Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar til þess að halda áfram á svo mörgum sviðum en ófrágengin mál bíða úrlausnar. Vertu svolítið frumleg/ur þegar kemur að vali á málningu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að standa fast á þínu, þeg- ar um stóran samstarfshóp er að ræða. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Einhver þér nákominn lendir í vandræðum og þú gætir kannski hjálpað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu óhrædd/ur við að segja hug þinn því þá munu aðrir taka mark á þér og hafa þig með í ráðum í framtíðinni. Talaðu við fólk sem sér lífið í sama ljósi og þú. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til að týna sér í sjálfsvorkunn. Eftir langa bið er röðin kom- in að þér að njóta lífsins. Hvers kyns ævin- týraferðir heilla þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Stundum skjóta gamlir draugar upp kollinum og hafa áhrif á okkur. Mundu samt að taka öllu með fyrirvara og treystu að þú veljir rétt á endanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Punktaðu stöðuna hjá þér, innan tíð- ar verður þú langt frá núverandi aðstæðum og snýrð ekki aftur, nema kannski í hug- anum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst eins og einhver sé að leggja stein í götu þína. Yngra fólk tekur þig til fyrirmyndar, stattu því undir væntingum þeirra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur í svo mörg horn að líta að þér finnst annríkið ganga of nærri persónulegu frelsi þínu. Hinn gullni með- alvegur er bestur í öllu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt gott samtal við einhvern sem þér þykir mjög vænt um. Finndu þér leið til að ljúka deilumáli þar sem allir vinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Atlaga frá vini setur þig úr jafn- vægi í dag. Aðgát skal alltaf höfð í nærveru sálar. Gamalt mál úr fortíðinni lifnar við og kemur þér á óvart. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það ríður á að þú dreifir ekki kröftum þínum um of. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hugsaðu alvarlega um að skipta um starfsvettvang. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver sem stærir sig af mætti sín- um efast um hann innst inni. Gerðu þér far um að halda jafnvæginu milli persónulegra markmiða og vinnutengdra. Helgi R. Einarsson er nýkominnheim frá Grænhöfðaeyjum þar sem þeir Bragi bóndi á Burst- arfelli settust í nuddpott á hót- elinu. Síðan segist Helga svo frá: „Birtust þá ekki tvær þær fjall- myndarlegustu dömur, sem ég hef augum litið og settust í pottinn, á móti okkur. Þá varð mér að orði: Þær eru svartar og sverar og minna á fylfullar merar. „Til lítils ég væri, vinur minn kæri, ef veittust þær að mér berar.““ Bragi svaraði: „Segjum tveir.“ Hér er önnur limra frá Græn- höfðaeyjum – „Morgunverkin“: Jónmundur ánægður er, út úr rúminu fer í brauðið sitt bítur og blaðsins svo nýtur með kaffinu’ og klórar sér. Þessar vísur voru mér sendar, sem birtust á Boðnarmiði. Jón Ingvar Jónsson orti: Vetur eru vorri þjóð vissulega kaldir. Þetta snotra, litla ljóð lifir þúsund aldir. Höskuldur Búi Sveinsson brást við: Vetrarfönnin vekur þjóð, varla sést í stiku. Þessi staka, glögg og góð, gleymist eftir viku. Jón Atli Játvarðsson orti að morgni 27. janúar 2019: Kuldabylgjan kostulig, kannski þetta batni. En ég taldi átján stig út á Hreðavatni. Gunnar J. Straumland: Það er kalt á þessum stað, þorrinn færir kul og eymd. Vafalítið virðist að vísa þessi fæðist gleymd. Á Leir sendi Sigmundur fann- barða kveðju til Fíu á Sandi, – „Var að reyna að finna út bæj- arbraginn hjá þér,“ sagði hann, „ort án ábyrðar eða sannsögulegra heimilda“: Hríðarfálan hreint óþjál hefur málað bæinn. Fía rjálar fim við skál fegrar sálarhaginn. Fía svaraði: Ljúfur dagur leið í bláinn lét hann fljóta hjá í sátt settist loks við sjónvarpsskjáinn sem nú býður dópaþátt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Grænhöfðaeyjar, vísan og þjóðin „þú getur þénaÐ vel ef þér er sama þótt þú óhreinkir hendurnar.” „ég sagÐi hamborgara meÐ flögum.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila því dýrmætasta sem þú átt – hjartanu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EF ÞÚ BÝRÐ MEÐ KETTI ERTU MJÖG HEPPINN JAFNVEL ÞÓTT ÞÚ VITIR ÞAÐ EKKI HRÓLFUR! ÞÚ ERT Á VILLIGÖTUM! ÉG VEIT! ÉG ELSKA ÚTSÝNISLEIÐINA! Akureyri á að verða barnvænt sam-félag, samkvæmt nýlegri ákvörð- un bæjarstjórnar þar. Taka á sér- stakt tillit til skoðana yngsta aldurs- hópsins við ákvarðanatöku og í þjónustu Akureyrarbæjar verður þess sérstaklega gætt að börnin fái sitt, svo sem í heilbrigðismálum, strætisvagnaferðum og skólamálum. Er þetta gert samkvæmt viðmiðum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um þetta framtak er í sjálfu sér allt gott að segja, en Vík- verji vill þó almennt talað vara við því að hagsmunir einstakra hópa séu gerðir að forgangsmáli yfir lengri tíma. Slíkt getur leitt óskapnað af sér; að velgjörðin fyrir einn hóp verði á annarra kostnað. x x x Árið 1979 efndu Sameinuðu þjóð-irnar til Árs barnsins og var þá bryddað upp ýmsu. Víkverja er minn- isstæð frásögnin af viðtölum við al- þingismenn sem voru í barnatíma Ríkisútvarpsins spurðir hvað þeir ætluðu að gera í þágu barna. Vantaði ekkert upp á lýsingar þeirra og loforð sem voru þó misjafnlega ígrunduð og útfærð. Það var svo Vilmundur Gylfa- son, þingmaður Alþýðuflokksins, sem sagði best að gera ekki neitt. Sem al- þingismaður vildi hann stuðla að minni verðbólgu og heilbrigðu stjórn- arfari. Slíkt væri í þágu barna, full- orðinna og þjóðarinnar allrar. Færi Alþingi að reyna að hafa áhrif á alla skapaða hluti, svo sem velferð barna í einstökum atriðum, væri voðinn vís. Þó að 40 ár séu síðan Vilmundur setti þetta sjónarmið fram stendur það enn fyrir sínu. x x x Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið2019 frumbyggjaþjóðum og tungumálum þeirra sem eru víða í út- rýmingarhættu. Og í dag, 4. febrúar, er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Svona mætti tiltaka fleira af alman- akinu; merkisdaga sem eiga að skapa umræðu og á að nota til fræðslu. Að- gerðir umfram það eru vafasamar. Barnastefna kallar á skýrar línur um pólitík í þágu eldri borgara, fatlaðs fólks, kvenna og innflytjenda og Vík- verji er efins um ágæt þess. Best fer að taka málið þvert á línuna; eitt sam- félag fyrir alla. vikverji@mbl.is Víkverji Því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. (Efesusbréfið 2.8)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.