Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 41
41 Litrík Stúlka á gangi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í hjarta miðborgar Reykjavíkur. Eggert MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Veiðifélög á Íslandi og reyndar víðar, berjast hatrammri baráttu gegn uppbyggingu laxeldis í sjó. Telja veiðifélögin að verið sé að tefla hinum villta íslenska laxi í mikla hættu og sem muni enda með algjöru hruni hans. En skoðum málið aðeins nánar. Langflest veiðifélög landsins stunda ræktun á fiski úr eig- in ám til sleppinga. En spurningin er þessi, er þetta á einhvern hátt til bóta fyrir lífríki ánna – eða það sem kallað er viðhald líffræðilegs fjöl- breytileika? Málið er nefnilega ekki einfalt. Lengi hefur verið á það bent og rannsóknir sýnt hvernig eldi á villtum laxi til sleppingar og ræktunar á ám hefur í för með sér breytingar á erfðasamsetn- ingu laxa í ánni – nokkuð sem ekki var ætlunin, sem dæmi er þekkt grein eftir Frankham 20081). Því má segja að þessi ræktunaraðferð sé í raun fiskeldi – þar sem verið er að velja fyrir ákveðnum eiginleikum. Þetta var undirstrikað í ágætum þætti „Landinn“ þar sem rætt var við nokkra aðila varðandi ræktun á laxi fyrir Laxá í Kjós (Landinn, 29.1. 2019), en þar kom fram að þeir velja markvisst fyrir stórum fiski – svo að veiðimenn fái eitthvað fyrir peninginn – stórlaxi. Þetta gera þeir þrátt fyrir að segja að áin sé sjálfbær. Hér er því markvisst verið að minnka líffræðilegan fjölbreytileika árinnar og slík ræktun því enginn „genabanki“ eins og þeir kjósa að kalla það í Kjósinni. Einungis val fyrir stórlaxi og þeirra arfgerðum. Hér er því um grundvallarmisskilning að ræða hjá veiðiréttarhöfum, þetta er atvinnu- grein sem margir njóta góðs af, en ekki til þess gert að halda hinum íslenska laxastofni í góðu jafnvægi með þann líffræðilega fjölbreytileika sem þarf til að stofninn geti lifað og dafnað um ókomna tíð. Þessi aðferð að rækta upp ár er ekki ný af nálinni og er víða framkvæmd. Þessi aðferð þjónar þeim tegundum sem eru í bráðri útrým- ingarhættu og ekki annar kostur í boði. En hjá hinum eru áhrifin þau, sem rannsóknir hafa sýnt, að neikvæð áhrif á stofnana eru alvarleg. Hér ber þá fyrst að nefna neikvæð erfðafræði- leg áhrif, stofninn verður einsleitur (líkt og er í hefðbundnu fiskeldi þar sem valið er fyrir ákveðnum eiginleikum s.s. hröðum vexti), hæfi- leiki til aðlögunar getur minnkað og þar með geta til að lifa af við síbreytilegar náttúrulegar aðstæður, breytingar á stofngerð viðkomandi tegundar og þetta fylgir því að velja út ein- staklinga sem veiðirétthafar vilja hafa í ánum sínum – stórlaxa. Þetta leiðir á endanum til þess að villti laxinn er bara ekki eins villtur og menn vilja meina – og á jafnvel erfitt uppdráttar þar sem hann hef- ur tapað þeim eiginleikum sem honum eru nauðsynlegir til þess að geta þrifist í ánni þar sem foreldrarnir „fæddust“. En vel að merkja, val fyrir stórlöxum þýðir jú að þeir eru veiddir sérstaklega og því miklar líkur á að foreldra- fiskurinn sé einmitt afkvæmi slíks eldis. Að framangreindu má því vera ljóst að þetta er ekki iðja sem stuðlar að varðveislu íslenska laxins. Eina leiðin til að svo megi vera er að al- friða íslenska laxinn eða stunda „ræktun“ undir ströngustu kröfum um að allir eiginleikar – allar svipgerðir fái að njóta sín og þar með reynt að halda hinum mikilvæga líffræðilega fjölbreyti- leika. Kannski er einfaldasta leiðin að veiða með fullkomna sjálfbærni að leiðarljósi – en þá er nú líklegt að raunverulega náttúrulegum lax- veiðiám á Íslandi myndi snarfækka og ansi margar ræktaðar ár myndu fá nafn með rentu „eldisveiðiár“. En hefur þessi markvissa stórlaxaræktun bara áhrif á villta laxinn? Er möguleiki að með þessari ræktun séu veiðirétthafar að auka enn á þá áhættu sem þeir berjast gegn – blöndun við eldislax? Rannsóknir hafa sýnt að eldislax á erfitt upp- dráttar í náttúrunni og afkvæmi eldislax og villts lax hafa mun hærri dánartíðni en afkvæmi villts lax. Þetta er ekkert skrítið enda hefur eld- islax verið markvisst ræktaður síðustu 12 kyn- slóðir með það að markmiði að ná fram eigin- leikum sem henta fyrir framleiðslu á matfiski í vernduðu umhverfi og hefur hann því að sama skapi fjarlægst hinn náttúrulega lax. Um það hafa verið skrifaðar vísindagreinar í hundr- uðum talið. En hvað gerist þegar eldislaxi og ræktuðum laxi er æxlað saman? Niðurstöður rannsókna sýna að afkoman verður mun betri, en þegar æxlað er saman villtum og ræktuðum laxi, Hag- en 2019 2). Hættan á að eldislax geti valdið tjóni á villtum laxi verður því raunverulegri. Hér eru því ræktunaraðferðir stangveiðimanna í raun að vinna gegn þeirra eigin hagsmunum og ekki til þess fallnar að tryggja afkomu villta laxins. Miðað við það magn sem sleppt er af ræktuðum laxi í íslenskar laxveiðiár á hverju ári bendir það til að ræktaður lax sé í miklum meirihluta í án- um nú þegar – hann sé einfaldlega megin- uppistaða laxmargra áa á Íslandi og því séu veiðirétthafar hugsanlega þegar búnir að valda skaða – skaða sem þeir berjast svo mikið gegn sjálfir í ræðu og riti. Laxveiði er atvinnugrein, en fiskirækt er landbúnaður, aðeins önnur tegund landbúnaðar en fiskeldi, en engu að síður landbúnaður. Þetta er kjarni málsins. Heimildir: 1) Frankham, R. Genetic adaptation to captivity in species conservation programs. Mol. Ecol. 17, 325-333 (2008). 2) Ingerid J. Hagen, Arne J. Jensen, Geir H. Bolstad, Ola H. Diserud, Kjetil Hindar, Håvard Lo & Sten Karlsson . Nature Communicationsvolume 10, Article number: 199 (2019) Eftir Þorleif Ágústsson og Þorleif Eiríksson »Hér eru því ræktunar- aðferðir stangveiðimanna í raun að vinna gegn þeirra eigin hagsmunum og ekki til þess fallnar að tryggja afkomu villta laxins. Þorleifur Eiríksson Þorleifur Ágústsson er doktor í fiskalífeðlisfræði og Þorleifur Eiríksson er doktor í dýrafræði. Fiskeldi eða fiskirækt Þorleifur Ágústsson Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, en hvernig tryggjum við að svo verði áfram? Hvernig tryggjum við aukinn fjölbreytileika íslensks at- vinnulífs? Ég trúi því að það gerum við með markvissum aðgerðum er lúta að því að auka rannsóknir, þekking- aröflun, nýsköpun og tækniyf- irfærslu. Með því aukum við fram- leiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, tryggjum fjölbreytileika og byggj- um fleiri stoðir undir íslenskt at- vinnulíf og velferðarsamfélag. Slík- ar aðgerðir þurfa að mínu viti að vera samstillt átak stjórnvalda, atvinnulífs og menntakerfis. Stjórnvöld þurfa að tryggja skýrt og stöðugt starfsumhverfi, huga þarf að hvötum til rann- sókna og nýsköpunar eins og gert hefur verið með endurgreiðslum og skattaafslætti við fjár- festingu í nýsköpunarfélögum. Einnig þarf að huga að stuðningsumhverfi nýsköpunar með ráðgjöf, upplýsingum og styrkjum og svo þarf að byggja undir framtaksfjármögnun. Mennta- kerfið þarf að skila af sér hæfileikaríku og vel menntuðu fólki, með þekkingu og hæfni sem at- vinnulífið þarf á að halda. Þá má ekki gleyma mikilvægi frumrannsókna hjá háskólum og rannsóknastofnunum. Atvinnulífið þarf að huga að auknu samstarfi því þrátt fyrir sam- keppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverk- efnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs-, ál- og jarðhitaklösunum. At- vinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Hvernig náum við heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvað þarf atvinnulífið að leggja af mörkum? Atvinnulífið þarf að finna tækifærin sem felast í því að vinna að heims- markmiðunum. Ísland er eyja en ekki eyland Þrátt fyrir að Ísland sé eyja verður íslenskt atvinnulíf ekki eyland og þaðan af síður ný- sköpun, rannsóknir, þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróun- arsamstarfi svo og fjármögnun nýsköpunar- verkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d. í gegnum EES- samninginn en einnig með fríverslunarsamn- ingum og samstarfi við aðra heimshluta. Ísrael er dæmi um ríki sem kemur vel út þegar horft er til nýsköpunar og hefur ísraelska ríkið unnið mark- visst að uppbyggingu framtaks- sjóða og ýtt undir samstarf at- vinnulífs og hins opinbera þegar kemur að fjármögnun nýsköp- unarfyrirtækja. Fjölbreyttar stoðir atvinnulífs Sjávarútvegurinn er dæmi um atvinnugrein sem hefur staðið sig mjög vel í nýsköpun. Hráefnisnýt- ing hefur aukist til muna og fram- leiðni er góð, enda er íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arð- semi. Í kringum sjávarútveginn hefur spunnist fjöldi fyrirtækja og viðskiptahugmynda sem ganga út á að fullnýta afurðir, t.d. í tísku-, lyfja- og heilsuiðnaðinum. Á þessari velgengni eigum við að byggja og Ísland hefur alla burði til að verða einhvers- konar sílikondalur sjávarútvegs og tengdra fyrirtækja í heiminum. Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrir- tækis eða einnar atvinnugreinar. Þess vegna er nauðsynlegt að unnin sé nýsköpunarstefna sem byggi undir öfluga nýsköpun á mörgum svið- um. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greina sem fyrst og fremst byggjast á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað, jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Seinna í dag ræði ég nýsköpun og mikilvægi hennar fyrir samfélagið allt við ráðherra ný- sköpunarmála Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadótt- ur á Alþingi. Ég vona að sú umræða veki en frekari umræðu og vangaveltur á Alþingi, í at- vinnulífinu, menntalífinu og samfélaginu öllu. Því í þessu máli er enginn stikkfrí. Eftir Bryndísi Haraldsdóttur » Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.