Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Hljóðfæraverslunin Gítarinn fagnar
30 ára afmæli í ár. Anton Kröyer er
stofnandi verslunarinnar og hefur
rekið hana frá upphafi.
Gítarinn, sem hóf starfsemi 1989,
var fyrst til húsa á Laugavegi 45 en
flutti árið 2001 á Stórhöfða 27 þar
sem verslunin er nú.
„Ég fór í kennaraskólann og náði
mér í kennsluréttindi auk þess sem
ég lærði á gítar og tók tónfræði hjá
Jóni Ásgeirssyni. Ég hef alltaf haft
áhuga á gíturum og að spila á þá og
því lá beinast við að gera hljóðfæra-
sölu að ævistarfinu,“ segir Anton
sem hefur ásamt fjölskyldu sinni
staðið vaktina í Gítarnum.
Að sögn Antons er verslunin með
mesta úrval landsins af gíturum.
Hann segir að um 200 gítarar og
bassar séu uppstilltir í versluninni
en þar sé einnig hægt að fá magnara
og fylgihluti, trommur og hljómborð
svo eitthvað sé nefnt.
Spilaði fyrst 11 ára á gítar
Að sögn Antons hófst
samfylgd hans og gítarsins þegar
hann var barn að aldri og segir Ant-
on að margt hafi breyst frá þeim
tíma.
„Þegar ég byrjaði að spila 11 ára
gamall í Kópavogi þá voru engir
snjallsímar og varla að það væri
hægt að horfa á sjónvarp. En það
var hægt að hlusta á Kanaútvarpið
og heyra lög Bítlanna sem höfðu
mikil áhrif á ungt tónlistarfólk,“ seg-
ir Anton. Hann segir margar götu-
hljómsveitir hafa verið stofnaðar í
Kópavogi á þessum tíma en frægust
þeirra allra sé Ríó tríó.
„Ég fór í mína fyrstu hljómsveit,
Eilífð, 16 ára með Herberti Guð-
mundssyni. Við æfðum í Félags-
miðstöðinni í Kópavogi og síðar spil-
aði ég með fleiri hljómsveitum.
Mér hefur tekist að hafa lifibrauð
mitt af sölu hljóðfæra og í dag vinna
synir mínir með mér í versluninni,“
segir Anton.
Þegar hann steig sín fyrstu skref í
gítarleik var Gítarbók Katrínar eina
námsefnið sem hægt var að nálgast.
Anton segist hafa þurft að fara heim
til Katrínar Guðjónsdóttur að kaupa
bókina en hann hafi svo tekið hana í
sölu í Gítarnum, þegar hann opnaði
hljóðfæraverslunina.
Anton segir fjórar hljóðfæraversl-
anir starfræktar á Íslandi og þær fái
samkeppni frá netverslunum.
„Það er alltaf best að mínu mati
við hljóðfærakaup að koma á staðinn
og kanna hvort maður nái tengingu
við hljóðfærið. Barn sem er átta ára
tæki að öllu jöfnu gítar í ¾ stærð en
ef barnið er stórt þyrfti það jafnvel
fullorðinsgítar. Hljóðfærið þarf að
vera í réttri stærð og stillt þannig að
það henti notandanum. Það má í
raun og veru líkja þessu við að skíða-
stærð verði að vera rétt fyrir þá sem
ætla að skíða á þeim,“ segir Anton.
Nýjar stefnur í sölu hljóðfæra
„Það er mikil sala á rafmagnsgít-
urum og mögnurum. Kassagítarinn
er meira keyptur fyrir útileguna og
partíið þar sem gítarspilarinn mætir
eldhress og heldur uppi stuðinu en
kemur ekki með magnara og alls
konar græjur með sér,“ segir Anton
og bætir við að breytingar og bylgj-
ur séu í hljóðfærakaupum eins og
öðru.
Gítarinn alltaf vinsæll
„Það koma alltaf upp einhverjar
stefnur. Einu sinni voru djasspíanó-
leikarar það nýjasta, svo kom pönkið
og rappið og nú er það raftónlistin,“
segir Anton sem telur erfitt að segja
til um hvort raftónlistin komi niður á
sölu hljóðfæra.
„Gítarinn er alltaf vinsæll, það er
ekkert öðruvísi,“ segir Anton og
bætir við sposkur á svip að það sé
aldrei að vita nema tilboð bjóðist
þeim sem reka inn nefið í verslunina
á 30 ára afmælinu.
„Ég hlakka til að þjónusta hljóm-
listarmenn áfram sem hingað til,“
segir hann að endingu.
Hefur selt gítara og hljóðfæri í 30 ár
Anton Kröyer stofnaði Gítarinn hljóðfæraverslun árið 1989 Gítarbók Katrínar var eina gítar-
kennslubókin í boði Nauðsynlegt að koma á staðinn og kanna hvort tenging náist við hljóðfærið
Morgunblaðið/Eggert
Gítaristi Anton Kröyer og gítarinn eru óaðskiljanlegir enda hefur Anton haft það að ævistarfi að selja gítara og
önnur hljóðfæri. Straumar og stefnur breytast í hljóðfærum en Anton segir vinsældir gítarsins ekki breytast.
Frá og með morgundeginum verður
Gömlu Hringbraut lokað vegna
jarðvegsframkvæmda við byggingu
nýs meðferðarkjarna, sem er einn
verkhluti Hringbrautarverkefnisins.
Áætlað er að framkvæmdum við
byggingu hans muni ljúka árið
2024.
Með þessu verða breytingar á
akstri strætisvagna. Akstur leiða
nr. 1, 3, 5, 6 og 15 breytist vegna
framkvæmdanna. Breytingar á
akstri á leið 14 og tímatöflum á
leiðum 28 og 75 tóku hinsvegar
gildi í byrjun janúar.
Röskun á gönguleiðum
Jarðvegsframkvæmdirnar hafa
einnig talsverð áhrif á gönguleiðir á
framkvæmdasvæði nýbygginga í
Landspítalaþorpinu. Miklar gatna-
framkvæmdir og stækkun athafna-
svæðis verktaka munu hafa í för
með sér röskun á gönguleiðum.
„Dagurinn 8. febrúar markar viss
tímamót í uppbyggingu nýs með-
ferðarkjarna Landspítala við
Hringbraut,“ er haft eftir Ásbirni
Jónssyni, verkefnastjóra fram-
kvæmdanna, í tilkynningu. „Mik-
ilvægt er að almenningur kynni sér
vel þær breytingar sem verða á
akstri bæði einkabíla og strætis-
vagna um svæðið í nálægð við
Landspítala. Nauðsynlegt er að
virða þær merkingar sem komið
verður upp í tengslum við þessa
stóru framkvæmd og þær hjáleiðir
sem munu verða sökum lokunar-
innar.“
Í tilkynningunni segir að fram-
kvæmdir hafi gengið vel og að í vet-
ur muni meginþungi framkvæmda
vera í mikilli nálægð við starfsemi
Landspítala, en eftir því sem verk-
inu miði áfram, þá muni fram-
kvæmdaþunginn færast fjær starf-
seminni.
Gömlu Hringbraut lokað
og breytingar á strætó
Morgunblaðið/Eggert
Við Gömlu Hringbraut Þar standa
nú yfir talsverðar framkvæmdir.
Segja að fram-
kvæmdir gangi vel
Karlmaður á sextugsaldri hefur ver-
ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5.
mars næstkomandi vegna gruns um
ítrekaðan þjófnað á varningi úr Frí-
höfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í tilkynningu frá lögreglustjóran-
um á Suðurnesjum segir að þegar
hann var handtekinn nú síðast í flug-
stöðinni hafi fundist í fórum hans sjö
sígarettukarton, áfengi og ilmvötn,
samtals að verðmæti um 125 þúsund
krónur.
Talið er að maðurinn tilheyri hópi
manna af erlendum uppruna sem
stundi með skipulögðum hætti þjófn-
að á dýrum varningi úr verslunum í
flugstöðinni en þó aðallega á sígar-
ettum. Lögregla hafði fyrst afskipti
af hópnum í ágúst 2018 og fór þá
hluti hans af landi brott en karlmað-
urinn er búsettur hér á landi og hef-
ur haldið uppteknum hætti við iðju
sína, að því er fram kemur í tilkynn-
ingunni.
Stundaði hópurinn að kaupa ódýra
flugfarmiða og skrá sig til flugs en í
stað þess að fara í flugið lét fólkið
greipar sópa um verslanir í brottfar-
arsal flugstöðvarinnar. Upp komst
um athæfið þegar tollverðir í flug-
stöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu
ferðir einstaklinga úr hópnum. Við
húsleit á heimilum grunaðra var lagt
hald á mikið magn sígarettukartona
og annars varnings sem talinn er
vera úr verslunum í flugstöðinni.
Grunaður um að hafa
stolið úr Fríhöfninni Lögreglan á
Norðausturlandi
hvatti fólk í gær
á Facebook-síðu
sinni til þess að
leggja á fái það
upphringingu
frá fólki sem
þykist starfa hjá
Microsoft.
„Eitthvað hef-
ur borið á því að hringt hafi verið í
fólk frá útlöndum þar sem viðkom-
andi kynnir sig sem starfsmann
Microsoft og segir að gera þurfi við
öryggisgalla í Windowsstýri-
kerfinu. Þeir ætlast til þess að fólk
fari í tölvu sína. Þarna eru svik í
tafli þar sem markmiðið er að ná
stjórn á tölvunni,“ segir lögreglan.
Fólk leggi á ef hringt
er frá Microsoft
Lögregla Varað er
við símtölum.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf