Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 22
Guðmundsson seðlabankastjóri opna Safnanótt í Seðlabankanum kl. 18 á morgun. Bankinn hefur tekið þátt í Safnanótt mörg und- anfarin ár og hafa jafnan margir mætt í bankann við það tilefni. „Meðal ýmissa þeirra verkefna sem Seðlabankinn hefur með hönd- um er að varðveita heimildir og muni sem tengjast hagsögu og myntsláttu Íslands og þess sér stað á sýningunni nú,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsinga- fulltrúi Seðlabankans. Á hverri Safnanótt er ákveðið efni kynnt og sýnt í Seðlabank- anum og að þessu sinni er sjónum beint að sparnaði Íslendinga fyrr og nú. Uppi eru meðal annars sparibaukar, en sú var tíðin að nánast hvert barn á Íslandi fékk slíkan fyrir tannfé sitt og aura frá ömmu og afa. Með þessu var mik- ilvægi sparnaðar innprentað börn- unum. „Sparnaður Íslendinga hefur verið sveiflukenndur og þegar verðbólgan var hvað mest á átt- unda og níunda áratug síðustu ald- ar dró talsvert úr vægi hans,“ seg- ir Stefán Jóhann. „Sparnaður fór svo að aukast með verðtrygging- unni sem innleidd var á grunni laga frá 1978, einnig með vexti sparisjóða sem uxu úr grasi á síð- SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gullstöng úr gjaldeyrisforðanum og úrval málverka eftir frumherja íslenskrar myndlistar verða til sýnis í Seðlabanka Íslands á Safnanótt á morgun, föstudag. Áhugi margra á safnkosti bankans var vakinn á dögunum þegar greint var frá því í fréttum að nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal, sem uppi voru á skrif- stofum í bankanum, hefðu verið færð til. Þær myndir verða einmitt til sýnis á Safnanótt, í Sölvhóli, sem er salur í anddyri bankans. Myntslátta og tannfé Málverkin sem sýnd verða eru alls um 20 og eru eftir Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Gunn- laug Scheving, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Louisu Matt- híasdóttur, svo nokkrir listamenn séu nefndir. Eru verkin valin af seðlabankafólki í samvinnu við Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðing og dósent við HÍ. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra og Már ustu áratugum síðustu aldar. Svo hafa fleiri sparnaðarform bæst við.“ Öryggissjóður þjóðar Gullstöngin sem gestir Seðla- bankans geta skoðað og handleikið er 12,5 kíló eða 401 únsa. Gullforði bankans er í dag 64 þúsund únsur í 159 gullstöngum sem um síðustu mánaðamót voru virtar á 10 millj- arða króna. Stangir þessar hafa í áratugi verið geymdar hjá Bank of England í Lundúnum og var stykkið sem nú verður sýnt sótt að utan. „Magn gulls í forða hefur verið nánast óbreytt síðustu áratugi. Því hefur hlutfallslegt verðmæti þess af gjaldeyrisforða verið misjafnt. Forðinn, sem er í raun örygg- issjóður þjóðarinnar, var stækk- aður verulega eftir fjármálaáfallið 2008 og því hefur hlutur gulls í stóru breytunni minnkað talsvert,“ segir Stefán um gull og gersemar í Seðlabankanum sem er áhugavert að sjá og fræðast um. Gull og gersemar  Seðlabankinn á safnanótt  Nektarverkin afhjúpuð  Myntslátta og málverk  Gullið sótt frá Lundúnum Málverk Stefán Jóhann Stefánsson, til vinstri, og Marinó Már Magnússon, í eignaumsjón bankans, með Kjarvalsverkið Morgun lífsins. Morgunblaðið/Eggert Viðurkenning Sigurður Helgi Pálmason safnvörður með silfurkrans sem ASÍ færði Halldóri Laxness þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955. Kindur Svipsterkt verk eftir Louisu Matthíasdóttur. Grís Sparibaukur merktur Icesave, því baneitraða peði. Baukar Svona áttu öll börn og var með því innprentað mikilvægi sparnaðar. Gullstöng Vegur 12,5 kíló og er þar með 400 únsur. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 VIRK Starfsendurhæfingarsjóður veitir einu sinni á ári styrki til virkni- úrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendur- hæfingu á Íslandi. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna á www.virk.is Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2019. STYRKIR VIRK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.