Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Takmarkaðar veiðar á humri í ár
til að fylgjast með þróun stofnsins
eru ekki trygging fyrir því að
stofninn rétti úr kútnum. Nýliðun
er í sögulegu lágmarki og árgang-
ar frá 2005 eru mjög litlir, eins og
fram kom í ráðgjöf í síðustu viku.
Þegar spurt er hvað valdi hruni í
stofninum eru
svör ekki á
reiðum höndum.
Bent er á að
ýmsir aðrir
stofnar við Suð-
urland hafi
minnkað og
einnig hafi fugl-
um eins og lund-
um fækkað.
Skýringa er
einkum leitað í frumframleiðslu
hafsins.
Jónas P. Jónasson, fiskifræðing-
ur á Hafrannsóknastofnun, segir
að á síðustu árum hafi orðið
nýliðunarskortur hjá suðlægum
tegundum, sem einkum hafi veiðst
suður af landinu. Hann nefnir
keilu, blálöngu og langlúru. Einnig
nefnir hann lundastofninn, sem
hafi liðið fyrir hrun í stofni sand-
sílis, og segir að menn beini sjón-
um sínum meðal annars að frum-
framleiðslunni í hafinu.
„Hvað vantaði sílið?“
„Lundann vantaði sandsílið, en
hvað vantaði sílið?“ spyr Jónas.
„Ég hef trú á að þessi þróun teng-
ist stærri breytingum í hafinu og
þá ekki síst seltuinnihaldi sjávar,
en fyrir Suðurlandi var sjór mjög
selturíkur í nokkur ár, en hann er
aftur orðinn seltuminni. Þarna eru
einhverjar aðstæður sem skýra að
öllum líkindum nýliðunarbrest hjá
humri meðal annars. Minna seltu-
innihald gæti leitt til þess að nýlið-
un lagist eitthvað. Fullorðinn hum-
ar vex hins vegar og þrífst ágæt-
lega.“
Háfsýni af humarlirfum
Jónas segir að á síðasta ári hafi
í fyrsta skipti verið reynt að taka
háfsýni af humarlirfum á fjórðu
hverri rannsóknastöð. Lirfur hafi
fundist á um 40% þessara stöðva,
sem sé jákvætt. Reynt verði að
meta það sem sjáist í svifinu og
bera saman við nýliðun eftir nokk-
ur ár.
Humar er við norðurmörk út-
breiðslu sinnar hér við land og
hann kann ekki vel við sig fari
hitastig sjávar niður fyrir 6-9
gráður, að sögn Jónasar. Hum-
arinn hafi leitað vestur með land-
inu með hækkandi hitastigi síðustu
ár, en fari nánast ekki austar en
að Berufjarðarál þar sem séu
skörp skil.
Margar tegundir af humri eru
þekktar í heiminum, en útbreiðslu-
svæði leturhumars sem hér veiðist,
er frá Marokkó og norður til Ís-
lands. Hann finnst aðeins við Fær-
eyjar og örlítið upp með ströndum
Noregs, en sterkustu svæðin eru í
kringum Bretlandseyjar.
Alls staðar svipað ástand
Skip sem stunda humarveiðar
hafa orðið öflugri á síðustu árum,
en veiðarfæri jafnframt fullkomn-
ari. Jónas segist ekki skrifa undir
að of miklu veiðiálagi megi kenna
um hrun í humarstofninum. Sé far-
ið á svæði þar sem veiðar hafi ekki
verið stundaðar komi í ljós svipað
ástand og á veiðisvæðum og þar sé
heldur ekki að sjá ungan humar
eða meiri nýliðun.
Stofnmatið í ár er byggt er á
stofnmælingu þar sem humarholur
eru taldar með neðansjávarmynda-
vélum og er það í þriðja sinn sem
slík stofnmæling er gerð. Jónas
segir að með þessum myndatökum
fáist einnig upplýsingar um ástand
botns þar sem veiðarfæri hafa far-
ið yfir og greinilega megi sums
staðar sjá togför.
Sókn í stofninn hefur verið
nokkuð stöðug frá árinu 2009 en
afli á sóknareiningu var í sögulegu
lágmarki á síðasta ári. Útgefið
aflamark hefur ekki náðst síðustu
tvö fiskveiðiár. Árið 2010 var hum-
araflinn 2.500 tonn, en á næsta ári
er ráðgjöfin aðeins 235 tonn auk
takmarkana á tilteknum svæðum.
„Í gegnum tíðina hafa árgangar
verið misjafnlega sterkir, en við
höfum aldrei áður séð svona mörg
ár í röð þar sem í raun hefur eng-
inn árgangur komið inn í veið-
arnar,“ segir Jónas.
Fundað með útgerðinni
Hann segir að eflaust falli ráð-
gjöfin frá því í síðustu viku útgerð-
armönnum misvel í geð, en þeir
sem hann hafi heyrt í séu vel með-
vitaðir um ástandið á slóðinni og
fullir skilnings. Í raun verði um að
ræða vöktunarveiðar úr stofni, sem
eigi í miklum erfiðleikum, til að
fylgjast með þróuninni. Áður hefur
komið fram að til skoðunar hafi
verið að leggja til bann við humar-
veiðum.
Jónas segir að gott samstarf hafi
verið við útgerðir humarbáta. Far-
ið verði yfir stöðuna á fundi með
útgerðinni á morgun.
Tengist stærri breytingum
Nýliðunarbrestur hjá humri og óvissa með stofninn Sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun segir
skýringa hugsanlega að leita í frumframleiðslunni í hafinu Enginn árgangur inn í veiðar í mörg ár
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Á heimavelli Humar gægist út úr holu sinni, en að lágmarki eru tveir inn- eða útgangar á hverri humarholu og sjást 3-4 slíkir á myndinni. Í forgrunni er
lítil langlúra. Myndin er tekin við kortlagningu búsvæða á Reykjaneshrygg á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni árið 2010.
Jónas Páll
Jónasson
Svört skýrsla
» Gögn benda til að nýliðun sé
í sögulegu lágmarki.
» Verði ekki breyting á má bú-
ast við að stofninn minnki
áfram.
» Stofnstærð humars minnk-
aði um 20% frá 2016.
» Þéttleiki humarholna mælist
með því lægsta sem þekkist.
Leturhumar Hérlendis veiðist mest af humri við Suður- og Vesturland.
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Byggingarfyrir-
tækið Munck varð
hlutskarpast í alút-
boði fyrr í vetur um
hönnun og fram-
kvæmdir við fjölnota
íþróttahús og hlið-
arbyggingu í Suður-
Mjódd. Verksamn-
ingur var formlega undirritaður í
gær í húsakynnum ÍR af þeim Degi
B. Eggertssyni borgarstjóra og
Hans Christian Munck forstjóra.
Íþróttahúsið á að verða fullklárað
og rekstrarhæft í byrjun næsta árs.
Heildarkostnaður við mannvirkin er
áætlaður 1,2 milljarðar. Íþrótta-
húsið verður rúmir 4.300 fermetrar
að stærð og hliðarbygging tæpir
1.300 fermetrar. Í húsinu verða fjöl-
nota íþróttasalur á stærð við hálfan
knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis
fyrir frjálsar íþróttir. Í tveggja hæða
hliðarbyggingu er meðal annars
gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyft-
ingasal, geymslum, tæknirými, sal-
ernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorf-
endur og lyftu.
Fjölnota íþróttahús
í gagnið eftir eitt ár