Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Steingerðar leifar risaeðlu, sem
líklega varðist ráneðlum með
göddum á baki og hálsi, fundust
nýlega í Patagóníu í Argentínu.
Grein um eðluna birtist í vikunni í
tímaritinu Nature og jafnframt
voru líkön af hálsi og haus eðl-
unnar sýnd í Vísindamenningar-
safninu í Buenos Aires, höfuðborg
Argentínu.
„Við höldum að langir og beittir
gaddarnir, mjög langir og mjóir,
hafi einkum þjónað því hlutverki
að verjast hugsanlegum óvinum,“
sagði Pablo Gallina, vísindamaður
hjá Maimonidesháskóla í Argent-
ínu, en leiðangur undir hans
stjórn fann eðluleifarnar. „Við
teljum að hefðu gaddarnir aðeins
verið úr beini með húðþekju hefðu
þeir auðveldlega getað brotnað við
högg eða árásir annarra dýra.
Þessir gaddar hljóta að hafa verið
með keratínslíður, svipað og horn
margra spendýra nú,“ bætti hann
við.
Eðlan hefur fengið vísindanafnið
bajadasaurus pronuspinax eftir
staðnum Bajada Colorado þar sem
steingervingurinn fannst. Bajada
þýðir jafnframt brekka eða halli á
spænsku. Saurus er eðla á grísku,
pronus þýðir að halla sér fram á
latínu og spinax þýðir gaddur á
grísku. Ef til vill mætti þýða nafn
eðlunnar á íslensku sem brekku-
eðla en annarri eðlutegund hefur
verið gefið nafnið gaddeðla.
Ferfætt graseðla
Brekkueðlan var ekki mjög stór
ferfætt graseðla en slíkar eðlur
lifðu frá lokum tríastímabilsins,
fyrir um það bil 230 milljónum
ára, til loka krítartímabilsins fyrir
um 70 milljónum ára.
Skyld eðla, amargaeðla, lifði á
meginlandi Suður-Ameríku um 15
milljónum ára eftir daga brekku-
eðlanna og leifar af báðum teg-
undunum fundust í Neuquenhér-
aði um 1.800 km suður af Buenos
Aires. Steingerðar leifar af svo-
nefndri jötuneðlu, stærstu ráneðlu
sem vitað er um, fundust á svip-
uðum slóðum árið 1993. Sú eðla
var uppi á síðari hluta krítar-
tímabilsins og kann að hafa verið
náttúrulegur óvinur brekkueðl-
unnar og veitt hana til matar.
Nytsamlegir gaddar
Vísinda- og tækniráð Argentínu
sagði í yfirlýsingu að gaddarnir á
eðlunni kynnu að hafa haft það
hlutverk að stilla líkamshita dýrs-
ins og hugsanlega átt þátt í að
laða hitt kynið að til mökunar. Þá
kunni eðlan að hafa haft fituhnúða
milli gaddanna, forðabúr sem hafi
gegnt svipuðu hlutverki og hnúðar
á kameldýri.
Vísindaráðið segir að hauskúpa
eðlunnar, sem fannst árið 2013, sé
óvenjulega vel varðveitt. „Rann-
sóknir benda til þess að dýrið hafi
varið mestum tíma í að bíta gras
og jurtir en augnatóttirnar eru
mjög ofarlega á höfðinu og eðlan
gat því jafnframt fylgst með því
sem gerðist umhverfis hana,“ seg-
ir í yfirlýsingu ráðsins.
Risaeðla búin varnargöddum
Líkan af áður óþekktri graseðlu, sem fannst í Argentínu, er nú til sýnis í Buenos Aires Skartaði
löngum og beittum göddum á hrygg og hálsi sem virðast hafa verið til margra hluta nytsamlegir
AFP
Gaddar Ljósmyndari tekur mynd af líkönum af framhluta brekkueðlunnar
sem nú eru til sýnis í vísindasafni í Buenos Aires í Argentínu.
1 2
3
Bajadasaurus pronuspinax
Oddhvöss risaeðla frá Patagóníu
Heimild: Nature.com -- Gallina, Apesteguia, Canale, Haluza
Lifðu fyrir 225
milljónum ára
Flugeðlur
Lifði fyrir
140 milljónum
ára
Grasæta
Gaddar á baki og hrygg
Hugsanlegur tilgangur:
Vörn gegn
rándýrum
Þakið keratínplötum
svipað og nashyrn-
ingshorn
Snýr framFannst í
Bajada
Colorada í
Argentínu
Líkan sýnt í vísinda-
menningarmiðstöð í
Buenos Aires
Ljósmynd:
Juan Mabromata
Hitastillandi
Laða að
hitt kynið
65 milljón ár145199251299369397
Grameðla
Lifði fyrir 67-65
milljónum ára
FornlífsöldAldarbil:
Tímabil:
Miðlífsöld
TríasPermKolDevon Krít Paleósean EósenJúra
Nýlífsöld
Lifði fyrir 155-145
milljónum ára
Freyseðla
Patagónía hefur verið gjöfult svæði
fyrir steingervingafræðinga sem
rannsaka risaeðluleifar. Nýlega var
í Buenos Aires afhjúpuð eftirlíking
af beinagrind úr sæeðlu sem synti
um höfin fyrir 65 milljónum ára.
Fram kom að steingervingafræð-
ingar hefðu unnið að því frá árinu
2009 að losa steingerða beina-
grindina úr klettum við stöðuvatn
og búa til eftirlíkingu af henni.
Beinagrindin er nú til sýnis í nátt-
úrugripasafni í Buenos Aires.
Beinagrindin fannst í klettum frá
krítartímabilinu nálægt bænum El
Calafate við rætur Andesfjalla, um
2.800 kílómetra suður af höfuð-
borginni. Fjarlægja þurfti fjögur
tonn af grjóti til að komast að
beinagrindinni og einnig þurfti að
tæma hluta vatnsins til að komast
að grjótinu.
Sæeðlur voru risastórar eðlur
sem lifðu í höfum um allan heim.
Þær voru með langan háls, lítið höf-
uð og beittar tennur.
Steingervingurinn sem fannst í
Patagóníu er níu metra langur og
hvor uggi 1,3 metrar. Þegar þessi
sæeðla var í fullu fjöri höfðu
Andesfjöllin ekki myndast og
Patagónía var hafsbotn.
AFP
Sæeðla Eðlan var engin smásmíði.
Níu metra löng
sæeðla til sýnis
Mörg ár tók að losa beinagrindina
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ibuprofen Bril
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Á hreint brilliant verði!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
400mg töflur - 30 stk og 50 stk
Það er algengt að áður óþekkt-
ar risaeðlutegundir finnist og
margar mjög áhugaverðar risa-
eðlur hafa fundist á þessari
öld, segir Snorri Sigurðsson,
líffræðingur og áhugamaður
um risaeðlur.
Áhugi á steingervingafræð-
um hefur farið ört vaxandi og
ný svæði hafa opnast sem áður
voru ekki aðgengileg. Sérfræð-
ingar tala raunar um gullöld
þessara rannsókna en áætlað
er að um 50 áður óþekktar
risaeðlutegundir finnist nú ár-
lega, eða að meðaltali nærri
ein í viku hverri, einkum í Kína,
Mongólíu, Suður-Ameríku,
Austur-Evrópu og jafnvel á
Suðurskautslandinu og í Skot-
landi.
Snorri segir að í nokkrum
tilfellum sé um óvenjulegar
risaeðlur að ræða, t.d. töluvert
af fiðruðum risaeðlum, sem
hafi reynst mjög mikilvægt fyr-
ir rannsóknir á uppruna fugla,
þróun flugs og lífeðlisfræði
risaeðla.
Gullöld risa-
eðlufunda
STEINGERVINGAFRÆÐI