Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 „Þessi mynd kom nýlega í ljós þegar við vorum að skoða mynda- safnið í eigu föður míns og urð- um forvitin að vita meira um fólkið á myndinni,“ segir Marinó Már Magnússon, sonur Magnúsar Blöndals Jóhannssonar, tónskálds og píanóleikara, sem lést árið 2005. Myndin er tekin í kvöldverði og dansleik Íslendingafélagsins í New York sem fram fór á Picca- dilly-hótelinu 18. júní árið 1954, þegar 10 ára afmæli íslenska lýð- veldisins var fagnað. Eins og sjá má voru gestir prúðbúnir af þessu tilefni og samkoman vel sótt. Af myndinni að dæma hafa gestir verið vel á annað hundr- aðið. Flutt voru ávörp og tónlist á Ís- landskvöldinu svonefnda og Thor Thors sendiherra „mælti fyrir minni Íslands“, eins og segir í frétt Heimskringlu um samkom- una. Samkvæmt þeirri frásögn setti Gunnar Eyjólfsson, formað- ur Íslendingafélagsins, samkom- una og flutti stutta ræðu. Með fréttinni fylgdi engin mynd og er ekki vitað hvort með- fylgjandi mynd hafi birst á prenti áður. Marinó var í það minnsta ekki kunnugt um það. Í frásögn Heimskringlu er einnig sagt frá fleiri viðburðum Íslendinga- félagsins þetta sumar og greini- legt að starfsemin hefur verið töluverð og margir verið í félag- inu. Magnús Blöndal lék undir á píanó þetta kvöld á hótelinu, fyrst með tvísöng þeirra Guð- mundu Elíasdóttur og Guðrúnar Tómasdóttur. Ábendingar um nöfn á gestum vel þegnar „Að því búnu fór fram helzta skemmtiatriði kvöldsins, sem var hylling Íslands í tónum, ljóðum og söng. Eru það ljóð frá ýmsum tímum sem eru sungin eða sögð fram. Komu þar fram Guðrún Camp, Guðmunda Elíasdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Gunnar Eyjólfsson, en undirleik annaðist Magnús Bl. Jóhannsson, sem einnig hefur samið tónlistina,“ sagði ennfremur í frétt Heims- kringlu um viðburðinn. Magnús er fyrir miðju á fremsta hringborðinu til vinstri og við hlið hans er þáverandi eig- inkona, Bryndís Sigurjónsdóttir. Thor Thors sendiherra er á þar- næsta hringborði fyrir aftan. Þekkja má Sigurð A. Magnússon rithöfund við hlið fremsta hring- borðsins hægra megin en allar ábendingar lesenda um fleiri nöfn væru vel þegnar. Þannig væri áhugavert að ná tali af fólki sem var meðal gesta á Íslands- kvöldinu góða og gæti rifjað þessa stund upp. Senda má ábendingar á net- fangið: ritstjorn@mbl.is. Ljósmynd/Empire Íslendingafélagið í New York fagnaði 10 ára afmæli lýðveldis Íslands  Íslandskvöld haldið á Piccadilly-hótelinu 18. júní 1954  Ljósmynd úr dánarbúi Magnúsar Blöndals píanóleikara New York Teikning af hinu fræga Hótel Piccadilly við 45. stræti á Manhatt- an. Hótelið stóð þarna til ársins 1982. Nú er þar Hotel Marriott Marquis. Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.