Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 17 ára reynsla við íslen- skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi » Leikritin Tölvuvírusinn eftir Iðunni Ólöfu Berndsen, 11 ára, og Friðþjófurá geimflakki eftir Sunnu Stellu Stefánsdóttur, sjö ára, voru sýnd saman á Litla sviði Borgarleikhússins um helgina en þær Iðunn og Sunna unnu leik- ritasamkeppnina Krakkar skrifa sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV og KrakkaRÚV. Leikrit eftir barnung leikskáld sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátir krakkar Nemendur í öðrum bekk Grunnskólans á Hellu mættu í Borgarleikhúsið til þess að sjá verk Sunnu Stellu Stefánsdóttur, bekkjarsystur sinnar, en hún er höfundur Friðþjófs á geimflakki. Þó margt í uppbyggingu LHÍ hafi heppnast mjög vel á þessum tveimur áratugum þá er m.a. enn eftir að finna ásættanlega lausn á lang- tímavanda sem fylgt hefur stofn- uninni allt frá upphafi: húsnæðismál- unum. „Framtíðarmarkmið háskólans grundvallast öll á því að okkur takist að koma starfseminni undir eitt þak: Að ná fram því þver- faglega námi og rannsóknum sem við stefnum að er óvinnandi öðruvísi en að við séum öll á sömu torfunni. Að dreifast á fjórar byggingar þvers og kruss um borgina er ekki bara óhag- ræði, heldur hugmyndafræðilegt tap, því nemendur og starfsfólk þekkja kröfur samtímans um skörun og sam- legðina í því að vinna þvert á allar greinar,“ segir Fríða og bendir á að LHÍ keppi um nemendur við erlenda skóla sem flestir hafa haft áratugi eða jafnvel aldir til að byggja upp sína faglegu aðstöðu. „Gott húsnæði fyrir listaháskóla er líkast til eina lykil- byggingin sem ennþá vantar í ís- lenskt samfélag til að við getum sagst hafa lokið þeirri menningaruppbygg- ingu sem hófst á síðustu öld þegar við fórum að líta á okkur sem sjálfstæða þjóð og hófum að reka okkar eigin menningarstofnanir á okkar eigin forsendum.“ Þrjár lausnir í boði En hvar á Listaháskólinn að vera? Eins og lesendur muna voru uppi hugmyndir um að LHÍ myndi eignast glæsilega byggingu í miðbænum, á reit á milli Laugavegar og Hverfis- götu. Þau áform runnu út í sandinn í hruninu: „Ef ég man rétt voru teikn- ingar kynntar í september og hrunið kom síðan í október,“ segir Fríða. „Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og var það loks í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar að hafið var starf við að leysa bráðahúsnæð- isvanda skólans jafnframt því að finna lausn til framtíðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hélt svo áfram að styðja við þessa vinnu þegar hún tók við og hún er núna á lokasprettinum.“ Voru sviðslista- og tónlistardeild- irnar færðar í snatri úr húsakynnum við Sölvhólsgötu, sem ekki fullnægðu lengur heilbrigðiskröfum, yfir í Skip- holtið annars vegar og Laugarnes hins vegar og segir Fríða að þar sé aðstaðan allt önnur en á gamla staðn- um. „Samt sem áður er ekkert hús- næði skólans hannað sérstaklega fyr- ir starfsemina og margt sem ekki mun vinnast á faglegum forsendum fyrr en í fullhönnuðu húsi.“ Eftir ítarlega þarfagreiningu, þar sem tekið var mið af þverfaglegu starfi og þróun kennsluhátta á 21. öld, var hafist handa við valkostagrein- ingu og er þeirri vinnu senn að ljúka. Segir Fríða að líklega verði þrír möguleikar í myndinni: „Ein leið væri að finna nýtt húsnæði, einhvers stað- ar í bænum, sem eigandinn er reiðubúinn að leigja okkur til langs tíma og breyta þannig að það þjóni markmiðum skólans. Annar val- kostur væri að byggja við og bæta húsnæði LHÍ úti á Laugarnesi, og þriðji kosturinn að byggja sérhann- aðan skóla frá grunni á auðri lóð.“ Þegar greiningarvinnunni lýkur verður hægt að efna til hugmynda- samkeppni um útfærslu og hönnun framtíðarhúsnæðis LHÍ og loks gera útboð að því loknu. „En til að koma verkefninu í framkvæmd mun þurfa pólitíska samstöðu og hugrekki til að styðja listnám á háskólastigi í skóla sem í senn sinnir kennslu og rann- sóknum og er um leið mikilvægur sem eins konar orkustöð fyrir al- menning og hinar skapandi greinar, með símenntun, listviðburðum og víð- tæku samstarfi vítt og breitt um sam- félagið; stofnun sem tæki þátt í þjóð- félagsumræðunni með ýmsum hætti og væri hreyfiafl inn í íslenskt þjóðlíf rétt einsog Harpa, Þjóðleikhúsið eða Landsbókasafnið.“ Kvikmyndanám upp á háskólastigið Eins og stendur eru allar list- greinar aðrar en kvikmyndalist kenndar í Listaháskólanum. Fríða segir að á þessum tímamótum standi Vantar enn gott húsnæði fyrir  Húsnæðismálin eru efst á blaði í stefnumótun LHÍ  Unnið er að því að koma á laggirnar háskólanámi í kvik- myndalist og bráðum bætist við meistaranám í arkitektúr Morgunblaðið/Hari Verkefni „Til að koma verkefninu í framkvæmd mun þurfa pólitíska sam- stöðu og hugrekki til að styðja listnám á háskólastigi í skóla sem í senn sinn- ir kennslu og rannsóknum og er um leið mikilvægur sem eins konar orku- stöð fyrir almenning og hinar skapandi greinar,“ segir Fríða Björk. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að byggja upp öflugt háskólanám á sviði lista snýst um svo mikið meira en að búa til nýjar kynslóðir af leik- urum og öðru listafólki. „Nú þegar við keyrum inn í nýja þúsöld er að vakna betri skilningur a því hvað öll sköpunargáfa skiptir samfélagið miklu. Málsmetandi alþjóðastofnanir sem ekki vinna á sviði listanna eru farnar að benda á mikilvægi sköp- unargáfna, í samvinnu við vísindi og tækni, sem lykilhæfni til að leysa úr helstu áskorunum 21. aldar. Að- ferðafræði hinna skapandi greina er um margt svo lausnamiðuð, auk þess sem það liggur í eðli hennar að takast á við áleitin efni og mæta hinu óþekkta.“ Þetta segir Fríða Björk Ingv- arsdóttir, rektor Listaháskóla Ís- lands. Fríða kynnti á fimmtudag nýja stefnu LHÍ til næstu fimm ára og er þetta í annað sinn í tuttugu ára sögu stofnunarinnar sem ráðist er í lang- tímastefnumótun með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.