós. Trump er bjartsýnn og hyggst funda með Xi, en ná for- setarnir saman?} Vopnahlé í viðskiptastríði? Hinn 28. mars2013 sam- þykkti Alþingi lög um heimild til handa ráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að fjármagna uppbygg- ingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Norðaustur- kjördæmis og þá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, bar málið fram og fékk breiðan stuðning. Uppbyggingin á Bakka var talin mikilvæg og stuðningur ríkisins í formi vega- og hafnargerðar tal- inn réttlætanlegur, en efast má um að málið hefði hlotið jafn breiðan stuðning og raun bar vitni ef þingmönnum hefði verið ljóst út í hvað var verið að fara. Í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns um kostnað ríkissjóðs við kísilverið á Bakka segir að kostnaður við jarðgöng undir Húsavíkurhöfða ásamt vegtengingum hafi verið 3.525 milljónir króna. Þetta sé heildarkostnaður ríkissjóðs af þessu verkefni en gert hafi verið ráð fyrir kostnaði upp á 1.800 milljónir króna. Framúrkeyrslan á þessum vegi er því 96% af upp- haflegri áætlun og að auki kemur fram í svari ráðherra að ríkið eigi veginn og beri ábyrgð á við- haldi og snjó- mokstri. Þá kemur fram að ríkið lagði 460 milljónir í lóð kís- ilversins, sem er eitt hundrað milljónum undir áætlun, og 236 milljónir króna í þjálfun starfs- manna, sem er óneitanlega sér- kennilegt en í samræmi við áætl- anir. Loks er ónotalegt fyrir skatt- greiðendur að lesa í svari ráð- herra að ekki liggi fyrir „hvort arðsemi hafnarinnar muni duga til að endurgreiða öll lán sem tek- in voru vegna stækkunar henn- ar.“ Hafnarsjóður fékk víkjandi lán að fjárhæð 819 milljónir króna og verður framúrkeyrsla verkefnisins allmiklu meiri verði það aðeins endurgreitt að hluta til eða jafnvel alls ekki. Atvinnuuppbygging, ekki síst úti um landið, er afar mikilvæg og eðlilegt að ríkið reyni fremur að styðja við hana en að standa í vegi fyrir henni, eins og stundum er því miður raunin. Það réttlætir þó ekki framúrkeyrslu eins og orðið hefur á Bakka og mikilvægt er að af henni verði dreginn lær- dómur. Hefði stuðningur verið jafn breiður ef áætlanir hefðu verið raunsærri?} Framúrkeyrslan á Bakka Í sland getur orðið fremst meðal jafn- ingja, land þar sem hugvitsdrifin ný- sköpunarfyrirtæki geta ekki bara orð- ið til heldur líka vaxið og orðið að burðarásum í hagkerfinu. Til að þetta geti orðið skiptir starfsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja miklu máli, við eigum marga nýsköpunarsprota en þeim gengur ekki alltaf vel að vaxa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir miklu máli í þessu samhengi er afnám þaks á endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Um áramótin var þakið hækkað úr 300 í 600 milljónir – það var gott skref en ekki nógu stórt. Þarna eigum við í samkeppni við önnur lönd, ef við afnemum ekki þakið þá munu nýsköpunarfyrirtækin halda áfram að flytja rannsóknar- og þróunar- starf sitt til þeirra landa þar sem þakið hefur verið afnumið. Aðgangur að vel menntuðum mannauði, sérstaklega með tækni- og raunvísindamenntun, er annar þáttur sem hamlar vexti hugvitsdrifinna nýsköpunarfyrirtækja á Ís- landi. Á meðan stjórnvöld í flestum öðrum löndum hafa lagt áherslu á að auka áhuga og getu nemenda í hinum svokölluðu STEAM-fögum (Science, Technology, Eng- ineering, Arts, Math) – raunvísindum, tækni, verkfræði, listgreinum og stærðfræði – hefur þessa áherslu því mið- ur skort hjá yfirvöldum menntamála á Íslandi. Þó ber að hrósa framsýni stjórnenda Reykjavíkurborgar, sem ný- verið samþykktu tillögu Katrínar Atladóttur um að leita leiða til að innleiða forritunarkennslu í grunnskólunum. Markvissari og metnaðarfyllri raunvís- inda-, tækni- og stærðfræðimenntun strax í grunnskólum er nauðsynlegur grunnur þess að nemendur fái það sjálfstraust sem þá virð- ist oft skorta á þessum sviðum þegar fram í sækir. Án þess að hafa slíkan grunn eiga þeir erfitt með að takast á við tæknigreinar á framhalds- og háskólastigi, þar sem þurfa að fara saman fræðileg þekking og skapandi hugsun. Traustur fræðilegur grunnur og skapandi hugsun eru tvær meginforsendur þess að nemendurnir geti skapað nýjar leið- ir, nýjar vörur eða nýja þjónustu. Með þessari nýju sköpun notum við hug- vitið til verðmætasköpunar og leggjum grunninn að hagvextinum sem lífsgæði okk- ar byggjast á. Við þurfum að byggja upp at- vinnulíf þar sem hátæknistörf taka við af störfunum sem vaxa upp úr auðlinda- hagkerfinu, og við þurfum að gera það hraðar en nú er gert. Ísland er best í heimi, oftast. Í það minnsta þegar kem- ur að því frelsi sem við getum gefið börnunum okkar. En þegar þau vaxa úr grasi, vonandi vel menntuð og víðsýn, munu þau ekki vilja búa á Íslandi nema hér verði vett- vangur áhugaverðra starfa, spennandi hálaunastarfa þar sem þau virkja hugvitið. Auðlindir jarðarinnar eru oftar en ekki takmarkaðar, en auðlindum hugvitsins eru engin takmörk sett. helguvolu@gmail.com Jóhanna Vigdís Guð- mundsdóttir Pistill Auðlindir hugvitsins Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landssamband smábátaeig-enda (LS) hefur ítrekaðskorað á sjávarútvegs-ráðherra, síðast í janúar 2019, að afnema heimild í reglugerð til flutnings á þorski úr krókaafla- markskerfinu yfir í aflamarkskerfið í jöfnum skiptum við ýsu. Örn Páls- son, framkvæmdastjóri LS, telur að þessi heimild sé ein helsta ástæða þess hvernig komið er fyrir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri. Fram kom í Morgunblaðinu 30. janúar að al- mennur byggðakvóti í þorski fyrir Flateyri væri um 450 tonn. Á móti þurfa útgerðir þar að leggja fram kvóta og veiða tvöfalt þetta magn af þorski. Það er örðugt því leigumark- aðurinn í krókaaflamarki er botn- frosinn og þorskkvóti ekki í boði. „Þessi heimild er helsta ástæð- an fyrir því að það hefur allt staðið fast á kvótaleigumarkaði í króka- aflamarkskerfinu síðan um miðjan nóvember 2018. Menn eru í stökustu vandræðum með að ná í þorskkvóta. Hann vantar tilfinnanlega til að nýta byggðakvóta,“ sagði Örn. „Ég er viss um að staðan væri önnur ef ráð- herrann hefði orðið við beiðni okkar um að afnema þessa heimild.“ Hann sagði að það munaði um þennan kvótaflutning og nefndi t.d. útgerð sem var búin að færa tæp 400 tonn af þorskkvóta úr krókaaflamarks- kerfinu í skiptum fyrir ýsu. Breytt fyrir fjórum árum Saga málsins er rakin í frétt á heimasíðu LS (smabatar.is) 7. jan- úar sl. Þar segir að í upphafi fisk- veiðiársins 2014/2015 hafi ríkt óvenjulegar aðstæður. Krökkt var af ýsu á veiðislóð smábáta og leiguverð á ýsukvóta ekki í neinu samræmi við verð á mörkuðum. LS óskaði þá eftir tilteknum ráðstöfunum. Ráðherrann féllst ekki á þær en vildi að LS tæki afstöðu til hugmynda um að heimila flutning á þorski úr krókaaflamarks- kerfinu í skiptum fyrir ýsu úr afla- marki. Aðalfundurinn hafnaði því. Ráðherra gaf þá út reglugerð í des- ember 2014 og hratt hugmynd sinni í framkvæmd. LS segir að á þeim fjórum fisk- veiðiárum sem þessi heimild hefur gilt hafi 6.720 tonn af þorski verið færð úr krókaaflamarki í skiptum fyrir 5.942 tonn af ýsu. LS segir að þessi breyting hafi komið sér vel fyrstu þrjú árin og gert mögulegt að fullnýta veiðiheimildir í þorski vegna mikils meðafla af ýsu í umhverfi þar sem skortur var á ýsu til leigu. Síð- asta fiskveiðiár benti til þess að þetta væri að breytast. Þá brunnu inni í krókaaflamarkinu 343 tonn af óveiddum ýsukvóta. „Á yfirstandandi fiskveiðiári er þegar búið að færa um 1.400 tonn af þorski úr krókaaflamarkinu í afla- markskerfið,“ sagði Örn. Hann sagði dæmi um að fyrirtæki með útgerð og fiskvinnslu ættu báta í báðum kerf- um og færðu kvóta á milli. Hann benti á að í krókaaflamarkskerfinu mætti bara veiða á handfæri og línu en í stóra kerfinu einnig í net og troll. Örn sagði það vera sinn skilning að það hefði aldrei staðið til að heim- ildin til kvótaflutnings á milli kerfa yrði varanleg heldur tímabundin vegna sérstakra aðstæðna. „Við vissum það 2014 að þessi óvenjulega ýsugengd yrði ekki varanleg. Þá var líka leiguverð á þorski og ýsu í góðu jafnvægi, en það er ekki lengur. Nú er leiguverð á þorski um fimmfalt hærra en á ýsu.“ Örn sagði að til að liðka fyrir leigumarkaðnum í króka- aflamarkskerfinu þyrfti að loka fyrir færslu á kvóta milli kerfa. Vilja afnema heimild til flutnings kvóta Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorskur Þorskkvóti fæst ekki nú í krókaaflamarkskerfinu. Smábáta- sjómenn vilja að leyfi til að flytja þorsk og ýsu á milli kerfa verði afnumið. Ekki fengust svör frá atvinnuvegaráðuneytinu fyrir helgina um hvort það væri til skoðunar í ráðuneytinu, í ljósi breyttra aðstæðna, að afnema heimildina sem veitt var með reglugerðarbreytingu 4. desember 2014. Þar sagði í 1. grein reglugerðarinnar: „Heimilt er að flytja aflamark í ufsa og þorski frá krókaaflamarksbát til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamarki, í jöfnum skiptum í þorskígildum talið fyrir aflamark í ýsu.“ Landssamband smábátaeigenda segir að haustið 2014 hafi leiguverð fyrir ýsu verið 312 kr/kg en fiskmarkaðir skiluðu 352 kr/kg af óslægðri línuýsu. Þá var þorskur leigður á 231 kr/kg þegar verð á fiskmörkuðum var 356 kr/kg. Breyttar aðstæður REGLUGERÐ BREYTT 2014

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.