Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Módel: Brynja Dan
Ásamt fyrirhuguðu hóteli verða
veitingastaðir, 5-6 verslanir, sam-
komusalir, sýningarými og 16 íbúðir á
Landssímareitnum. Íbúðirnar munu
snúa að Ingólfstorgi og fara í al-
menna sölu eða leigu.
Freyr segir að við hönnun hótels-
ins sé lögð mikil áhersla á að það verði
hluti af mannlífi borgarinnar.
Jarðhæðin verði þannig aðgengileg
frá Austurvelli og Víkurgarði og með
rýmum undir sýningar og viðburði, á
borð við Food & Fun og Airwaves-
hátíðirnar. Þá muni listamenn geta
notað rýmin fyrir listsýningar. Þau
verði opin fyrir uppákomur allan dag-
inn. Með því verði til segull í borginni
sem laði að heimamenn, jafnt sem er-
lenda ferðamenn. Leitað verði fanga í
náttúru Íslands við hönnun á alrými
til að skapa tilfinningu fyrir landinu.
Móttaka verði innst í húsinu og þar
lyftur fyrir efri hæðir og í kjallara
baðhús fyrir gesti og gangandi.
„Veitingahúsið við Austurvöll verð-
ur hins vegar með gerólíku yfir-
bragði. Þá erum við enda komin í ann-
að hús. Við höfum áhuga á að flétta
sögu Landssímans inn í þá innanhús-
hönnun, til dæmis með því að bitar í
loftum verði sýnilegir,“ segir Freyr
en sæti verða fyrir 150 gesti.
Á einni teikningu má sjá stóla og
borð fyrir utan veitingahúsið til móts
við Austurvöll. Freyr segir aðspurður
að þar njóti sólar fyrri hluta dags.
Mesta skjólið og sólskinið sé hins veg-
ar í Víkurgarði um eftirmiðdaginn.
Jarðhæðin verði gönguás sem tengi
Víkurgarð og Austurvöll.
Glerbygging á tveimur hæðum
Á þaki hluta hótelsins sé áformað
að reisa glerbyggingu á tveimur hæð-
um. Gætt sé að því að hafa hana eins
lítt sýnilega og kostur er. Fyrir fram-
an verði þaksalir og herbergi og
hugsanlega veitingastarfsemi.
Freyr segir borgina vilja efna til
hönnunarsamkeppni um Víkurgarð
sem borgarrými og torg þar sem saga
garðsins er í fyrirrúmi.
„Reykjavíkurborg og borgarbúum
er umhugað um að þetta verði opið
torg fyrir almenning og lifandi reitur
með góðri stemningu í góðu veðri.
Minjastofnun leggst gegn þeim hug-
myndum. Hún telur að þarna eigi að
vera afgirt kirkjugarðstorg þar sem
umferð gangandi vegfarenda er tak-
mörkuð,“ segir Freyr.
Fulltrúar Lindarvatns, félagsins
sem byggir reitinn, bíða viðbragða
Minjastofnunar við málamiðlun.
Horft frá Kirkjustræti Áformað er að hafa verslun og þjónustu á jarðhæð.
Teikningar/THG Arkitektar
Horft frá Austurvelli Gamla Landssímahúsið verður gert upp og veitingahús opnað.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Icelandair Hot-
els, segir hótelið við Austurvöll
munu styrkja stöðu Reykjavíkur
sem ráðstefnuborgar. Til dæmis
hafi bókunum fyrir ráðstefnugesti á
Icelandair-hótelunum fjölgað um
20% milli ára. Á nýja hótelinu verði
fundarými fyrir 400-500 ráðstefnu-
gesti í nokkrum sölum. Þar af 300 í
Sjálfstæðissalnum sem verður
endurgerður í upphaflegri mynd.
„Það má segja að markaðs-
setning á áfangastaðnum Íslandi
annars vegar og Reykjavíkurborg
hins vegar sé sú sama. Helsta að-
dráttarafl landsins er náttúran og
það er fyrst og fremst verið að
markaðssetja náttúruupplifun.
Við erum mikið til að selja ferðir
til borgarinnar og síðan dagsferðir
út frá borg til að upplifa náttúruna.
Þessu myndum við vilja breyta. Við
viljum markaðssetja borgina annars
hafa verið byggðir upp innviðir, hót-
el, afþreying, veitingaþjónusta og
margt fleira sem styrkir stöðu
borgarinnar. Það má segja að við
höfum nú betri veiðarfæri en áður
til að sækja fram. Icelandair Group
hefur haft frumkvæði að fjárfest-
ingu í slíkri afþreyingu,“ segir
Magnea Þórey og nefnir náttúru-
sýninguna í Perlunni sem dæmi.
Icelandair-hótelin eru í söluferli.
Hún segir nokkra valda aðila munu
leggja fram skuldbindandi tilboð á
næstu vikum. Hún segir aðspurð að
óvissa í ferðaþjónustu, m.a. vegna
stöðu WOW air, hafi ekki dregið úr
áhuga fjárfesta. Þeir séu enda að
hugsa um framtíðina en ekki núið.
„Ísland þykir einstakur áfanga-
staður. Veitingastaðirnir í borginni
hafa komið henni á matarkortið.
Kolefnisspor matarins er lítið en
slíkt er orðið sjaldgæft í heim-
inum,“ segir Magnea Þórey.
vegar og lands-
byggðina hins
vegar. Við viljum
gera lands-
byggðinni hærra
undir höfði og
tryggja gott að-
gengi að nýrri
þjónustu utan
borgarmark-
anna, samhliða
því sem menn-
ingartengdri starfsemi og við-
burðum er gert hærra undir höfði
sem borgarupplifun,“ segir Magnea
Þórey. Hótelið við Austurvöll falli
vel að þessari stefnu. Þar muni
gestir geta upplifað áfangastaðinn
með því að hótelið verður tengt við
mannlífið og menningartengda
starfsemi, t.d. listahátíðir.
„Reykjavíkurborg á mikið inni á
ráðstefnumarkaði. Það er lykilatriði
að á vaxtarskeiði undanfarinna ára
Hótelið muni styrkja stöðu Reykjavíkur
FRAMKVÆMDASTJÓRI IH BENDIR Á MIKILVÆGI RÁÐSTEFNUGESTA
Magnea Þórey
Hjálmarsdóttir