Morgunblaðið - 04.02.2019, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
Æskuárin heima í Skaftafelli í Öræfum kenndu mér að beravirðingu fyrir náttúrunni og vöktu líka með mér áhuga áumhverfi og samfélagi. Mér finnst gaman að ferðast, sjá
nýja staði og kynnast framandi menningu,“ segir Guðlaug Matthildur
Jakobsdóttir sem er 52 ára í dag. Hún hefur starfað við Háskólann í
Reykjavík um árabil og veitt alþjóðaskrifstofu hans forstöðu frá árinu
2014. Þá er hún forseti Alliance Française sem er 108 ára gamalt
franskt menningarfélag á Íslandi, en á vegum félagsins er boðið upp á
frönskukennslu og efnt til ýmissa menningarviðburða.
„Tengsl mín við Frakkland eru sterk þar sem tvö af þremur börn-
um mínum eru hálffrönsk. Starfið í þágu aukinna menningartengsla
milli Íslands og Frakklands hefur líka gefið mér afar mikið. Síðan á
ég þess líka kost í gegnum starf mitt hjá HR að ferðast víða um heim-
inn og eftir nokkrar vikur er ferð til Jórdaníu á dagskrá. Ég hlakka
til,“ segir Guðlaug sem hélt upp á afmæli sitt síðasta laugardagskvöld
þegar hún bauð vinahópi sínum úr menntaskóla – ásamt mökum – í
heimsókn. „Við köllum okkur Óþokkana, stelpur sem höfum fylgst að í
áratugi. Þetta er ómetanleg vinátta. Í kvöld mun ég svo halda upp á
afmælisdaginn með börnum og eiginmanni, en við hjónin eigum einn-
ig tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag.“
Guðlaug er gift Hilmari Oddssyni kvikmyndaleikstjóra. Þau eiga
samtals fimm börn, Leu, Victor, Baldur, Heru og Odd. sbs@mbl.is
Sjá nýja staði og
kynnast menningu
Guðlaug Jakobsdóttir er 52 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Afmælisbarn Áhugi á umhverfi og samfélagi, segir Guðlaug í spjalli.
Á
sdís Ósk Valsdóttir
fæddist 4. febrúar 1969
á Dalvík. „Ég fæddist
heima hjá afa og ömmu
af því það var ófært til
Akureyrar. Þar sem allir lágu meira
og minna í flensu er ekki vitað um
fæðingartímann en hann var sirka
fjögur um nótt.“
Ásdís ólst upp á Dalvík og gekk í
Dalvíkurskóla en síðan lá leið henn-
ar í Menntaskólann á Akureyri og
þaðan útskrifaðist hún 1989. „Þá
tóku við flökkuárin. Eftir útskrift
ferðaðist ég með Rebekku, bekkj-
arsystur minni úr MA, í sex mánuði
um Suður-Ameríku þar sem við
ferðuðumst með alþjóðlegum hópi,
keyrðum um í trukk og gistum í
tjöldum, veiddum píranafiska í Ama-
zon og skelltum okkur á leik á Mara-
cana í Ríó og dönsuðum á karnivali
þar.“ Því næst var Ásdís barnfóstra
í New York í eitt ár og að lokum fór
hún sem skiptinemi til Hondúras,
lærði spænsku og köfun í Utila.
Ásdís fór í Háskóla Íslands og
lauk þaðan BA-prófi í spænsku og
sagnfræði 1996, einnig kerfisfræði
Ásdís Ósk Valsdóttir, eigandi Húsaskjóls – 50 ára
Samheldin fjölskylda Frá vinstri: Viktor Logi, Ásdís, Sigrún Tinna og Axel Valur.
Byrjar nýjan áratug með
jóga-reggíi á Jamaíku
Á Bahamaeyjum Tinna, Ásdís og Viktor að synda með höfrungum árið 2017.
Mosfellsbær Embla Rún
Helgadóttir fæddist í
Reykjavík 9. júní 2018 kl.
17:01. Hún var 3.626 g og
50 cm. Foreldrar hennar
eru Björk Bragadóttir og
Helgi Þór Guðjónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is