Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umferðin á hringveginum í jan-
úarmánuði reyndist 5,4 prósentum
meiri en í sama mánuði í fyrra og
kemur fram í samantekt á vef Vega-
gerðarinnar að umferðin á hringveg-
inum í þessum mánuði hafi aldrei
verið meiri.
,,Talsverð aukning varð á umferð
um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar
á hringvegi í nýliðnum janúar miðað
við sama mánuð á síðasta ári en um-
ferðin jókst um 5,4%. Nýtt met var
því slegið í janúarumferð á hringvegi
ef marka má áðurnefnda lykilteljara.
Umferðin fór núna vel yfir 60 þúsund
bíla múrinn og mældist rúmlega 62
þúsund ökutæki á sólarhring sam-
tals fyrir alla staðina.“
Mest aukning á Vesturlandi
Ef litið er til einstakra landshluta
kemur í ljós að umferðin í seinasta
mánuði jókst mest um Vesturland og
var hún 9,9% meiri núna en í sama
mánuði fyrir ári en minnst aukning
varð hins vegar um Austurland eða
um 2,8%.
„Hvað einstaka talningarstaði
varðar þá jókst umferðin mest á
talningarstað undir Hafnarfjalli eða
um 12,0% en minnst varð aukningin
um hringveg á Mýrdalssandi eða
0,3%,“ segir í fréttinni á vefsíðu
Vegagerðarinnar.
Mest var bílaumferðin á föstudög-
um sé litið á akstur á einstökum
vikudökum á hringveginum. Hún var
hins vegar minnst á þriðjudögum og
hefur það yfirleitt verið þannig á
þjóðvegum úti á landi að því er segir
í umfjölluninni.
Fram kemur að hlutfallslega jókst
umferðin þó mest á sunnudögum eða
um 17,1% en 6,2% samdráttur varð í
umferð á laugardögum.
Nýtt met slegið
á hringveginum
Fór yfir 60 þús. bíla múrinn í janúar
Morgunblaðið/Ómar
Bílaumferð Mest var ekið á föstu-
dögum en minnst á þriðjudögum.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
fór yfir nauðsyn þess að standa vörð um
samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) á málstofu í Háskólanum í Reykjavík
(HR) í gær. Málstofan var haldin í tilefni
þess að 25 ár eru liðin frá innleiðingu samn-
ingsins. Málstofan var á vegum Alþjóða- og
Evrópuréttarstofnunar HR, utanríkisráðu-
neytisins og sendi-
nefndar ESB á Íslandi.
Guðlaugur sagði
samninginn vera áhrifa-
mesta milliríkjasamning
Íslands og tók fram að
um þriðjungur Íslend-
inga er fæddur eftir
gildistöku samningsins.
„Það mætti í raun nefna
þessa kynslóð EES-
kynslóðina,“ sagði Guð-
laugur. Hann bætti við
að fjöldi Íslendinga þekkti ekki líf án þeirra
fjölmörgu réttinda sem samningurinn veitti
þeim.
„Þessi staða er hættuleg. Því þegar við
teljum eitthvað sjálfsagt eða sjálfgefið erum
við aldrei jafn nálægt því að missa það,“
sagði Guðlaugur og ítrekaði mikilvægi samn-
ingsins. „Í stuttu máli erum við aðilar að því
sem hentar okkur best og það sem okkur
yrði mest íþyngjandi stendur fyrir utan.“
Umræðan um samninginn á villigötum
Guðlaugur sagði nauðsynlegt að lyfta um-
ræðunni um EES-samninginn á hærra plan.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda, sem var einnig meðal
framsögumanna, tók undir það í ræðu sinni.
Tók Guðlaugur fram að rangfærslur um að-
ild Íslands að EES væru margar. Meðal
þeirra væri sú að Ísland tæki upp um 80 til
90% af tilskipunum Evrópusambandsins.
Tók hann fram að slíkar yfirlýsingar væru
langt frá raunveruleikanum. Innleiðingar-
hlutfall Íslands frá undirritun EES-
samningsins væri 13,4%.
Sameinast gegn EES-samningnum
„Linnulausar rangfærslur ESB-sinna
víkja ekki staðreyndum til hliðar. Innganga í
ESB myndi þýða að við tækjum upp 100%
en ekki 13,4%. Innganga í ESB myndi þýða
að allir 34 málaflokkar ESB ættu við um
okkur en ekki þeir sem okkur eru hagfelld-
astir. Staðreyndin er sú að við erum aðilar
að sérsniðnum samningi sem hentar íslensk-
um hagsmunum afskaplega vel,“ sagði Guð-
laugur á málstofunni. Hann tók fram að
tveir afar ólíkir hópar hefðu nú sameinast
um að grafa undan EES-samningnum; þeir
sem vilja ganga í ESB og þeir sem telja
samninginn skerða fullveldi Íslands. „ESB-
sinnum hefur borist óvæntur liðsauki.
Hreyfing sem vill inngöngu í ESB og sjálf-
skipaðir fullveldissinnar hafa sameinast um
að koma EES-samningum fyrir kattarnef.“
Aðeins tveir aðrir kostir í boði
Aðgengi Íslands að innri markaði ESB er
kjölfestan í EES-samningnum en þar sem
Ísland stendur utan tollabandalagsins getum
við einnig leitað nýrra tækifæra á öðrum
mörkuðum, að sögn Guðlaugs. EES-
samningurinn væri þannig helsta hindrun
þeirra sem vildu að Íslandi gengi í tolla-
bandalagið. Einfaldlega vegna þess hversu
góður samningurinn væri.
„Það er kaldhæðnislegt að ESB-sinnar og
hinir sjálfskipuðu fullveldisverðir hafi sam-
einast um að koma EES-samningnum fyrir
kattarnef. Þó að endamarkið sé ekki hið
sama hafa þeir sameiginlega hagsmuni af
því að ryðja EES-samningnum úr vegi. Ef
þessum hreyfingum tekst sameiginlegt áætl-
unarverk sitt stöndum við Íslendingar
frammi fyrir tveimur kostum þegar kemur
að því að tryggja hagsmuni okkar á þessum
kjölfestumarkaði í Evrópu. Annars vegar
með inngöngu í ESB og öllu sem því fylgir.
Þar á meðal sameiginlegri sjávarútvegs-
stefnu og tollabandalaginu. Hinn kosturinn
væri tvíhliða samningur við Evrópusam-
bandið og við sjáum hvernig fimmta stærsta
efnahagsveldi heims, Bretlandi, gengur að
gera tvíhliða samning,“ sagði Guðlaugur.
Hann spurði síðan hvort einhverjum dytti
í hug að Ísland gæti náð tvíhliða samningi
við ESB.
„Það þarf tæplega að fjölyrða um þann
hag sem íslenskt atvinnulíf hefur haft af
EES-samningnum þann aldarfjórðung
sem hann hefur verið í gildi. Hann gefur
okkur greiðan aðgang að 500 milljóna
[manna] markaði og tryggir fyrirtækj-
unum sama viðskiptaumhverfi á mörg-
um sviðum,“ sagði Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, á málstofunni.
„Ég leyfi mér að fullyrða að alþjóðleg
löggjöf sem er mótuð út frá almanna-
hagsmunum frekar en sérhagsmunum
hafi stuðlað að því að brjóta niður smá-
kóngaveldi á Íslandi, bæði í atvinnulífi,
pólitík og stjórnsýslu,“ bætti hann við.
Hann sagði að áþreifanlegt dæmi um
hag atvinnulífsins væri upptaka á mat-
vælalöggjöf ESB í samninginn, bæði
hvað varðar sjávarafurðir og landbún-
aðarafurðir. Þetta veldur ekki bara því
að langstærstur hluti íslenskra afurða
fer á innri markaðinn án tolla heldur
sæta íslenskar afurðir ekki heilbrigð-
iseftirliti á landamærum annarra EES-
ríkja. „Þetta þýðir að útflytjendur
sleppa við kostnað, umstang og tafir,
sem myndu gera þeim mjög torvelt að
koma sinni vöru ferskri á markað,“
sagði Ólafur og bætti við að það væri
ábyrgðarlaust að setja samninginn í
uppnám.
„Út frá hagsmunum íslensks atvinnu-
lífs og félagsmanna míns félags er til-
efnislaust og ábyrgðarlaust að viðra
hugmyndir um að endursemja um EES
eða segja jafnvel samningnum upp, t.d.
vegna þriðja orkupakka Evrópusam-
bandsins, eða dóma EFTA-dómstólsins
og Hæstaréttar Íslands um að Íslandi
beri að fara að ákvæðum samningsins
um frjáls viðskipti með búvöru. Þessi
mál eru ekki þannig vaxin að það beri að
setja mikilvægasta viðskiptasamning Ís-
landssögunnar í uppnám,“ sagði Ólafur.
Löggjöfin braut
smákóngaveldið
FÉLAG ATVINNUREKENDA
EES-samningurinn ekki sjálfgefinn
25 ár liðin frá innleiðingu EES-samningsins Mikilvægasti milliríkjasamningur Íslands, segir ut-
anríkisráðherra Samningurinn á undir högg að sækja frá tveimur hópum með afar ólík markmið
Morgunblaðið/Eggert
EES í 25 ár Áhorfendum gafst kostur á að spyrja framsögumenn undir lok málstofunnar.
Salurinn var þétt setinn á þessum fyrsta viðburði Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR.
Guðlaugur Þór
Þórðarson