Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Þann 7. febrúar gefur Pósturinn út þrjú frímerki til að
minnast merkisafmæla 2019. Lýðveldið Ísland 75 ára,
Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli og
Póstmannafélag Íslands 100 ára. Einnig koma út fjögur
frímerki tileinkuð landslagsarkitektúr í útgáfuröðinni
íslensk samtímahönnun.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum listaverkum
Led húsnúmer
Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum
· Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli
Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer
Einnig hægt að hringa í sími 775 6080
· Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni
· Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli
· Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Það var ættarsagan,“ segir Jó-
hanna Þ. Guðmundsdóttir, sagn-
fræðingur og skjalavörður á Þjóð-
skjalasafninu, um ástæður þess að
hún kynnti sér betur sakamál frá
árinu 1903, þar sem tíu ára drengur
lést, að sögn þáverandi yfirvalda úr
hor og af illri meðferð, en langafi
hennar, Oddur Stígsson, var á sínum
tíma dæmdur í 12 mánaða betr-
unarvinnu fyrir að hafa misþyrmt
drengnum. Jóhanna flutti erindi um
málið á fundi Ættfræðifélagsins
hinn 31. janúar síðastliðinn, undir yf-
irskriftinni „„Mannhundur kvelur líf
úr barni með hor og pyndingum“
Sagan af Páli Hanssyni og Oddi
Stígssyni langafa sem drap son hans
Pál Júlíus Pálsson.“
„Ég hafði heyrt eitthvað af þessu
sem barn, en það var allt óljóst,“
segir Jóhanna og bætir við að eftir
að hún hafði numið sagnfræði og
byrjað að vinna á Þjóðskjalasafninu
hafi það legið beint við að kynna sér
betur hvað væri satt og rétt í þessu
máli.
Leitað í dómabækur
Tildrög málsins voru þau að hinn
26. mars 1903 lést Páll Júlíus Páls-
son, sem þá var tíu ára niðursetn-
ingur á bænum Skaftárdal í Vestur-
Skaftafellssýslu. Þar sem orðrómur
var um að Oddur og Margrét Eyj-
ólfsdóttir kona hans hefðu farið illa
með drenginn ákvað sýslumaður,
Guðlaugur Guðmundsson á Kirkju-
bæjarklaustri, að rannsaka málið
frekar, og kom í ljós við rannsókn
lækna að drengurinn þótti mjög hor-
aður, auk þess sem hann var með
drepsár á fæti.
Þá voru áverkar á líki Páls Júl-
íusar, og játaði Oddur að hafa mis-
þyrmt drengnum nokkrum dögum
fyrir andlátið. Lauk málinu svo eftir
að því hafði verið áfrýjað til Lands-
yfirréttar að Margrét var sýknuð, en
hún hafði verið dæmd í undirrétti,
en dómur undirréttarins yfir Oddi
var staðfestur. Sagði í dómi Lands-
yfirréttar að hin „grimdarfulla mis-
þyrming á barninu, sármögru og
veikluðu“ hefði verið helsta dán-
arorsök þess.
Jóhanna segir að hún hafi stuðst
við dómabækur sýslumannsins í
Vestur-Skaftafellssýslu í heimilda-
vinnu sinni, en þær eru varðveittar á
Þjóðskjalasafninu ásamt öðrum
málsskjölum sem þar var að finna.
„Ég skoðaði dómabækurnar ræki-
lega og byggði mest á því,“ segir Jó-
hanna og bætir við að dómabækur af
þessu tagi séu margar til á Þjóð-
skjalasafninu allt aftur til ca. síðari
hluta 18. aldar, og að megnið af
dómabókum 19. aldar sé enn til, þó
að auðvitað hafi eitthvað glatast í
aldanna rás.
Sagt „voðalegt níðingsverk“
Lýsingar dagblaða þess tíma á
andláti Páls eru ekki fagrar, og var
meðferð Odds á honum meðal ann-
ars sögð hafa verið „Voðalegt níð-
ingsverk“ í Ísafold, „Fáheyrð þræl-
mennska“ í Þjóðólfi, auk þess sem
lýsingin í vikublaðinu Reykjavík
hófst á þeim orðum að „mann-
hundur“ hefði kvalið „líf úr barni
með hor og pyndingum“. Jóhanna
segir aðspurð að þessar lýsingar hafi
verið hafðar eftir Páli Hanssyni, föð-
ur drengsins, sem hafði lent upp á
kant við sveitarstjórnina þar. „Ég
vildi því kanna hvort málið hefði ver-
ið svona harkalegt í raun,“ segir Jó-
hanna og bætir við að kjaftasögur
um meðferð Odds á drengnum hafi
magnast upp við andlátið og þær
hafi jafnvel átt sinn þátt í að sýslu-
maður hafi tekið málið upp þegar
drengurinn dó.
Hún bendir einnig á að ekki sé allt
útséð með dánarorsök drengsins, og
vísar til Jóns Hjartarsonar, fyrrver-
andi skólastjóra á Kirkjubæjar-
klaustri, sem einnig flutti erindi á
fundi Ættfræðifélagsins, en hann
hefur rannsakað með aðstoð sára-
læknis lýsingar þær á fótameinum
drengsins sem gerðar voru á sínum
tíma. „Og hann vill meina að það hafi
verið svokallaðir hermannafætur
sem séu hin eiginlega dánarorsök,
en á þessum tíma hafa menn engar
eiginlegar forsendur til að meta
það,“ segir Jóhanna en lík drengsins
var ekki krufið heldur bara skoðað
útvortis, og var sú skoðun gagnrýnd
af landlækni. Jóhanna segir að hún
sé því ásamt Jóni kannski að veita
langafa sínum svolitla uppreist æru
með rannsóknum sínum, og bendir á
að ekkert hafi komið fram við rann-
sókn málsins sem renni undir það
stoðum að drengurinn hafi verið
sveltur, þó að vissulega hafi hann
verið hýddur.
Þagað yfir málinu
í fjölskyldunni
Aðspurð segir Jóhanna að þagað
hafi verið algjörlega yfir þessu máli
innan fjölskyldunnar. „Það eru af-
komendur Odds sem eru komnir vel
yfir miðjan aldur, sem varla þekkja
til málsins,“ segir Jóhanna. For-
vitnin hafi því eðlilega verið mikil.
Hún bætir við að málið hafi reynt
mikið á langömmu sína, sem hafi á
þessum tíma verið nýbúin að fæða
sitt fyrsta barn. „Ég hef reynt að
horfa á málið út frá henni, því þetta
eru erfiðar aðstæður, þetta gerist á
sama tíma og hún liggur á sæng.“
Rannsókn málsins og yfirheyrslur
yfir henni reyndu svo mjög á mæðg-
inin að drengurinn dó, þriggja vikna
gamall. Segir Jóhanna að sér þyki
sem ekki hafi verið tekið nægt tillit
til aðstæðna Margrétar á þessum
tíma. „Stundum er tilfinningin eins
og þetta hafi gerst 1803 frekar en
1903, þetta er svo forneskjulegt allt
saman.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skjalavörður Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður í Þjóðskjalasafni, kynnti sér dómsmál
þar sem langafi hennar var dæmdur í 12 mánaða betrunarvinnu fyrir að hafa misþyrmt tíu ára dreng.
Rýnt í syndir
fortíðarinnar
Skjalavörður kynnti sér sakamál langafa síns betur
Ódæðisverk Umfjöllun fjölmiðla
um málið var óvægin á sínum tíma.
Matvörukarfa í Reykjavík er 67% dýrari en í Helsinki í Finnlandi, þeirri
höfuðborg á Norðurlöndunum þar sem vörukarfan er ódýrust, sam-
kvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar verðlagseftirlits ASÍ sem gerð
var í byrjun desember í leiðandi lágvöruverslunum.
Vörukarfa með algengum matvörum úr helstu vöruflokkum, svo sem
mjólk, osti, kjötvöru, grænmeti, ávöxtum og brauði, er mun dýrari í
Reykjavík en í höfuðborgum hinna landanna á Norðurlöndum. Það land
sem er næst Íslandi í vöruverði er Noregur, en vörukarfan í Ósló er
samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík.
Vörukarfan kostaði mest í Reykjavík eða 7.878 kr. og næstmest í Nor-
egi, 5.631 kr. Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr.
og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki
þar sem hún kostaði 4.729 kr. Kíló af brauðosti kostar 1.411 kr. á Ís-
landi en 556 kr. í Helsinki. Þá var 560% munur á hæsta og lægsta kíló-
verði af gulrótum.
Niðurstöður könnunarinnar eru í takt við sambærilega könnun frá
2006 en helsti munurinn er á verði á matvörukörfu í Reykjavík og Ósló,
sem er nú 40% en var aðeins 3% árið 2006.
Matvaran reyndist langdýrust á Íslandi