Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
Þrekæfing Eitt er að ganga í snjó og annað að ganga í snjó með barn á bakinu, en það getur samt verið hin besta æfing auk þess sem barnið nýtur útsýnisins í botn úr hærri stöðu.
Kristinn Magnússon
Meiri alþjóðleg um-
ræða er nú um ógnina
af kjarnorkuvopnum
en verið hefur frá lok-
um kalda stríðsins. Því
veldur í senn vaxandi
spenna milli kjarn-
orkuveldanna í austri
og vestri og púðurt-
unnan fyrir botni Mið-
jarðarhafs þar sem Ísr-
ael ræður yfir slíkum
vopnum. Fyrr í vetur gaf Trump til
kynna að Bandaríkin hygðust hefja
þróun og framleiðslu nýrra gerða af
meðaldrægum kjarnaflaugum, þrátt
fyrir INF-samninginn við Rússa frá
árinu 1987 um takmörkun slíkra
vopna. Þetta eru váleg áform.
Bandaríkjaforseti getur fyrirskipað
kjarnorkuárás einn og án sam-
þykktar þingsins. – Hins vegar hef-
ur orðið mikil vakning á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, þar sem 122
aðildarríki samþykktu 7. júlí 2017
nýjan alþjóðasamning um bann við
kjarnorkuvopnum (TPNW-
samninginn). Aðeins Holland greiddi
atkvæði gegn texta samningsins, en
önnur NATÓ-ríki voru í hópi 69 ríkja
sem sátu hjá, þar á meðal Ísland.
Um síðustu áramót höfðu 70 þjóðríki
undirritað þennan samning og 21
þegar staðfest hann formlega, en 50
ríki þarf til að samningur þessi öðlist
gildi. Meðal Evrópuríkja sem sam-
þykktu samninginn upphaflega voru
Svíþjóð, Austurríki, Írland og Sviss.
Fyrir Alþingi liggur nú öðru sinni
tillaga flutt af þingmönnum VG um
að Ísland gerist aðili að þessum mik-
ilvæga samningi (57. mál yfirstand-
andi þings). Litið til
gereyðingarhættunnar
af beitingu kjarn-
orkuvopna er hér á
ferðinni mál mála. Það
leiðir hugann að þeirri
stöðu sem hér ríkti á
dögum kalda stríðsins
með bandarísku her-
stöðina á Miðnesheiði.
Úttekt sagnfræð-
ings á „varnarsamn-
ingnum“ frá 1951
Í riti Sögufélagsins
„Frjálst og fullvalda ríki. Ísland
1918-2018“ sem nýlega kom út, með
styrk frá Afmælisnefnd ald-
arafmælis, er að finna merka ritgerð
(s. 241-280) eftir Val Ingimundarson
sagnfræðing og prófessor við HÍ.
Hún ber heitið Framkvæmd varn-
arsamnings Íslands og Bandaríkj-
anna. Útvistun hervarna og túlkanir
á fullveldi. Valur hefur lengi sérhæft
sig í alþjóðasögu og íslenskum utan-
ríkis- og varnarmálum. Þungamiðja
úttektar hans tekur til tímabilsins
1951-1990 en í lok greinarinnar vík-
ur hann einnig að núverandi stöðu
eftir að fastri bandarískri hersetu
lauk hér árið 2006. Valur rekur
dæmi um hvernig herstöðvarsamn-
ingurinn frá 1951 þrengdi á margan
hátt að íslenskum lögum þannig að
herstöðin í Keflavík var nokkurs
konar „frísvæði“ þar sem íslensk lög
giltu aðeins að takmörkuðu leyti.
Hér verður fyrst og fremst vikið að
ákvæðum samningsins sem sneru að
íslenskri stjórnmálastarfsemi og
staðsetningu kjarnorkuvopna á
ófriðartínum samhliða yfirtöku á al-
mennri flugstarfsemi og umferð.
Ákvæðum samningsins sem að
þessu lutu var haldið leyndum í sér-
stökum viðauka við aðalsamninginn
og ekki gerð opinber fyrr en eftir að
fastri hersetu lauk árið 2006. Varð-
andi fyrra atriðið segir Valur að
Bandaríkjamenn hafi litið svo á að
varnarhlutverk hersins „væri ekki
einskorðað við viðbúnað gegn er-
lendum herjum … heldur tæki einn-
ig til viðbragða við pólitísku neyðar-
ástandi innanlands“, þ.e. „valdaráni
kommúnista“ eins og það var kallað.
Íslensk stjórnvöld bættu svo um bet-
ur með skipulegum símhlerunum hjá
leiðtogum sósíalista, þar á meðal al-
þingismönnum, allt fram á áttunda
áratuginn.
Staðsetning og beiting
kjarnorkuvopna
Í ritgerð sinni fjallar Valur ít-
arlega um eitt umdeildasta atriðið
sem sneri að hersetunni sem var
staðsetning kjarnorkuvopna hér-
lendis og beiting þeirra ef til stríðs
drægi. Ekkert formlegt sam-
komulag var gert milli íslenskra og
bandarískra stjórnvalda um kjarn-
orkuvopn og þótt íslenskir ráða-
menn teldu sig hafa lokaorðið um
flutning slíkra vopna hingað var það
ekki í samræmi við skilning banda-
rískra hernaðaryfirvalda. Banda-
ríkjamenn reistu hér hleðslustöð
fyrir kjarnorkudjúpsjávarsprengjur
og á Keflavíkurflugvelli voru kaf-
bátaleitarvélar sem gátu borið slík
vopn. Svo virðist, segir Valur, sem
íslenskir ráðamenn hafi ekki haft
beina vitneskju um að til stóð að
flytja hingað kjarnorkuvopn og að
stjórnvöld í Washington voru ekki
reiðubúin til að gefa íslenskum ráð-
herrum tryggingu fyrir að fullt sam-
ráð yrði haft ef til þess drægi. „Þrátt
fyrir það“ segir hann „lýstu íslenskir
ráðamenn yfir því að samkomulag
væri um það milli íslenskra og
bandarískra stjórnvalda að slík vopn
yrðu ekki staðsett á Íslandi nema að
beiðni eða með samþykki íslenskra
stjórnvalda.“
Fyrirmæli til sendiherra
Átakanlegt er að lesa eftirfarandi
fyrirmæli frá stjórnvöldum í Wash-
ington til bandaríska sendiherrans í
Reykjavík, hvernig hann ætti að
bregðast við ef íslensk stjórnvöld
óskuðu eftir tryggingu fyrir að fullt
samráð yrði haft við þau áður en til
kæmi að flytja kjarnorkuvopn hing-
að, orðrétt: „Ef utanríkisráðherra
[Íslands] beitir þig þrýstingi og spyr
þig hvort Bandaríkjastjórn mundi
leita eftir slíkri heimild íslenskra
stjórnvalda gætir þú sagt að þar sem
engum slíkum vopnum hefði verið
komið fyrir á Íslandi hefði spurn-
ingin um samráð ekki komið upp.“
(Minnisblað bandarískra stjórnvalda
til sendiráðsins í Reykjavík, 24. júní
1960) – Að mati margra herstöðva-
andstæðinga var stærsta hættan af
veru bandaríska herliðsins hérlendis
tengd tilvist kjarnorkuvopna. Um
það snerust mörg mótmæli þessara
áratuga og fyrirspurnir og svör and-
stæðra sjónarmiða á Alþingi.
Staðan í nútíð og
þjóðaröryggi
Fróðlegt er að lesa um mat sagn-
fræðingsins Vals á núverandi stöðu
Bandaríkjamanna hérlendis eftir
breytingarnar á veru þeirra og að-
stöðu frá og með árinu 2006. Hann
segir réttilega að í endurskoðuðu
samkomulagi það ár hafi verið haldið
inni heimild til handa Bandaríkj-
unum til að taka yfir „fulla stjórn á
almennri flugumferð … á þeirri for-
sendu að þeir séu ábyrgir fyrir vörn-
um Íslands. Ef upp kemur ágrein-
ingur milli íslenskra og bandarískra
stjórnvalda um hættumat getur slík
valdheimild leitt til pólitískrar
kreppu“. Þótt Bandaríkjamenn séu
hér aðeins hluta ársins hafa þeir
„beinan hernaðaraðgang að landinu
þegar þeim hentar, þó að það sé með
óformlegri hætti en á dögum kalda
stríðsins“. Þessi staða endurspeglast
í þjóðaröryggisstefnunni fyrir Ís-
land sem Alþingi samþykkti 13. apríl
2016. Þar má að vísu einnig lesa eft-
irfarandi áherslu undir tölulið 10:
„Að Ísland og íslensk landhelgi sé
friðlýst fyrir kjarnavopnum, að
teknu tilliti til alþjóðlegra skuld-
bindinga, í því augnamiði að stuðla
að afvopnun og friði af Íslands
hálfu.“ Á innihald þessa ákvæðis
mun væntanlega reyna, þegar Al-
þingi tekur afstöðu til fyrirliggjandi
tillögu um að Ísland gerist ásamt yf-
irgnæfandi meirihluta þjóða heims
aðili að nýjum samningi Sameinuðu
þjóðanna um bann við kjarn-
orkuvopnum.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Valur Ingim.:
Bandaríkjamenn
hafa „beinan hernaðar-
aðgang að landinu þeg-
ar þeim hentar, þó að
það sé með óformlegri
hætti en á dögum kalda
stríðsins“
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Afstaða Íslands til kjarnorkuvopna í fortíð og nútíð