Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Takmarkaðar veiðar á humri í ár til að fylgjast með þróun stofnsins eru ekki trygging fyrir því að stofninn rétti úr kútnum. Nýliðun er í sögulegu lágmarki og árgang- ar frá 2005 eru mjög litlir, eins og fram kom í ráðgjöf í síðustu viku. Þegar spurt er hvað valdi hruni í stofninum eru svör ekki á reiðum höndum. Bent er á að ýmsir aðrir stofnar við Suð- urland hafi minnkað og einnig hafi fugl- um eins og lund- um fækkað. Skýringa er einkum leitað í frumframleiðslu hafsins. Jónas P. Jónasson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnun, segir að á síðustu árum hafi orðið nýliðunarskortur hjá suðlægum tegundum, sem einkum hafi veiðst suður af landinu. Hann nefnir keilu, blálöngu og langlúru. Einnig nefnir hann lundastofninn, sem hafi liðið fyrir hrun í stofni sand- sílis, og segir að menn beini sjón- um sínum meðal annars að frum- framleiðslunni í hafinu. „Hvað vantaði sílið?“ „Lundann vantaði sandsílið, en hvað vantaði sílið?“ spyr Jónas. „Ég hef trú á að þessi þróun teng- ist stærri breytingum í hafinu og þá ekki síst seltuinnihaldi sjávar, en fyrir Suðurlandi var sjór mjög selturíkur í nokkur ár, en hann er aftur orðinn seltuminni. Þarna eru einhverjar aðstæður sem skýra að öllum líkindum nýliðunarbrest hjá humri meðal annars. Minna seltu- innihald gæti leitt til þess að nýlið- un lagist eitthvað. Fullorðinn hum- ar vex hins vegar og þrífst ágæt- lega.“ Háfsýni af humarlirfum Jónas segir að á síðasta ári hafi í fyrsta skipti verið reynt að taka háfsýni af humarlirfum á fjórðu hverri rannsóknastöð. Lirfur hafi fundist á um 40% þessara stöðva, sem sé jákvætt. Reynt verði að meta það sem sjáist í svifinu og bera saman við nýliðun eftir nokk- ur ár. Humar er við norðurmörk út- breiðslu sinnar hér við land og hann kann ekki vel við sig fari hitastig sjávar niður fyrir 6-9 gráður, að sögn Jónasar. Hum- arinn hafi leitað vestur með land- inu með hækkandi hitastigi síðustu ár, en fari nánast ekki austar en að Berufjarðarál þar sem séu skörp skil. Margar tegundir af humri eru þekktar í heiminum, en útbreiðslu- svæði leturhumars sem hér veiðist, er frá Marokkó og norður til Ís- lands. Hann finnst aðeins við Fær- eyjar og örlítið upp með ströndum Noregs, en sterkustu svæðin eru í kringum Bretlandseyjar. Alls staðar svipað ástand Skip sem stunda humarveiðar hafa orðið öflugri á síðustu árum, en veiðarfæri jafnframt fullkomn- ari. Jónas segist ekki skrifa undir að of miklu veiðiálagi megi kenna um hrun í humarstofninum. Sé far- ið á svæði þar sem veiðar hafi ekki verið stundaðar komi í ljós svipað ástand og á veiðisvæðum og þar sé heldur ekki að sjá ungan humar eða meiri nýliðun. Stofnmatið í ár er byggt er á stofnmælingu þar sem humarholur eru taldar með neðansjávarmynda- vélum og er það í þriðja sinn sem slík stofnmæling er gerð. Jónas segir að með þessum myndatökum fáist einnig upplýsingar um ástand botns þar sem veiðarfæri hafa far- ið yfir og greinilega megi sums staðar sjá togför. Sókn í stofninn hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2009 en afli á sóknareiningu var í sögulegu lágmarki á síðasta ári. Útgefið aflamark hefur ekki náðst síðustu tvö fiskveiðiár. Árið 2010 var hum- araflinn 2.500 tonn, en á næsta ári er ráðgjöfin aðeins 235 tonn auk takmarkana á tilteknum svæðum. „Í gegnum tíðina hafa árgangar verið misjafnlega sterkir, en við höfum aldrei áður séð svona mörg ár í röð þar sem í raun hefur eng- inn árgangur komið inn í veið- arnar,“ segir Jónas. Fundað með útgerðinni Hann segir að eflaust falli ráð- gjöfin frá því í síðustu viku útgerð- armönnum misvel í geð, en þeir sem hann hafi heyrt í séu vel með- vitaðir um ástandið á slóðinni og fullir skilnings. Í raun verði um að ræða vöktunarveiðar úr stofni, sem eigi í miklum erfiðleikum, til að fylgjast með þróuninni. Áður hefur komið fram að til skoðunar hafi verið að leggja til bann við humar- veiðum. Jónas segir að gott samstarf hafi verið við útgerðir humarbáta. Far- ið verði yfir stöðuna á fundi með útgerðinni á morgun. Tengist stærri breytingum  Nýliðunarbrestur hjá humri og óvissa með stofninn  Sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun segir skýringa hugsanlega að leita í frumframleiðslunni í hafinu  Enginn árgangur inn í veiðar í mörg ár Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Á heimavelli Humar gægist út úr holu sinni, en að lágmarki eru tveir inn- eða útgangar á hverri humarholu og sjást 3-4 slíkir á myndinni. Í forgrunni er lítil langlúra. Myndin er tekin við kortlagningu búsvæða á Reykjaneshrygg á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni árið 2010. Jónas Páll Jónasson Svört skýrsla » Gögn benda til að nýliðun sé í sögulegu lágmarki. » Verði ekki breyting á má bú- ast við að stofninn minnki áfram. » Stofnstærð humars minnk- aði um 20% frá 2016. » Þéttleiki humarholna mælist með því lægsta sem þekkist. Leturhumar Hérlendis veiðist mest af humri við Suður- og Vesturland. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Byggingarfyrir- tækið Munck varð hlutskarpast í alút- boði fyrr í vetur um hönnun og fram- kvæmdir við fjölnota íþróttahús og hlið- arbyggingu í Suður- Mjódd. Verksamn- ingur var formlega undirritaður í gær í húsakynnum ÍR af þeim Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Hans Christian Munck forstjóra. Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í byrjun næsta árs. Heildarkostnaður við mannvirkin er áætlaður 1,2 milljarðar. Íþrótta- húsið verður rúmir 4.300 fermetrar að stærð og hliðarbygging tæpir 1.300 fermetrar. Í húsinu verða fjöl- nota íþróttasalur á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir. Í tveggja hæða hliðarbyggingu er meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyft- ingasal, geymslum, tæknirými, sal- ernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorf- endur og lyftu. Fjölnota íþróttahús í gagnið eftir eitt ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.