Morgunblaðið - 04.02.2019, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 21
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bátar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmisskonar
húsaviðhald,
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Uppboð fer fram við hús hafnarastjóra, Bakkabraut 5a, Kópavogi á
eftirfarandi eign, sem hér segir:
HARTMANN, KÓ-020 (FISKISKIP), fnr. 6134 , þingl. eig. Axel Örn
Guðmundsson 99% ehl. mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
1 febrúar 2019
Til sölu
Fréttamiðill til sölu
Til sölu er fréttamiðill sem að er starfræktur
á netinu og gæti t.d. verið gefinn út í dag-
blaðaformi líka af nýjum eigendum.
Góður og tryggur fjöldi lesenda og vina á
samfélagsmiðlum. Selst í heild eða að hluta.
Áhugasamir kaupendur, vinsamlega sendi
allar upplýsingar á netfangið
Logmannsstofa@mail.com
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Aukin framleiðsla á laxi í Patreksfirði og
Tálknafirði um 14.500 tonn
Fjarðalax og Arctic Sea Farm hafa tilkynnt til athugunar
Skipulagsstofnunar nýja frummatsskýrslu um 14.500 tonna
framleiðsluaukningu á laxi í Patreks– og Tálknafirði. Um er að ræða
viðbót við fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða
úrskurðarnefndar umhverfis– og auðlindamála dags. 27. september og
4. október 2018.
Ofangreind skýrsla um mat á umhverfisáhrifum liggur frammi til
kynningar frá 4. febrúar til 19. mars 2019 á eftirtöldum stöðum:
Bæjarskrifstofum Vesturbyggðar, bæjarskrifstofum Tálknafjarðarhrepps,
í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Skýrslan er aðgengileg á
vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér skýrsluna og lagt fram
athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar
en 19. mars 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Fjarðalax og Arctic Sea Farm
standa fyrir kynningarfundi á skýrslunni þann 12. febrúar 2019 kl: 17.00
í seiðaeldisstöð Arctic Sea Farm í Norður Botni í Tálknafirði og eru allir
velkomnir.
Félagsstarf eldri borgara
Dalbraut 18-20 Brids kl.14.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin handverk-
stofa kl.13.00. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir!
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl.
9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga kl. 11:00. Bridge í
Jónshúsi kl. 13:00. Zumba í Kirkjuhv kl. 16:15
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Leikfimi maríu kl. 10:00-10:45. Leikfimi Helgu
Ben 11:00-11:30.. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30 Post-
ulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 Kóræfing
Söngvina.
Gullsmári Postulíns hópur kl 9.00 Handavinna kl 13.00 Bridge kl
13.00 Jóga 17:00 Félagsvist kl. 20.00
Hraunsel 9.00 Myndmennt 11.00 Gaflarakórinn 13.00 Félagsvist
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl.
10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl.
13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Byrjum við hringborðið kl. 8.50. Föst
mánudagsdagskrá. Bendum sérstaklega á byrjendanámskeið í
línudansi hjá Guðrúnu Sveinsdóttur kl. 10, tekið er vel á móti nýliðum.
Hádegismatur kl. 11.30. Áhugasamir spilarar eru velkomnir í félagsvist
kl. 13.00, gott eftirmiðdagskaffi að venju kl. 14.30.
Nánari upp. í s. 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga í Borgum kl 9 gönguhópar kl 10 frá
Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. ´Skartgripagerð í
Borgum kl. 13:00 félagsvist í Borgum kl 13:00 og tréútskurður með
Gylfa á Korpúlfsstöðum kl 13 í dag og kóræfing Korpusystkina kl.
16:00 í dag. Allir velkomnir í fjörið alla daga.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9:45, Lesið úr blöðum kl. 10:15,
Upplestur kl. 11-11:30, Tréútskurður kl. 13-16, Gönguhópur kl. 14,
Bíó á 2. hæð
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9.00 og 13.00.
Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í
króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnm Skólabraut kl. 11.00. Hand-
avinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Rað- og smáauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Elsku Síba
frænka mín, nú ertu
komin á fallegan
stað með Remo þín-
um.
Ég sé ykkur fyrir mér þeysast
um á mótorhjólinu ykkar, þú sit-
ur fyrir aftan hann og kúrir við
bakið á honum. Bleiki fallegi
kjóllinn þinn sem þú varst í á
myndinni sem stóð inni í stofu hjá
þér blaktir í vindinum þegar þið
brunið áfram.
Ég veit að þú ert glöð og ham-
ingjusöm, og þegar við töluðum
saman á spítalanum þá varstu svo
sátt með lífið. Sátt með að hafa
átt góð 67 ár eins og þú sagðir
sjálf.
Ég mun hugsa um þig á hverj-
um degi og brosa, því við brostum
mikið og göntuðumst síðast þeg-
ar við hittumst og það er mér svo
mikils virði.
Við munum hugsa vel um stóru
stelpuna þína, ekki hafa áhyggjur
af því. Hvar sem hún verður í
heiminum þá munum við hringj-
ast á og spjalla á messenger því
hún ætlar að vera systir okkar.
Ég er viss um að þú ert ánægð
með það. Maður á aldrei nóg af
góðum systrum eins og þú veist.
Elsku fallega frænka mín,
sofðu vel. Þú munt alltaf vera í
hjarta mér.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
Sigurbjörg
Sigurðardóttir
✝ Sigurbjörg Sig-urðardóttir
fæddist 27. maí
1951. Hún lést 5.
janúar 2019.
Útför Sig-
urbjargar fór fram
1. febrúar 2019.
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kær-
leika Guðs,
kærleika sem ekki
krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kær-
leikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín
Lena.
Yndisleg systir okkar hefur
nú kvatt þetta jarðlíf, hún lést í
svefni þann 5. janúar síðastlið-
inn eftir erfiða lyfjameðferð við
alvarlegum sjúkdómi sem hún
greindist með í október síðast-
liðnum.
Við trúum því að hún dansi
nú berfætt á rósgylltum skýjum
í sumarlandinu, það myndi
passa henni svo vel.
Sigurbjörg var mikill lífs-
kúnstner. Hún fór ung í víking
þar sem hún flutti til Svíþjóðar
aðeins 17 ára að aldri. Hún fór
þó í öruggt skjól þar sem barn-
fóstra fyrir föðurbróður okkar.
Eftir nokkur ár í Svíþjóð
breiddi hún út vængina enn
frekar og flutti sig til Ítalíu þar
sem hún gerðist enskukennari
hjá ítalskri auðmannafjöl-
skyldu. Með þeim átti hún
skemmtileg ár, ferðaðist mikið
með fjölskyldunni og dvaldi með
þeim á dásamlegum stöðum á
sumrin við fagrar strendur Ítal-
íu.
Þarna kynntist Sigurbjörg
líka eiginmanni sínum, Remo
Rollini athafnamanni, en Remo
var einnig frábær ljósmyndari
og málari og liggja eftir hann
margir dýrgripir.
Eftir rúmt ár sem ensku-
kennari, bauðst henni starf sem
fyrirsæta fyrir nokkra ítalska
tískuhönnuði og ferðaðist hún
um og sýndi föt þeirra á tískusýn-
ingum á Ítalíu.
Hún hætti fyrirsætustörfun-
um þegar hún og Remo eignuð-
ust einkadóttur sína, Flaviu Ann-
is.
Sigurbjörg og Remo bjuggu
alla tíð í Róm, en þau ferðuðust
mikið um heiminn og nutu lífsins.
Það var Sigurbjörgu mikið
áfall þegar Remo greindist með
alvarlegan sjúkdóm árið 1991 og
lést nokkrum mánuðum síðar.
Sigurbjörg varð því ekkja aðeins
40 ára gömul.
En þá kom berlega í ljós harka
hennar og dugnaður. Hún fann
sér strax vinnu og bjó sér og dótt-
ur sinni gott heimili í Róm. Þegar
faðir okkar veiktist alvarlega árið
2001 ákvað hún að tímabært væri
að snúa aftur til Íslands og eiga
tíma með fjölskyldunni.
Hún keypti sér litla íbúð og
kom sér vel fyrir þar. Hún vann
aðallega við þjónustu- og versl-
unarstörf, m.a. á Hótel Nordica,
hjá Kynnisferðum og nú síðast
hjá Islandia/Pennanum í Kringl-
unni. Einnig starfaði hún öðru
hvoru fyrir Alþjóðahús sem túlk-
ur á ítölsku.
Sigurbjörg var mikil mála-
manneskja og talaði flest Norð-
urlandamálin, ensku og ítölsku
reiprennandi. Auk þess var hún
nokkuð sleip í spænskunni.
Hún var sterkur persónuleiki
og laus við allt fals og tilgerð.
Hún hafði ákveðnar skoðanir og
lá oft ekkert á þeim. En hún var
einnig blíðlynd og trygg og alls
staðar vel liðin. Hún gerði allt
sem hún tók sér fyrir hendur vel,
þoldi ekkert hálfkák.
Það var henni erfitt þegar
Flavia flutti frá Íslandi til ítölsku
eyjarinnar Iskia fyrir nokkrum
árum, en þeim mun glaðari var
hún þegar Flavia valdi að flytja
til baka til Íslands skömmu eftir
að hún veiktist.
Sigurbjörg tók veikindum sín-
um af miklu æðruleysi og kjarki.
„Það er hluti þess að hafa lifað að
verða að deyja,“ sagði hún alltaf.
Við kveðjum okkar ljúfu og
yndislegu systur sem hefur kennt
okkur svo mikið og við erum
óumræðilega þakklát fyrir að
hafa fengið þau forréttindi að
verða samferða henni í lífinu.
Esther, Stefán Baldvin,
Sigrún Jensey
og Sigurður Sigurðarbörn.
Sá viðburður
varð á Bíldudal árið
1945 að stofnaður var kirkjukór
af Sigurði Birkis sem þá var
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
og fór um landið og setti á fót
kirkjukóra. Var þetta mikið
menningarstarf sem hann vann á
Nanna Þrúður
Júlíusdóttir
✝ Nanna ÞrúðurJúlíusdóttir
fæddist 9. júní
1926. Hún lést 8.
desember 2018.
Útför Nönnu var
gerð 14. desember
2018. Jarðsett var í
Bíldudals-
kirkjugarði.
þessum tíma. Í
þessum kór var
Nanna og um 20
aðrir og hún er sú
síðasta sem kveður
þetta jarðlíf af þess-
um góða hópi.
Ég sem skrifa
þessar línur kom til
starfa í þessum kór
um 1956, þá 16 ára,
og söng þar til um
1995.
Í þessum kór var mikið af góð-
um röddum, en ég man hvað alt-
röddin hennar Nönnu var sérlega
falleg, bæði fyrir fallegan fram-
burð og hljóm. Ég vil með þess-
um línum þakka henni langan og
góðan starfsdag á kórloftinu í
Bíldudalskirkju. Kveð hana
hinstu kveðju með ljóði eftir Jens
Hermannsson, sem var skóla-
stjóri hér á Bíldudal á sínum
tíma.
Komdu sæl að sunnan,
sól, í dalinn minn.
Öllum flytur yndi
ástarkossinn þinn.
Allt, sem andann dregur,
elskar geislann þinn.
Vertu eins og áður
alltaf velkomin.
Láttu hægjast hretin,
láttu geislann þinn,
björg og blessun öllum
bera í dalinn minn.
Ristu á fannafeldinn
feigum vetri rún,
þar til grænum gróðri
glitra engi og tún.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, Bíldudal.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endur-
gjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn
úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nán-
ustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningargreinar