Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  32. tölublað  107. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Wizar HÆGINDASTÓLL Fyrir lífsins ljúfu stundir. Verð frá 199.900 Litir: Efni: Leður/tau 360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS BALTASAR Á BÓLAKAF MEÐ ELBA LEIKJATÖLVU- RISARNIR Í VANDA SÁLARTRYLLIR 58 VIÐSKIPTAMOGGINNFINNA VINNU 8 SÍÐUR Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Svikahrappar stálu nærri 40 milljón- um króna af viðskiptavini Arctic Trucks þegar þeir blekktu hann til þess að greiða upphæðina inn á eigin reikning í stað reiknings Arctic Trucks en greiðslan var vegna ferðar tveggja einstaklinga á suðurpólinn með íslenska fyrirtækinu. Herjólfur Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks, segir svikarann hafa komist í tölvupósts- samskipti fyrirtækjanna og þannig náð að blekkja báða aðila með því að stofna ný lén sem líktust lénum fyr- irtækjanna og netföng með nöfnum þeirra sem skipst höfðu á póstum vegna ferðarinnar. „Einhvern tíma komast þessir þjófar inn í tölvupóstssamskiptin og búa til ný lén og netföng í nafni okk- ar og viðskiptavinarins,“ segir Herj- ólfur. „Við erum alltaf að skrifa svik- aranum og viðskiptavinur okkar er alltaf að skrifa svikaranum. Þeir láta póstana fljóta áfram eins og venjuleg samskipti ættu sér stað,“ segir Herj- ólfur. Að endingu blekkti svikarinn erlendan viðskiptavin Arctic Trucks til að greiða inn á sinn reikning. Herjólfur segir að öryggisúttekt bendi til þess að ekki hafi verið ör- yggisbrestur hjá Arctic Trucks en að öllum öryggisferlum fyrirtækisins hafi verið breytt þegar tekið er á móti erlendum greiðslum eða þær inntar af hendi. Guðbjarni Guðmundsson, for- stöðumaður kjarnalausna hjá upp- lýsingatæknifyrirtækinu Opnum kerfum, segir svik af þessum toga hafa aukist umtalsvert, sérstaklega síðasta árið, og hvetur fyrirtæki til að nota tvöfalda auðkenningu. Tugmilljóna greiðslu stolið  Arctic Trucks og erlendur viðskiptavinur fyrirtækisins lentu í svikum á netinu  Svikarinn tók þátt í venjulegum samskiptum áður en hann lét til skarar skríða MViðskiptaMogginn Blekkingar » Þrjóturinn bjó til netföng og lén í nafni þeirra sem áttu í tölvupóstssamskiptum. » Lét samskipti milli aðila líða eðlilega á milli manna áður en hann gaf upp rangar reiknings- upplýsingar. » Engin merki um öryggis- brest hjá Arctic Trucks en öll- um verkferlum breytt.  Hönnun 145 herbergja hágæða- hótels við Austurvöll er langt á veg komin og er áformað að taka á móti fyrstu gestum haustið 2020. Freyr Frostason, hönnunarstjóri THG Arkitekta, segir jarðhæð hót- elsins munu tengja Austurvöll og Víkurgarð. Þar verði lifandi rými með listsýningum og viðburðum af ýmsu tagi. Þá verði baðhús í kjall- ara opið gestum og gangandi. Nýjar teikningar af Landssíma- reitnum sýna hvernig starfsemin skiptist milli húsa. »32-33 Hótel við Austurvöll opnað haustið 2020 Teikning/THG Arkitektar Stórhýsi endurgert Hótelið verður í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll. Haldið var upp á dag leikskólans í leikskólum landsins í tólfta skiptið í gær. Hátíðarfundur var í leikskólanum Brákarborg í Brákarsundi 1 í Reykjavík. Þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Börnin á Brákarborg skemmtu gestunum með fallegum söng. Seltjarnarnesbær hlaut Orðsporið 2019, hvatningarverðlaun sem veitt eru á degi leikskólans, fyrir að hafa skarað fram úr öðrum sveitarfélögum við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjara- samning. Reykjavíkurborg og Hvalfjarðarsveit fylgdu fast á eftir Seltjarn- arnesi samkvæmt könnun skólamálanefndar Félags leikskólakennara. Degi leikskólans var fagnað á Brákarborg Morgunblaðið/Árni Sæberg  Alls eru í dag 19 íslenskar knattspyrnukon- ur leikmenn er- lendra félaga og hafa þær aldrei verið fleiri. Dagný Brynjars- dóttir bættist í hópinn að nýju með samningi við eitt besta og vin- sælasta atvinnumannalið heims, Portland Thorns, sem leikur á 25.000 manna heimavelli. Í fyrsta sinn á Ísland nú knattspyrnukonur í efstu deildum Hollands og Austur- ríkis. » Íþróttir Metfjöldi erlendis Dagný Brynjarsdóttir  Mörg fyrirtæki hafa sýnt Siðferð- isgáttinni, nýrri þjónustu á vegum ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs, áhuga. Ætlunin er að bjóða starfs- mönnum fyrirtækja og stofnana sem verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustað upp á ákveðinn farveg og þjónustu. Mun Hagvangur starfa sem óháður ráðgjafaraðili í þessum málum í samstarfi við stjórnir þeirra fyrirtækja sem nýta sér þjónustuna sem einnig getur virkað sem ákveð- inn gæðastimpill og vitnisburður um að þau beri hag starfsmanna fyrir brjósti. »ViðskiptaMogginn Þjónusta sem tekur á erfiðum málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.